Tíminn - 24.06.1962, Page 14

Tíminn - 24.06.1962, Page 14
Fyrri hluti: UnJanhald, eftir Arthur Bryant Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE flugvélina, þegar forsætisráðherr- ann breytti allt í einu ferðaáætl- un sinni og ákvag að fara til Kýp- ur, eins og upphaflega hafði verið ráðgert. Flu'gvélin iann af stað eftir flugbrautinni, en aUt í einu lenti annað hjólið út af brautinni og sökk alveg upp að öxli f leðjuna. Við fórum svo allir út og í hæst- um heila klukkustund var hópur af masandi Tyrkjum ag reyna að kippa hjólinu upp úr leðjunni. Þegar ekkert benti til þess að þeim myndi takast það, ákváðum við að skipta urn flugvél og nota hina' Liberator-vélina. Farangur okkar var því fluttur á milli flug- vélanna. Svo var vélin gangsett og var lögð af stað eftir flugbraut- inni, þegar okkur var tilkynnt, að búið væri að losa okkar flugvél upp úr leðjunni. Við ákváðum samt að vera kyrrir, þar sem við vorum og svo var lagt af stað til Kýpur. Breytingin á ferðaáformunum irm morguninn hafði verið mjög táknræn fyrir Winston. Eftir að við höfðum talið hann frá þeirri ætlun sinni, að dvelja einu dægri lengur í Tyrklandi, venti hann kvæði sínu í kross og vildi flýta sér allt hvað af tók til Cairo aftur. Hann þurfti að senda mörg símskeyti; hann mátti ekki tefjast; það var með öllu ómögulegt að fara til Kýpur o.s.frv. o.s.frv. Svo þegar símskeyti höfðu verið send til Cairo og Kýp ur varðandi hina breyttu ferðaá- ætlun og við vorum setztir í flug- vélinni, gekk flugstjórinn fram hjá okkur eftir gang milli sætanna og Wintson sagðist vona að veðrið yrði gott, og að flugstjórinn vissi, að ferðinni væri heitið til Catro. Þetta kom alveg flatt upp á flug- stjórann, sem kvaðst ekki hafa fengið neinar fréttir um það, að við værum hættir við að fara til Kýpur, en sagðist jafnframt skyldi undir eins búa sig til flugs til Ca- iro. Hann gekk tvö skref áfram, en þá stoppaði Winsfon hann og sagði: — Stanzið — nei! Eg ætla ekki ag fara til Cairo. Eg ætla að fara til Kýpur, eins og fyrst var fyrir- hugað. Hann hafði gaman af svona skyndilegum breytingum á áætl- junum. Því miður vildi hann oft ! framkvæma álíka skyndilega breyt ingar á hernaðaraðgerðum, sem venjulega tókst þó að afstýra. Þegar við flugum frá Adana, höfðum við dásamlegt útsýni yfir allan Taurus-fjallgarðinn, enda á milli, sem var þakinn snjó, er glitr aði í sólskininu. Eftir u. þ. b. hálfr ar klukkustundar flug lentum við svo á austurenda eyjarinnar í ágætu skyggni og björtu kvöld- skini . . . 1. febrúar. Cairo (600 milur). Borðaði morgunverð kl. 9 f.h. eftir væran svefn og góða hvíld um nóttina. Eftir morgunverð talaði ég við stóran hóp háttsettra manna á Kýpur, sem komnir voru til að sjá forsætisráðherrann. Loks birt- ist hann á sviðinu og hélt stutta, mjög stutta ræðu . . . ! Því næst fór ég með Hughes. . . sem stjórnaði herlið'inu á Kýpur, til aðalstöðva hans. Þar fórum við upp á þak og höfðum hið ágætasta útsýni yfir alla eyjuna. Hann út- skýrði fyrir mér fyrirkomulag varnarmálanna þar og annan við- búnað, ef til árásar kæmi. Því næst ókum við upp að skarðinu á veginum frá Nicosiu til Libyes á norðurströndinni, en þar er hugs- 1 anlegur staður fyrir landgöngu og árás á höfuðborgina. Loks héld- um við til baka og snæddum há- degisverð heima hjá Hughes og fórum svo að því loknu til flug- vallarins. Fórum þaðan kl. 2 e.h. Bjart og heiðskírt veður og ferðin aftur til Cairo hin skemmti legasta . . . Frá Kýpur var farið beint til Haifa og þaðan suður me;ð ströndinni til landamæra Egyptalands og Palestíiiu. Þaðan áfram til Ismailíu, yfir sundið, rétt fyrir norðan Cairo og lent á hinum venjulega flugvelli okkar. Þetta hefur verið mjög ánægju- leg ferð og mér hefði aldrei dott- ið í hug, að okkur myndi semja svona vel við Tyrki, eins og raun varð á. Sumir draumar mrnir um það, að fá Tyrkland í lið með okkur, virðast nú jafnvel að því komnir að rætast . . . 2. febrúar 1943: Byrjaði daginn með ráðstefnu í aðalstöðvunum klukkan 9,15 f.h. Ræddi því næst í eina klukkustund við ,,Jumbo“ Wilson, um starf hans, hvernig hann ætti að líta eftir stjórn áttunda hersins, stuðla að aðstoð við Tyrki o.s.frv. Kom aftur til sendiráðsins og var afhent símskeyti frá forsætis- ráðherranum til Roosevelts, sem | ég átti að endurskoða. Það var j helzt til bjartsýnt viðvíkjandi því, i hvað við yrðum líklegri til að geta gert á árinú 1943, og ég varð að fara á fund hans, til þess að láta hann draga úr mestu fullyrðing- unum. Nú hefur þag verið endanlega ákveðið að við leggjum af stað til i Tripoli snemma í fyrramálið, ef veður leyfir Eg vona bara að hann komi ekki með neina nýja breytingartillögu á síðustu stundu. Þag er nú fyllilega kominn tími til þess fyrir okkur að halda heimleigis. 3. febrúar. Tripoli (1,200 míl- ur): Við kvöddum starfsfólx sendiráð'sins klukkan 8,30 f.h. og hóldum af stað til flugvallarins, en þaðan fórum við svo klukkan 9,45 f.h. Veðrið var gott og ferð- in hin skemmtilegasta. Eftir há- degisverð fór ég fram í tii flug- stjórans, Við vorum þá beint yfir E1 Alamein og eftir það gat ég horft niður á hinar ýmsu vígstöðv ar, Buerat, Misurata o. fl. o. fl. Til þessa höfðum við flogið yfir samfellda og endalausa eyðimörk. Nú fóru að s.iást merki um frum- stæga og einfalda landyrkju: Ný- I lenda Mussolinis, með litlum, | hvítum húsakofum, brunni og ! nokkrum pálmatrjám. Loks klukk ' an 4,30 e.h. lentum við á Benito- flugvellinum. fyrir utan Tripoli, þar sem þeir Monty og Alex tóku , á móti okkúr. Við ókum tjl deild- | arstöðva Montys þar sem hann I gaf forsætisráðherranum og mér glögga lýsingu á stöðu sinni og I starfi. Þvi næst kallaði hann sam an allt starfslið deildarstöðvanna i og forsætisráðherrann ávarpaði það í gegnum hátalara. Svo ræddurn við lengur við Monty og borðuðrjn miðdegisvérð hjá honum — í sama tjaldinu og því, sem við höfðum borðað með hon- um miðdegisverð í, fyrir orust- una við E1 Alamein . •. . Nú er ég kominn inn í svefnvagninn minn. Það er helvízkur kuldi, svo að ég ætla að flýta mér í rúmið og láta mér hlýna. Það er ánægjulegt að vera kominn aftur til deildarstöðva átunda hersins og Montys eftir þessa síðustu mánuði og finna hvað styrjaldarhorfurnar í Norð- ur-Afríku hafa breytzt á þessum stutta tíma. 4. febrúar. Tripoli. Við forsætis- ráðherrann höfum dvalið í her- búðum Montgomerys, meðan hin- ir ferðafélagar okkar voru hjá Alexander. Klukkan 9,30 f.h. söfn uðumst við allir saman og ókum af stag til Tripoli. Það var mjög gaman ag sjá staðinn í fyrsta 79 föðurins, eftir hans dag. Þessi ungi prestur kom ag jarðarför- inni. Sýslummannshjónin í Hvammi komu og þangað. Var frúin jöröuð í sama grafreitnym og eiginmaður hennar og fóstur- dóttir. Og hvíldi Guðrún á milli fósturforeldra sinna. Mikil erfisdrykkja var í Ási. Áður en henni lyki, áttu þær langt tal saman, frú Ragnheiður Torfadóttir og Sólveig. Og lofaði Sólveig frú Ragnheiði ag heim- sækja hana í Hvammi, ekki síðar en næsta vor. Af þeirri heimsókn varð þó ekki, því að frú Ragn- heiður Torfadóttir andaðist þá um haustið. Varð bráðkvödd eins og frúin ga-mla í Ási. Var frú Ragnheiður harmdauði öllum, sem til þekktu. Sýslumanni brá mjög við fráfall konu sinnar. Við næstu áramót fékk hann lausn frá embætti. Dætur hans buðu honum að koma til sin. En hann vildi ekki bregða búi né flytja frá Hvammi. Sonurinn, sem nú var nálægt tvítugu, var honum allt. Um vorið tók hann ráðskonu og allt virðist fara vel. Nóg voru efnin. Hann fékk syni sínum í hendur bústjórnina, en hafði þó yfirumsjón með öllu. Liðu svo nokkur ár. Þó að Guðmundur sýslumaður léti af embætti við fráfall konu sinnar, var hann jafnan kall- aðui- sýslumaður í ávarpi sveit- unga sinna og gesta. Verður það einnig gert í sögu hans hér. XLIII Einn dag að áliðnum vetri kom sýslumað'ur að máli við son sinn: — Eg vildi gjarnan, frændi, að ■ þú færir senn að staðfesta ráð þitt. Þú átt Hvamm. Og mér þæti þá vel, ef þú hefðir bú- skap hér sem fyrst, með eigin- konu þinni, konu, sem þér, ætt- inni og ættaróðalinu væri sómi að. Mætti ég líta þann dag, legð- ist ég glaður til hinztu hýíldar. Ættin okkar er forn og góð. Og því vík ég máls á þessu, að það er forn siður og góður um margt, að nánustu ættmenn ræðist við um hjúskaparmál- Og því er það, að mér leikur hug- ur á að vita vilja þinn. Þú ert þegar búinn að ná fulium þroska. Stendur á hátindi lífs- ins. Og þá er bezt að færa liís- meiðnum þær gjafir, sem hverj- um heilbrigðum manni er skylt að rétta fram. Ef þú hefur tek- ið ákvörðun, læt ég það gott heita. Þú átt valið. Eg vonina. Hvað segir þú við þessu? Syninum hafði brugðið við ræðu föður síns. Hann hikaði við svarið. — Ekki er svo vel, að ég hafi ákvarðað mig, sagði hann. En mér skilst, að þú hafir þegar valið mér konu. Ef hugboð mitt er rétt máttu gjarnan láta mig vita, hver hún er. — Rétt getur þú til, sonur minn, mælti sýslumaður og brosti. — Eg hef séð ungmeyju, sem mér leikur hugur á sem tengdadóttur. Að Fagravatni býr ekkjumaður með kornungri dóttur. Eg hef séð hana fyrir tveimur árum og þóttist þegar sjá, ag hún væri hinn bezti kven- kostur. Mér er sagt. að hún, þótt ung sé, hafi leyst af hendi húsmóðurstörf mikils heimilis með hinni mestu snilld. Mér væri gleði að styðja kvonbænir þínar við hana. Eg þekki föður hennar nokkuð, veit að það er merkur bóndi af traustum bændaættum og sjálfur dugmik- ill, vandaður og vel stæður. Eg kvíði ekki málalokum, ef mær- in er ólofuð. Hvað segir þú um þetta? Guðmundur yngri sá þegar í ^nda hina ungu mey. Hann hafði einmitt verið með föður sínum á Aurum, er ungmeyna bar þar að garði. Hann mundi glöggt reisn hennar og léttan hlátur, er hún ræddi við Sig- nýju, systur hans. Þær stóðu á hlaðinu. Unga stúlkan var að koma úr kaupstaðnum. Hann mundi, að vel leizt honum á þessa ungu mey. En það hafði ekki hvarflað að honum, að hún ætti eftir að verða eiginkona hans. Faðir hennar var með henni. Það var lágur maður og þéttvaxinn. Myndarlegasti karl. Hann bar það með sér, að hann hafði verið sjálfs síns herra um langan aldur. Húsbóndi á góðu heimili með traustan efnahag. Síðar heyrði hann föður sinn tala um þessi feðgin við Jóhann tengdason sinn. Og þó að hann spyrði Jóhann margs um þetta bændafólk, kom honum ekki til hugar, ag þar hygði faðir hans á tengdir. Nú reis þetta allt fyrir sálarsjónum hans, svipmynd lið- ins tíma. Sýslumaður beið eftir svari. En er biðin gerðist næsta löng, rauf hann þögnina. — Þú svarar engu, drengur minn. Lízt þér annað betra eða viltu biða enn og safna meiri þroska? — Eg fer að ráðum þínum, ef þú vilt styðja mig, svo að bón- orðið beri árangur, sagði sveinn- inn- BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn í Hvammi — Vel sé þér fyrir það, sagði faðir hans. —Við heimsækjum feðginin eftir helgina. ( XLIV Það þótti tíðindum sæta, er þeir feðgar lögðu af stað í bón- orðsförina. Enginn vissi, hvert ferðinni var heitið,' né erindi feðganna. En það þóttust allir sjá, að nú mundi einhver tíðindi gerast Sýslumaður hafði ekki lagt i aðra slíka miðvetrarferð, síðan hann lét af embætti. Og syni hans var annað nær skapi en útreiðar burt úr héraðinu, meðan vetur sat að völdum. Og fyrr en varði var það almæli, að þetta myndi bónorðsför vera. Öllum fannst það sennilegasta getgátan. En hvert ferðinni var heitið, treysti enginn sér að segja. Feðgarnir ráku þrjá lausa hesta. Allt voru það stríðaldir kostagripir. sem léku sér á hjarninu og óðu skaflana með slíkum myndarbrag, að mjöllin rauk hátt í loft upp,, frýsuðu hressilega og hristu gljástrok- inn makkann. Þannig var heim- anreisa hinna merku feðga Sýslumaður var léttur í máli- Enn sat hann gæðinginn með hinni mestu prýði. Hann kenndi þæginda við fjörtök góðhestsins, sem var margreyndur eins og kempan, sem hann sat. Sonur- inn snerist við lausu hestana, dreif þá aðalbrautina og kom í veg fyrir heimhlaup, er farið var fram hjá bæjum. Hann var alvarlegur, hægur í fasi, en viss og þróttmikill. Hann kveið ekki hryggbroti, nema því aðeins að mærin væri öðrum heitin. Álit ættarinnar og auður voru hon- um fyrirheit um góð málalok. Hann fann, að það myndi birta yfir Hvammi við komu hinnar ungu meyjar Feðgarnir komu að Aurum seint um kvöldið og gistu þar. Signý tók föður sín- um með hinni mestu blíðu. Dáð- ist hún að þreki hans og dugn- aði að leggja á sig langa reisu um hávetur í misjafnri færð og óstöðugri veðráttu. — Hvað er að fást um það, dóttir góð, sagði sýslumaður. Eg verð að hreyfa mig, annars vesl- ast ég upp Sigurður Jóhannsson, dóttur- sonur sýslumanns, var ekki heima. Hann stundaði nám í latínuskólanum í Reykjavík. Gekk námið sæmilega, var efn- 14 T f M I N N, sunnudagurinn 24. júní 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.