Tíminn - 24.06.1962, Síða 7

Tíminn - 24.06.1962, Síða 7
Útgsfandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Krisljánsson, Jón Helgason o|? IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón DavíSsson, Ritstjó-rnarskrifstoí'ur í Eddu- húsinu; afgreiðsia, augiýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræt: 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Af- greið'lusími 12323. — Áskriftargjald [lcr. 55 á mánuði innan- lands I lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — rfiðir samningar hjá stjórninni Á stjórnarheimilinu hafa staðið yfir langar og strang- ar samningaviðræður undanfarna daga. Ýmsir ókunn ugir kunna að ætla, að þessar miklu viðræður hafi snú- izt um stöðvun síldveiðiskipanna og togaranna. Það eru þau dægurmál, sem þjóðin telur mest aðkallandi að leysa. En þessi mál eru hins vegar smámál í augum ráð- herranna í sambandi við þau stórmál, er þeir telja sig vera að glíma við. Þessi stórmál, sem stjórnarflokkarnir hafa verið að glíma við, eru skipan bæjarstjóra í Hafnarfirði, í Kefla- vik og á Akranesi. Stjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum á öllum þessum stöðum í seinustu bæjarstjórnarkosningum, þótt stórlega töpuðu þeir fylgi. Ráðherrunum finnst það nauðsynlegt vegna stjórnar- samstarfsins, að stjórnarflokkarnir hafi samflot í bæjar- stjórnum áðurnefndra kaupstaða, en hjá flokksmönnum þeirra á öllum þessum stöðum, er litið mjög misjöfnum augum á það mál. Þar finnst mönnum réttilega, að sú aðstaðá geti hæglega verið á ýmsum stöðum, að ekki þurfi að fara saman samstarf í bæjarmálum qg lands- málum. Og mönnum finnst jafnframt, að heimamenn eigi að ráða því sjálfir í hverju einstöku sveitar- og bæjarfé- lagi, hvernig samstarfi um mál þess er háttað, en eigi ekki að þurfa að hlíta um það forskrift frá flokksforingj- unum í höfuðborginni. Annað sé brot á eðlilegri heima- stjórn sveita- og bæjarfélaga. En flokksforingjarnir í stjórnarflokkunum eru á öðru máli. Til viðbótar er það svo skoðun foringja Alþýðu- flokksins, að vegna þess að flokkur þeirra sé nú óðum að breytast í 'heldri manna flokk úr verkalýðsflokki, þá beri honum að hafa bæjarstjóra sem allra víðast. Sjálf- stæðisflokkurinn telur sér hins vegar bera að hafa bæjar- 'stjórana, því að hann sé stærri flokkurinn. Um þetta snúast nú viðræður og átökin á stjórnar- heimilinu þessa sumardaga. Ráðherrarnir deila sameigin- lega við heimamenn á ýmsum stöðum og reyna að þvinga þá til samstarfs, sem þeir eru mótfallnir. Innbyrðis deila ráðherrarnir svo um það hvor stjórnarflokkurinn eigi að hreppa bæjarstjórana á þessum stöðum. Á meðan ráðherrarnir ræða og deila um þetta, liggja síldarskipin bundin meðan Norðmenn moka upp síld- inni, og togararnir liggja bundnir meðan erlendir tog- arar afla betur og hafa betri afkomu en nokkurn tíma fyrr. Þannig eru stjórnarhættirnir á íslandi í .júnímánuði 1962. ,FyIking‘ á Stokkseyri Mbl. hefur enn ekki sagt neitt lTá ,,fylkingunni“ á Stokkseyri, þar sem Sjálfstæðismennirnir' í hreppsnefnd- inni hafa kosið kommúnista fyrir oddvita. fíkki stafar þetta þó af ókunnleíka. Eins og glöggt hefur komið fram í Hafnarfirði, fá Sjálfstæðismenn hvergi 1 kauptúnum né kaupstöðum að vinna með öðr- um flokkum í sveitar- og bæjarstjórnum, nema eftir fyr- irmælum frá æðri stöðum. Þetta sýnir, að Ólafur og Bj^rni hika ekki við að sam- fylkja með kommúnistum, þegar það þykir henta. Viöræöur um Panamaskurðinn Vaxandi þjóðernisstefna í Panama veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum ÁRIÐ 1513 komu Spánverjar sér upp bækistöð skammt það- an, sem Panamaskurðurinn er nú. Á næstu öldum reis þarna upp mikil samgöngumiðstöð fyr ir vöruflutninga Spánverja frá Suður- og Mið-Ameriku. Þegar sjálfstæðishreyfingin hófst i Suður-Ameriku í byrjun 19. ald ar, reyndi héraðið umhverfis þessa stöð, Panama, fyrst að brjótast undan oki Spánverja og gerast sjálfstætt, en hafði ekki bolmagn til þess og tók því það ráð að sameinast Kolumbíu 1821, en Kolumbía hafði þá lýst sjálfstæði sínu fyrir nokkru. Aldrei tókst þó verulega góð samvinna milli íbúanna í Pana- má og stjórnarinnar í Kolumbíu og reyndu þeir fyrrnefndu oft að slíta tengslin við Kolumbíu, en tókst það ekki. ÁRIÐ 1902 barst íbúum Pana- má hins vegar óvænt hjálp, en ekki að öllu leyti óeigingjörn. Um 1870 náði Ferdinand de Lesseps, sem byggði Suezskurð- inn, samkomulagi um það við stjórn Kolumbíu, að byggja skipgengan skurð yfir Panama. Þetta verk gjkk hins vegar illa og um aldamótin var Lesseps að gefast upp. Árið 1902 keypti stjórn Bandaríkjanna fyrirtæk- ið af honum fyrir 40 milij. dóll- ara. Nokkuð babb kom hins veg ar í bátinn, ,-egar þingið í Kol- umbíu neitaði að samþykkja þessi kaup Bandaríkjanna. Stjórn Bandaríkjanna kunni liins vegar ráð við þessu. Hún st.uddi sjálfstæðishreyfinguna i Panama til uppreisnar og stjórn in í Kolumbia varð nú að láta undan síga. Árið 1903 lýsti nýtt ríki, Panama, yfir sjálfstæði sínu og fyrsta verk þessa nýja ríkis var að semja við Bandarík in um, að þau mættu byggja skipaskurð yfir Panama og fá landræmu til umráða meðfram skurðini..n, er væri 90 km löng og 16 km breið. Á þessu svæði skyldi gilda bandarísk lögsaga og B....'aríkin mega hafa þar gæzlulið. Gegn þessu skyldu Bandaríkin greiða Panama 10 millj. dollara í eitt skipti fyrir öll og síðan árlegt gjald, sem er nú 2 millj. dollara. Á ÝMSU hefur oltið í Panama, síðan það varð sjálfstætt fyrir 60 árum. Þótt landið sé allstórt, miðá® við íbúafjölda, — þao er nær helmingi stærra en Dan- mörk og íbúarnir eru rúmlega ein milljón, — er það víða erf- itt til ræktunar, og ekki hafa fundizt þar nein sérstök náttúru auðæfi í jörðu. Það hefur því haft aðaltekjur' sínar af ýmiss konar vinnu og atvinnurekstri í sambandi við skipaskurðinn. Meirihluti íbúanna er kynblend ingar og menntunarástand vfir- leitt á lágu stigi. Þjóðarauður- inn skiptist á fáar hendur og 'r oft talað um hinar 50 fjölskyíd- ur, sem eigi allt í Pana.na. Þessar 50 fjölskyldur hafa að ið vel saman um auð sinn, en hins vegar deilt hart um vild- in og hafa því oft v:rið mar flokkar í Panama. Lítill munur hefur hins vegar verið á þjóðFó- lagslegri stef • þeirra. I seinni tíð hefur þjóðernisstefna mjög magnazt í lpndinu og hefur bví Chiari forseti verið talsverð keppni miUi flokkanna um að bera fram sem róttækastar kröfur á hendur Bandaríkjanna, ýmist, að peir hækki afgjaldið fyrir skurðinn eða láti haníi að mestu eða öllu af hendi. Stundum hefur komið til alvarlegra uppþ'ota í tilefni af þessu. MARGT bendir til þess, að Bandaríkjamenn séu byrjaðir að þreytasf á þessum kröfum Pa, 'amanna. Það bætist svo við, að Panamaskurðurinn er nú óðum að verða úreltur. — Stærstu skip, eins og t.d. flug- vélaskip bandaríska flotans, komast hann ekki. Auk þess þykir það taka langan tíma að fara skurðinn, en skipastigarn- ir eru ekki færri en sex og það getur tekið 8—12 klst. að fara um hann. Af öllum þessum á- stæðum ræða Bandaríkjamenn nú orðið mjög um það að byggja nýjan skurð og koma þrjár hugr-.yndir þá einkum til greina. Uagkvæmast er talið að grafa ,'jan skurð nokkru sunn- ar í Panama, en þar er talið að hægt yrði að komast hjá öllum skipastigum og yrði þá sigling mjög greið um þann skurð. Tal- að er um að beita kjarnorku- -prengjr.n við skurðgröftinn og myndi hann reynast tiltölulega auðveldur með þeim hætti. í öðru lagi hefur svo komið til t-.A að grafa skurð nyrzt í Kol- umbíu og hefur stjórn Kolumb- íu verulegan áhuga fyrir því máli. i_,oks hefur svo komið til orða að grafa skurð um Guate- mala og Mexico og hafa stjórn- ir þeirra landa haft það mál til athugunar. ALLT þetta veldur því, að stjórn jPanama reynir nú að fara samningaleið í þessum mál um við Bandaríkjastjórn. í þeim erindum var Chiari, for- seti Panama, nýlega á ferð í Washington og ræddi um málið við Kennedy forseta. Helzt mun hafa verið rætt um, að Banda- rikin hækkuðu afgjaldið fyrir skurðinn og veittu stjórn Pan- ama aukna hlutdeild í stjórn þess svæðis meðfram skurðin- um, er ’andaríkin ráða yfir. í viðræðum sínum við Kdnnedy, mun Ohiari m.a. hafa lagt á- herzlu á, að kommúnistar og Castró innar ættu vaxandi fylgi að fagna í Panama og því þyrfti þar á einhverjum tilslökunum Ban^a’-'’:jastjórnaT að halda. Ekki var þó gengið frá neinu endanlegu nýju samkomulagi á fundi þeirr 'orsetanna, en lýst yfir því, að viðræðunum yrði haldið áfram. Við þetta og önn ur tækifæri hefur Ohiari lýst yfir því, að landar hans mættu ekki öyggja af-komu sína á skurðinum eins 'mikið og þeir hafa gert ^að til og yrði m. a. að taka land sitt til ræktun- ar í vaxandi mæli. Óumdeilan- lega hefur atvinnan við skurð- inn komið í veg fyrir, að at- vinnuvegum landsins, einKum þó landbúnaðinum, væri sinnt eins mikið Jg ella. Bandaríkjastjórn hefur heit- ið Panama aðstoð við slíka upp byggingu. En áhugi landsmanna og áróður xommúnista og Castrósinna heldur áfram að beinast fyrst og fremst að skurö inum og yfirráðum Bandaríkj- anna þar. Bandaríkjamenn þurfa áreiðanlega að halda vel á málum í Panama, ef skurð- málið á ekki að koma þeim þar í aukinn vanda. Þ.Þ. Uppdráttur, sem sýnlr legu PanamaskurSsins. Rætt er um að gera | nýjan skurð sunnar í Panama, eða nyrzt í Kolumbiu eða í Guate- mala og Mexíkó. TI M I N N. sunnudagurinn 24. iúní 1962. z

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.