Tíminn - 22.06.1962, Qupperneq 2
ÚR ÖÐRUM LÖNDUM
m-
Hafa konur betra
minni en karlar?
Víða um lönd er varið ó-
grynni fjár til að framleiða
og fullkomna alls konar raf-
heila og stórkostlegar minn-
isvélar. En þar fyrir hafa vís-
indamennirnir ekki gleymt
okkar fallvalta mannlega
minni. Þvert á móti hafa ver-
ið gerðar víðtækar rannsókn-
ir á því, hvað menn muna og
hvað gleymist. Hér á eftir
fara nokkrar spurningar,
sem sálfræðingar telja sig
geta svarað. Kannski koma
sum svörin á óvart.
Sálfræðirannsóknir hafa sýnt,
að það er ekki óalgengt, að elztu
endurminningar séu frá tveggja
ára aldri, — og jafnvel eldri. Þá
hefur komið í ljós, að sumar þess
ara elztu minniTiga eru ótrúlega
nákvæmar, en aðrar þokukennd-
ari. Og sumar hafa aldrei gerzt,
heldur byggjast á sögmum,
draumum eða óskhyggju.
Hafa konur betra minni
en karlar?
Þær hafa betra félagsminni, þ.
e. þær muna betur eftir fólki.
Það kom á daginn við tilraunir,
sem gerðar voru við háskólann í
Connecticut, að konur höfðu
greinilega yfirburði yfir karla,
þegar muna þyrfti andlit fólks.
Einnig stóðu þær framar í þvi,
að muna nöfn.
En muna karlar betur útlit
og nöfn fallegra stúlkna?
Þótt undarlegt megi þykja, er
svarið neikvætt. Við þessar sömu
tili'aunir kom fram, að konur
horfa með' miklu meiri athygli á
fallegar stúlkur en karlar, og
þær muna miklu betur, hvað þær
sáu. Sé karlmaður kynntur fyrir
stúlku, og hann síðar beðinn að
lýsa henni, er svarið yfirleitt eitt
hvað á þessa leið: Jú, hún var
vist Ijóshærð og í bleikleitum
kjól, held ég. En sé sama tilraun
gerð við kvenfólk, kemur fram
í svarinu fullkomin lýsing: útlit,
vaxtarlag, klæðaburður, rödd,
farði og hvað eina.
Þótt undarlegt sé, taka karl-
menn miklu betur íftir útliti
karla en kvenna.
Er þa3 rétt, að minninu hraki
með aldrinum?
Margt miðaldra fólk hefur þarf
lausar áhyggjur út af því, að
minninu sé að fara aftur. Yfir-
leitt er það ástæðulaus ímyndun.
Og jafnvel þótt fólk sé farið að
reskjast talsvert, er heldur ólík-
legt, að minnið sé bilað. Athug-
un var gerð á 169 körlum og
konum, miðaldra og eldri. Þar
kom í Ijós, að í aldursflokkn-
um 60—70 ára höfðu 69% ágætt
minni. Hins vegar höfðu flestir,
þó ekki allir, í elzta flokknum
(yfir nírætt) einhveija minnis-
galla.
Annað atriði í þessu sambandi
er, að fólk, sem á efri árum hef-
ur eitthvað fyrir stafni, heldur
minninu betur en þeir, sem setj-
ast í helgan stein.
Hvenær er minnið bezt?
Nýlegar rannsóknir segja, að
minnið starfi bezt við algeia
hvíld. Þess vegna skulu menn,
þegar þeir eru að reyna að muna
eitthvað, leggjast fyrir og hugsa
ekki um neitt annað. Hvíla sá)
og líkama. Að öllum líkindum
mun þá því, sem menn eru að
reyna að grafa upp, s'kjóta skyndi
lega upp í meðvitundina.
Einnig sýna tilraunir, að því
æstari og fumlegri sem menn eru,
því verr starfar minnið. Eirðar-
íaust fólk á á hættu, að glata
<svo miklu af mioini sínu um
stundarsakir, að það getur ómögu
lega munað hvar það á heima
eða eigið símanúmer er.
Stendur minnið í sambandi
við greindina?
Engan veginn: Fólk með
greind neðan við meðallag, hef-
ur iðulega betra minni en menn
með háa greindarvísitölu. Margir
af mestu gáfumönnum veraldar
hafa veiið viðutan og gleymnir.
Er til einhver örugg aðferð
við að muna?
Hún er til. Lögmálið um ósjálf-
ráð hugtengsl er hægt að nota
sem eins konar minnistryggingu.
Segjum sem svo, að þú sért að
sofna og munir þá skyndilega
eftir einhverju, sem þú verður
að gera strax um morguninn. Þá
skaltu teygja þig upp á náttborð-
ið og snúa vekjaraklukkunni við.
Eða hnýttu hnút á annan sokk-
inn ellegar snúðu skerminum á
leslampanum, gerðu sem sé eitt-
hvað, sem þú Hlýtur að taka eft-
ir um morguninn. Þegar þú svo
vaknar og sérð klukkuna öfuga,
fer ekki hjá því að þú munir
það, sem þú ætlaðir að muna.
Dr. Martin Grotjan í Suður-
Kalíforníuháskóla segir í einu
rita sinna: — Þessi aðferð er
fasttengd sálfræðilegum lögmál-
um. Hún ber ríkulegan ávöxt.
Með dálítilli hugkvæmni er
hægt að nota aðferðina við næst-
um hvað sem er. Hugsum okkur
mann, sem tekur eftir því, um
leið og hann stígur út úr bílhum,
að benzínið er á þrotum. Hann
þarf að gera eitthvað, til að muna
eftir að fyHa geiminn, þegar
hann kemur aftur. Það er ekki
erfitt. Hann getur sett bíllyklana
í annan vasa en venjulega,
buxnavasa í staðinn fyrir jakka-
vasa eða öfugt. Síðan þcgar hann
finnur lyklana á þessum óvenju-
lega stað man hann allt í einu:
— Alveg rétt, ég þarf að ná í
benzín.
Framhald á 13. síðu.
Myrti tengda
móður
sina
3. júní sl. var framið hrylli
legt morð í þorpinu Kulerup
í Danmörku. 74 ára gömul
kona, sem rak smásöluverzl-
un í þorpinu, frú Magleby,
var myrf, og dótturdóttur
hennar 17 ára gömul, Grethe
Krogh Jenssen, hlaut hættu-
legan áverka, veittan með
sömu öxinni og varð gömlu
konunni að fjörtjóni.
Við jarðarför gömlu konunnar
hélt tengdasonur hennar smá-
ræðustúf, og sagði þar, að þrátt
fyrir djúpa sorg, væri léttir fyr-
ir hann og konu hans að. vita
dóttur sína á lífi. Fjórum dögum
síðar var tengdasonurinn tekinn
fastur og ákærður fyrir að hafa
myrt tengdamóður sína, nauðgað
dóttur sinni og gert tilraun til að
mvrða hana líka. Ástæða hand-
tökuTinar var, að Grethe Krogh
Jenssen skýrði lögreglunni svo
frá, að faðir hennar hefði unnið
verknaðinn. Hann neitar ákær-
unni þó harðlega, og hótar að
drepa sjálfur ofbeldismanninn,
náist einhvern tíma í hann.
Þrátt fyrir neitunina situr hann
nú í gæzluvarðhaldi, en rannsókn
málsins er haldið áfram. Kona
hans hefur hins vegar fengið
taugaáfall og er á sjúkrahúsi.
Lögreglan telur engan vafa
leika á um sekt mannsins. Það
hefur nú komið upp úr kafinu,
að ástæðan til þess, að dóttiiin
dvaldist hjá ömmu sinni, en ekki
í foreldrahúsum í öðrum bæ, var
sú, að faðir hennar hafði áður
gert tilraunir til að fleka hana.
Á meðfylgjandi myndum sjá-
um við. sakborninginn ásamt
fórnarlömbum sínum, frú Magle-
by og Grethe Krogh Jenssen, á
þeirri neðri, en efri myndin er
af öxi þeirri, sem ódæðið var
framið með.
I „Þetta hafa íslendingar
aldrei gert áðiir“
Á þjóðh'átí'ðardiaginn hinn
17. júní s.l. birti Tíminn nokkr
.ar ræðtir þjóðkunnra mennta-
og stjiórnmálamanna frá árun-
inn 1908 og 1918, þar sem
fram kemur v'Mhorf þeirra tii
sjálfstæðis mál ann a. Meðal
þeirra var stórmerk ræffia eftir
Einar H. Kvanan, rithöfund,
flutt á borgarafundi í Keykja-
vík 2. júní 1908. Ræddi hann
þar um samninigsupipkasti® við
Dani, sem þá lá fyrir og var
mjög til umræðu, enda um það
kosið með eftirminnilegum
hætti þa'ð ár. Einar Kvaran
sagði m.a.:
„Sumir ráffia okkur ti'l þess
að ganga að þessium samningi,
sem menn l:,afa verið að ræ'ða
hér í kvöld. Þeir halda því
fram ,a® eftir 25—37 ár stönd-
um við miMu betur a@ vígi
meg kröfur okkar. Þá getum
Við barið í borðíð, eins og einn
góður vinur mi.nn sagði hér
um daginn. Þeir segja, að tæki
færið sé svo mikig til þess að
þroskast undir þess>u fyrir-
komulagi. Það verði okkur eng
inn Þrándur í Götu fyrst um
sinn.
Þessu halda fram ýmsir góð-
ir og þjóðræknir fsle.ndin.gar,
mertn, sem ég veit að unna
þessu landi eins heitt og nokkr
ir aðrir menn með þjóð vorri.
Samt tel ég nokkurn vafa
á því, ag in,nst í s'álum þeirra
sé slæðingur af þessari hugs
un: ÞETTA HAFA ÍSLEND-
INGAR ALDREI GERT ÁÐ-
UR.
Þe'ir hafa aldrei gefið nokk-
urri annarri þjóð ó.afturkallan
legt vald í nokkru íslcnzku
máli.“
„Við gerum það ekki“
Oig Einar heidur áfram;
„Ég hygg, að þessi liugsu.n
muni magnast því meina, sem
len.gra líður. Ég ræð það af
því, ag óg finn, að hún hefur
magnazt hjá mér, því meira
sem ég hef um málið hugsað.
Og ég hygig, að frá þess'um
fundi muni hljónw hæst —
ekkl aðeins út um þennan bæ,
heldur út um allt þetta Iand,
ekki aðeins næstu vikurmar,
Iieldur Um allar aldir — þessi
hugsun: Við gerum það ekki.
Við gerum þag aldrei. Vegna
landsins okkar gerum við það
ekki. Vegna þjóffiarlnnar okkar
gerum við það ekki“.
Hvað segði Eínar
Kyaran nú?
Ástæðan til þess að rétt er
ag rifja upp þessi orð Einars
Kvaran nú o,g aftur er sú, að
á þjóðhátíðardaginn 17. júní
1962 flutti forsætisrh. lands-
ins, Ólafur Thórs, ræðu, sem
síðan var hirt í Mbl. og básún-
ug mjög — sfffiast í forystu-
grei.n í gær. f þessari ræðu
nefndi Ólafur Thórs landlielg-
issamning þessarar ríkisstjórn-
ar við Breta sem sérstakj
dæmi um það, hvernig tryggja
mætti sjálfstæði landsins.
f þessum margfræga samn-
i.ngi er hins vegar kveðið svo
á, að fslendiiiigar séu bundnir
því ákvæði um .aldur o.g ævi
að tilkynna Bretum ef við
hyggjumst breyta Iandhelgis-
línu og fá leyfi þeirra til þess
að leggja m’álið undir alþjóðia-
dóm. Þar er sem sé gert það,
sem Einar Kvaran kvað fslend
inga aldrei hafia gert áðúr „að
gefa annarri þjóð óafturkall-
Framhald á 15. síðu.
-—noai
9
T í M í
östudagurinn 22. júní 1962.