Tíminn - 12.07.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant. HeimiUir eru
STRIDSDAGBÆKUR
AIANBROOKE
bandalagsríkin misst lítið meira
en 2% þeirra skipa, sem þau
höfðu sent til Miðjarðiaxlhafsins
og aðeins 70,000 menn, að særð-
um meðtöldum. Með enduropnun
Miðjarðarhafsins, styttu þau leið-
ina frá Bretlandi til Mið-Austur-
landa úr 13,000 mílum í 3000
mílur, og styttu þannig siglinga-
tíma hverrar skipalestar um
fjörutíu og fimm daga.
Það var þetta og hinn skyndi-
legi ósigur í kafbátahernaðinum,
sem vakti ótta Hitlers. Nú, þegar
óvinirnir höfðu enduropnað Mið-
jaa'ðarhafið, höfðu kafbátarnir
beðið örlagaríkan ósigur. í marz
höfðu þeir sökkt níutíu og tveim-
ur skipum á Atlantshafinu, í maí
fjörutíu og einu, en ekki nema
sex í júní. Atlantshafið, sem
Hitler hafði kallað fremstu varn-
arlínu sina í vestri, var ekki leng-
ur nein varnarlína. í Eússlandi,
þar sem Þjóðverjar höfðu stöðv-
að hina miklu vetrargagnárás
Rauða hersins, voru þeir nú að
undirbúa hina venjulegu sumar-
sókn sína. En sá undirbúningur
var að öllu leyti minni, en hann
hafði verið árið áður og enda þótt
þeir teldu sig enn örugga um sig-
ur, þá var sjálfstraust þeirra þó
langtum minna en það hafði verið
fyrir orrustuna um Stalingrad.
Það voru ekki aðeins fjarlægð-
irnar f Rússlandi og hinn nær ó-
þrjótandi vara-liðsforði, sem jók
þeim áhyggjur, heldur og líka sú
staðreynd að hinar hálf-vélvæddu
bændaherdeildir, sem höfðu nærri
beðið ósigur árin 1941 og 1942,
en sem nú fengu allan sinn út-
búnað frá verksmiðjunum i Úral
og Síberíu, voru orðinn nýtizku,
vélbúinn her, sem gat ekki að-
eins varizt öflugum árásum, held-
ur gert sjiálfur stór-áhlaup. Og
að baki víglínu þeirra voru skæru
Jiðsflokkar, sem gerðu árásir á
nætumar, sprengdu upp brýr og
járnbrautarteina, unnu skemmd-
árverk á hvers konar mannvirkj-
um og réðust á allar einangraðar
varðliðs- og eftirlitsstöðvar.
Jafnframt fóru árásirnar á
Þýzkaland sífellt vaxandi. í lok
maí varð iðnaðarborgin Dortmund
fyrir mestu loftárásinni, sem til
þessa hafði verið gerð á hana,
svo að næstum hundrað þúsund
manneskjur urðu heimilislausar.
f júní varð meira en helmingur
borgarinnar Diisseldorf í Ruhr,
brenndur í rústir. Á síðari fjórð-
ungi ársins var 35.000 smálestum
af sprengjum varpað niður á
mestu vopnaframleiðslusvæði
Þýzkalands. — „Foringinn“„
skrifaði Göbbels — „er ákaflega
óþolinmóður og reiður vegna við-
búnaðarskorts þýzka fl ughersins
. . . Við verðum að reyna að gera
gagnráðstafanir, eins fljótt og
mögulegt er, sérstaklega hefndar-
árásir . . . í London óttast al-
menningur, að Þjóðverjar muni
allt í einu hefja leifturstríð í lofti,
aftur. Guð gæfi að við hefðum
aðstöðu til ag gera það . . . “
En nú, þegar refsingin fyrir
allan illverknaðinn nálgaðist,
brást þýzka þjóðin með meiri ró
og stillingu við ógæfu sinni, en
bæði brezka ílugmálaráðuneytið
og hennar eigin áróðursforingjar
höfðu búizt við. Verksmiðjur, sem
nauðsynlegar voru 'til ’vopnafrarn-
leiðslu, voru endurreistar i í
skyndi, oft neðanjarðár:,>'Hin dí-
aukna stríðsframleiðsla Bandarikj
anna og hinir glötuðu yfirburðir
Þjóðverja, hvað snerti vopn og
útbúnað, orsökuðu snögg og öflug
viðbrögð hjá Hitler. Mánuði eftir
Casablanca-ráðstefnuna, þegar
hinar fyrirhuguðu Miðjarðarhafs-
aðgerðir bandamanna urðu aug-
ljósar, fól hann þrjátiu og sex ára
gömlum verkfræðing, Albert
Speer ag nafni, stjórn allrar
stríðsframleiðslu Speer, sem var
frábær skipulagningamaður, var
falið það hlutverk að sigrast á
erfiðleikunum, með því ag marg-
falda vopnaframleiðslu Þýzka-
lands, byggja nýjan kafbátaflota
af nýrri og fullkomnari gerð en
áður hafði þekkzt og meg fram-
leiðslu leynilegra og öflugra flug-
vopna. Með þessu og auknum
vörnum gegn árásum yfir sundið,
taldi Hitler sig geta hrakið inn-
rásarher bandamanna í sjóinn,
jafnskjótt og hann stigi á land,
og sigrag hann svo gersamlega,
að ekki yrði framar um neina
innrásarhættu að ræða.
Sumarið og haustið 1943 varð
því stórkostleg aukning á vopna-
framleiðslu Þjóðverja. Þrátt fyrir
síauknar loftárásir á Ruhr og
Rínarlöndin, þá óx framleiðslan
á loftvarnabj/sum og fallbyssum
á árinu úr 12,000 í 27,000; á skrið-
drekum og sjálfknúnum byssum
úr 6,000 í 12,000; og á flugvélum
úr 13,000 í 22,000. Sérstök hætta
stafaði bandamönnum af smíði
risastórra kafbáta, sem gátu farið
með miklum hraða neðansjávar
og gert árásir á skipalestir, án
þess að flugvélar gætu orðið
þeirra varir. Þann 8. júlí, eftir að
hafa ráðfært sig við Dönitz aðmír-
ál, fyrirskipaði Hitler að smíði
þessara nýju kafbáta skyldi sitja
í fyrirrúmi fyrir öllu öðru.
Tveimur dögum síðar gaf der
Fúhrer Speer enn mikilvægari
fyrirskipun. Að loknum árangurs-
ríkum tilraunum í Póllandi með
■langdrægar, sjálfstýrðar, ‘ þrýsti-
loftsknúnar eldflaugar, voru gefn
104
ar fyrirskipanir um tafarlausa
fjöldaframleiðslu þeirra, í þeim
tilgangi ag skjóta þeim á London
og hafnarborgir Suður-Englands.
Þann 10. júní, þegar Hitler hafði
heimsótt hina leynilegu eld-
flaugna-rannsóknastöð i Teene-
múnde, tilkynnti hann hershöfð-
ingjum sínum, að þeir þyrftu ein-
ungis að bíða til jóla eftir því að
brezka höfuðborgin yrði jöfnuð
við jörðu. Orðrómur um þetta
hafði borizt til London um vorið,
og brezkar njósnaflugvélar höfðu
komið með Ijósmyndir frá Teene-
múnde, af stórum, dularfullum
vindillöguðum hlutum.
Herforingjaráðið hafði fyrst
hugleitt málið í apríl, og eftir til-
mælum þess hafði verið skipuð
nefnd undir formennsku Duncan
Sandys, tengdasonar forsætisráð-
herrans, til þess ag rannsaka mál-
ið nánar. „Eftir miðdegisverð“,
skrifaði Brooke í dagbók sina
þann 29. júí — „sat ég fund með
forsætisráðherranum, ásamt þeim
Eden, Lyttelton, Morrison, Cripps,
Sandys, Crow (eldflaugna-sérfræð
ing), Lindemann prófessor o.fl.
Við komum saman til ag ræða
um hin nýju eldflaugna-vopn, sem
talið er að Þjóðverjar séu nú að
framleiða og sem Sandys hefur
verið að rannsaka. Komumst að
þeirri ályktun, að mikil hætta
væri yfirvofandi, og að við yrðum
að gera loftárásir á tilraunastöð-
ina í Teenemúnde ,eins fljótt og
því yrði við komið ..."
Þannig var það ætlun Hitlers
í byrjun ársins 1944, að gera
hvíldarlausar árásir á London
með þúsundum af fljúgandi
sprengjujm eg eldflaugun*, ger-
eyða flutningaskipum, sem fluttu
amerískan liðsauka til Evrópu
með hinum nýju kafbátum, og
hrekja hina vestrænu innrásarað-
ila f sjóinn. En þrátt fyrir þá á-
kvörðun, ag fyrst skyldi ráðizt á
Þýzkaland, þá voru nú þrettán
amerískar herdeildir á Kyrrahaf-
inu á móti tlu í Bretlandj og á
l ■nm
94
vatt hann sér upp á hestastein
þar á hlaðinu og ávarpaði mann-
fjöldann. Hann hóf mál sitt á því
að kynna sig og sagði, að erindi
sitt þangað væri að flytja lík föð-
ur síns heim í æskubyggð hans,
svo að hann fengi rúm við hlið
konu skmar í kirkjugarðinum
heima. Hann hefði beðið sig þess
við síðustu samfundi. Kvaðst
hann vonast til þess, að fólk hér
skildi þetta. Hann bað fólk virða
á betri veg þau óþægindi, sem
hér yrðu nú við komu sína. Hann
hefði ekki vitað fyrr en um sein-
an lát föður síns og því væri hann
hér nú. Að endingu fór hann
nokkrum hógværum orðum um
dvöl föður síns hér seinustu árin,
sagðist þakka hverjum þeim, er _á
einhvern hátt hefðu stuðlað hér
að vellíðan hans. Hann sagði, að
það hefði glatt sig mikið að heyra
orð prestsins um ástvinaskjólið,
sem öldungurinn hefði fundið
hér. Og væri skylt að lofa það og
þakka í senn.
Andrés, mágur Björns, gekk nú
fram og tók til máls. Honum var
mikið niðri fyrir og var hávær úr
hófi. Hann kvað mág sinn koma
of seint. Aldrei hefði tengdafaðir
sinn minnzt á það við þau hjónin,
að hann æskti þess að hvíla við
hlið konu sinnar, að sér látnum,
og sig grunaði, að hann hefði átt
þær minningar í æskubyggð sinni,
að hann fýsti ekki, að fólkið þar
fylgdi sér til grafar. Hér væri allt
•undirbúið. Gröfin tekin og lík-
menn ráðnir. Hann kvaðst ekki
átta sig á Birni. Hann kæmi hér
fram sem líkræningi. Átakalaust
yrði honum ekki sleppt héðan.
Hann gæti haft óhæfuverk í
frammi heima hjá sér, en hér lið-
ist slíkt ekki.
Meðan Andrés var að tala, var
riðið i hlaðið. Voru það þrír
menn, stigu þeir af baki og gengu
til Björns. Var þar Tumi kominn,
nú fulltíða maður, fallegur og
þrekmenhi, með honum var bróð-
ir hans og annar ungur maður.
Allir voru menn þessir hinir
vörpulegustu.
Presti þótti nú óvænkast. Bjóst
ef til vill meiri liðsauka; enda
sá hann að margir skimuðu
fram á veginn. Bað hann nú mág-
ana ag ganga með sér í bæinn og
athuga málið án alls ofstopa. Ann
að hæfði ekki slíkri stund sem
þessari.
Mágarnir gengust inn á það.
En áður en Björn gekk á ráðstefn-
una, átti hann hljóðskraf við
Tuma, sem mun hafa verig það
að biðja hann að hafa allt tilbúið,
er hann kæmi af mótinu inni.
Margt fólk fylgdi presti í bæ-
inn. Var hafnað í stofunni. Prest-
ur vék fyrst að Birni og reyndi
með hógværum orðum að leiða
honum fyrir sjónir, að hann biði
við það álitshnekki, að koma í
ókunnugt hérað og hafa frekju í
frammi á helgri alvörustundu. Eg
skal vera yður jnnanhandar um
það, að þér fáið leyfi til þess að
taka upp lik móður yðar og
flytja það til greftrunar hjá eig-
inmanninum. Það væri mannlegt
átak. En þetta, sem þér ætlig hér
að framkvæma, gengur of langt.
Systur yðar þótti sérstaklega
vænt um föður sinn og þráir, að
hann hvíli hér. Það veit ég. Ef
yður er það hjartans mál, að for-
eldrar yðar hvíli báðir í sömu
gröf, þá gerið þetta. Þér hafið
séð af föður yðar, ellimóðum,
] flytja í fjarlægð. Eg veit, að þér
í hafði sterkari taugar en systir
[ yðar. Látið þann karlmannlega
1 styrk stjórna gerðum yðar hér.
I Þá vaxið þér í eigin augum og
1 annarra.
| Björn sat hljóður um stund.
Hann hugleiddi málið.
En þá tók Andrés til máls. Og
enn lét hann geðofsann og stór-
yrðin vaða uppi. Hann taldi, að
Björn hefði komið illa fra-m við
föður sinn. Flæmt hann úr heima-
byggð sinni á gamals aldri og ó-
efað féflett hann um leið. Nú
ætlaði hann að taka lík gamla
mannsins og hola því niður í graf-
reit þeirrar byggðar, sem hafði
elt hann með rógburði og last-
mælum allt hans líf. Fyrst gamli
maðurinn hefði flúið til þeirra
hjóna, þrotinn kröftum, þá lang-
aði þau til þess að búa honum
legurúm í kyrrsælum reit, þar
þar sem enginn gengi um, er ætti
í minni sínu ósannar og ómildar
frásagnir um hig sárþreytta gam-j
almenni, sem loks hefði fengið
hvild og ró.
Er Andrés lauk máli sípu, svip-j
aðist, hann um. Og svijrur hans
bar það með sér, að hann
taldi sig hafa vaxið við þennan
málflutning. En á Björn og jafn-
vel prestinn lika, verkaði það
þveröfugt við það, sem til var
ætlazt.
Björn hóf mál sitt á því að
svara prestinum: — Það er eng-
um vandkvæðum bundið, góði
prestur, að breyta um grafreit,
meðan lík stendur uppi. Hitt
þekki ég ekki, að lík séu tekin úr
•gröf sinni, eftir að hafa hlotið
helga vígslu hins þrautvigða
kennimanns. Ég sé ekki, ag sú
leið 'Sé fær. Lík, sem búið er
að liggja nokkur ár í gröf sinni,
er ekki færðafært á móts við ný-
dáinn mann. Þessi leiðindi héri
.BJARNI ÚR FIRÐh ^ H r m
[É h yuciu Ivamn inn ni
stafa af því einu, að mágur minn
lét það undir höfug leggjast að
tilkynna okkur systkinunum um
lát föður míns í tæka tíð. Víst
lifði faðir minn eftirminnilega
ævi og leysti af hendi þrekvirki,
sem útheimti hugdirfg og karl-
mennsku. Þag er úr hörðustu átt,
er Andrés blæs því út, ag ég
hafi féflett föður minn. Hitt væri
sönnu nær, að Andrés hefði efna-
lega hafizt í raðir betri bænda
fyrir innlegg föður míns. Vonandi
gloprast það ekki allt úr höndum
hans, sem til hans rann frá Teigi.
Góða fólk. Hvernig er hægt að
heimfæra það sem glæp, að gam-
all maður sé á líkbörum fluttur
í sama grafreitinn og ástkær eig-
inkona hans, að lík beggja fái að
hvíla hlið við hlið í sömu mold?
Eg tek á mig allan kostnað við
þann líkflut'ning. Eg trúi því ekki,
að nokkur ykkar vilji fara svo!
heim frá þessari jarðarför, að þið
hafið það á samvizkunni, að þið
hafið stuðlað að því með valdbeit-
ingu, að slíkur flutningur sé
hundraður. Og hindraður verður
líkflutningurinn ekki, aðeins taf-
inn, engum til sóma.
— Hér þýðir ekkert málþóf,
mælti Andrés. — Þag er bezt, að
Björn fái að sýna, hvað hann get-
ur. Það verða þá fleiri hér en
ég, sem kynnast þeirri þver-
móðsku og stífgirni, sem er svo
rík í ætt hans.
— Þessu lumarðu á, mágur
sæll, sagði Björn. _ Þér finnst
þá þessi heimankveðja við hæfi.
Hún er óefað spegilmynd þess
atlætis, sem tengdasonurinn miðl-
aði gamalmenni, er taldi hér út
síðustu stundir jarðlífsins. Eg tek
ekkj þessa mannlýsingu til mín.
Það er fyrst nú, sem við mágar
reynum meg okkur. Og ég full-
yrði, að systir mín, húsfreyjan
hérna, á hana ekki. Það gjóstaði
um föður minn, lengst af ævinn-
ar, en drenglyndur var hann.
Kjarkmenni hið mesta og hjarta-
hlýr. Og hvað sem þú segir, mág-
ur minn, skal síðasta bón hans
rætast. Eg skal sjá um það.
Hér greip prestur fram i sam-
r&ðurnar: — Illu heilli er ekki
útlit fyrir að ykkur, nánustu
vandamönnum öldungsins góða,
takist að sættast á þessari kveðju-
menn. Við skulum öll, sem hér
erum stödd, sameinast í hljóðri
stund. Þráttið ekki lengur, góðu
bæn til Guðs. Hann einn getur
miðlað málum. Lýst upp hugskot
14
T f M I N N, fimmtudagurinn 12. .hilí 1962