Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.06.1962, Blaðsíða 4
V* Starfsári Sinfóníuhl jóm- sveitar íslands er nú aS Ijúka. Haldnir hafa verið 15 tónleikar fyrir almenn- ing auk 10 æskulýSstón- leika. Einnig hefur hljóm- sveitin unnið við upptökur fyrir Ríkisútvarpið og leik- ið í Þjóðleikhúsinu. Nýr hljómsveitarstjóri var ráð- inn í vetur, Tékkinn Jind- rich Rohan. Aðrar breyt- ingar urðu þær, að Ríkis- útvarpið tók að sér rekstur sveitarinnar, og í efnis- skránni í haust sagði Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps stjóri: „Starfið hefst nú í nýjasta og stærsta hljóm- leikahúsi bæjarins með nýj- um hljómsveitarstjóra, nýj um áhuga og nýrri von." í þessu sambandi spurðum Við efiiirfarandi menn og konu um álit þeirra á starf- semi hljómsveitarinnar: Magnús Á. Árnason j Um starfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í vetur er margt gott a5 segja. Eg held að við höfum verið mjög heppin með valið á hljóm- sveitarstjóranum í vetur, því Jindrich Rohan er þaulæfð- ur og samvizkusamur tónlist- armaður, sem leitast við að finna kjarna hvers verks og að sjá hvað fyrir tónskáldinu vakir. Því er ekki að neita, að við höfum stundum haft hér stjórnanda, sem tók sitt eigið idiosyncrasy fram yfir fyrirmæli höfundanna, enda var um hann sagt, þegar hann stjórnaði annarri sin- fóníu Brahms, að „m'aður hefði getað óskað að heyra meira af Brahms en minna af hr. N. N.“ Mér skildist að i byrjun hefði orðið einhver misskiln- ingur á milli Rohans hljóm- sveitárstjóra og hljómsveit- arinnar og kvað svo rammt að því, að auðséð var á fyrstu tónleikunum, að hljómsveit- in þverskallaðist við að hlýða boði stjórnandans. En slíkt má auðvitaö ekki koma fyrir.1 Síðar lagaðist þetta ósam- komulag og þóttust báðir iíSnga með sigur af hólmi. Stjórnandinn varð ekki eins harður í kröfum sínum, en aftur á móti tókst honum að venja hljómsveitarmennina af því, að tala saman meðan (á æfingum stóð. Jindrich Rohan sýndi okk- ur óvanalega kurteisi með því aö helga heila hljómleika íslenzkri tónlist einvörðungu. Eg er honum þakklátur fyrir það, því okkur gefast svo fá tækifæri til að hlusta á okk- ar eigin tónlist. En svo ein- kennilega vildi til, að það var í eina skiptið, sem tón- leikasalurinn var ekki full- skipaður. Það gladdi mig að sjá, hve langt ýmis af tón- skáldum okkar hafa náð í hljómsveitarútsetningu. — Abraham Lincoln sagði ein- hvern tíma, að hver þjóð hefði þá stjórn, sem hún ætti skilið. Það sama mætti segja um tónlistina og önnur menningarfyrirbrigði. Við megum vera stolt af því að okkar litla þjóðfélag leitast við að halda uppi sin- fóníuhljómsveit og við ætt- um að vera stjórnarvöldun- um þakklát fyrir að gera það mögulegt, því slíkt er einn stærsti vottur um menning- arviðleitni. En við verðum að og hefur liðið nokkuð undir því, að hafa ekki til lang- frama fastan þjálfara, sem byggðí hana upp markvisst. Það er vissulega fróðlegt að kynnast nýjum og nýjum dírígentum, en hitt er þó nauSsyn, að hafa fastan aðal stjórnanda til langs tíma. Jindrich Rohan mun nú hverfa burt héðan í sumar. Hann er einn þeirra útlendu stjómenda, sem unnið hefur gott verk hér, og á þakkir skildar fyrir það. Hver við tekur nú veit ég ekki, en óska þess af heilum hug, að vel mtgi til takast um val á manni, sem er þeim kostum búinn, að þjálfa sveitina með fastri hendi og þeirri mýkt og þeim skilningi, sem megnar að leysa til fuíls úr læðingi þau öfl, sem hin unga Sinfóníuhljómsveit ís- lands býr óneitanlega yfir. un fyrir. Flestir reyna þeir að fá sér atvinnu í danshljóm- sveitum, en það er lýjandi næturvinna og ekki heppi- leg, þó einstakir menn hafi svo sterkar taugar að þola hana. Einnig er ófært, að ekki vinnist nægur tími til þess að æfa erfið tónverk nógu lengi vegna þess, að þá þyrfti að borga hljómsveit- armönnum nokkrar krónur í yfirvinnu. Stjórn útvarpsins hefur sýnt málum hljóm- sveitarinnar svo mikinn skiln ing, sýnt skipulagshæfileika og framsýni, að ég er þess fullviss, að þeir munu einn- ig| bæta kjör hljémsveitar- innar, svo allir megi vel við una. Það er ánægjuefni, að sjá hve vinsældir hljómsveit arinnar hafa aukizt og má segja að hún hafi breytzt frá því að vera olnbogabarn og hornreka í óskabarn. Upp. Nýtt lif í ný ju húsi reyna að efla hljómsveitina á allan hátt. svo að hver hljómsveitarmaður verði hlutgengur á sínu sviði. — Keðja er jafn sterk og veik- asti hlekkur hennar. Páll ísólfsson Sinfóníuhljómsveitir eru undirstaða allrar tónlistar- starfsemi í öllum menningar- löndum heimsins. Þess vegna keppast allar þjóðir við að eiga sem beztar sinfóníu- hljómsveitir, og verja til þess miklu fé að efla þær og styrkja. Sinfópíuhljómsveit íslands er enn ung, aðeins 11 /ára, en hún hefur þegar sýnt svo að ekki verður um deilt, að hún á fullan rétt á sér, og er þeim vanda vaxin, er á henni hvílir, sem er að flytja hin klassísku meistara verk tónbókmenntanna á glæsilegan hátt, og vekja ís- lenzk tónskáld til nýrra dáða með því að flytja ný verk þeirra jöfnum höndum, en þag er ein af skyldum henn- ar. Ríkisútvarpið annast nú allan rekstur hljómsveitar- innar, og hefur mjög vel til tekizt um hann, og aðsókn að tónleikum sveitarinnar á liðnum vetri. Er það gleðileg- ur vottur. um vaxandi áhuga og skilning bæjarbúa á þýð- ingu hljómsveitarinnar, að á- vallt skuli vera húsfylhr, er hún lætur til sín heyra. Ómet anleg eru þau uppeldislegu áhrif, sem sveitin hefur á æskuna í skólunum. Sinfóníuhljómsveitin hef- ur oft skipt um stjórnendur Starfsemi sinfóníuhljómsveit arinnar er einn merkasti þátturinn í íslenzku menning arlífi í dag, að henni ber að. hlúa á allan mögulegan hátt, svo hún nái sem mestri full- komnun. Það er eitt af vel- ferðarmálum þjóðarinnar. j' Jórunn Vióar Útvarpið hefur annazt rekstur hljómsveitarinnar í vetur og gert það með mikl- um ágætum. Hljómleikaskrá- in var vel undirbúin fyrir- fram fyrir allan veturinn, og sá háttur tekinn upp að hafa fasta áskrifendur og' voru þeir 400—500 í vetur og verða sjálfsagt miklu fleiri næsta vetur eftir undirtektum, og aðsókn að hljómleikunum að dæma. Þó nokkuð var flutt af íslenzkum verkum, þar af fjögur tónverk frumflutt og það þarf auðvitað ekki að útskýra það hvers virði það er fyrir íslenzka höfunda að fá verk sín kynnt af hljóm- sveitinni. Auk þess var ís- lenzkum einleikurum boðið að leika einleik með hljóm- sveitinni, og er það einnig nauðsynlegt fyrir okkur hljóðfæraleikara að fá tæki- færi til að koma fram og fá til þess góðan fyrirvara. Enn vantar þó nokkuð á að kjör hljómsveitarmanna séu við- unandi. Enginn þeirra getur lifað á því, sem þeir fá fyrir vinnu sína í Sinfóníuhljóm- sveitinni og leikhúsinu, en þeir eru skyldugir að spila á kvöldin í Þjóðleikhúsinu án þess að fá nokkra aukaborg- selt hefur ' verið á flesta hljómleikana og gaman að sjá hversu mikið af ungu fólki hefur sótt þá. Skúli Halldórsson Mér finnst starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar íslands hafa verið með ágætum í vet-. ur sem leið- Verkefnavalið var bæði fjölbreytt og oft skemmtilegt- Sérstaklega ber að þakka forráðamönnum hlj ómsveitarinnar fyrir það rúm, er þeir veittu íslenzkri tónlist á efnisskránni. Var- hugavert tel ég þó, að hafa eingöngu íslenzk verk á heil- um tónleikum, en betra að skjóta þeim inn á hljómleik- ana einu og einu í senn. Einna minnisstæðastur frá vetrinum er mér flutningur hljómsveitarinnar á sinfóníu Mozarts r. 40 í G-moll, sem var mjög góður. Kom þá greinilega í ljós hve strok- hljómsveitin er orðin góð, en á hæfni hennar reynir mikið í verki þessu. Á næsta starfsári ætti að látá hljómsveitina leika meira af verkum gömlu meistaranna svo sem Bach, Mozart, Haydn, Vivaldi og fleiri. Sérstakar þakkir vildi ég færa hljómsveitarstjóranum, Jindrich Rohan fyrir þann mikla áhuga, er hann hafði fyrir íslenzkri tónlist og var hvatamaður að flutningi hennar. Veit ég. að þar tala ég fyrir munn okkar félag- anna í Tónskáldafélagi ís- lands. Jindrich Rohan Það, sem mér fannsi «-<kil- vægast, eftir komu mína til íslands, var að finna leiðir til þess að hjálpa hljómsveit- inni til þess að öðlast sess í menningu íslands. Það er ekki mitt að dæma, hvernig þetta hefur tekizt þá 10 mán uði, sem ég hef verið hér. Halda ætti áfram með nokkur atriði, sem tekin voru upp í vetur. 1) Undirbúa ætti efnisskrá hljómsveitarinnar og gefa hana út áður en starfsárið hefst- Við efnisval finnst mér þurfa að taka til- lit til smekks . áheyrenda, stærðar hljómsveitarinnar, hvaða einleikarar eru fáan- legir, og skyldu listamanns- ins að stuðla að frámgangi nútímá tónlistar. Að sjálf- sögðu verður ekki hægt að gera öllum til geðs. en gjarn- an mætti fá menn til þess að koma með uppástungur um efnisval. 2) Halda ætti áfram á svipaðan hátt og í vetur tónleikum fyrir æskufólk. og gæti þá verið gágnlegt að kennarar leituðust við að kynna verkin fyrir ungling- unum, áður en þeir færu á hljómleikana, þannig, að þeir gætu notið þeirra til hlítar. 3) Ekki ætti að láta neitt ó- gert til þess að koma í veg fyrir þau skipti, sem stöðugt eiga sér stað meðal blásar- jina í hljómsveitinni. En við þau ,fer mikill æfingatími til spillis. Að sjálfsögðu er þetta aðeins hluti af öðru vanda- máli, fjárhagslegu vanda- máli Lgun hljómsveitar- mannanna neyða þá til þess að leita sér annarrar vinnu til þess að ájá sér farborða. Þar af leiðandi er lítill tími til æfinga, og er þetta ef tii vill alvarlegasta vandamál hljómsveitarinnar nú sem stendur. Samt finnst mér góður árang ur hafa náðst á árinu í sam- leik sveitarinnar, nákvæmni í takti, svipmikilli stefjamót- un og allri áferð og sundur- liðun í samspili, og verði plasthiminninn settur upp í Háskólabíói ætti hljómjafn- vægi og hljómur strengja- hljóðfæranna að batna veru- lega. í fáum orðum ságt virð ist mér undirstöðuskilyrði uppbyggingar ’sinfóníuhljóm- sveitar hafa verið uppfyllt. Hljómsveitin ber fullt traust til hinnar nýju framkvæmda- stjórnar sinnar. sem hefur unnið stórkostlegt \ starf. Traust áhorfenda heíur einn ig verið vakið, og ekki er ástæða til annars en að trúa því, að hljómsveitin eigi bjarta framtíð fyrir sér. Eg vildi svo nota þetta tækifæri til þess að mega þakka Reyk- víkingum ágætar stundir, og senda íslendingum beztu kveðj- ur og framtíðaróskir. T I M I N N, sunnudagurinn 24. júní 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.