Tíminn - 06.07.1962, Blaðsíða 3
NTB — Algeirsborg
C'g Oran, 5. júlí.
Á medan íbúarnir fögn-
uöu sjálfsfæSi landsins
meö söng og dansi á
götum úti í Oran, kvaö
skyndilega viö mikil skof-
h’íð. Mikil hræösla greip
um sig meöal fólksins og
allt komsf í uppnám. Þeg-
ar draga tók úr æsing-
unni kom í Ijós, aö á milli
20 og 30 manns höfðu
fallið í skotárásinni og
yfir 50 særzt. Úfgöngu-
bann var þegar í stað
sett á um alla borgina og
öryggis- og herliö tók sér
sfööu á götum úfi.
Frá Rabat berast þær fréttir,
að 10 þúsund hermenn úr þjóð-
frelsishernum séu nú tilbúnir að
hefja innreið sina til Alsír frá
Marokkó, þar sem þeir hafa haft
aðsetur.
Talsmaður Serkja í Rabat, sem
fréttin er höfð eftir, birti einnig
yfirlýsingu fyrir hönd nokkurra
alsírskra þjóðfrelsisleiðtoga og
herforingja, sem segjast ekki
viðurkenna umboð útlagastjórn-
arinnar, undir forsæti Ben
OTTAÐIST
ÁRÁS S.Þ.
NTB-Elisabethville, 5. júlí. —
Þrálátur orðrómur meðal íbúa í
Elisabethville um að hersveitir S.
Þ. hefðu hugsað sér að gera árás
á her Katanga þann 11. júlí, hefur
haft það í för með sér, að í dag
þyrptist fólk brott frá borginni og
varð víða umferðaröngþveiti af
völdum þessa flótta. Jean Back,
fulltrúi S. Þ. í Katanga, sagði að-
spurður í dag, að Sameinuðu þjóð-
irnar hefðu ekki hugsað sér að
ráðast á einn eða neinn.
Khedda, til stjórnar landsins.
Sagði talsmaðurinn, ag þennan
hóp styddu hermenn í fjórum af
hinum sex hernaðarsvæðum, sem
í landinu eru.
Forystu menn á fyrrnefndum
fjórum hersvæðum hafa þegar
lýst yfir stuðningi sínum við Ben!
Bella. Þá sagði talsmaðurinn, að
þessi hópur þjóðfrelsisleiðtoganna!
og herforingjanna nyti einnig
stuðnings 54 af 71 meðlimum al-
sírska byltingarráðsins. Talsmað-
urinn sagði, ag þcssi hópur gerði
nú allt sem hann gæti til þess að
grafa undan áhrifum Ben Khedda
og hefja byltingarráðið til vegs
á nýjan leik.
Hroðaleg meöferð
Af þeim 20—30 mönnum, sem
féllu í bardaga þeim, sem varð
milli Serkja og Evrópumanna i
Oran í dag, og minnzt er að fram
an, voru 13 evrópskir og af þeim
50, sem særðust voru 25 Evrópu-
búar.
Mörgum hinna særðu sem liggja
r.ú í sjúkrahúsum í Oran, er vart
hugag líf. Flestir hinna evrópsku
manna, sem myrtir voru, höfðu
verið stungnir með hnífum. Þrír
höfðu verið skornir á háls og einn
lagður hnífstungu í magann, en
síðan var ekið yfir hann.
5. júlí þjóöhátíöardagur
Frá Algeirsborg berast hins veg
ar þær fréttir, að þar sé enn hald
ið áfram hátíðahöldu'm, en yfir-
völd hafa farið þess á leit við íbú
ana, að endir verði bundinn á fagn
aðinn frá og með morgundeginum
og menn gangi á nýjan leik til
vinnu sinnar.
f dag lýsti bráðabirgðastjórnin
því yfir, að 5. júlí yrði þjóðhátíðar
dagur landsins.
Framhald á 13. síðu.
’ólitískt alsherjar
verkfa
NTB-Rio de Janeiro, 5. júlí.
Sólarhringsverkfall, sem boð-
aS var í Brasilíu, strax og kunn
ugt var um, að Andrade, for-
sætisráðherra, hefði sagt af
sér eftir aðeins 24 klukku-
stunda stjórn, lamaði í dag
allt atvinnulíf í mörgum borg-
um landsins. Samgöngur milli
borga og landshluta bæði í
lofti cg á láði lögðust að mestu
niður og fleiri vandræðum
o!!i verkfallið.
Vinna lagðist niður við hafnirn-
ar í Rio og Santos og flugsamgöng-
ur milli Rio og Sao Paulo stöðv-
uðust.
Að öðru leyti gekk lífið sinn
vana gang í Sao Paulo.
Fréttamenn i Brasilíu telja, að
verkfall þetta sé hefndaraðgerð og
standi í sambandi við atburðina,
sem urðu í landinu, er Janio
Quadros, forseti s-agði af sér í
ágúst í fyrra.
Það, sem mesta athygli vekur £
sambandi við þróun mála í land-
inu nú er stuðningur hersins við
Joao Goulart, forseta, sem í gær
neitaði að viðurkenna stjórn Andr-
ade, vegna þess að hann taldi ráð-
herrana, sem Andrade skipaði í
stjórn sína, of afturhaldssama.
Þrátt fyrir það, að verkfallið sé
fyrst og fremst af pólitískum toga
spunnið og til þess gert að mót-
rnæla fasistískum tilhneigingum
ráðamannanna, getur það haft hin
ar alvarlegustu afleiðingar fyrir
íbúana í Rio de Janeiro, en þar
eru matarbirgðir af skornum
skammti. Þetta er fyrsta pólitíska
allsherjarverkfallið í sögu Brasilíu.
BÆJAR-
TÖFTIR FRÁ
STEINÖLD
NTB—Bcrgcn, 5. júlí. —
Norski fornleifafræðingur-
inn, Per Jhan Lavik, oag. art.
skýrði Bergen Tidende frá
því í gær, að fundizt hefðu
5—G bæjartóftir, sem öruggt
má telja, að séu frá steinald-
artíma. Einnig hafa fundizt
ýmiss áhöld bæði frá fyrri
og seinni hluta stcinaldar og
eru þau ýmist úr tinnu eða
v kvarzi. — Jahn Levik hcfur
síðast liðna viku unnið að
rannsóknum þessum við
strendur Tyins-vatns í Jöt-
unheimum. - í fyrra gekkst
háskólinn í Bergen fyrir forn
leifagreftri á þessum slóð-
um, eftir að gengið hafði ver
ið úr skugga um, að þarna
væri að finna miklar stein
aldarminjar. — Nokkrir
erfiðleikar eru í sambandi
við uppgröftinn, vegna þess
að vatn hækkar ört í gryfj-
unum, eða um 10 cm. á sólar
hring. Þrátt fyrir það býst
Levik við, að hægt muni
vera að halda greftri áfram
næsta mánuð. Levik telur
sig hafa fundið hlut, sem á
rætur að rekja til seinni
steinaldar, eða frá árunum
2000—1500 fyrir Krists burð.
Aðrar minjar telur Lcvik
miklu eldri eða allt frá því
j 6000—5000 fyrir Krists burð.
MESTUGULL
FLUTNING-
ARÁNORÐ-
| NTB-París, 5. júlí. — Við-
I ræðum Adenauers, kanzlara
j Vestur-Þýzkalands, og de
I Gaulle, Frakklandsforseta, er
nú lokið, og eftir fundinn í dag
var gefin út skýrsla um við-
ræðurnar, þar sem m. a. segir,
að brýn nauðsyn beri til, að
einhver niðurstaða fáist í við-
Sviptur þinghelgi
NTB—PARIS, 5. júlí. —
Franska þingið samþykkti i
dag mcð 241 atkvæði gegn 72
að svipta George Bidauit, fyrr-
verandi forsætisráðherra þing
helgi. Atkvæðagreiðslan fór
fram, eftir að gert hafði verið
þinghlé vegna ókyrrðar í þing-
salnum, sem stafaði af því, að
íhaldsmenn reyndu að yfir-
gnæfa rödd Jean Foyer, dóms-
máiaráðherra, þegar hann lýsti
því yfir, að samkvæmt bréfum
og samtölum Bidault, væri hann
sekur fundinn um fjandsamleg-
ar aðgerðir gegn franska ríkinu.
Sérstök rannsóknamefnd,
skipuð af franska þjóðþinginu,
samþykkti á fundi sínum í dag
að fara þess á leit við þingið,
að Bidault yrði sviptur þtng-
helgi, og þannig opnuð leið til
að draga hann fyrir rétt og láta
hann svara til saka. Þá sam-
þykkti ncfndin samhljóða að
ber fram fyrirspurn til frönsku
stjórnarinnar um það, fyrir
hvaða dómstól Bidault skuli
stefnt. Hins vegar var samþykkt
að aðalkæran á hendur Bidault
skyldi hljóða um þátttöku hans
í starfscmi OAS-samtakanna,
felld með 8 atkvæðum gegn 7,
og vora það Gaullistar, sem
greiddu cinnig atkvæði gegn
þessari tillögu. Hins vegar.var
samþykkt, að nefndin leggðl til
vig rikisstjómina, að Bidault
yrði ákærður fyrir að hafa verið
æðsti maður þjóðemislegs and-
spyrauráðs.
J ræðunum um myndun stjórn-
málaleqa sameinaðrar Evrópu.
í skýrslunni segir enn fremur, að
fullkomið samkomulag sé milli
t Frakklands og Vestur-Þýzkalands
um afstöðuna til Berlínaivanda-
j málsins og málefna Þýzkalands yf-
irleitt.
Þá er látin í Ijós von um. að hag
kvæm lausn fáist á vandamálinu
í sambandi við umsókn Breta að
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Þess er getið, að heimsókn Ad-
enauers til Frakklands hafi orðið
til þess að styrkja vináttuböndin
irAlli Frakklands og Þýzkalands og
miðað aff aukinni samstöðu Atlants
hafsríkjanna. í skýrslunni segir að
lokum, að báðir aðilar séu sann-
færðir um, að frelsi og sjálfstæði
Berlínar muni i framtíðinni tryggt
í samvinnu við Bandaríkin og önn-
ur NATO-veldi.
Eftir að skýrslan um viðræður
de Gaulle og Adenauers liafði ver-
ið birt, lét einn talsmaður vcstur-
þýzku stjórnarinnar í það skína,
að á fundum þeirra hefði orðið
samkomulag um að leggja til við
Sammarkaðslöndin, að haldinn
yrði fundur leiðtoga landanna, í
Róm, til að leggja drög að tillögum
um pólitíska einingu Evrópu.
Þá voru báðir aðilar sammála
nin, að fyrsta skilyrðið fyrir ein-
ingu Evrópu væri sameining Þýzka
Iands.
NTB—Stokkhólmi, 5. júlí. —
Mcstu gullflutningar, sem
nokkru sinni hafa átt sér
stað i Standinavíu, fóru fram
í dag, er ýmsir listniunir frá
dögum Inkaríkisins voru
fluttir frá Arlanda-flugvell-
inum til þjóðminjasafnsins
í Stokkhólmi. Munir þessir
eru flestir úr skíragulli og
ír.argra milljóna virði. ,/Iun
irnir voru fluttir í skothcld-
um bifreiðum sem fóru eftir
leið, sem stranglega var hald
ið leyndri, og 30—40 vopnað-
ir varðmenn fylgdust með
flutningunum. — Hér cr um
að ræða 500 mismunandi 'ist-
muni úr gulli og öðrum góð-
málmum, sem fluttir voru
með einkaflugvél frá Belgíu,
þar sem þeir voru hafðir al-
mcnningi til sýnis. — Auk
vopnaðra varðmanna óku
fjórar lögreglubifreiðir á eft
ir flutningabifreiðunum og á
undan bílalestinni óku ríkis-
lögreglumenn á bifhjólum.
Þá voru nokkrir varðhundar
með í þessari sérstæðu fylk-
ingu til enn frekara öryggis.
Flestir listmunanna hafa
fundizt í gröfum frá árunum
500—1400 eftir Krists burð.
Seinna í þessum mánuði
munu listmunirnir verða til
sýnis í þjóðminjasafninu í
Stokkhólmi og nefnist sýn-
ingin: Gull frá Peru — List-
munir frá dögum Inkaríkis-
ins.
T I M I N N, fostuclagurinn 6. júlí 1962.
• r * \V V T-