Tíminn - 12.07.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.07.1962, Blaðsíða 15
Iþróttir Starfshlaup: Emil Hjartarson G 3,45 Bergsveinn Gíslason M 4.Ó5 Bergur Torfason M 4,07 Jón Pálsson H 4,23 Hástökk karla: Emil Hjartarson G 1,70 Sæþór Þórðarson G 1,70 Ómar Þórðarson S 1,60 Gunnar Höskuldsson H 1.55 Kúluvarp karla: Olafur Finnbogason H 13,03 Páll Bjarnason S 11,63 Leifur Björnsson G 11,26, Jóhannes Jónsson S 11,03 Spjótkast: Emil Hjartarson G 50,90 Ólafur Finnbogason H 48,30 Gunnar Pálsson S ' 41,97 Haraldur Stefáns«on H 41,30 Dráttarvélaakstur: Bergsveinn Gíslason M 91 stig Gísli Guðmundsson M 90 stig Benjamín Oddson G 89 stig Bergur Torfason M 85 stig Konur: 100 m hlaup: Sigríður Gunnarsd. II 14.9 Mikkelína Pálmadóttir G 15,2 Arnfríður Ingólfsdóttir S 15,7 Jóna Jónsdóttir G 15,8 Langstökk: Arnfríður Ingólfsdóttir S 4.00 Fiíða R. Höskuldsdóttir H 3.98 Jóhanna Guðmundsdóttir G 3,80 Ásta Valdimarsdóttir M 3.79 Hástökk: Margrét Hagalínsdóttir G 1,30 Fríða Höskuldsdóttir H 1,25 Mikkalína Pálmadóttir G 1.20 Rakel Valdimarsdóttir M 1,20 4x100 m boffhlaup: , i i A sveit Grettis 65.0 A sveit Mýrahrepps 65,2 A sveit Höfrungs 67,0 B sveit Grettis 67,8 Kringlukast: | Ólöf Ólafsdóttir H 25.45, Ólöf Jónsdóttir M 24,45 Arnfríður Ingólfsdóttir S 22,30 Margrét Hagalínsdóttir G 21,46 Kúluvarp: Ólöf Ólafsdóttir H 8,22 Borghildur Bjarnadóttir S. 7,30 Elsa Mikkaeisdóttir G 7,18 Lóa Snorradóttir M 6,77 I.ínstrok: Kristín Hjaltadóttir G 97 stig Margrét Hagalínsdóttir 96 stig Gréta Sturludóttir G 93 stig Lilja Sölvadóttir G 92 stig Ilandknattleikur stúlkna: 1 Stefnir 7 stig 2. Grettir 5 stig' 3 Höfrungur 3 stig- Kappsláttur: \ Oddur Jónsson M 4:00 Karl Júlíusson M 4:10 j Stig félaga: 1 i Grettir L21 stig Höfrungur 99 stig Stefnir 84 stig Umf. Mýrahrepps 45 stig Stighæstu einstaklingar: Emil Hjaitarson 36% ' Ólöf Ólafsdóttir 15% 1 Gjaldheimtan Framhald af 16 síðu. við umboðinu. Umboðið hefur þó ekki til þessa viljað sinna bilun- um, þar sem nokkur dráttur hefur orðið á pappírum viðvíkjandi um- boðinu á þessum gallagripum. Borros vélarnar hjá Gjaldheimt- unni verða miklu fullkomnari en Mathisen vélarnar, og vonandi reynast þær betur. Ketlavíkurflugvöllur Framhald af 16. síðu inu, eftir að þeir yrðu flugvélanna varir. Moore var spurður að því, hvoxt hann vissi til þess að óskað hefði verið eftir lægi í Hvalfirði. Hann þvertók fyrir það, og kvaðst alls ekki hafa heyrt á það minnzt Moore aðmíráll hefur verið yf- irmaður varnarliðsins hér tilskil- inn tíma. Aðspurður tjáði hann blaðamönnum, að hann hefði sótt um að fá dvölina hér framlengda og yrði hann því ár í viðbót hér á landi. Hann lét í ljós sérstaka ánægju yfir dvöl sinni þann tíma sem liðinn er og hyggur gott til næsta árs. Moore er laxveiðimað- ur og í næstu viku fer hann norð- ur í land til veiða. Síldin Framhald af 1. síðu. andi ætti síldin að stillast þarna og ! verða viðráðanlegri. Vesturgangan hefur verið kraft- minni, en búizt var við. Þó nokkur veiði hefur verið á austanverðum Norðurlandsmiðum út af Melrakka sléttu. Má búast við að einhver veiði verði þarna í sumar. Lítið hefur verið um síld að undanförnu á Vestursvæðinu, en skilyrði eru þar góð, bæði nóg af átu í sjónum, og hitastig hans ágætt. Því mun engin ástæð'a vera til þess að ör- vænta, enn sem komið er. Ægismenn hafa verið að leita síldar allt frá því í maí, en Jakob bjóst við að þeir kæmu til Reykja- víkur um helgina, en flygju síð- an norður aftur til þess að halda áfram leitinni. Á HÚÐKEIPUM 2. síðan get ég ekkert um það sagt. Við þetta er svo einungis því að bæta, að fyrir fjórum árum, þegar atbuiðirnir í írak voru á hvers manns vörum, birtist í Tím anum grein um unnustu Feisals II. írakskonungs, sem þá var sögð sitja í Englandi og læra þar „til drottningar". Sú stúlka var ekki Genevieve, enda kom hvergi fram í blaðeíregnum á þeim tíma, annað en að Feisal konung- ur væri maður ókvæntur. Svo að afstaða íraksmanna er að vissu leyti skiljanleg, að gleypa ekki við fjárkröfunum við fyrstu sýn, og telja þær jafnvel bera me:irj vott um ágirnd en léttlæti. Tshombe Framhald af 3. síðu. Tshombe réðist harkalega á ný- lendustjórn Belga og sagði þá eiga sökin'a á því, hvernig nú væri kom- ið fyrir Kongó. Við lýstum j'fir sjálfstæði Kat- anga og tókum stjórnina þar í okk ar hendur til þess að bjarga auð- æfum héraðsins, og nú erum við ekki neitt áfjáðir í að láta þau af hendi, sagði Tshombe. Okkar álit er, að núverandi stjórn Kongó sé beinlínis ógnun við friðhelgi eignaréttarins og persónufrelsi. Afrikuríkin mega ekki heyja sín í milli fjármálalega . samkeppni heldur eiga þau að styðja hvort annað og styrkja, sagði Tshombe að lokum. Einn iiðurinn í hátíðahöldun- um í Elisabethville i dag, var hersýning, sem um 2000 Katanga hermenn tóku þátt í. Liðssveitir SÞ voru við öllu búnar og var víða hert á hergæzlunni í borg- inni, en ekki kom tii neinna á- rekstra. — Fréttastofufregnir herma, að Sameinuðu þjóðirnar muni bera fram harðorð mótmæli vegna hersýningar Katanga-1 manna. TIL EYJA ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakklæti sendum við ykkur. sem þátt tókuð í leitinni að drengnum okkar við Hafravatnsrétt. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Þorsteinsdóttir, Gísli Ólafsson Beztu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför PÉTURS STEFÁNSSOMAR á Lækjarbakka. Börn og tengdabörn. < island og EBE Framhald af 7. síðu. taka og viðurkenna, að ég veit harla lítið, hver hann er. Ef hann er sá sami, sem mig hálf- grunar að sé tilgangur Efnahags bandalagsins, að vera þróunar- stig til fullrar aðildar, þá verð- ur a.m.k. ljóst, hversu fráleitt er að hkja honum í einu eða neinu _ við sambandssáttmálann milli fslands og Danmerkur frá 1918, þar sem honum var ætlað að undirbúa fullan aðskilnað sameiginlegra mála, en aukaað- ildarsamningurinn þá hins veg- ar að undirbúa nánari tengsl aðiljanna og fjölga sameiginleg um málum. Ef við höfum hjú- skap til viðmiðunar, þá mætti e.t.v. líkja gríska samningnum við kaupmála fyrir giftingu, en sambandssáttmála íslendinga og Dana við skilnaðarsamning. Tengsl viS EBE Þrátt fyrir þetta, vil ég ekki ii/6kjó.ta loku fyrir, að íslendingar kuhniriaff : hafa hag af því að ten'gjast Efnahagsbandalagi Evrópu með einhverjum hætti. En ekki fæ 'ég komið auga á, að gríski aukaaðildarsamningur inn sé í neinu íslendingum til eftirbreytni, hvorki að forsend um né efni til. Ósambærilegir samningar Samanburður á gríska samn- ingnum og sáttmála íslendinga og Dana frá 1918 hefur ekkert hagnýtt gildi í umræðum um þessi mál, en kynni fremur að villa um fyrir einhverjum, án þess þó að til þess sé ætlazt. Þess er fyrst að geta, að svo áhættusamt, sem. það var, að halda landinu opnu fyrir Dönum (einum) frá 1918—1943, þá væri þó þúsund sinnum áhættu- samara að opna landið nú með einhverjum „Grikkja-samningi" fyrir sex-veldunum í efnahags- bandalaginu, að viðbættum nýj um aðildarrikjum innan fárra ára. Það er og annað, að þó að Danir hafi ekki ruðzt inn í land ið með fé og fólk á gildistíma j sambandssáttmálans, þá sannar j það hvorki til né frá um það, j hvað kynni að verða nú, éf land ið stæði opið flestum auðug- ustu þjóðum Evrópu. Enda er Birni Sigfússyni það ljóst, eins og fram kemur í orðum þeim, sem fyrr er tii vitnað, teknum úr grein hans. Ég tel, að ekki þurfi að líta svo á, að ísléndingar vanmeti gildi Efnahagsbandalagsins fyr- ir aðrar þjóðir, þótt þeir telji sjálfum sér ekki ávinning að að- ild að því, enda ber ég það traust til Efnahagsbandalagsins, eða þeirra þjóða, sem því ráða, að það og þær láti ekki kenna afls munar í skiptum sínum við smá þjóð eins og íslendinga, þótt hún sé ófáanleg til þess að láta af hendi svo og svo mikið af valdi yfir eigin málum og stjórnar- skrárvernduðum þjóffarréttind- um sjnum. Þjóðverjarnir tveir, sem fræg- ir urðu af því að sigla á húðkeip- um niður Hvítá og Ölfusá, og lentu í töluverðum hrakningum á þeirri leið, hafa nú lagt haf undir fót. Þeir lögðu síðdegis í gær af stað á húðkeipum sínum úr fjörunni í Gaulverjabæ og ætluðu til Vest- mannaeyja. Veður er gott á leið- inni og þeir eru sagðir vel búnir, svo að sennilega famast þeim ekki illa á leiðinni. Ekki er vitað, livenær þeir eru væntanlegir til Eyja. f fyrrinótt sváfu Þjóðverjarnir í tjaldi hjá Baugsstöðum í Stokks- eyrarhreppi, en fóru þaðan um hádegi í gær. Eyjólfur Eyfells, list málari, hafði þá tal af þeim, og sögðu þeir honum að þeir ætluðu til Vestmannaeyja á liúðkcipum sínum. Eyfells lét síðan Slysavama félagið vita um ferðir þeirra. Um þrjú Ieytið í gær spurðist það næst til Þjóðverjanna, að þeir sáust frá Fljótshólum, og voru þeir þá stadd ir úti fyrir Þjórsárósum á leið austur. Þrátt fyrlr allt virðast þeir fara skynsamlega í þessa glæfra- för, og hafa sýnilega ætlað að leggja á sundið, þar sem það er stytzt yfirferðar. Veður var mjög gott á þessum slóðum í gær, logn og sléttur sjór og útlit fyrir ó- breytt veður í nótt. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að hefja leit, dragist úr hömlu að þeir komi til Eyja. Sjónvarp (Framhald af 3. síðu). nýr þáttur í öllu sambandi þjóða í milli og gagnvart viðskiptaheim inum væri nú fundin ný leið til alþj óðlegrar auglýsingastarfsemi. Frá Tókíó berast þær fréttir, að þar hafi tekizt að ná nokkr- um sjónvarpsmyndum frá Banda- ríkjunum um Telstar og hafi framkvæmdastjóri Olympíuleik- anna, sem eiga að fara fram í Japan árið 1964, látiff í Ijós þá von, að þá yrði mögulegt að sjónvarpa frá lcikunum um all- an heim. Sú von er að vísu dauf enn, því að reiknað er með, að til þess að sjónvarpa beint frá allri dagskrá Olympíuleikanna þurfi um 40 gervihnetti eins og Telstar. Síðdegis í dag var fyrstu sjón- varpsmyndunum frá Bandaríkjun um beint yfir Atlantshafið, sjón- varpað um gjörvallt Frakkland. Voru myndirnar mjög skýrar og varla hægt að greina þær frá sjón varpsmyndum þeim, sem sendar voru frá innlendum sjónvarps- stöðvum. Hestamannamótið FTamhald af 5. síðu. Þeir sem koma ríðandi á mótið 'fari með hesta sína í girðingarnar ofan við sýningarsvæðið. Ekki má vera með aðra hesta á sýningar- svæðinu en þá, sem taka þátt í sýn ingum. Allir starfsmenn mótsins verða auðkenndir með slaufu í barmi. Hestaverðir með blárri slaufu, hlið verðir og aðgöngumiðasalar með rauðri slaufu og almennir gæzlu- menn með grænni slaufu. Þessir starfsmenn greiða fyrir og leið- beina gestum. Gestirnir eru alvarlega áminnt ir að halda sig utan hlaupabraut anna og þeirra staða, þar sem farið er með sýningarhross. Starfslið mótsins verður 80— 100 manns. Lögregla úr Reykjavík sér um löggæzlu á staðnum og heima á Þingvöllum. Bifreiðastöð íslands heldur uppi ferðum milli Skógarhóla og Reykjavíkur, með auðkenndum bifreiðum, frá há- degi á morgun fram á aðfara- nótt mánudags, og verður fólk tek ið á leiðinni hvar sem er. Þess má geta að lokum, að að- gangseyrir fyrir alla þrjá dagana, föstudag, laugardag og sunnudag, er 100 krónur, og fer lækkandi, ef komig er síðar en á föstudag. Blaðið mun halda áfram að skýra frá mótinu næstu daga. Barnavagntilsölu Upplýsingar í síma 37910. • o Oxlar með fólks- og vörubílahjól- tim fyrir heyvagna og kerr- ur. —• Vagnbeizli og grind- ur. — Notaðar felgur og notuð bíladekk — til sölu 'hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík, dmi 22724. Póstkröfusendi. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALLDðR Skólavörðustíg 2. zm bíloisQila SUÐMUNDAR Bcrgþóruaötu 3. Símar 19032, 20070. Hefur ávalt til sölu allar teg- undir bifreiða. Tökum bifreiðir í umboðssölu. Öruggasta þjónustan GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Simar 19032, 20070. • Trúlofunarhringar ■ Fljót afgreiðsla GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. T í M I N N, finimtudagurinn 12. júlí 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.