Tíminn - 06.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.07.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hlutis Undanhald, eftir Arthur Bryant. Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE kynna mér bctur amerísku tillög- urnar. Sairneinaður herforingja- ráðsfundur klukkan 10,30 f.h., þar sem við gagnrýndum tillögur hvors annars um hernaðaraðgerð- ir í Evrópu: Að lokum tókst okk- ur samt að byggja brú, þar sem við gátum mætzt á miðri leið. Að vísu engan veginn fullnægjandi, en samt miklu betra en alger upp- lausn ráðstefnunnar. Héldum aftur fund klukkan 4 e.h. til þess að semja uppkast að ályktunum okkar, og fórum klukk- an 6 e.h. til Hvíta hússins til þess að tilkynna forsetanum og forsæt- isráðherranum árangurinn af starfi okkar. Ályktanir okkar eru þær, að undirbúa skuli tuttugu og níu herdeildir til innrásar í Frakk- land •shemma á árinu 1944 og að samtímis skuli haldið áfram 'hern- aðaraðgerðum gegn ítölum á Miðjarðarhafinu. Síðara atriðið er sigur fyrir okkur, þar sem Ame- ríkumenn vildu hætta öllum að- gerðum á Miðjarðarhafi eftir her- nám Sikileyjar. Borðaði miðdegisverð með Noble aðmíráli, ásamt Archie Wa- vell. Nú er komið þrumuveður og loftið því nokkru svalara. 20. maí Washington. Mikill ann ríkisdagur. Herf oring j aráðsfund- ur frá klukkan 9 til 10,30 f.h., þar sem rætt var um helztu mögu- leika okkar til að standa gegn kröfum Ameríkumanna um óráð- legar og allt að því óframkvæm- anlegar hernaðaraðgerðir á Burma. Sameinaður herforingjaráðsfund ur klukkan 3,30 til 5 e.h., þar sem við komumst loks að sam- komulagi, sem var næstum því alveg samhljóða þeim ályktunum, er við höfðum lagt fram í upp- hafi. Klukkan 5,45 til 7,30 e.h. Fund- ur með kanadiskum fulltrúum, þ.á.m. Mackenzie King og dr. Evatt . . . Fór að honum loknum heim til Dill til að hitta Stimson ráðherra og ræddi við hann til klukkan 8 e.h. Miðdegisverður með amerísku herforingjaráðs- mönnunum klukkan 8 til 11,30-! e.h. og því næst svefn og hvíld. 21. maí. Washington. Ráðstefna mnnnmn haldin í Hvíta húsinu klukkan fimm síðdegis, með forsetanum og forsætisráðherranum, þar sem við skýrðum frá árangrinum af starfi okkar. Þar var allt sam- þykkt, og okkur var óskað til hamingju með störf okkar, en ég held, að hvorugur þeirra hafi gert sér grein fyrir því, hve naumlega við komumst hjá al- geru ósamkomulagi. Við hlustuð- urn í næstum hálfa aðra klukku- stund á forsætisráðherrann og forsetann, en að mínum dómi var ósköp lítið á ræðum þeirra að græða. Að fundi loknum kallaði for- sætisráðherrann okkur alla á sinn fund og fór að ræða um það, hvort Archie Wavell hefði enn nægilegt þrek og orku til að j gegna áfram starfi sínu, og bar | undir okkur breytingartillögur sínar. Hann vildi takmarka stjórn hans við Indland eitt og fela öðr- um stjóm hernaðarframkvæmda utan Indlands. Skömmu áður en við fórum frá London, hafði forsætisráðherrann boðað mig á sinn fund til að ræða þetta atriði, uim herstjórnina í Indlandi. Þar sem hernaðaraðgerð irnar á Burma og Assam voru í nánum tengslum við varnir Ind- lands, var ekki nema rétt, að yfir- hershöfðingi Indlands stjórnaði þeim líka. Nú voru viðfangsefnin breytt og við vorum þátttakendur í framkvæmdum, sem miðuðu að því að frelsa Burma, styðja Kín- verja og sigra Japani. Það var þvf nauðsynlegt að líta á Indland sem undirstöðu þessara fram- kvæmda, undir stjóm síns eigin yfirhershöfðingja og útnefna jafn- framt nýjan yfirhershöfðingja. Þetta var samt mjög miklum erfiðleikum bundið, sem aðallega var að kenna Chiang; Kai-shek og Stilwell og kínverska hernum hans. Marshall, sem hafði tak- markalaust álit á Stilwell, vildi láta hánn framkvæma mörg störf samtímis s.s. stjórna kínverska hernum, stjórna ameríska hern- um í Indlandi o.fl. Til þess að gegna þessum störfum þurfti hann að vera á þremur stöðum í einu, og síðar vildi Marshall gera hann þar að auki að varahershöfðingja Mountbattens. Það var nú orðið augljóst, að Winston hafði aftur glatað trausti sínu á Wavell. Hann hafði aldrei getað metið yfirburði hans og herstjórnarhæfileika. Hina hóg- væru framkomu hans og löngu þagnir túlkaði Winston sem merki um skort á orku og áhuga. Hann hafði fullan hug á að láta einhvern taka við yfirstjórn hern- aðaraðgerða á Burma, og ef ég man rétt, þá var það þennan sama dag, sem hann minntist fyrst á Wavell, sem hugsanlegan umsækj- anda uim undirkonungsembættið á Indlandi . . . 22. maí. WaShington. Óvenju- lega rólegur dagur. Við slepptum hinum venjulega morgunfundi, en héldum sameinaðan fund klukkan 10,30 f.h. Rætt var um kafbáta- hernaðinn, og kom til smávægi- legrar deilu milli þeirra' King og 99 Pound. Annars var lítið gert, nema hvað tekin var mynd af okkur fundarmönnunum. Fundi slitið klukkan 12 á há- degi, og ég fór til að láta klippa mig, íyrir hádegisverð. Eftir há- degisverð féll ég niður fjórtán þrepa steinstiga og var allur mar- inn og sár, en hver-gi alvarlega meiddur. Um kvöldið fór ég að skoða Mellon-myndasalinn og hreifst meira en orð fá Jýst af myndunum og uppsetningu þeirra. Kr. Finley, umsjónarmað- urinn, veitti mér ómetanlega að- stoð og þjónustu. 23. maí. Washington. Sunnudagur. Byrjuðum daginn með herfor- ingjaráðsfundi og buðum þejm Lealhers lávarði og Cherwell sem gestum. Aðalmál fundarins: Skipa kostur og siglingar, með tilliti til þeirra áætlana, sem við höfðum verið að gera. Klukkan 2 e.h. var svo sameinaður herforingjaráðs- fundur, þar sem okkur veittist til- tölulega auðvelt að fá amerísku herforingjana til að samþykkja megintillögur okkar. Það var mjög ánægjulegur endir á erfiðu tímabili. Eg fór því næst í stutta göngu með Dill og borðaði loks miðdegisverð með Rex Benson. Sá árangur, sem við náðum á þessari rástefnu, var ag miklu leyti Dill og hans aðstoð að þakka. Hann var þá sjúkur maður, þjáð- ist af eftirköstum skurðaðgerðar, er gerð hafði verið á honum við kviðsljti. Hann hafði talsverðan hita, svitnaði óskaplega á næt- urnar og leit mjög illa út. Þrátt fyrir þetta allt var hann sarnt á- vallt reiðubúinn til að taka að sér hlutverk meðalgöngumannsins, milli Marshalls og mín. 24. maí. Washington. í dag náð. um við síðasta stigi ráðstefnunn- ar. Við byrjuðum herforingja- ráðsfund klukkan 9 f.h. til þess að fara yfir tillögur okkar, én síðan var haldinn langur sameig- inlegur fundur, þar sem skoðanir okkar voru enn mjög skiptar og 89 ilið á Teigi í upplausn. Yngri dótt- irin var ein heima af börnum hjónanna og senn á förum. Eitt sumar var ungur kaupa- maður á Teigi. Ættaður af Mýr- um vestur. Ekki gazt bónda alls kostar vel að manni þessum, en heimasætunni féll hann vel í geð. Og að haustnóttum hafði hún lof- azt honum. Guðmundi Björnssyni líkað það allt annað en vel. Ef til vill réð þar einhverju, að kaupa- maðurinn, sem Andrés hét, .hafði oft látið það á sér skiljast, að sér þætti ljótt á Teigi. Þar vjldi hann ekki búa, þó að honum væri gefin jörðin. Guðmundur sá fram á það, að senn yrðu þau hjónin barnlaus eins og þegar þau fluttust þang- að. En þá voru þau ung, með vonir, þrár og fyrirætlanir. Að minnsta kosti hann. En nú voru þau gömul, slitin og mædd á erf- iði lífsins. Þar var Sigþrúði meira brugðið. Enn var Guðmundur hraustur og lagði hart að sér, þegar hann taldi þess með þurfa. En þó sáu allir, að þar fór mað- ur, sem nálgaðist ellimörkin. Hann hafði í fleiri haust tekið það að sér að vaka við annan mann yfir safninu nóttina áður en réttað var. Og var það þó alls ekki talið vandalaust. Guðmund- ur Björnsson hafði ekki vettlinga- tök á neinu og kunni manna bezt að kyrra fé og bæla. Og enn var hann sjálfkjörinn. En þegar hann mætti í rökkurbyrjun þetta haust, gekk fjallkóngurinn í veg fyrir hann og tilkynnti honum, að hinn | vökumaðurinn hefði veikzt snögg- lega þennan dag. Og nú vantaði hann mann í skarðið. Sonur fjall- kóngsins var þar með föður sín- um. ^ — Láttu mig hafa Tuma, sagði, Guðmundur. — Ertu vitlaus, maður? StrákC urinn er aðeins fimmtán ára. Og í nótt gengur hann að með hrakn- ing, éljum eða skúrum að minnsta' kosti. — Þorirðu ekki að vaka með mér?, sagði Guðmundur og vék. sér að drengnum. — Jú, sannarlega, sagðj dreng- ur. — I.æfaðu mér að vaka með1 honum, pabbi. Fjallkóngurinn horfði á dreng-! inn. Hann var vel búinn. i — Pabbi, lofaðu mér, endurtók; drengurinn. — Þú skalt ráða, sagði fjall- kóngurinn. Og er hann sá gleði- svipinn á syni sínum, snerj hann sér að Guðmundi og sagði: — Eg held, að þú sért göldróttur karl. Aldrei hef ég séð slíkan manns- brag á stráknum sem nú. Svo fór hann sína leið. Nóttin iagðist yfir, dimm haust-l nótt með slettingséljum. En vöku-l mennirnjr riðu hljóðlega við hlið kringum safnbreiðuna og rýndu hvössum sjónum út í myrkrið. Er, kyrrð var komin á safnið, stigu j verðirnir af baki, og settust fyrirj í góðu vari. Dró þá Guðmundur fram kjarnafæðu, sem þeir rifu í sig án þess að taka af sér vettl- ingana. Guðmundur sagði fyrir um borðhaldið. Það sagðj Tumi á gamalsaldri, að aldrei hefði sér fundizt hann bragða slíka ágætis- fæðu sem þessa haustnótt. Er máltíðinni var lokið, fór Guð- mundur að ræða við drenginn. Þeirri ræðu gleymdi hann aldrei. Ilonum fannst hann vaxa við hverja setningu. Og áður en hann vissi af, var hann orðinn frjáls og opinskár við þennan gamla harð- jaxl. Hann hafði aldrei áður fundið hjá sér slíkt áræði sem í þessum samræðum. — Pabbi þinn hélt, að þú mynd ;t ekki standa þig. Nú skaltu sýna honum það á morgun, að þú vakir ekki aðeins í nótt, heldur ailan réttardaginn. Það geri ég alltaf. Eg held, að það ta-kist aldrei hjá mér, sagði Tumi. — Jú, það tekst, sagði Guð- mundur. — Pabbi þinn heimtar í fyrramálið, áð þú farir að sofa. Þú neitar því, og sannar honum með vöku þinni, að þú sért lifandi um kvöldið eins og með morg- unsárinu. Allir strákar á þínum aldri rísa á einhvern hátt gegn vilja föður sins. Sumir stækka við það og þroskast, verða menn að meiri. Aðeins dragast við það niður í svaðið, verða að ónytjungs ræflum. Milli þessa tvenns átt þú að velja. Þegar þú ríst gegn vilja foreldra þinna, þá áttu að vaxa við það ,en ekki minnka. Mundu það. Sá, sem brýtur gegn vilja ást- vina sinna til þess að láta undan lélegum hvötum, er að varpa vel- ferð sinni á glæ. Þann ræfilshátt lætur þú ekki henda þig. Það þarf mann til þess að fara fram úr föður þínum. Þann mann átf þú að sýna með vaxandi þroska. Og þú hefur allt í það, ef þú aðeins vilt og " þér að verða að manni. Nú sefur safnið okkar. Öll stóra breiðan hefur tekið á sig náðir. Vig skulum gera það sama. Eg breiði stóra feldinn minn yfir okkur báða. Eg og seppi minn vöknum um leið og minnsta hreyfing kemur á hópinn. Þá gerum við þær ráðstafanir, sem 1 11: i BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn vammi nægja. Eg þarf ekki lengri dúr, en þú sefur áfram, þar til ég geri þér viðvart. Og stattu þig svo í réttinni á morgun. Ekki vissi Tumi, hvað Guð- mundur svaf Lengi þessa nótt eða hvort hann sofnaði nokkurn tíma. En hann sofnaði fast. Vakn- aði við hringl i beizli, þá var Guðmundur að stíga af baki rétt hjá honum. Tungan lafði úr kjafti rakkans. Hann hafði sjáanlega sprett úr spori. En svipurinn var glaðlegur, bæði svipur seppans og húsbóndans. — Jæja, vinur minn. Hvernig hefur þér liðið? sagði Guðmund- ur. — Er þér heitt? — Eg er búinn að sofa lengi, sagði Tumi. — Já heitt er mér. Eg er með feldinn þinn. En hvernig fórstu að? Eg bjarga mér, þótt kuli. Það er kominn sá hörkuskrápur á mig, að ég hleypi ekki kuldanum í gegn í fyrstu lotu, sagðj Guð- mundur — Slíka verju þarftu að búa þér, drengur minn. Verju, sem hrindir frá sér. Ilvort heldur sem það er kuldi nátúrunnar eða kuldi mannsandans. Hvort tveggja er reiðubúið og sveimar umhverf- is mann og allt um kring. En nú er kaffifs að koma tií okkar, fyrsta glaðning þess dags. Og láttu nú sjá, að þú standir í báða fætur, drengur minn, þó að þú hafir legið úti sárkalda haustnótt. Þú ert þó ekki loppinn? — Hvernig á ég að vera lopp- inn? Eg, sem var að rísa upp undan loðfrakka þínum. — Frakkann hirði ég. Sjáðu, nú er ég kominn í hann. Þakka þér fyrir nóttina. Þú segir engum frá viðskiptum oklcar hér, fyrr en þú ert orðinn gamall maður. Þeir hafa gott af því, helvízkir, að brjóta heilann um það, hvernig ég hélt á þér hita. Þeir halda sjálf- sagt, ag ég hafi sett í þig kam- fórudropa eða vín. Og vínlykt áttu ekki að láta finnast af þér fyrr en þú ert orðinn full- orðinn maður. Rétt í þessu kom þeysandi maður út úr myrkrinu. Það var Björn bóndj Guðmundsson. Hann var með morgunhressinguna..' Iíeita mjólk og heitt kaffi. Var hvort tveggja vel þegið. Birni var forvitni á að vita um líðan drengsins. En er hann fann hitann á höndum drengsins, sagði hann: — Þetta er sannarlegur sveinshiti. Fjandi ertu seigur. T f M I N N, föstudagurinn 6. júlí 1962 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.