Tíminn - 22.06.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 22.06.1962, Qupperneq 6
Jafnvægismál Framhald af 8. síðu. frá búum sínum. Það' sé eina rétta leiðiin, til þess að lækka fram- leiðslukostnaðinn á búvörum. Eg mótmæli þessari kenningu, sem er hliðstæð horfelliskynbótunum og ég álít að landbúnaðurinn væri fær um að skila miklu hærri vöxt- um af því fjármagni sem í honum er bundið, ef það væri helmingi meira. Uppbyggingu hans í dag má líkja við hálfbyggt hús. Það gagn- ar t.d. lítið að eiga gripahús, en ekki búfé. Hlöður, en ekkert tún og vélar sem ekki hafa verkefni nema ö-rfáa daga á árinu. Það hlýt,- ur alltaf að verða um meira eða minna misræmi að ræða í upp- byggingunni á meðan verið er að koma hverju búi í viðunandi horf. Að'ætlast til þess að fjárfest- ingin í landbúnaðinum komi strax að fullum notum er álika óraun- hæft, eins og að segja manni, sem er að byggja sér íbúð að það s'é ágætt fyrir hann að byggja sér eldhús I ár, stofuna svo eftir fimm ár og svo koll af kolli. Nei, það er ekki fyrr en fjár- festingin er komin nokkuð langt í landbúnaðinum, að hún fer að hafa möguleika á að skila góðum vöxtum og því sló ég því fram, að hún þyrfti að vera helmingi meiri. Mér kæmi ekki á óvait að það gæti þýtt þrisvar til fjórum sinnum meiri framleiðslu, án þess! að fólkið sem að henni ynni yrði' miklu fleira en nú. Það er að j meðalbú yrði 30—50 kúgildi í stað 10—14 og þá um leið mun ódýr- ari framleiðslu einnig. Svo er auðvitað þaaflaust að vonast eftir vöxtum af fjárfest- ingunni á eyðijörðunum. Það hefur á seinni árum, þótt góð latína á Jandi hér, að opinber ar framkvæmdir, ekki sízt raf- orkuframkvæmdir ættu að vera í sem nánustu samræmi við fólks- fjöldann í hverju byggðarlagi, annað gæti vart talizt lýðræðis- legt og er ég hér kominn að því, sem ég m.a. hafði í huga, er ég sagði að sumir þeir, sem vildu af heilindum að landið byggðist jafnar, en verið hefur, skildu ekki hvað mikils þyrfti við, til þess að gera straumhvörf, né hvers eðlis sú þróun er, sem á að byggjast á hámarksjafnrétti, en stefnir þó til landauðnar. Hér er einmitt ein höfuðorsök. Og lögmálið sem hérj er að verki er ofur einfalt. Tökum til dæmis tvö þorp. Annað hefur 1 þúsund íbúa hitt hefur 2 þús. Það er lagt helmingi meira af opinberu fé stærra þorpinu til hagsbóta. Eftir visst árabil hafa bæði tvöfaldað íbúatölu sína. Fólks fjöldinn er þá 2 og 4 þúsund og( aftur endurtekur sagán sig, og íbúafjöldinn verður 4 og 8 þús. En nú munar orðið 4 þúsund í stað eins á íbúatölunni, og þá mun reynslan sýna, að, að öðru jöfnu, eykst misræmið hraðar en þetta. Er þetta að skapa jafnvægi í byggð? Nei, þetta gæti heitið að sporna við ójafnvægi, en alls ekki að skapa jafnvægi og því miður er varla hægt að merkja að nokkr- ir íslenzkir stjórnmálamenn hugsi hærra en þetta fyrir hönd hinna dreifðu byggða. Eg álít að um blómlegar byggðir eigi að dreifa raforku, hvort sem þar er þéttbýlt eða Ertrjálbýlt. Byggðin mun þétt- ast og atvinnurekstur rísa á fót, hvar sem honum eru sköpuð skil- yrði. Við erum búin að byggja upp glæsilega höfuðborg. En ætli þjóð- félagsbyggingunni sé ekki líkt var ið og líkamanum, að limiirnir þurfi að vera í einhverju sam- ræmi við höfuðið til þess að vel fari. Þess vegna ætti nú að brjóta í blað. Landshlutarnir hafa allir lagt sitt af mörkum til þess. að byggja upp höfuðborgina, nú ætti að vera komið að skuldadögunum, og satt að segja held ég að þeir ættu að vera henni miklu léttbær- ari heldur en landinu hefur verið að byggja hana upp. Það er t.d. j engin hætta á að eignir staðsett- af í Reykjavík verði látnar drabb-, ast niður, þótt fjárfestingunni og' fólksfjölguninni sé beint þaðan, og ekki er ástæða til, að örvænta um þann atvinnur'ekstur, sem þeg ar er risinn þar, þótt ekki sé auk- ið við hann hröðum skrefum. Uti um land víkur þessu öðru vísi við, þar sem engu má muna að heil byggðarlög leggis't í eyði og þar með glatist að kalla öll mann virki sem þar eru, svo sem vegir, sími, byggingar og fleira og fleira. Þeir, sem í alvöru vildja gera hér straumhvörf, þurfa að gera sér grein fyrir því að þær eru marg- ar leiðirnar, sem fjármagnið streymir eftir tii Reykjavíkur. Eg hef lítillega bent á þær, sem skap ast við fólksflutningana úr strjál- býlinu. Svo má benda á að verzl- unin fer að miklu leyti gegnum Reykjavík og sama er að segja um opinbera þjónustu að hún fer þar mest fram og allar ríkisstofn- anir hafa þar aðalstöðvar sínar. Svo má minnast á starfsemi stjórnr málaflokkanna. Blaðaútgáfa þeirra dregur ótaldar miljónir til höf- uðborgarinnar og jafnvel gæti ég trúað, að þa'ð séu þó nokkrir millj- óna tugir, sem barast þangað gegnum ýmis happdrætti árlega. Læt ég svo staðar numið þessari upptalnnfgu, sem auðvitað yrði aldrei tæmandi. Ef þetta er krufið til mergjar í rólegheitum verður skiljanlegt að smálán úr atvinnujöfnunarsjóði og aðrar hliðstæðar að'gerðir hrökkvi skammt til þess að breyta nokkru um þróunina í jafnvægis- málunum. Það er alveg áreiðan- legt, að það þarf mikið að koma til mótvægis. Og er auðvitað ekki hugsanlegt með öðru móti en því, að taka upp miklu meiri áætlunar- búskap í sambandi við alla fjár- festingu heldur* en verið hefur. Það' hefur mikið verið rætt um framkvæmdaáætlanir nú um skeið, bæði af stjórn og stjórnar- andstöðu og má því vænta að ein hverjar slíkar séu í smíðum og mun svo vera m.a. að því er lýtur að raforkuframkvæmdum. Nú vil ég heita á alla, sem tala um að þörf sé á að koma á jafnvægi í: byggð landsins, að beita áhrifum sínum til þess, að ekki verði lát- ið sitja við orð'in tóm. Ríkisfram- kvæmdir allar verða að miðast við að rétta hlutföllin í byggð'inni. Næsta stórvirkjun á ekki að verða á Suðvesturlandi nema þar sé um stórum ódýrari virkjunarmögu leika að ræða, sem ekki hefur þó enn heyrzt frá neinum ábyrgum manni. Öll byggðarlög eiga að fá aðgang að nægilegri raforku. Hún er afl þess sem gera skal í nú- tímaþjóðfélagi. Starfsmenn hins opinbera eiga að búa við betri launakjör út um land heldur en í Reykjavík í stað þess öfuga, sem yfirleitt mun vera nú og þeim mun betri, sem þeir starfa á afskekkt- arí stöðum. Séu einhverjir þeir útkjálkar, sem réttlætanlegt sé að fresta uppbyggingu á, á að láta íbúa þeirra vita það tafarlaust og styrkja beinlínis þá sem vilja flytja sig um set, í stað þess að svelta þá frá þeim stöðvum, sem þeir hafa lifað og starfað á. Eg ímynda mér, að nú sé mörg um farið að blöskra óraunsæi mitt og óskhyggja og er það að vonum með þá, sem halda að fjármagnið,j sem minnst beizlað, sé sá bezti stjórnandi sem völ er á, en hinir sem trúa því, að hver þjóð eigi! að velja sína vitrustu menn til þess að ráða fram úr málum sínum, og hafa trú á því, að peningarnir geti og eigi að vera þjónn í hendi þeirra en ekki húsbóndi, þeir geta varla hneykslazt, þótt einn sam- borgari þeirra láti í ljós álit sitt á því, hvernig þjóðinni beri að ráðstafa þeim fjármunum sem húnj aflar sér. 1 KVEÐJUORÐ: Ingibjörg Olafsson Guðmundnr Jónas- son, kennari, látinn í dag er til moldar borinn Guð- mundur Jónasson, kennari í Reykjavík. Hann var sonur Jónasar Jónassonar hreppstjóra og kenn- ara í Flatey á Skjálfanda. Hann tók stúdentspróf 1952 og B.A.-próf í ensku, dönsku og uppeldisfræöi við Háskóla íslands 1955 og magist erpróf í íslenzkum fræðum 1956. Síðan var hann kennari við Skóga- skóla einn vetur og síðan við gagn fræðaskólann við Hringbraut í Reykjavík. Hann var og við fram- haldsnám í Englandi um tíma. Guð mundur var aðeins rúmlega þrítug ur að aldri, afbragðs kennari og miklar vonir bundnar við starf hans. Er hinn mesti mannskaði að honum. Nú tímanlega í júní lézt á Suð- ur-Englandi Ingibjörg Ólafsson, 75 ára að aldri. Hún var fædd af Más’stöðum í Vatnsdal og voru for- eldrar hennar hjónin Jón Ólafs- son og Guðrún Ólafsdóttir. Ung naut Ingibjörg skólanáms hér heima eins og bezt tíðkaðist um konu á þeim tíma. En leitaði síð- an til Danmerkur í ýmsa skóla þar. Eftir það kom hún sjaldan til fs- lands. En þegar hún kom hingað heim mun henni hafa verið heldur fálega tekið. En í Danmörku var Ingibjörg dáð mikið. Þaðan fór hún m.a. sem fulltrúi Dana á fundi Þjóðabandalagsins í Genf. Sem erindreki K.F.U.M. og K. ferðaðist hún í mörg ár um Norð- urlönd. Gat hún sér.þá mikilla ást sælda og frægðar í hugum almenn ings á Norðurlöndum, svo að tæp- lega hefur nokkur íslenzk kona orðið þar eins kunn, nema Ólafía Jóhannsdóttir í Noregi. Man ég þegar ég var ungur maður í Nor- egi, þá kannaðist nær hver maður þar við tvær íslenzkar konur: Ingi björgu og Ólafíu. Strax í Danmörku var Ingibjörg fjarskalega mikið dáð og þó eink- um fyrir hjálpsemi sína við stúlk ur, sem lent höfðu á glapstigum eða voru mjög fátækar, einmana og hjálparþurfi. Reyndist hún þá þessum stúlkum oft sem indæl- asta móðir. Og sama gerði hún í London í mörg ár. Einkum voru það þó íslenzkar umkomulausar stúlkur sem nutu þessa móður- huga og umönnunar Ingibjargar. Hef ég talað við eina slíka íslenzka KVEÐJUORÐ: óttir frá Heiðarbót Fædd 24. nóv. 1877 Dáin 5. febr. 1962 Síðan ég fylgdi þér síðasta spöl- inn út í kirkjugarðinn á Grenjað- arstað', hefur það þráfalt sótt að mér, að þú hafir horfið héðan, án þess að ég kveddi þig og þakkaði sem vert væri. Sennilega þakka ég þér aldrei að vei'ðleikum, en þó vil ég, þótt seint sé, senda þér nokkur kveðju- og þakkarorð. Þegar ég í fyrsta sinn fór að heiman, keipóttur mömmudrengur, varð það þitl hlutskipti að ganga mér í móðurstað, og það hlutverk ræktir þú þannig, að síðan skipar þú rúm í huga mér hið næsta móð ur minni. Ef til vill segir þetta allt um hug minn til þín. Mömmu- drengur hleypir engum óverðug- um inn í það rúm, sem móðirin skipar, og til þess að komast þang- að, þarf að vinna traust barna, sem þeim einum er unnt, sem það' traust verðskulda. Meðal minna björtustu og dýr- ustu bernskuminninga eru minn- ingarnar frá barnaskólaárunum; um Heiðarbótarheimilið. Ókunnug um gæti flogið í hug, að þessarj minningar væru mér svo ríkar í1 huga vegna þess, að þar hefði ver-j Eg vil að lokum taka það fram, að ég ber engan kala til Reykvík- inga og ég hef þá trú að margir þeirra líti svipuðum augum á þessi mál og ég. Þeir eru margir fædd- ir sem útkjálkamenn og ég vil ekki ætla þeim þá þröngsýni, að þeir telji það fjandskap við sig, þótt mótuá væri ný framkvæmda- stefna, sem tryggðí það, að mis- ræmið í uppbyggingu landsins haldi ekki áf'_am að aukast. Sævar Sigbjarnarson, bóndi í Rauðholti. ið auður í garði og ytri glæsileiki, en kunnugir vita betur. Og hefði því einu verið til að dreifa, væru þær minningar mér nú löngu gleymdar. En það var annað, sem gæddi þær minningar lifi. Það var alúðin, hlýhugurínn og móður- þelið, sem þú lézt mér í té og þó litlu síður það, að ég var tekinn inn í barnahópinn sem einn af þeim. Þá voru í Heiðarbót 9 ung- menni á líku reki og ég. Tveir systkinahópar, sem þó var raunar aldrei hægt að finna annað en væri einn systkinahópur og hann óvenjulega samstilltur. Við Leik og nám var aldrei hægt að finna, hveruig hópurinn greindist. Það var einungis við máltíðir og störf, að hver hvarf til síns. Það gat jafnvel ekki dulizt barni, hvern þátt þið systurnar góðu, húsmæðurnar í Heiðarbót, áttuð í því að skapa þetta fagra og hamingjusama samfélag, með ykk- ar hógværu mildi og kærleiksríku fórnarlund. Oft hvarflar það að mér, þegar úlfúð og flokkadrættir rísa sem hæst, hvílíkt sæluríki við gætum átt, ef hugarfar ykkar systranna horfnu í Heiðarbót væri ráðandi meðal leiðtoga stétta, flokka og þjóða. En þáð sæluríki er okkur víst ekki fyrirbúið hér á jörðu. | Nú hefur þú lokið löngum ogj annasömum starfsdegi. Gatan þín hefur ekki ætíð verið rósum stráð. Sjúkdómar og ástvinamissir sneiddu ekki hjá þér. En þú áttir til að bera það andans þrek, sem styrkist við hverja raun. Auður þykir eftirsóknarvert lífsmark, en af honum hafðir þú aldrei neitt að segja í þeim skiln-. stúlku úti í London og aðstandend ur annarrar, sem hefur borið sam an um að aðra eins dásamlega konu hefði þetta fólk aldrei þekkt sem Ingibjörgu. Það eru nú rúmlega 30 ár síðan fundum okkar Ingibjargar bar fyrst saman úti í London. Eg hafði þá aldrei komið þar áður. En Ingi björg leiðbeindi mér þá svo vel og hjálpaði, auk þess hve hún var prýffilega greind og skemmtileg og sterk íslenzk í anda, að ég hef alltaf góðan vinarhug til hennar — líkast sem til elskulegrar syst- ur minnar væri. Þegar fundum okkar bar saman fylgdist hún mjög vel með flestu hér heima, og m.a. dáði hún mjög Jónas og Tryggva, sem þá höfðu veriff hér heima mestir valdamenn um skeið. Og Framsóknarflokk- inn kvað hún sér þykja vænt unr heima, einkum þó fyrir það að hann væri íslenzkasti flokkurinn þar. Enda keypti hún Tímann í marga áratugi. Ingibjörg var mjög mikil trú- kona og hafði ég heyrt, áður en ég kynntist henni, að hún væri svo ströng í þeim efnum, að hún einangraðist þess vegna. Mér fannst öðru nær en að þetta síðasta væri rétt. Fannst ihún glöð og frjálslynd með brennandi áhuga fyrir velferð annarra — og sýndi hún sannarlega trú sína í eigin verkum. í huga mínum ríkir Ingi björg sem fyrirmynd flestra ís- lenzkra kvenna, sem ég hef þekkt um dagana. Síðustu árin bjó Ingibjörg með grískri prinsessu. Og á dánardægri Ingibjargar gaf þessi félagssystir hennar fimmtíu þús- und krónur í sjóð til fslands til minningar um hina indælu dóttur þess. Skal sjóðurinn vera til styrkt ar konum, sem vilja gerast æsku- lýðsleiðtogar á íslandi. Virðist þessi gríska kona hafa skilið vel lífsstefnu og áhugamál Ingibjarg- ar. Væri vel ef. íslendingar efldu þennan sjóð til minningar um eina hina merkustu dóttur ættjarðar sinnar, sem hún hefur nokkurn tíma alið. Blessun fylgi ætíð minningu göfugu húnvetnsku bóndadótturinn ar Ingiibjargar Ólafsson. Vigfús Guðmundsson. Drengur 13—15 ára óskast, þarf aS kunna að mjólka. Finnbogi Helgason. Sími um Brúarland. ingi, sem viff jafnan leggjum í það orð. En rík varst þú samt. Enginn snauður gat miðlað samferðamönn um sínum slíkri auðlegð sem þú miðlaðir í þínu lífi. Þú stráðir samúð kærleika og fórnarlund þinni á leið hvers þíns samferða- manns og þú safnaðir dýrum perl- um fagurra minninga í sjóði þeirra sem áttu því láni að fagna að eiga samfylgd með þér á lífsleiðinni. Því ert þú bjessuð og kvödd með þökk og trega. Óskar Sigtryggsson 6 TfMINN. föstudaaurinn 22. iúni 1962, V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.