Tíminn - 08.07.1962, Page 13

Tíminn - 08.07.1962, Page 13
sem fjölskyldan öll hefur mætur á Smásteik Saxbauti Gulrætur Rauðrófur Lifrarkæfa Grænar baunir SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDG Tvö bréf Framhald af 7. síðu. gera herréttinum kleift að dæma þá til langvarandi fangelsisvistar. Þegar búið er að taka þá til fanga, eru þeir dregnir út úr fangelsinu á nóttunni til þess að yfirheyra þá og pynda. HIN NÁKVÆMA lýsing okkar er einungis ætluð til þess að sannfæra yður um, að þess er hin fyllsta þörf að þér grípið í taumana. Við höfum allir, sem undir- ritum þetta bréf, ýmist orðið fyrir eða verið vottar að ofan- nefndum pyndingumi Þessar -Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. Istaðreyndir mega ekki liggja I i láginni. Almenningur á Spáni verður að fá að vita um þetta sem allra fyrst. Okkur er fyllilega ljóst, hve erfitt það er fyrir yður, eins og alla íbúa lands okk- ar, að verða okkur að liði- En þegar þjóðin berst gegn stjórn, sem er sek um alla þessa glæpi, er það skylda hvers og eins að gera allt sem mögulegt er og færa hin ar þyngstu fórnir. Hvaða stjórnmálaskoðanir sem við höfum og hvaða trú, sem við játum, þá höfum við allir sem Spánverjar fyrst og fremst áhuga á friðsam- legri og lýðræðislegri lausn hins spanska vandamáls og að koma hinni ægilegu aft- urgöngu borgarastyrjaldar- innar aftur undir græna torfu, því að ný borgara- styrjöld þýðir nýtt hatur, nýjan dauða og nýja kvöl, og kynni að ríða landi okkar að fullu. Staðreyndir á borð við þær, sem við hér höf- um lýst, geta aldrei leitt til þeirrar lausnar, sem við þrá- um allir svo ákaft. VIÐ ERUM sannfærðir um, að þér munið fylgja spönskum erfðavenjum í anda réttlætisins. Við vænt- um þess, að þér munið fljótt grípa í taumana og koma okkur til hjálpar og reyna þannig að gera endi á öll- um þessum lögleysum og glæpum. Þá yrðuð þér virt- ir og dáðir af þjóð okkar, sem verður í dag að lifa við einræði, en getur á morgun, að sigurlaunum fyrir bar- áttu sína, horft fram til frels is og lýðræðis." (Þýtt úr Aktuelt). Vilja snúa aftur Framhald af 9. síðu. í rauninni eru munaðarvör- urnar, sem fólkið sér í búðun- um allt of dýrar fyrir það, með því kaupi, sem það hefur. Tristanbúarnir eru fálátir, þegar þeir eru spurðir um álit þeirra á Englendingum. „Allir hafa verið okkur mjög góðir“, segja þeir. „Það eru allir vin- gjarnlegir". Sé farið eitthvað nánar út í að spyrja þá um skoðanir þeirra á borgarlífinu, hrista þeir bara höfuðin, yppta öxlum og brosa, en svara engu. Er fólkið hafði verið mánaðar- tíma í Englandi, birti eitt dag- blaðanna grein, þar sem haft er eftir einum eyjarskeggjanna, að það, sem erfiðast væri að venjast, væri að ganga sam- hliða fólki á götunni, og eng- inn segði halló. Gestir, sem koma í Tristan Close, finna strax, að þar rík- ir eins konar millibilsástand. Garðarnir hafa ekki verið stungnir upp, enginn hefur keypt sér hænu eða hund, og ekkert hefur verið gert til þess að auka á lífsþægindin. „Það er ekki þess virði, eða hvað finnst ykkur“, segir Ned Green, „við flytjum ef til vill aftur til Tristan da Cunha einhvern tíma á næstunni. Trú þeirra á það, að þeir eigi einhvern tfma eftir að hverfa aftur til eyjarinnar set- ’ ur svip sinn á allt líf þeirra. Þeir halda fast við þessa von sína, enda þótt yfirvöldin telji litlar líkur til þess, að úr því geti orðið. Þeir vita, að haldi þeir fast saman og tali allir sem einn maður máli sínu til stuðnings eru meiri líkur fyrir því, að þeir fái að fara aftur til eyjarinnar. Enginn þeirra segist ætla að verða eftir í Englandi, ef tækifæri gefst til þess að snúa heim. „Það er ágætt að vera hér“, segja börnin, en þau eru fljót að bæta við: „Það er samt betra á Tristan". Wheeler land stjóri heldur því fram, að margir hinna yngri myndu kjósa að verða kyrrir, ef til þess kæmi, að þeir fengju tækifæri til þess að fara aftur til eyjarinnar, en þeir vilji bara ekki viðurkenna það núna. Af sömu ástæðum hefur full- orðna fólkið ekki haft mikið saman við fólkið í nágrenninu að sælda. „Við höldum saman, ég held það sé bezt þannig", sagði ein konan. Þó hafa nú tveir ungir menn keypt sér mótorhjól. Dveljist eyjarskeggjamir lengi í Englandi, er óhjákvæmi legt annað en böndin, sem tengja þá saman, taki að losna. Þegar er farið að bera á óánægjuröddum vegna þess, að sumir mannanna fá nær því hemingi hærra kaup en aðrir, og er það nokkuð, sem þeir eiga erfitt með að skilja. Á eyjunni höfðu allir sömu tækifæri, og hamingjan var ekki hliðhollari einum fremur en öðrum. Á hinn bóginn er það svo í Eng- landi, að þeir sparsömu, iðnu og þeir, sem hafa sérstaka hæfi leika ná lengra en hinir, og kemur þetta síðan fram á lífs- kjörum mannanna. Þetta hefur ekki gerzt enn þá, en að því mun koma. Hinn 4. apríl komu menn úr Konunglega vísindafélaginu aft ur frá Tristan da Cunha og sögðu þær fréttir, að farið væri að draga úr eldgosinu og öllum skepnunum liði vel. Þetta var einmitt fréttin, sem Tristan da Cunha-búarnir höfðu beðið eftir. Margir mánuðir munu enn líða, þar til úr því verður skorið, hvort öruggt sé að flytja til Tristan, en nú hef- ur þetta landflótta fólk fengið vonarneista, sem verður þess valdandi, að það mun eiga erfið ara með að setjast að í Eng- landi en nokkru sinni fyrr. 1.200,00 kr. afsláttur SVEFNSÓFAR Nýir á aðeins kr. 2.500,00. Létt glæsilegt form. 1. fl. svanipur. Öll tízkuáklæðin. Sendum gegn póstkröfu. Svefnsófaverkstæðið Grettisgötu 69. Simi 20676. Handhægar athuganir ’Framhald af 8. síðu. Þessar veltuathuganir eru miðaðar við, að skipið taki „eðlilegar veltur", svo sem eins og lognöldu, en ekki þegar það liggur með óeðli- legt vindfang á sér eða verður fyrir sjóhnút. Verður að taka nokkrar athuganir til að finna eðlilega veltutímann. Þessi regla, sem hér hefur verið birt er víða notuð til að gera skyndi- athuganir á ástandi skipa. Að kunna þessa reglu og nota hana getur veitt mikla hjálp, en ef allt á að vera tryggt eins vel og hægt er, þá verður að kenna skipagerð og þá útreikninga í fiskimannadeildum stýrimannaskólans, en til þess þarf að auka fjárveitingu til skólans og breyta reglugeið um námsefni, það sem kennt er til hinna einstöku prófa. Jónas Guðmundsson. N]óti3 leyfisins og fakiS nföursuðuvörur meó í feróalagið Kindakjöt Kindakæfa Kjötbúðingur Bæjarapylsur Kjötsoð Svið Aliar venjulegar stærðír Fást í öllum betri matar- og kjötverzlunum SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS T I M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1962. 13 *"i n ? r.; i i m " i i i r , i j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.