Tíminn - 06.07.1962, Side 1
Munið að tilkynna
v.anskil á blaðinu
í síma 12323
fyrir kl. 6.
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er í
Bankastræti 7
151. tbl. — Föstudagur 6 .júlí 1962 — 46. árg.
Síldarmóttakan
eystra í ólestrí
éánægja ríktr nn hjá
og sjómönnnm
hvo Aammt er komfð
sðdarmóítSku
á Anstoriasdi vegna
ipta rfkisstjóm
arinhar áf þessmn mátum.
í lngi hafnaSi ríkís-
atjórain þeim tiUögum stjórnar
gfldarrerksmtffja ríkisnis aS
koma upp stórum móttRku- og
lunhleðslustöðvum á Seyðis-
firði og Eskifirði, og samþykkti
svo ekki fyrr en seint og um
síðir stækkun sfldarverksmiðj-
unnar á Seyðisfirði og byggingu
sfldarvesrksaniðjunnar á Reyðar j
firiS. Þessv framkvæmdir hóf- 1
ust því alltof seint Vlð þetta
bættust svo miklar tafir vegna
járasmiðaverkfallsins, er aldrei
hefðu komið tál, et rfldsstjórnh
hefði ekki hindrað npphaflegi
samkomnlag járnsmiða og at
vinnorekenda.
Af þessum ástæðum verður
sfldarverksmiðjan á Seyðisfirði
okki tilbóin fyrr en eftir 10—14
daga og enn ekki séð hvenær
verksmiðjan á Reyðarfirtii getur
tekið tfl starfa.
Toaara verkfallið
Um klukkan 8 í gær-
kvöldi var undírritaóur
samningur í deilu sjó-
mannafélaganna og Fé-
lags ísl. botnvörpuskipa-
eigenda meö fyrirvara
um samþykki félagsfunda
beggja aöila.
Þannig var samningurinn undir-
ritaður af öllum fulltrúum sjó-
manna í samninganefnd og fjórum
samninganefndarmönnum FÍB, en
3 nefndarmanna vildu ekki undir
rita samninginn. Gert er ráð fyrir,
að félagsfundir hefjist þegar í dag,
en ætlazt er til, að niðurstöðum
verði skilað fyrír klukkan 9 næst
komandi miðvikudagskvöld.
Blaðið talaði í gærkveldi við
Jón Sigurðsson, formann Sjómanna
félagsins, en hann skýrði samning-
Skipið, sem talið er fegursta
fleyta á sjó, kom hingað í gær
með skeinmtiferðafólk. Þetta er
sænska farþegaskipið Grips-
holm. Farþegar með skipinu
eru frá Bandaríkjunum og
Kanada. Þeir gengu á Iand hér
í gær og skemmtu sér, en á
meðan skemmti ljósmyndari
Tímans sér við að ná fallegum
rnyndum af skipinu. Hér birtist
ein. Hún er tekin niður í fjöru
og ber íarkosturiin hátt af
þeim sökum.
(Ljósm. Tíminn, RE).
Síldarflofinn er nú á
leið austur. Mikil síld hef-
ur fundizf út af Austf jörð-
um, og flotinn, sem var á
Strandagrunni ,er á leið
austur á bóginn og var
við Kolbeinsey í fyrrinótf,
en þar hefur veiðzt ágæt-
l@ga söltunarhæf síld.
Fjögur skip af Kolbeinseyjar-
svæðinu komu með söltunarsíld
til Raufarhafnar í gærmorgun. —
Fyrsta síldin var söltug á Ólafs-
firði í fyrrinótt, en seint í fyrra-
kvöld kom Sæþór inn með stóra
og feita síld af Kolbeinseyjar-
svæðmu. Hann landaði 360 tunn-
um í salt hjá Stíganda s.f. og 60
tunnum í frystingu. Fitumagnið
reyndist yfirleitt 23%. ólafsfirð-
ingar gera sér vonir um meiri síld
til söltunar í dag, ef veiði helzt
áfram á Kolbeinseyjarsvæðinu.
Tvö skip lönduðu 500 tunnum af
Kolbeinseyjarsvæðinu í salt á
Siglufirði í fyrradag, og reyndist
meðalfitan 21,4%. I
' .VI.
67 skip tilkynntu afla frá kl. 8
á miðvikudagsmorguninn til 8 í
gærmorgun, 29850 mál og tunn-
ur. Veiðisvæðin voru Stranda-
grunn, 2b—28 sjómílur út af
Glettinganesi og Dalatinga, og
42—50 sjómílur austur hálft suð-
ur af Kolbeinsey. Ekkert skip til-
kynnti afla frá klukkan 8 í gær-
morgun til klukkan að ganga 6 í
gær, nema tvö, sem komu tii
Siglufjarðar, en nokkur skip
höfðu kastað á austursvæðinu, 30
sjómílur út af Kögri.
Skýringin á því, hve mörg skip
komu með svo lítinn heildaraflá
.r
í fyrrinótt er sú,, að þá klukkan
1 um nóttina, lygndi á austur-
svæðinu og skip fengu þar góðan
afla, en á vestursvæðinu stóð
síldin djúpt svo litlir möguleikar
voru að ná henni. Mörg skip, sem
voru á Strandagrunni, tóku sig þá
upp og losuðu slatta á Siglufirði
og héldu austur. Þessj skip munu
hafa verið við Kolbeinsey í gær-
kvöldi.
Síldinni, sem veiddist fyrir
Austfjörðum, var landað á V^pna-
firði, Esklfirði og Norðfirði. 8
bátar komu til Norðfjarðar með
(Framhald á 13. síðu)
ana efnislega á þessa leið: — Veiga
mestu breytingar eru hækkun á
fastakaupi (mánaðarkaupi) og öðr
um föstum greiðslum, og hækkað
fiskverð, þegar landað er til vinnslu
innan lands. í þessu felst 20—21%
hækkun miðað við veiðar fyrir
vinnslu innan lands hálft árið og
til sölu erlendis hálft árið. Lítil
breyting hefur orðið hvað laun
snertir, þegar veitt er til sölu er-
lendis. í stað hins hækkaða mánað-
arkaups kemur nú aukinn frádrátt-
ur vegna hækkaðra tolla og hækk-
aðs löndunarkostnaðar og aukins út
flutningsgjalds og fleira, en hækk-
un mánaðarkaupsins gerir aðeins
betur en vega á móti þessum aukna
frádrætti. Mánaðarkaup háseta
verður nú 4000 kr., netamanna
4550 kr., bátsmanns og I. matsv.
5100 kr. Varðandi siglingaleyfi er
ákvæði um, að tveir þriðju háseta-
fjöldans fái frí frá siglingu, þegar
siglt er út með afla til sölu, ef kom
ið er í innlenda höfn áður en lagt
er af stag í söluferð. í reynd er
svo að'eins hægt að fara tvær sölu-
ferðir án viðkomu í innlendri höfn.
Sáttaumleitanir hófust að nýju
kl. 8,30 s. 1. þriðjudagskvöld og
stóð fundur til kl. 7 á miðvikudags-
morgun. Fundur hófst aftur kl. 8,30
á miðvikudagskvöldig og stóð til
kl. 7 um morguninn, og hófst enn
á ný kl. 2 í gær og stóð' til 8,30, en
þá hafði verið gengið frá samn-
ingunum eins og fyrr segir.
Lekur
olían?
í gær fór vb. Leó upp í Hval-
fjörð og með honum Gunnar
Magnússon, skipstjóri olíu-
prammans LW Haskell, sem
sökk í fyrradag. Ásamt Gunn-
ari fór kafari upp eftir og var
ætlunin að hann færi niður að
Haskell og athugaði hve mikill
olíulekinn væri og möguleika
á að stöðva hann. Allt frá því
að pramminn fórst, hefur Olíu-
félagið gert sitt ýtrasta til þess
að koma í veg fyrir áð olían
færi úr honum, og eru miklar
líkur til, að það takist. — Vb.
Leó er ekki væntanlegur aftur
fyrr en í dag.
i' i
I I i M • » ‘ •