Tíminn - 06.07.1962, Side 15
Erlencðir fer9arc®nn
Framhald af 9. síðu.
eftir slíkri landkynningu mun
aukast í framtíðinni og þurfa
menn að vera við henni búnir.
— Og blaðamenn og rithöfund
ar geta lagt ótal spurningar
fyrir menn, bæði um íslenzk
mál og önnur, er menn kunna
að vita deili á.
Ég vil ítreka það, sem áður
hefur verið um ritað í blöðum,
að það er nauðsynlegt að hvetja
útlendinga til þess að vara sig
á hverum, einkum leirhverum.
Þyrftu að vera til nokkur fyrir-
mæli, sem afhent væru um leið
og farmiðar eru seldir, eða sem
bílstjórar gætu látið farþega
sína fá þegar farið er á hvera-
svæði. Ekki er skemmtilegt að
þurfa að binda um sár, sem
ferðamenn hafa hlotið með því
að stíga ofan í hveri, en það
er þó nauðsynlegt að gera það
vel þegar þörf gerist.
.)
Ef æskasi vil!....
Það gerizt nú tíðara með ári
hverju að ungt fólk leggur leið
sína um löndin, lítt búið skot-
silfri — og er það ekki sú teg-
und gesta, sem hinn svonefndi
ferðamannaiðnaður sækist mest
eftir. En það kann að skipta
miklu máli fyrir oss hvernig
vér komum fram við þetta fólk,
sem kemur hin.gað og ætlar sér
að ferðast ódýrt. Oft er hér á
ferð skólafólk, sem he/ur meiri
áhuga en efni til ferðalags. —
Kann þá svo að fara að það
verði veikt í ferðalaginu, eða
eitthvað annað komi fyrir, sem
tálmar því. — Vér getum spurt
hvernig vér óskum að komið
væri fram gagnvart vorum eig
in börnum í svipaðri aðstöðu
í framandi löndum.
Með því að sumt af þessu
unga fólki ber lítið skyn á vegi
og veður, þarf oft að gefa því
nokkur ráð. Ef slys eða veik-
indi steðja að slíkum ókunnum
ferðalang, þarf að sjálfsögðu
að bregðast fljótt við. Þetta
getur auðvitað kostað nokkra
fyrirhöfn, einkum í sveitum.
Önnur hlið málsins snýr að
oss sjáifum, þegar börn á skóla
aldri fara í útilegu í tjöldum.
Ættu þá jafnan einhverjir full
orðnir að fá að vita um ferðir
barnanna, því margt kynlegt
kann að koma fyrir í voru
ágæta landi. Það hefur t.d. kom
ið fyrir að kynvillingar hafa
elt krakka. Aðrir hafa yndi af
að gera þá drukkna, svo að börn
in liggja eins og strá á jörð-
inni.- Að ein fermingarstúlka
ásakar aðra fyrir að hún komi
full heim, er ekki neitt nýmæli.
Drukknir karlmenn eru leiðin-
legir þegar þeir slá um sig, en
það er ekki síður uggvænlegt
í ferðalífi voru þegar ungar
stúlkur drekka svo að þær
verða máttlausar, eins og tómir
pokar, eða stífar, líkt og signar
ýsur. — Ég hafði eitt sinn sam
band við 5 barna hóp í tveim
tjöldum og spurði hvort þau
þebktu nokkurn fullorðinn þar
nálægt. Þau kváðust þekkja tvo
unga menn í tjaldi, sem þau
bentu á. — Gættum vér, tveir
lögregluþjónar og ég, að þess-
um ungu mönnum. Höfðu þeir
með sér fjórar flöskur af brenni
víni, en voru ekki mjög ölvaðir.
Héldum vér nú að nokkuð
af þessu væri ætlað börnunum
og fórum þess á leit við pilt-
ana að þeir létu oss geyma
fyrir þá tvær flöskur til næsta
dags og buðum þeim kvittun
fyrir. Gengu samningar greið-
lega; þeir héldu kvittuninni,
en tvær flöskur af brennivíni
afhentu þeir oss. Var þetta
seint á laugardagskvöldi. Þá
komu þeir að sækja aðra flösk-
una fyrir hádegi á sunnudegin-
um, annar að vísu nokkuð halt-
ur, en hvorugur veruiega drukk
inn. — Og börnin voru öll ó-
drukkin. Þá komu eigendur á-
fengisins að kveldi og sóttu síð-
ari flöskuna. Komu þeir kurteis
lega fram og hegðuðu sér vel
og varg ég undrandi yfir hve
vel þeir þoldu þambið. Þá kom
lausn gátunnar:
„Heppnir vorum við að þú
skyldir geyma fyrir okkur flösk
urnar. Því um nóttina var öllu
áfenginu stolið úr tjaldinu hjá
okkur, nema því, sem þið tókuð
til geymslu, þú og lögreglan“.
— Þetta kom vel heim við ann-
að, sem gerzt hafði um nótt-
ina, því að mat, myndavélum
og jafnvel fatnaði hafði verið
stolið hér og það í tjöldum
þessa sömu nótt.
Það, sem hér skiptir máli í
sambandi við landkynningu, er
þetta: Nauðsynlegt er að vara
erlenda ferðamenn við þjófum
hér á landi, ekki síður en meðal
stórþjóðanna, e.t.v. fremur,
eins óg nú er komið þeim mál-
um.
Sumir útlendingar, sem koma
hingað til fslands, hafa nokk-
urn hug á að taka upp hætti
landsmanna, eins og þeir voru
áður fyrr. Vilja þeir vera laus
ir við bílana og ferðast um land
ið á hestum. Eflaust getur þetta
allt farið vel, ef menn vita skil
á háttum hesta og kunna vel
með þá að fara. En leiðbein-
ingar hér kunna einnig að vera
nauðsynlegar, eins og þessi saga
sýnir.
Það var um vor fyrir nokkrum
árum, að við Eyvindur í Star-
dal unnum dálítið að lagfæring-
um á farvegi Öxarár, meðal ann
ars í þeim tilgangi að varcfveita
sem bezt fornleifasvæðið vest-
an ár. Ýtt var möl úr farveg-
Konan mín
Hulda Karlsdóttir Newman,
BræSraborg, Höfnum,
andaðist á sjúkrahúsi Keflavíkur þann 4. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síSar.
Reymound Newman.
Inniiegustu þakir færum við öilum, fyrir auSsýnda samúS vlS
andlát og jarSarför
Ólafs Einarssonar,
Þjótanda.
Sérstaklega viijum viS þakka sveitungum hins látna, svo og
læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Selfoss.
Ingileif GuSmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Inntlegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vin-
áttu. viS fráfall og útför
Steins Þ. ÖfjörSs
Fossnesi.
Jóhanna Jensdóttir
Gunnar Steinsson
Fossnesi — Gnjúpverjahreppi
irium upp að bakkanum, til þess
að. áin skyldi stður rífa hann
niður. Vann Eyvindur með ýt-
unni niður í farveginum, en ég
stóð á bakkanum til að fylgj-
ast með verkinu. Þetta var síð-
ari hluta dags, og á þessum til-
tekna stað unnum við aðeins
þennan eina dag.
Þá bar það við að hár og
gjöryilegur maður gekk heim
að bænum með hnakk á baki
og beizli í hendi. Skildi hann
hvort tveggja eftir heima, en
hafði þar stutta dvöl og kom
svo til mín þar sem ég var á
vestri bakkanum.
Við heilsuðumst og hann
spurði: — Eruð þér séra Jó-
hann.
— Já, sá er maðurinn. Hvað
get ég gert fyrir yður?
— Við erum hér nokkrir stúd
entar. Keyptum hesta á ÍS-
landi. Ætlum að ferðast um
landið. Fórum í dag úr Mosfells
sveit. Gengur illa. Ein meri
vitlaus.
— Hvernig er merin vitlaus?
— Vill ekki fara veginn.
Hleypur alltaf út af veginum.
Er mjög erfið og alveg vitlaus.
— Hvar er merin nú?
— í Hestagjá. Merin og allir
hinir hestarnir eru nú í Hesta-
gjá. Við förum nú að hvíla okk-
ur og borða. Erum þreyttir af
því að merin er svo vitlaus.
— Þér eruð stúdent. Má ég
spyrja, í hvaða vísindagrein?
— í eðlisfræði.
— Hve lengi hafið þér lært
eðlisfræði?
— í þrjú ár.
— Eðlisfræði er ágæt vísinda-
grein. Hún fjallar um eðli
hluta. En eðli merarinnar er
að drekka vatn. Nú skuluð þér
gefa merinni vatn og verður
hún þá ekki lengur vitlaus. —
Eðlisfræði — eðli 'merar er að
drekka vatn, en vatnslaus meri
verður vitlaus.
— VatnH vatn!! Annnd! Sko-
sko-skotinn! Vatn? Vatn? Hvað
mikið? Hvað oft? (Um leið og
hann sagði þetta, horfði hann
upp í vesturhimininn fyrir ofan
Almannagjá).
— Þér ferðist um landið á
hestum. Hestinum verður
heitt. Þeir þurfa að fá vatn að
drekka og tíma til að bíta gras.
Lofið hestum að drekka eins
oft og þeir vilja, þar sem vatn
er. Og látið þá drekka vel áður
en þér leggið upp á heiðar.
Gætið vel að vatni og látið
hesta drekka oft.
— Við stúdentar vitlausir.
Gleymdum vatni. I
— Vera má að allt fari vel.
Takið nú merina úr Hestagjá,
því að þar er ekki vatn. Látið
hana drekka sem allra fyrst.
— Hvar á ég að Iáta merina
fá vatn?
— Hérna í ánni. Þessi á heit-
ir Öxará. Látið merina drekka
í Öxará. Og þegar þér farið
austur eftir hrauninu, látið þá
alla hestana drekka í vatninu
áður en þér farið á heiðina.
— Þakka yður fyrir, ég ætla
að fara strax.
— Vitið kemur aftur í mer-
ina, þegar þér gefið henni vatn.
Farið vel með hesta. Lofið þeim
að bíta gras og drekka vatn.
Eðlisfræði — eðli merar er að
drekka vatn.
— Nú ætla ég að vera fljót-
ur.
Og hann stóð við það. Eftir
mjög stutta stund var hann
kominn með merina að ánni.
Siðan komu hinir með aðra
hesta. Og merin teygaði vatnið,
þótt gruggugt væri þessa stund
ina. Stúdentinn kraup á annað
hnéð við hlið hennar og klapp
aði henni á annan bóginn og
hefur eflaust beðið hana afsök
unar. Nú var breytt um áætl-
un; menn og hestar héldu rösk
lega af stað og stefndu austur
hraunið meðfram vatninu.
Hvers vegna?
Framhald af 8. síðu.
ættið til þess að fylgjast með
framkvæmd samþykktra verk
teikninga og prófa verkanir
þeirra á sjóhæfni viðkomandi
skipa, sem er ætlað að þola
ósköpin? Er nóg, að „útgerð-
arrnenn" úttali sig um slíkt?
4. Eru gefin út nokkur fyrir-
mæli um hleðslutilhögun við
tiltekið ásigkomulag skipsins,
t. d. hversu mikla dekklest
má taka, ef ekkert er I lest-
um — og varað'við flutningi,
sem þyngist mikið við að
blotna?
Sem gamall sjómaður kannast
ég persónulega við sumt af því,
er ég spyr um, annað ekki. En
margir munu hafa áhuga fyrir
því, hvaða upplýsingar eru gefn
ar af viðkomandi aðilum um
allt þetta. Eg veit, að núverandi
skipaskoðunarstjóri er mætur
og fær maður, uppalinn í nán-
um tengslum við skip og skipa-
smíðar, sjó og sjómenn. Hann
er auk þess hámenntaður sér-
fræðingur í sínu fagi. Eg efast
ekki um manndóm hans og
áhuga fyrir því, að þau alvar-
legu og ábyrgðarmiklu eftirlits-
störf, sem hann stjórnar fyrir
þjóðina, verði sem árangursrík-
ust og giftudrýgst. Eg verð að
biðja Hjálmar Bárðarson í
krafti embættis hans að sjá tll
þess að skýr og greið svör komi
við framlögðum Spurningum.
Þær eiga rétt á sér og gætu orð-
ið til þess að stuðla að rórri sam
vizku um það alvörumál, sem
hér hefur verið rætt — hreins-
að til í allmenguðu andrúms-
Iofti, það sem af er vikunnar.
Reykjavík, 4. júlí 1962.
Baldvin Þ. Kristjánsson.
rsUflVANGUR
framkvæma þessa sanngjörnu
leiðréttinigu á verðbótakerf-
inu.“
Þannig biriisf viðhorf
ríkisstjórnarinnar
Þetta sama mál lá fyrir þing
inu á undan, en fékk þá heldur
ekki afgreiðslu. Ríícisstjórnin
viriðist algerlegia ætla að
hundsa þessar réttmætu tillög-
ur. í þessu birtist viðhorf rík-
isstjórnarinnar til framtíðar
íSIenzks landbúnaðar. Þessi er
trú hennar á gæðum landsins.
- Trúlofunarhringar
FTjót afgreíðsla.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
Sími 14007
Sendum gegn póstkröfu.
Bíla- og
búvélasalan
Eigum fyrirliggjandi
sláttuvélar á
Ferguson 35.
Verðið hagkvæmt.
Bila- & búvélasalan
Eskíhlíð B v/Miklatorg,
sími 23136.
Bíla- og
búvéiasalan
Fordson major 58 model með
ámoksturstækjum, 60 tommu
jarðtætara, steypuhræri-
tunnu, heygrip og plógi.
Allt sem nýtt. Söluverg mjög
hagstætt, ef samið er strax.
Farmal Cup 58.
Dautz 15D árgerð 60, með
sláttuvél og þyngdarkloss-
um. Mjög lítið notað.
Bíla-og búvélasalan
Eskihlið B V/Miklatorg,
sími 23136
fbúð 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu nú þegar. Þrennt í heimili. — Upplýsingar í síma 11806.
LOKAÐ y Vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 7. ágúst. Efnagerðin REKORD.
Bændp r ril sölu er lítið notuð Armstrong Sydney dieselvél 7 íestafla, hentug til súgþurrkunar. Selst ódýrt ef jamið er strax. Guðmundur Jónsson, Bjarfeyjarsandi, Hvalfjarðarstr. Sími um Akranes.
T f M I N N, föstudagurinn 6. júlí 1962.
15