Tíminn - 06.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1962, Blaðsíða 8
ÞaS var mjög hlýtt í veðri, þótt morgunsólin væri ekki enn búin að hrekja þokuna til fulls. Grænt grasið í Vopna- firði stingur undarlega í stúf við auðnina miklu í vestri, þar sem enn er næturfrost, þrátt fyrir að komin er Jónsmessa og reyndar heldur betur. Vopnafjörður stendur í sunnan- verðu nesi, þar sem skiptast á lág- ir klettar og grænt gras og fyrir botni fjarðarins er sandur og í hlíðinni er stórbýli, næstum því þorp, — Refóstaður. Vavandi atvinnulíf Við hittum Pál Metúsalemsson, bónda, hjá kaupfélagsstjóranumn. Þar sem Páll er öllum mönnum kunnugri héraðsmálum í Vopna- firði, þá báðum við hann að segja lesendum Tímans nokkuð frá þeirri atvinnusókn, sem verið hef ur í Vopnafirði síðustu árin. — Ég er nú kannski ekki rétti maðurinn til að segja þér frá al- •mennum málum hér í Vopnafirði, segir Páll og brosir hógvært. En kannske get ég sagt þér eitthvað frá störfum Kaupfélags Vopn- Rafmagnsleysi háir mjög atvinnulífi Vopnfirðinga • segir Páll Metúsalemsson, bóndi á Refstað S* "“TrélaW11 é8 Páll Mefúsalemsson firðinga. Hér erum við í önnum éins og þú sérð, erum ag byggja upp. Þama erum við að byggja stórhýsi, segir hann og bendir á mikið hús, sem verið er að slá upp fyrir. Þetta verður vöru- geymsla-, þ.e.a.S. fyrsta hæðin. Á efri hæðinni verður mjólkurbú formaður kaupfélagsstjórnar á Vopnafirði og ef til vlll bakarí. Síðan Vopna-| fjörður varð beinn aðili í sfld-' veiðunum á austursvæðinu, hefur skapazt nýtt viðhorf í afurðasölu- málum. Hér er fjölmargt aðkomu- fólk á sumrin, ýmist við störf í síldarverksmiðju hreppsins, eða á söltunarstöðvunum fjórum, sem hér,starfa. Svo verðum við að sjá. fiskibátunum fyrir matvælum.! Kjöti, mjólk, brauði og öðru, sem; þeir þarfnast. Við verðum ekki, færir um að veita góða þjónustu, nema hér verði reist mjólkurbú. j í raun og veru má segja, að þetta valdi miklum straumhvörfum í búskap hér í firðinum. Hér var fyrst og fremst kvikfjárrækt fram ag þeSsu, en nú verðum við að snúa okkur að mjólkurframleiðsl- unni fyrir alvöru. | KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Rafmagnsmálin — Viðhorf bænda Þó er einn galli á þessu öllu saman, en það er rafmagnsleysið í sveitunum hér. Þorpið hefur dieselrafstöð, en sveitabæir fá ekki rafmagn frá þeirri stöð, til mikils óhagræðis fyrir þá, því það má heita, að útilokað sé að reka nýtízku kúabú og mjólkurfraim- leiðslu án rafmagns. Það þarf ekki ag skýra frekar. Rafmagns- mál héragsins eru mjög alvarlegt mál, og ekkert raunhæft virgist nú framundan, því migur. — Hvað segja bændur í firðin- u.m um sjávarútveginn? — Það má nú segja, að viðhorf bænda hér, séu heilbrigð. Maður veit hvernig það er, skammsýni vill oft gæta hjá stéttunum. Það er, liggur mér við að segja, eðli- legt, að bændur vilji efla búskap og jarðrækt öllu fremur, en við skiljum, að vaxandi þátttaka Vopnafjarðar í sjávarútvegi mun einnig efla búskapinn í firðinum, •gera hann fjölbreyttari, þar ^em ný markaðsviðhorf koma til greina. Ég vil enn fremur undirstrika það, að atvinnumál í kauptúninu hafa gerbreytzt, eftir ag síldar- verksmiðjan var reist. Bændur í Vopnafirði, greiddu fyrir fáeinum árum % allra opinberra gjalda hér, en greiða nú aðeins tæplega %. Þótt bændum hafi nokkuð fækkað í firðinum, þá eiga vax- andi atvinnutekjur manna í kaup- túninu mestan þát í þessari þró- un. Fólkig hefur næga atvinnu Samgöngur — Flug Hér eru slæmar samgöngur; í raun og veru óvigunandi. Vig höf- um ekki vegasamband viö önnur héruö nema 5—6 mánugi á ári. Skipafergir eru strjálar og ekkert áætlunarflug. Þag er því mjög nauösynlegt, aö lengja hér flug- brautina, þannig ag Skymaster og a^rar stærri vélar geti lent hér, þag ætti ekki að kosta mikið. 6— 700 þúsund krónur og svo bæt- ast- vig aðflugstæki og Ijósaút- búnaður. Flugbrautin, sem hér er fyrir, liggur vel við, að kunnugra sögn og aðflug er fremur gott. Það er tómt mál, að vera að tala um betri bílvegi, svo sem Hellis- heiðarveg. Flugið verður ag ganga fyrir ögru. Þó ekki væri nema ein áætlunarferg í viku, þá myndi þag gerbreyta ástandinu í sam- göngumálunum hér í Vopnafiröi. Hér er nú agfeins lent á minni flugvélum. Björn Pálsson og Tryggvi Helgason, sjúkraflug- mennirnir, hafa flogiö hingaö sjúkra- og leiguflug. Þeir eiga miklar þakkir skilið, en þetta er bara of dýrt, því að litlar flug- vélar eru tiltölulega dýrari í rekstri. Hér eru um 8 hundruð manns búsettir, og tvöfalt fleira á sumrin, þegar flest er,, og á því að vera góður grundvöllur fyrir farþega- og vöruflutninga í lofti. Að lokum vil ég segja þetta: Við hér í Vopnafirði höfum ær- inn starfa framundan. Við trúum því, ag vig getum skapag þau lífs- kjör hér, sem nauðsynleg eru, til þess að byggðir haldist, eða til að þær eigi rétt á sér. Jg. BALDVIN Þr KRISTJÁNSSON: Hvers vegaa farast skip „án áfalla"? Þag þykir jafnan miklum og dapurlegum tíðindum sæta, þeg ar skip ferst, hvort sem það er stórt eða lítið. Einkum er þetta þó tilfinnanlegt lítilli fiskveiða- þjóð, sem á affcomu sína að þýð- ingarmiklu leyti undir gengi fiskiskipaflota síns. Og þótt mannskaðar séu alltaf þyngri en tárum taki, hlýtur bátstapi einn út af fyrir sig að vera mikið tjón og snerta afkomu margra á tilfinnanlegan hátt um lengri eða skemmri tíma. Auk þess er í flestum tilfellum mjög undir hælinn lagt, hversu til tekst hverju sinni um björgun áhafna. Allt eru þetta svo augljós sannindi, að ekki þarf um að ræða. Hingað til hefur það fyrst og fremst verið sett í sam band við ill vcður og náttúm hamfarir, að skip færust, en nú í seinni tíð virðist sem mögu- leiki sé prðinn á því, að slíkt geti hent „án áfalla“. Það eru ekki margir mánuðir síðan nýr og stór bátur fórst í sæmilegu veðri, vafalaust miklu betra heldur en sexæringamir gömlu svömluðu áfallalaust gegn um, jafnvel fjögurra og tveggja manna för. Og þótt við tökum fullt tillit til þess og trúum því, að „lágum hlífi hulinn verndarkraftur", verður að telja þvílík undur á þessari öld nákvæmrar tækni, mælinga og útreikninga býsna erfiða stað- reynd að kyngja. Og nú eru nýkomnir skips- lausir að landi heilir á húfi fyr- ir guðs mildi, 11 myndarlegir oe dugmiklir íslendingar, sem lengi höfðu lagt nótt mcð degi til þess að komast sem fyrst til veiða. AUir gleðjast innilega yfir endurkomu þeirra, þótt með öðrum hætti yrði en á eðli- legt var að búast við. Ekki cr þó ólíklegt, að húgur margra Iivarfli að ýmsum atriðum, sein snerta skipstapann, meðan óstarfshæf áíiöfn hins týnda skips bíður þess í óvissu, hvað hún geti gert af sér, á sama tíma og meining þeirra var að afla sér og sínum og þjóðarbúinu í heild verðmæta úr djúpi hafs- ins. Þó er svo ósegjanlega þakk- arvert að hafa þá alla heilbrigða meðal okkar. Lexían um hvarf skips þeirra hefði orðið nokkuð þungbær — og fleirum en nán- ustu ástvinum þessara manna — ef þeir hefðu horfið í djúpið með farkosti sínum. HVAÐ KOM TIL? Skipið var nýstandsett, 80 rúml. að stærð, á leið til veiða í sæmilegu veðri. „Ekkert sérstakt hafði komið fyrir, skipið hafi aðeins lagzt á hliðina og síðan sokkið“, eins og segir í frásögn af réttarhöld- unum í dag. Ójá, aðeins það. Réttarhöldunum er að vísu ekki lokið, þegar þetta er skrifað, en tæplega er iíklegt, að þetta breytist í meðförunum í fram- haldi þeirra. Er þetta hægt? eins og oft er spurt nú til dags. Eigum við að láta okkur slíkar upplýsingav nægja.— duga til þess að sættr okkur við þann orðna hlut, sein hér blasir við? Ég er einn af þeini sjálfsagt mörgu, sem segja: Nel. Við krefjumst nán- ari skýringa og nokkurra. að- gerða af slíku tilefni, sem því miður er ekki alveg einsdæmi Þetta er alvarlegra mál en svo. að við því verði þagað og láti? sem lítið eða ekkert sé. Það eru nokkrar mikilvæga' spurningar. sem ég vil koma ? framfæri. Mér finnst vissulega tímabært að almenningur fái cinhverja vitneskju um það ör yggi, sem íslenzkir sjómenn eiga við að búa, einmitt núna, þegar skuggi ömurlegs atburðar grúf- ir enn þá yfir. 1. Hvað er yfirleitt gert til þess að prófa sjóhæfni íslenzkra fiskiskipa: a. þeirra, sem byggð eru erlendis, b. þeirra, sem byggð eru innan lands? 2. Hvað er gert til þess að fylgj ast með og prófa áhrif alls konar breytinga á fiskiskip- um á sjóhæfni þeirra? Út- gerðarmenn skipta um möst- ur, umturna yfirbyggingum. brjóta upp fasta kjölfestu setja „slingurbretti“ á hliðar og viðhafa ótalmargt annað „helvítis fikt“, sem ekki tjá ir nöfnum að nefna. Aður fyrr a. ni. k. settu menn upp einn eða fleiri gálga á bátana — stórar „davíður" í stað lítiila, beggja vegna í stað annars vegar, settu i þær stóra báta í stað lítilla, tvo í stað eins o. s. frv. o. s. frv Og nú er síðasta fyrirbærið voldugar og bungar kraft blokkir“, sem vel gætu senni lega dugað til fleira en síldai dráps. einkum á minnstu bát unum. Fleira en eitt af þessu, sem upp var talið, hafði verið gert við nýsokkinn bát. í einu dagblaðanna stendur orðrétt í dag: „HAMAR brann mikið í vetur og hefur verið endurbyggður. Var í vor sett á hann nýtt hús, sem útgerðarmaður fullyrðir, að sé ekki þyngra en það, sem fyr- ir var. Sömuleiðis var sett á hann kraftblökk og margvísleg- ar aðrar viðgerðir framkvæmd- ar“. Svo mörg eru þau orð — og gefa tilefni til nokkurrar út- leggingar, þótt sleppt verði að sinni a. m. k. En svo kemur , áframhald frásagnar blaðsins: „Ekki er samt annað vitað, en allt sé í lagi með hinar nýiu teikningar, og þær samþykktai af skipaskoðuninni“. Þetta er sagt, þegar viðkom- andi skip er nýlagzt á hafsbotn. En með teikningarnar er „allt í lagi“ Þær hafa það sjálfsagt gott í skúffum eða á skrifborð- um eigenda sinna og herra á þurru landi Það er kannske nóg? 1. Hefur Skipaskoðun ríkisins samþykkt allar breytingar á íslenzkum fiskiskipum — og ef svo er, hvað gerir þá emb Framhald á 15 síðu. 8 T í M I N N, föstudagurinn 6. júli 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.