Tíminn - 15.07.1962, Síða 7

Tíminn - 15.07.1962, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas A.rnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson láb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsia, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523. Af- greiðslusími 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Flýtum okkur ekki of mikið Eins og sagt var frá hér í blaðinu á sínum tíma, hélt- félagsskapurinn Frjáls menning sérstaka ráðstefnu 27. janúar síðastliðinn um sjálfstæði íslands og þáttöku í efnahagsbandalögum. Umræður, sem urðu á þessari ráð- stefnu, hafa nú verið prentaðar og gefnar út í bókar- formi. Meðal þeirra, sem tóku þátt í ráðstefnunni, var Ey- Hsteinn Jónsson, er hélt þar þrjár stuttar ræður. Tímanum þykir rétt að birta hér eina af þessum ræðum Eysteins: „Eins og Gylfi Þ. Gíslason kom inn á, gat það auðvitað ekki mis- skilizt sem ég átti við. Það var að ekki kæmi til greina, að við gæt- um verið fullgildir aðilar að Efnahagsbandalaginu, en við ætlum að reyna að tengjast bandalaginu með samningum, sem væru fyrst og fremst miðaðir við gagnkvæm hlunnindi í tollamálum og við- skiptamálum. Eg hef orðað það þannig, að ná samningum um viðskiptamál með vissum takmörkunum. Þannig liefi ég fyrir mitt Ieyti viljað láta nálgast málið. Aftur á möti skilst mér ráð- herra gefa í skyn, að ekki muni miklar líkur til að það takist að ná samningum á þessum grundvelli, og Iíklegt væri, að þegar til kæmi, væri enguni tengslum hægt að ná við þetta bandalag, nema með því að ganga að grundvallaratriðum Róiharsamningsins. Eg vil ekki ganga inn á þetta sjónarmið og vil láta það koma greinilega fram. Eg álít að það sé alls ekki hægt og því ekki við cigandi að fullyrða um slíkt á þessu stigi málanna og þá allra síst þar sem það er alveg augljóst, að bandalagið á eftir að taka breytingum frá þvi, sem er í dag, og þangað til kemur ekki til greina að gera þetta mál upp á okkar landi. Eg vil ekki trúa því, að þetta mál Iiggi að lokum þannig fyrir, að um tvennt verði að ræða fyrir íslendinga: að ganga undir ákvæði í þessum efnum, sem er ómögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast alveg úr öllum tengslum við þessi lönd. Eg lield þvert á móti, að 238. grein í Rómarsáttmálanum sé sett þar inn til þess að þau lönd þurfi ekki að slitna úr tengslum, sem ekki geta gengið inn á grundvallaatriði Rómarsamningsins. Og ég trúi því að þetta eigi eftir að sýna sig í framkvæmd, ef við bara förum gætilega í þéssu máli, flönum ekki að neinu og flýtum okkur ekki of mikið. Tökum heldur á okkur einhver óþægindi af því að bíða og láta hina stóru útkljá sín mál. Og það er mín spá. að þá opnist möguleikar fyrir okkur til að fá samninga við banda- lagið á eftir, því við crum svo sérstæðir, að við erum engri ann- arri þjóð líkir. Eg hefi ekki þann skilning. að þessi mál leggist bannig, að annaðhvort þurfum við að vera algerlega utan við eða ganga inn á grundvallaratriði Rómarsamningsins. Eg held þvcrt á móti. að það muni verða í reyndinni breytilegt, hvernig þjóðir tengjast þessu bandalagi. Það verður kannski allt frá, eins og einliver sagði hérna — allt frá 1% upp í 99% tengsl. Eg held. eins og allt er í pottinn búið, mjög varliugavert að flvta sér. Þetta á alle eftir að breytast í nieðföruin. Áreiðanleea ve-?Siir þetta má1 þægilegra viðfangs fyrir okkur síðar en það er í dag. Það er mín skoðun". Það sem EySteinn segir hér, á fullkomlega við enn i dag. Síðan í janúar hefur ekkert gerst. er breytir þessari afstöðu, og varla iíklegt. að það gerist næstu mánuðina Meðan svo stendur, er miklu betra fyrir íslendinga að bíða átekta, þótt því fvlgi í bili einhver minniháttar óþæg- indi, en að rasa um ráð fram. sem ella er hætt á Því bet,- ur að marka framtíðarstefnuna. Við bað á ai<-k-i neitt a?1 ur að marka framtiðarstefnuna. Það á' ekki neitt að tapast, en mikið að vinnast. DOUGLAS BROWN: - -r-— - - - -- - - --- Hvert liggur leið uppvaxandi þýzku Merkíleg bók um þýzkait æskulýðsfélagsskap hinnar æsku? fyrr og síðar VIÐ ERUM öll ákaflega gagn tekin af vandamálum æskunn- ar um þessar mundir og það ætti því ekki að saka okkur að virða sem snöggvast fyrir okk- ur einstæða reynslu Þjóðverja i þessum efnum. Þeir hafa, ein ir allra þjóða, gert æskuna að þjóðfélagsafli, „hreyfingu“, sem lýtur sínum eigin sér- stæða rétti og stendur utan og ofan við trú og stjórnmál. Við erum í öngum okkar yfir afvegaleiddum unglingum. Þjóð m verjar virðast aftur á móti sýna veruleg merki þess, að þeir þrái aftur að dást að „þýzkri æskulýðshreyfingu“, eins og þeir gerðu áður en Hitler kom til sögunnar. Öll saga þessa uggvænlega þýzka fyrir- bæris er sögð í ágætri bók, sem nýlega var gefin út. Hún heit- ir „Young Germany“, en höf- undur hennar er Walter Z. Laquer. ÞAÐ LEIÐIR af sjálfu sér, að „æskan“ er hvarvetna í heimi táknþrungið þjóðfélags- hugtak. Stjórnmálamenn nota orðið í ræðum sínum sem tákn atorku, ákefðar og nýrra vona, eins og þegar skeggjaðir fasist- ar í Rómargötu syngja „Giovin ezza“, eða miðaldra Grimond talar um „hinn unga frjáls- ?fJ^gda0Hþk}^‘, Þetta leiðir til fé- jþTk'bæra eins og .,JKo»isomol“ eða „Ungra í- haldsmanna", sem stofnsett eru til þess að tryggja sér stuðning uppvaxandi kynslóðar. En þetta er til orðig fyrir frumkvæði hinna fullorðnu, eins og skátahreyfingin, æsku- lýðsklúbbarnir og jafnvel skól arnir. Ef til vill er æskan skjöll uð, öfunduð, stæld, arðrænd, spillt, og stundum tekst jafn- vel ajj mennta hana, en það eru ávallt hinir fullorðnu, sem þetta gera og fyrir hina full- orðn u. S ÞÝZKA æskulýðshreyfingin var allt annars eðlis. Hún var óháð og sjálfknúin. Hún var skipulögð en einlæg mótmæli æskunnar gegn gildamati þess þrönga þjóðfélags, sem hún var sprottin úr. Ag vísu viður- kenndi þjóðfélagið aldrei þessi mótmæli, en það bar virðingu fyrir þeim á sinn sérstæða há.tt, og varð fyrir verulegum áhrifum frá þeim. Þannig varð þýzka æskulýðshreyfingin að snörum þætti hins viður- kennda þjóðfélags, bæði á tím um keisaraveldisins og Weim arlýðveldisins. Þetta hófst um aldamótin, þegar hópar unglinga úr mið- stéttunum tóku upp á því að fara í gönguferðir upp í sveit umhverfis Berlín. Við verðum að hafa tvennt í huga, ef við eigum að geta skilið þetta fyr- irbæri. Annað er innbyrging félagslífs prússneskra borgara á Viktoríutímabilinu, og hitt er sú alkunna alvara. sem ungir Þjóðverjar leggja í .alla sína hópstarfsemi. « Gönguferðirnar voru hvorki fl skemmtiferðir til upplyftíngar i né ævintýri náttúruskoðara. — f Þær voru pílagrimsferðir borg- B arbúans á vit aldinna skóga. frá Þýzk bl ómarós hvarf frá iðnaðarmenningunni til hetjulegrar ejnfeldni hins liðna. ALLA borgarbúa grípur stundum löngun tjl að sleppa frá múr og malbiki og hópferð- ir út í náttúruna eru alls ekk ert sérþýzkt fyrirbæri. Öðrum er þetta skemmtun, en Þjóð- verjum er það hfeilög þrjózka. Þegar hinir ungu Berlínarbúar skálmuðu um Grunewald, þá voru þeir að svara kalli, ein- mitt vegna þess, að það virtist óma aftan úr fortíðinni og fela í sér dularfull loforð um fram- tíðina. Hugmyndin gróf um sig, göngufélög voru stofnuð um allt ríkið. Félögin sameinuðust í losaralegu landssambandi, stofnuðu héraðamiðstöðvar, gáfu út tímarit, settu hegðun- arreglur og gá.tu jafnvel af sér ófullburða stefnur í bókmennt um og listum. Drengir í heim angönguskólum stofnuðu til erfðavenja og siðareglna, sem þekkjast hér í Bretlandi í heimavistarskólum fyrir ung- linga. Drengirnir gerðu þetta þó ekki leynilega og út af fyrir sig, heldur fyrir opnum tjöld- um og á allra vitund. FRAM að fyrra stríði gekk hreyfingin undir nafninu Wand ervogel. Það þýðir fugl á ferð. en betra væri sennilega að þýða það með orðunum fugl á flugi, til þess að leggja ekki of mikla áherzlu á flutning rnilH staða. I-Ivað sem nafninu tíður, þá átti rómantíkin þarna Mrax ítök Bg áhrif hennar juk ust enn til muna, þcgar hreyf- ingin var opnuð stúlkunum. Um þetta leyti voru beztu kvæð in samin og farandfólkið lék lögfn á lúður eins og negra- söngvarar. Hreyfingin Wandervogel stóð sjálf. alveg utan við stjórnmál og trúmál, enda þótt einstakir hópar væru stundum tengdir flokkum eða kirkjudeildum. Fremur var verið að sýna á- kveðna framkomu en stefnu, og ef til viU hafa foreldrar og forráðamenn miðstéttarungling anna ekki verið hrifnir af fram komunni, en liðu hana þó með góðu. Hugsanir æskunnar seilast gjarna ærið langt, en mjög er varasamt að hún hugsi í hóp- um. Unglingarnir í Wander- vogel voru auðvitað undir á- hrifum kynþroskaáranna, en auk þess virðast þeir, oft hafa fyllzt djúpri, þjóðernislegri þrá, og þá tók sá hetjuskapur, sem stefnt var að með fullorð insárunum, iðulega á sig mynd dauðaóskarinnar. Og mörgum æskumannanna varð óneitan- lega að ósk sinni 1914—1918. En þegar stríðið var liðið hjá og byggja þurfti upp nýtt Þýzka land, var gengið að ágæti æsk- unnar sem gefnu og hreyfing- in endurvakin. NÚ HLAUT hreyfingin nýtt nafn, „Buende“, og var miklu alvarlegri yfirlitum. Nú voru það ekki framar þjóðfélagsvenj urnar, sem verið var að mót- mæla, heldur Versalasamning- urinn. Hreyfingin breiddist út til fleiri stétta en áður og náði til eldri aldursflokka. Og auð vitað hóf hún þá afskipti af stjórnmálum. Sum okkar eru það gömul, að við munum eftir drengjun- um, sem tóku sig þær tákn- rænu byrðar, sem Þýzkaland lagði á ungdóm sinn í öng- þveiti byltingarinnar Okkur gazt vel að einarðlegu augna- tilliti þeirra. Þegar þeir voru bornir saman við spillta stjórn málaleiðtoga Weimar-lýðveldis ins, var auðvelt að imynca sér. að þeim hefði verið trúað fyrir (Framhald íi 15 siðu) (ti T í M I N N, sunnudagurinn 15: júlí 19fi2 7 |

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.