Tíminn - 15.07.1962, Qupperneq 12

Tíminn - 15.07.1962, Qupperneq 12
j0 Friðrik Olafsson skrif ar um Á þessu sumri hefur Ameríka verig vettvangur tveggja merkis- móta, sem undir venjulegum kring umstæðum hefðu dregið að sér mikla athygli, en þau féllu nú nokkuð í skuggann af Áskorenda- mótinu mikla í Curacao. HiS fyrra þessara móta var haldið snemma sumars í Mar del Plata í Argent- ínu og var þar mörg kempan mætt til leiks. Úrslit urðu þau, að hinn ungi rússneski stórmeistari Poluga- jevsky sigrað með yfirburðum, hlaut 11*4 vinning í 15 skákum og var tveimur vinningum fyrir ofan næsta. Með þessum frábæra ár- angrí hefur Polugajevsky sannað, að frarrmistaða hans á síðasta Sovétmeistaramóti, þar sem hann varð annar í röðinni (aðeins V2 vinning á eftir siguxvegaranum Spassky) var engin tilviljun, og má nú skoða hann í hópi beztu skákmanna Sovétríkjanna og jafn framt heimsins. Polugajeysky er íslenzkum skákunnendum að góðu kunnur, því að hann var í hópi rússnesku stúdentanna sem tefldu hér í Reykjavík 1957. — Baráttan um næstu sætin var annars nokkuð jöfn. Lengi leit svo út fyrir, að hinar gömlu kempur Smyslov, Szabo og Najdorf mundu deila með sér 2.—4. sæti, en sá síðast nefndi glopraði niður unninni skák í síð- ustu umferð og varð að láta sér nægja 4.—6. sæti ásamt Banda- rígkjamanninum Byrne og Argen- tínumanninum Sanguineti. Úrslit urðu annars þessi: í 7.—9. sæti Pachman, Panno og Parma 8 vinn- inga hver. 10 Eliskases 7 vinn- inga, 11.—12. Pilnik og Rosetto 6V2. Það er orðið nokkuð langt um liðið, síðan kunningi okkar Pilnik hefur tekið þátt í opinberu skák- móti. Hann hefur dvalizt í Chile undanfarin ár og gefur árangur hans hér til kynna, að æfingin hafi verið af skornum skammti. 13.— 14. Guimard og Penrose 5*4 v., 15. —16. Bielecki og Letelier 4Vz v. hvor. Hér bi.rtist nú skemmtileg og vel tefld skák úr mótinu. Hv. Pachman Sv. Szabo Kóngsindversk vörn 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rf3, c5 (Raunverulega er hér um Drottn- ingarbragg að ræða, en byrjunin tekur brátt á sig svipmót Kóngs- indverskrar varnar.) 4. d5, exd5 5. cxd5, d6 6. Rc3, a6 7. (Það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að koma í veg fyrir peðaframrás svarts á droltningarvængnum.) 7. —, g6 (Markmiðið með þessari vörn er, að svarti biskupinn fái gott athafnasvið á skáklínunni al- h8.) 8. e4, Bg7 9. Be2, 0—0 10. 0—0. Bg4 (Til að tryggja belur yfirráð sín á svörtu miðborðsreit- unum leitar svartur uppskipta á f3.) 11. h3, Bxf3 12. Bxf3 Rbd7 13. Bf4 (Báðir aðilar hafa Ickið liðskipan sinni og hefst nú sá þáttur taflsins. þar sem engin byrjunarfræði eru til hjálpar. Hvít uy reynir að færa sér í nyt veik- leika peðsins á d6.) 13. —, Re8 (Valdar peðið og opnar um leið skáklínuna fyrir svarta biskupn- um.) 14. Be2, De7 15. Dd2!, Rc7 (Svartur gat unnið hér peð með | 15,—, Bxc3 16. bxc3, Dxe4, en hann verður að skila því með meiru til eftir 17. Hfel6 16. Hfel, Hfb8 (Við leitni svarts beinist nú öll í þá átt að ná sókn á drottningarvængnum (— b5). Hann hefur þó ekki er- indi sem erfiði og nær hvítur nú brátt undirtökunum.) 17. Bfl, Df8 (Dregur drottningu sína í skjól vegna þeirrar hættu, sem kynni að skapast á e-línunni.) 18. Khl (Hvít ur undirbýr vel aðgerðir sínar á kóngsvængnum og flanar ekki að neinu. Hann hefur nú í hyggju að leika f4 ásamt e5 og vill ekki, að svarti gefist tækifæri til að skáka á d4.) 18. —, b6 (Enn þá heldur svartur fast við þá áætlun sína að leika b5, enda álítur hann varnir sínar á kóngsvængnum nægi lega sterkar. Hefði hann séð fyrir, að hvítur getur sprengt upp á e5, hefði hanp áreiðanlega leikig hér 18. —, He8.) 19. Bh2, Hb7 (Nú vantar aðeins tvo leiki upp á, að áætlunin komist í framkvæmd, en hvítur verður fyrri til.) 20. f4, f6 21. e5! (Þessi leikur hefur áreið anlega komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir svart. Hann á nú ekki annars úrkosti en ganga að þeim afarkostum, sem hvítur setur honum.)21. —, fxe5, 22. fxe5, Rxe5 23. Bxe5, Bxe5, 24. Hxe5! (Þennan leik hafði svartur ekki tekið með í reikninginn.) 24. —, dxe5 25. d6! (Kjarni leikflétt- unnar. Svartur fær nú ekki komið í veg fyrir, að hvítur Jfc Afgríít; ur, sem hann hefur fÖritöðLibg meira til.) 25. —, Hd8," (M'est&r hinu óumflýjanlega um stundarsak ir) 26. Bxc4xKh8 27. Re4 (Út af fyrir sig ágætur leikur, en 27. Dg5 hefði sennilega leitt skák ina fyrr til lykta. T. d. 27.—, Hxd6 28. Hfl — De8 (— Dg7 29. Hf7). 29. Re4, Hc6 S0. Dh6, Hb8 31. Rg5. Eða 27. —, Dxd6 28. Hdl með skjót um sigri.) 27. —, Re8 28. Hfl, Dg7 29. Be6, b5 (Þótt enn sé mikill liðsafli á borðinu, megnar svartur sig hvergi að hræra vegna hinna lamandi áhrifa hvíta peðsins á d6. Hvítur getur tekið hlutunum með mestu ró) 30. Dg5 Hbd7 (Ekki tæki betra við eftir 30. —, Hdb8 31. d7.) 31. Hf7! (Meistara- lega teflt.) 31. —, Hxf7, 32. Dxd8, Hf8 33. d7, Rf6 34. Dxf6! Hxf6 35. d8=D+, HÍ8 36. Dd5 (Hvíti hef- ur nú hlotnazt fyrsti arðurinn af leikfléttu sinni (tveir léttir menn fyrir hrók) og hefst hann nú handa við að tína peðin af svarti.) 36. —, bxa4 37. Dxc5, h6, 38. Bc4, Hd8, 39. Kh2, a5 40. Dxa5 (Vinningur- inn er nú aðeins tímaspursmál). 40. —, De7 41. Dxa4, Kg7 42. Dc6, h5 43. Bd5, h4 (Eina von svarts er, að hann nái þráskák með einhverju móti) 44. b4, Df8 (Hótun in er — Df4f.)45. Dc7f, Kh6 46. Dxe5, Df5 (Eina leiðin til að verj- ast hótunum hvíts.) 47. DxD, g6xD, 48. Rc3, Hc8 49. Ra2, Kg5 50. b5, Hc5 51. Hc6, Hc4 (Riddarinn er nú úr leik í bili, en það stendur ekki lengi.) 52. Bd7, Hd4 53. Be6 Kf6 54l b6! (Pachmann er ekki hættur að „glettast“ enn. Taki svartur nú biskupinn fylgir 55. b7, Hd8 56. Rb4, Hb8 57. Ra6, Hxb7 58. Rc5ý og hrókurinn fellur.) 54. —, Hd2 55. b7, Hb2 56. Bd5, Ke5 57. Bf3, Kd4 58. Rcl, Ke3 59. Bd5. Svartur gafst upp. Þessi skák er áreiðanlega með þeim betri, sem Pachmann hefur teflt um æfina. Hann héfur yfir- leitt átt erfitt uppdráttar gegn Szabo og er ekki að efa, að hann , hefur haft mikla ánægju af skák- inni. Hitt mótið, sem ég minntist á, hér að framan, var háð í Havanna á Kúba í tilefni þess, að 20 ár eru liðin frá því að fyrrverandi heims- meistari Capablanca lézt. Úrslit mótsins voru mikill sigur fyrir hinn aldna skákjöfur Najdorf og mun ég víkja að þeim atburði síð- ar í þáttum mínum. Melavöllur sunnudag kl. 8,30 Víkingur — Reynir Dómari: Jörundur Þorsteinsson Hafnarfirði sunnudag kl. 8,30 Keflavík — Hafnarf jörður Dómari: Grétar Norðfjörð Melavelli mánudag kl. 8,30 Þróttur — Breiðablik Dómari: Hreiðar Ársælsson miýiffwk I: Mim ® Nauðsynleg handbók á hverju heimili • Fullkominn leiðarvísir um kynferðismál. K Y N L í F eftir dr. FRITZ KAHN — fullkominn leiðarvísir um kynferftismál. BÓKIN KYNLÍF fjallar um kynlífið í víðtækustu merkingu. Aðalkaflar bókarinnar eru 10. Kynstarfið, Samfarirnar, Heilsufræði kynlífsins, Frjósemi og getnaður, Trufl- anir kynlífsins, Kynsjúkdómar, Vændi, Kynferðislíf æskuáranna, Kynlíf ógifts fólks, ^Lausn vandamála kynlífsins. ☆ — — — JÓN NIKULÁSSON læknir sá um útgáfu bókar- innar. ☆ . — — — Bók sem hvert heimili þarf að eiga og hafa frammi. Helgafellsbók — Fæst í Bókaverzlun Helgafells og öllum bókabúðum. Kaupið bækurnar í Unuhúsi. Sendum gegn kröfu um allt land. 454. Maðui og kona Mismunur kynjanna. Maðunnn: háfættur, búkstuttur, vöðvamikill, grannvaxinn, herðabreiður, mjaðmamjór, dimmraddaður, höfuðstór og heilaþungur (1.500 g). Athafnasamur, skapandi 0g harðsnúinn (a); hefur xrafta i kögglum (b); fikinn í að berjast til fjár og frama (c). Konan: Lág- fætt, hrygglöng, vöðvarýr, feitlagin, mjaðmabreið, mjóróma, höfuðlítil, heila- létt (1.250 g), ekki gefin fyrir að brjóta nýjar leiðir, frjósöm, óeigingjörn, blíð- lynd, helgar börnum 0g heimili krafta sína. 12 T í M I N N, sunnudagurinn 15. júlí 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.