Tíminn - 08.07.1962, Page 14
Fyrri hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant. Heimildir eru
STRIDSDAGBÆKUR
ALANBROOKE
lega eins og ég vildi helzt. Við
héldum áfram stríðinu á Ítalíu,
með það takmark að gersigra
ítali. Við knúðum fram dreifingu
þýzka hersins í Suður-Evrópu við
aðstæður, slem voru þeim hern-
aðarlega slæmar. Hins vegar voru
tilslakanirnar við Marshall þær,
að við skyldum halda áfram að
draga saman her til að frelsa
Frakkland einhvern tíma síðar,
eg ekki alveg eins fljótt og hann
vildi sjálfur. King var aftur á
móti hinn óhagganlegi, og ég vissi
það vel, að skip og innrásar-
pra-mmar myndu halda áfram að
flykkjast til Kyrrahafssvæðisins,
án tillits til þarfa þeirra vegna
stríðsins í Evrópu.
26. maí 1943. Botwood (2.300
mílur). Klukkan 7,30 f. h. kom bif
reið heim til Dills að sækja mig
og flutti mig niður á hafnargarð-
inn, þar sem „Bristol" lá við land-
festar. Forsetinn kom sjálfur með
forsætisráðherranum, sem sagffi
mér að fara og sitja í nokkrar mín-
útur hjá honum í bifreiðinni hans.
Hann var eins og venjulega elsku-
legur viðmóts og sagði, að næst
þegar ég kæmi, þá yrði ég að fara
til Hyde Park til að sjá hvar þeir
faðir minn og Douglas hefðu horft
eftir fuglum. Halifax og frú komu
einnig til að kveðja okkur og Dill
hafði komiff með mér. Þeir Harri-
man og Harry Hopkins voru þar
líka.
Klukkan 8,30 f. h. lögðum við
af stað í allmikilli rigningu og
vaxandi þoku. Við sáum örlítið af
Nova Scotia, en svo létti í lofti,
þegar viff nálguffumst suðurströnd
Nýfundnalands. Mér til mikillar
undrunar var snjór á jörðu þar,
m. a. s. á suðurströndinni. Suður-
hluti eyjarinnar er nær alveg
óbyggður, a. m. k. það svæði, sem
leiff okkar lá um. Um klukkan 5
e. h. lentum við heilu og höldnu.
Lögðum af stað aftur klukkan
9 e. h. Mjög lágskýjað og skyggni
slæmt. Forsætisráðherrann sat
uppi 'stundarkorn, en sem betur
fór tókst okkur að koma honum
í rúmið tímanlega.
27. maí. Miff-Atlantshaf. 3260
mílur. Eg svaf vel og lengi í nótt
og fór á fætur klukkan 8 f. h., sem
er samkvæmt Washington-tíma
klukkan 3 eða 4 f. h. Við erum
nú einhvers staðar fyrir norðan
Azoreyjarnar og stefnum til Gi-
braltar, en samkvæmt áætlun
ættum við að koma þangað um
klukkan 4 e. h. Vindur.er á eftir
okkur, svo aff ferðin gengur hrað-
ar en ella. Fjarlægðin milli Bot-
wood og Gibraltar er um það bil
3260 mílur. Hin sífellda hitabreyt-
ing er fremur óþægileg. í Wash-
ington var mjög heitt og mollu-
legt. Nístandi kuldi í Botwood og
rétt um frostmark í 7000 feta hæð,
sem við fljúgum nú í. Eg hafði
nóg að gera að halda á mér hita
í nótt. Fyrir neffan okkur er nú
spegilsléttur hafflöturinn og ljós-
ir skýjaflókar.
Síðar. Gibraltar. í síðastliðna
nótt heyrði ég tvo smelli og sá
leiftur, sem fylgdi á eftir, líkast
því sem eitthvað hefði hitt flug-
vélarbelginn. í morgun var mér
svo sagt, að þetta hefffi verið eins
konar eldingar, sem myndazt hefðu
milli tveggja rafhlaðinna skýja.
Klukkan 3,30 e. h. komum yið að
landi hjá Cape St. Vincent og flug
um svo meðfram suðurströnd
101
Portúgals og þaffan yfir Cadiz-fló-
ann til Cape Trafalgar. Fyrst var
að sjá sem flóinn væri fullur af
þokumistri, en reyndist svo að-
eins þunnt bclti fyrir utan höfnina.
Flugbáturinn lenti með prýði og
við vorum dregnir inn að legu-
dufli, en þangað sótti Mason Mc-
Farlane okkur á gufubát. Við höfg
um verið sautján klukkustundir á
flugi. Því miður var nú orðið of
áliðið, til að halda áfram til Alsír,
svo að við neyddumst til að gista
um nóttina á Gíbraltar. Eftir mið-
degisverð hélt Mason McFarlane
öfluga loftvarnaræfingu, sem við
horfðum á af höfðanum.
28. maí. Alsír (450 mílur). Um
morgunverðarleytið komu þeir
Catroux hershöfðingi ogMacmill-
an frá Englandi, á leið sinni til
Alsír. Þar sem þeir eru að undir-
búa komu de Gauiles á morgun.
Eg talaði stundarkorn við Cai
roux. Hann virtist mjög ánægður
yfir því að samningar hans milli
þeirra Giraud og de Gaulle voru
nú nú loks að leiðast til einhverra
lykta .Sjálfur efast ég um að nokk
urt varanlegt samkomu lag geti
náðst milli þeirra Giraud og de
Gaulle. Til þess eru þeir alltof
ólíkir að skaphöfn og skoðunum.
Kaldara í veðri hér, en ég hafði
búizt við. Klukkan 11,30 f.h. fór-
um við forsætisráðherrann, Mar-
shall og ég með Mason MacFar-
lane [ könnunarferð um Höfðann.
en við höfðum nauman tíma, þar
eð áformað var að halda áfram
j ferðinni klukkan 1,30 e.h.
Þetta var fyrsta ferð okkar í
hinni nýju flugvél forsætisráð-
j herrans, Lancaster-flugvél, sem
í hafði verið sérstaklega útbúin
j handa honum. Mjög þægileg, með
j borðstofu, svefnkojum handa fjór-
um, auk forsætisráðherrans, og
j snyrtiklefa. Við lögðum af stað
; klukkan 1,30 e.h. og fengum dá-
samlega ferð. Við fórum yfir
afrísku strandlínuna fyrir austan
Melilia. Veður var kyrrt, loftið
bjart og mjög góð útsýn yfir allt
landið. Komum til Alsír klukkan
4,30 e.h. Eisenhower, Cunning-
ham, Alexander og Corringham
' "oru allir á Maison Blanche
flugvellinum Ókum heim til
Eisenhowers, þar sem ég hef nú
sama herbergið til umráða og ég
hafði seinast. í kvöld borðuðum
við Marshall miðdegisverð með
Cunningham, ásamt forsætisráð-
herranum. Eisenhower, Tedder,
BedeiJ Smith, Ismay og Alex-
ander.
Að miðdegisverði loknum var
lengi rætt um það, hverjar fram-
tíðaraðgerðir okkar á Miðjarðar-
hafssvæðinu skyldu verða. For-
sætisráðherrann og ég reyndum
allt hvað við gátum til að koma
Eisenhower í skilning um hve
mikið væri unnið við það að
binda endi á þátttöku ítala í stríð
inu. Eg held enn þá að Marshall
skilji það ekki, og ég er alveg viss
um að Eisenhower hefur ekki hug-
mynd um þá möguleika, sem bíða
okkar . .
29. maí. Alsír. Dagurinn virðist
ætla að verða mjög heitur. Al-
i exander kom að finna mig um
j morguninn, og ég talaði lengi vig
hann, þangað til forsætisráðherr-
ann gerði boð eftir honum. Borð-
j a®i hádegisverð hjá Cunningham
og hitti þá Giraud og Georges,
I sem komið höfðu til þess að finna
' fors'ætisráðherrann.
Eftir hádegisverð kom Hum-
, frey Gale að hitta mig. Eg ræddi
við hann um alla hans erfiðleika
í samstarfinu við Eisenhower, frá
klukkan 3 til 4 e.h. þangað til Al-
exander kom aftur og við héld-
um viðræðunum áfram til klukk-
an 5 e.h.
Fór loks til fundar við forsætis
ráðherrann og mælti eindregið
með því, að Waveli yrði gerður
að landsstjóra í Ástralíu. Forsæt-
isráðherranum leizt vel á hug-
myndina . . Borðaði miðdegis-
91
lengur leynt, fór hann til frúar-
innar og upplýsti allt. Þau gengu
saman upp í hvamminn. Þar
ræddust þau við fram á nótt. Dag-
inn eftir kallaði frúin mig á ein-
mæli. Hún sá víst undir eins,
hvernig mér leið. Hún breiddi
faðminn á móti mér. Tók mér
með ástúð sem væri hún móðir
mín. Eg grét við barm hennar. Viff
vorum báðar hryggar og særðar.
Frá þeirri stundu var hún mér
sem bezta móðir. Og ráðin, sem
hún gaf, urðu mitt ráð. Þú varst
björgunarbeltiff, sem að mér var
rétt. Það björgunarbelti var bæði
fagurt og sterkt. Eg fann, að mér
var borgið hjá þér. Eg festi ást
á þér þegar. Og ég hef viljað vera
þér góð. Eg vonaði aff elskan og
ný viðhorf í skjóli þínu yrði mér
vegurinn til lífsins. Nú veit ég,
að frá syndinni verður aldrei flú-
ið. Drenginn minn, fyrsta barn-
iff mitt, elskaði ég kannske heitar
fyrir það, aff 'hann var frá mér tek
inn og þaff undir eins í vöggunni.
Og föður hans gat ég aldrei hrund
ið úr huga mínum, hversu mikið
sem ég reyndi til þess. Þetta hefur
þú alltaf fundið. Það er ekki
hægt að víkjast undan glæp. Hann
herjar mann stöðugt og dregur
til sín það bezta, sem maður á.
Sýslumaður stóð viff sín loforð.
En hið sterka andlega afl, sem
vann mig, sleppir aldrei af mér
hendinni. Það kemur til mín enn
þann dag í dag og heimtar sitt. Eg
sé það nú, að ég hefði átt afftala
viff hann, meðan hann lifði og fá
hann til þess að losa mig viff álaga
haminn. Eg gerði það ekki. Og nú
er það um seinan. Eg kvelst lika af
breytni minni gagnvart þér. Þú
áttir skilið að fá konu, sem var
þér samboðin. Þú ert heill. Eg
er brotin. Eg hélt í einfeldni minni
aff ég myndi finna lækningu við
hlig. þér. En nú veit ég, að brotinn
maður og það er ég, verður ekki
heill aftur. Það má spengja hann
eins og leirinn og notast við
hann. En heill verffur hann ekki
aftur, hvernig sem farið er að.
— Nú slær út í fyrir þér, Sig-
þrúður mín, sagði Guðmundur. —
Þú ert gimsteinn og gimsteinninn ;
er ekta, hve mikið sem úr honum
kvarnast. Þú heldur mig betri en
ég er. Eg elska þig og börnin okk-
ar og barnabörnin. Það er hugheil;
elska. En um flest annað er ég j
í molum. Nú veiztu það. Þú ert'
þreytt og sjúk. Þegar þú hefur:
sofið og hvílzt, verður allt betra.j
Reyndu að sofna.
— Eg get það ekki. Eg á svo j
margt óuppgert. Eg verð að gera :
upp sakirnar, áffur en ég dey.
— Svefninn er læknir margra
meina. Hverf í arma hans og sann
aðu til. Allt verður gott.
— Bið þú þá fyrir mér. Bænin
er það eina, sem gefur veikum
mátt.
Og Guðmundur flutti bænarljóð
hvert af öðru. Hún reyndi nokkr-
um sinnum að grípa fram í fyrir
honum, eins og það gripi hana
einhver óþreyja. En bænin hreif
hana til sín og loks var hún sofn-
uð. Svefninn var óreglulegur mcð
stunum, umli og kveini, en færðist
þó smám saman yfir í eðlilega
værð.
Og nóttin leið.
Um morguninn var Sigþrúffur
mikið hressari, en ákaflega slöpp.
Hún vildi klæða sig, en Guðmund-
ur fékk hana til þess að liggja.
Þann dag vék hann ekki frá hvilu
konu sinnar.
Um kvöldið var hún róleg.
Hvíldi eiginmaðurinn við hliff
hennar um nóttina. Hún sofnaði
fljótt. En hún var ákaflega heit
og þreytt í svefninum. En vanlið-
anin mikla virtist lagast heldur
er á nóttina leið.
Síðari hluta nætur vaknaði Sig-
þrúffur. Og er Guðmundur spurði
um líðan hennar, lét hún vel yfir
sér.
— Mikið hef ég sofið vel, sagði
hún. — Og þú ert svo hlýr og
góður, vermir mig og hlúir að
mér.
— Reyndu að sofna aftur, baff
hann. — Það er nokkuð til morg-
uns enn.
— Vakir þú alltaf? spurði hún.
— Nei, ég sef, þegar þú sefur,
sagffi hann.
— Mig dreymdi fallegan draum,
sagði hún. — Guð er kærleikur.
Syndina skiljum við eftir í dauðan
um, eins og slitið óhreint fat. AHt
er nýtt, heilbrigt og fagurt hjá
góðum guði.
— Dreymdi þig þaff? spurði
hann.
— Já, en draumurinn byrjaði
ekki vel. Mig dreymdi, að ég væri
aff klöngrast í björgum. Loftið
var hrákalt og bleyta á hverjum
steini. Eg var á flótta. Ófreskja
mikil elti mig. Eg vissi, að það
var Satan sjálfur. Hann ætlaði að
hrifsa mig til sín. Allt i einu var
gripið til mín. Og þá læstu sig um
mig slík sárindi, að því verður
ekki lýst. Eg missti andann í þess-
um heljarkvölum. En í sömu svip-
an var ég vafin sterku ástríkum
örmum. Eg var slitin helgreip-
um óvinarins. Engill drottins var
kominn. Eg fann, að ég var létt
og lifandi. Og engill hvíslaði að
mér: — Nú ertu hjá guði. Og er
ég hallaði höfði að barmi engils-
ins, fann ég rólegan hjartslátt og
sterkan. Það var hjartslátturinn
BJARNI ÚR FlRÐh
Stúdentinn
í Hvammi
þinn. Svo oft hef ég fundiff hann,
styrkzt við hann. Eg þekki hann
svo vel. Og engillinn hélt áfram
að hvisla. Og nú þekkti ég, að þaff
var röddin þín: — Þú ert laus við
myrkrahöfðingjann um alla eilífð.
Hann hirti syndahjúpinn, meira
fær hann aldrei. Syndin er hans.
Sólin er guffs.
Og þá skildi ég, að óhreinindin
heyra skuggahverfunum til. Satan
hyggst höndla sálina, en hlýtur
aðeins syndina. Slíkur er vegur
almættisins. Hið hreina og góða
bjargast, hversu illa sem harfir.
Það skilst frá hisminu og óhrein-
indunum og inngengur i sína
dýrð. Nú dey ég glöð, sæl og sátt
við einn og alla. Þú lofar mér
að deyja, elsku vinur. Og þú berð
mig til guðs. Þú hefur alltaf ver-
ið að bera mig til guðs. Það finn
ég nú. Eg er svo þreytt.
Guffmundur sá, að nú dró að
ævilokum hinnar sárþjáðu konu
Hann tók hægri hönd hennar í
sina og hagræddi henni sem bezt
hann gat. Dauðastríðið var byrjað.
Það bráði af nokkrum sinnum.
En rænan var horfin, eðá máttur-
inn var að minnsta kosti þrot-
inn. Deyjandi konan tjáði sig ekki
lengur. Guðmundur hélt stöðugt í
hönd hennar og hlúði að henni
eftir beztu getu. Augu hans voru
tárvot, og hljóðar fyrirbænir
hrærffu hugskotið. Það var heim-
ankveðja hans. Við sólarupprás
lauk engill dauðans starfi sínu.
Og friðarblæja færðist yfir stirðn-
andi ásjónuna. Enn sat eiginmaff-
urinn viff dánarbeðinn drykklanga
stund. Svo reis hann úr sæti, veitti
nábjargirnar og gekk hljóðum,
styrkum skrefum út úr svefnher-
bergi hjónanna.
Laust fyrir hádegi kom Guff-
mundur á Teigi til Björns sonar
síns og sagði tíðindin.
Björn fór þegar í Hvamm og
lét bróður sinn vita. Svo fór hann
meff föður sínum að Teigi og þau
hjón bæði. Og Ósk var þar fram
yfir jarðarför.
LVI.
Ekki vildi Guðmundur á Teigi
bregða búi vorið sem í hönd fór.
Þó gaf hann þess kost, ef Björn
effa Margrét vildu flytja að Teigi.
Einkum lagði hann fast að Mar-
gréti að koma. En hún var ófáan-
leg til þess. Lét vel yfir sér og
vildi, að hann kæmi til sín. En
Guðmundur neitaði því afdráttar-
laust.
Roskin ekkja úr næstu sveit
gerðist bústýra á Teigi. En nú
14
T í M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1962