Tíminn - 15.07.1962, Side 14

Tíminn - 15.07.1962, Side 14
vita, eða komast þá fljótlega að því, að þú ert dóttir mín og ég geri ráð fyrir að þeir hafi greind til að sjá að samhengi er á milli heimsóknar minnar á Santa Fel- ice fyrir nokkrum mánuðum og nú konu þinnar. Eg vildi sannar- lega óska að ég væri nógu hress til að fara sjálfur. — En það ertu ekki, svo hugs- arðu eki meira um það, svaraði hún ákveðin. — Eg geri ráð fyrir að það geti ýmsu breytt þegar þeir átta sig á að ég er dóttir þín. En yrði það nokkuð alvarlegt samt? — Eg vona af heilum hug að svo verði ekki, sagði hann alvar- lega og hugsaði um manninn, sem nú hafði völdin á litlu eyjunni í Karabíska hafinu. Honum hafði ekki litizt á þann mann, og síðar hafði grimmd hans og valdasýki komið greinilega í ljós. Síðasta byltingin hafði ekki farið friðsam- lega fram. Kannski var betra að Elenor vissi sem fæst, fávizka gat verið vopn á stundum, en . . . hann hrukkaði ennið og bölvaði í hljóði yfir kaldhæðni örlaganna, sem gerðu honum ókleift að fara s’jálfum . . . og þetta verkefni var þýðingarmikið, og þoldi enga bið. Hann hugsaði um dóttur sína, sem yrði alein langt burtu í ókunnu landi, án þess að hún gæti reitt sig á nokkurn. Það var komið að honum as hætta við al.lt saman og segja Senor Castellon að bíða með að fá skýrsluna þar til hann væri nægilega hress til að fara sjálfur, en þá vaknaði skyndilega í honum vonarneisti. Hann sá fyr- ir sér manninn, sem ef til vill gat rétt henni hjálparhönd. Þeir höfðu hitzt í Kingstone og hann mundi greinilega unga ofurhug- ann. Kannski væri hann tilleiðan- legur að hjálpa henni. Ef nokkur gæti aflað upplýsinga um hvar Senor Castellon var niðurkominn, þá var það John — hann mundi ekki eftirnafnið í bili. Fyrst ætl- að'i hann að segja Elenor frá bolla leggingum •sínum, en taldi þó hyggilegra að fresta því ögn. Það var ekki öruggt að John þessi gæti farið til Santa Felice, en símtal vig réttan mann í réttu ráðuneyti kynni að gera undra- verk. — Af hverju brosirðu? spurði Elenor. — Er það tilhugsunin um Don Manuel, sem kætir þig. Faðir hennar varð alvarlegur aftur. — Nei, sagði hann, ég var ekki að hugsa um Don Manuel. — Nei, ég bjóst raunar ekki vifj því. Þegar þú hugsar um hann verðurðu alltaf svo reiðilegur á svipinn. — Og ekki að ástæðulausu, sagði hann rólega. Daginn eftir sat Elenor og leit forvitnislega' f kringum sig á skrif- stofu í ráðuneytisbyggingunni í London. Hún brosti við vingjarn- lega, gráhærða manninum, sem sat hinum megin vis stóra skrif- borðið. Hann virti hana athugandi fyrir sér og gazt sýnilega vel að því sem hann sá. Snotur, lítill hattur huldi aðeins litið af þykku, Ljósu hárinu, sem var greitt aftur í hnút í hnakkanum. Augu henn- ar voru blá, stór og sakleysisleg, líkami hennar virtist grannur og fjaðurmagnaður. Elenor beið kurteislega eftir að hann hæfi máls. Faðir hennar hafði kennt henni, að þolinmæði er höfuðdyggð. Maðurinn ræskti sig nokkrum sinnum, krosslagði hendurnar á ístrunni og hallaði sér aftur í stólnum. — Mér hefur skilizt þér hygg- izt fara til Santa Felice í leyfi, unfrú Penny, hóf hann máls, þeg- ar hann sá, að hann varð að byrja samræðurnar. Hann lagði áherzlu á orðið leyfi, en hún lét sem hún tæki ekki eftir því, og hann andvarp- aði. — Faðir yðar er kuunugur á eyjunni, er ekki svo, sagði hann hægt. — Hann hefur dvalið þar lang- dvölum, játti Eienor. — Hann boraði eftir olíu, sagði maðurinn við skrifborðið og leit enn rannsakandi á hana. En hún virtist hvorki undrandi né óró- leg þótt hann nefndi það, þvert á móti voru augnaráð hennar enn sakleysislegra þegar hún leit á hann. Hún var staðráðin í að koma ekki upp um neitt, fyrr en Ijóst var, hvað vakti fyrir mann- inum. Hann lyfti fingri að henni. — Og þér vitið fullvel um þetta, en segið lítið. Ástæðan til að ég kallaði yður á minn fund, er að núverandi ríkisstjórn á Santa Felice veit ag þér hyggist heimsækja eyna. Don Manuel hef ur beðið og vonað að faðir yðar kæmi þangað aftur. Nafnig er ekki algengt, og þegar ungfrú Penný kemur, má fljótlega íeggja saman tvo og tvo. Þeir geta sér til um að þér komið ekki aðei'ns í leyfi til Santa Felice. Eg veit að þér farið þangað til að gefa skýrslu til fyrrverandi forseta eyj arinnar, • mannsins, sem greiddi föður yðar fyrir að leita að olíu þar. Það er þýðingarlaust að neita, því að þetta er sannleik- urinn í málinu. Þetta var sannleikurinn. Elen- or varð ag játa það fyrir sjálfri sér, meðan hún hvarflaði augum út að stóra glugganum og á göt- una fyrir utan. Ekkert gat hent hana hér, hún var í Englandi, í London, á virðulegri skrifstofu í ráðuneytisbyggingunni. En hún vissi einnig, hversu þýðingarmikil skjölin voru, sem hún átti að flytja með sér og henni varg ljóst, að hún myndi ekki finna til mikils öryggis þegar hún kæmi til Santa Felice. Svo virtist sem enginn legði Don Manuel gott orð, — hon um, sem var núverandi stjórnandi á eyjunnLlitlu. Það þjónaði eng- um tilgangi að dylja neitt, þessi maður vissi jafnmikið og hún 2 sjálf og ef til vill gæti hann gefið hcnni holl rá?j og bendingar fyrir förina. — Eg skal ekki neita því, sagði hún rólega. — Sannleikurinn er sá, að ég neita því ekki vegna þess að einmitt það á ég að gera. Eins og þér vitið, hefur faðir minn nýverið gengig undir mik- inn uppskurð, Hann er því ekki fær um að takast ferðina á hend- ur og hefur beðið mig að sjá um, að skjölin verði afhent Senor Castellon, persónulega. Faðir minn metur hann mjög mikils og álítur að 'stjórnmálaskoðanir hans og stjórnhæfni sé einmitt það, sem eyjan þarf. Meðan faðir minn var sjúkur, og áður en hann fékk tækifæri til að senda niðurstöður af rannsóknum sínum, gerði hluti eyjarskeggja uppreisn og Senor Castellon var steypt af stóli. Að því er mér skilst eru byltingar og stjórnarskipti tíð á eyjunni. — Um það bil tvisvar á ári, sagði maðurinn, þurrlega — Mér þykir vænt um að þér hafið ákveð ið að sýna mér hreinskilni, og ég vil því vera hreinskilinn vig yður á móti. Það er ekki beinlinis auð- velt verk, sem þér eigið fyrir höndum. Kannski faðir yðar hafi sagt yður sögu eyjarinnar. Elenor kinkaði kolli til sam- þykkis. Hann ræskti sig aftur. — Það liggur meira bak við þetta, en yður mun vera ljóst, unga dama, sagði hann næstum af- sakandi. — Eg get ekki séð ag svo sé. Mig langar til ag dvelja nokkrar vikur á Santa Felice, og ég skil ekki, hvers vegna ég var kölluð hingað vegna þeirrar ákvörðunar minnar, sagði Elenor brosandi. — Þér megið ekki misskilja mig, ungfrú Penný. Það er engin ástæða til ag þér dveljið þar ekki { eftír Arthur Bryant HeimílJir eru 107 viðbótar við hinar áhættusömu bandarísku aðgerðir á Kyrrahafi og kröfur Marshalls urn skjótar framkvæmdir á Burma, hafði King aðmíziáll stungið upp á því, á þríveLdaráðstefnu í júní, að Bretar hertækj u Azoreyjarnar og gerðu þær að flugvéla- og kafbátastöð, til þess að vernda samgöngurnar yfir Atlantshafið ,fyrir innrásina á Frakklandi. Þetta hafði valdið því, að Portúgalar, sem að vísu voru vinsamlegir f garð Vesturveld anna, vildu að sjálfsögðu fá að vita, hvaða hjálp þau gætu sent þeim, ef Þjóðverjar gerðu innrás á skagann í hefndarskyni. Á þeim tíma, er hvert fáanlegt skip eða flutningatæki var fyrir fram ráðið til væntanlegrar inndásar á Sikiley og árásar á Ítalíu, sem Brooke vonaði að fylgja myndi á eftir, reyndist þetta tilefni alvarlegs glundroða. „21. ' júní. Klukkan 10,30 f.h. verg ég að fara á herforingjaráðs- fund, til þess að ræða um nauð- synlegar aðgerðir til verndar Portúgal, ef til hernáms Azoreyj- anna kæmi. Eg finn það, ag við höfum ekki aðstöðu til að ábyrgj- ast öryggi Portúgala. 1. júlí. Eg óttast þau áhrif, sem fyrirhugaðar aðgerðir á Azoreyj- um kunna að hafa á Portúgali og er hræddur um að erfitt verði að fá þá til ag afhenda okkur þessar eyjar . . . Fékk í kvöld tvö leiðin- leg símskeyti frá forsetanum til forsætisráðherrans . . . 2. júlí . . . Langur herforingja- ráðsfundur til þess að íhuga langt skeyti frá forsetanum. Fyrst stung ið upp á að senda heila herdeild, ásamt fjögur hundruð loftvarnar- byssum og tvö hundruö orrustu- flugvélum, til þess að vernda Portúgal, í því tilfelli ag Salazar veiti okkur dvalarleyfi á Azoreyj- um. Slíkar aðgerðir stofna, að mín um dómi, óhjákvæmilega sam- bandi okkar við Spán í hættu . . • Klukkan 3 e.h. fór ég til Downing Street 10 og sat þar á tveggja klukkustunda fundi með forsætis- ráðherranum . . . Eg er ekki viss um að hann geri sér grein fyrir öllum þeim hættum, sem framund- an eru, í sambandi við Azor- stefnu okkar . . . “ Þar sem skipaskortur hafði gert innrásina óframkvæmanlega í júní, hafði landgangan á Sikiley verið ákveðin snemma í júlí . . . Meðan verið var að safna skipun- um saman og ferma þau í hafnar- borgunum í Norður-Afríku og Egyptalandi og jafnvel í Englandi og Ameríku, hélt flugher banda- manna á Miðjarðarhafi, 267 flug- véladeildir alls, 146 amerískar og 121 brezk —, uppi stöðugum sprengjuárásum á flugveili og önn ur hernaðarleg mannvirki, ekki aðeins á Sikiley og Ítalíu, heldur líka og til þess að blekkja óvinina, á allar strendur og eyjar í Mið- jarðarhafi, sem möndulveldin réðu yfir. í júní voru eyjavirkin Pantellaria og Lampedusa, milli strandar Norður-Afríku og Sikil- eyjar, knúin til uppgjafar með hinu 15000 manna^ ítalska varnar- liði, sem þar var. í lok fyrstu vik- unnar í júlí höfðu tíu flugvellir af tólf á Suður-Sikiley verið gerð- ir ónothæfir, fjórum járnbrautar- ferjum af fimm yfir Messínasund- ið verið sökkt og Luftwaffe og Regia Aeronautica nærri gereytt á þeim slóðum. 9. júlí 1943 . . . í nótt byrjar árásin á Sikiley, og Guði sé lof að þá lýkur þespri óvissu. Það hefur alltaf verig erfiðara og erfiðara að bíða eftir því að aðgerðirnar hæfust. 10. júlí: Eftirvæntingarfullur dagur, með fréttum frá Sikiley. Fáir, eða a-lls engir, gera sér grein fyrir því, hvílíkur ægiþungi hvílir á þeim, sem ber ábyrgð á þessari árás . . Nú er bara eftir að fá úr því skorið, hvort ég hafði heldur rétt eða rangt fyrir mér. Hvað sem öðru líður, þá hefur byrjunin heppnazt vel.“ Um kvöldið var það vitað, að byrjunaráhlaupið hafði heppnazt, og að bæði Bretar og Ameríku- menn sóttu fram með miklum krafti. Syracusa, fyrsta hafnar- borgin, var hertekin þá um nótt- ina. Brooke gat eytt sunnudegin- um 11. júlí. „heima í kyrrð og næði við að færa tii bílakassa og gera við litla vagninn okkar, til þess ag beina hugsunum mínum frá Sikiley. All- ar fréttir góðar, svo er Guði fyrir að þakka . . . “ „Aftur til vinnu, eins og venju- lega“, skrifaði hann næsta dag. — „Fréttir frá Sikiley halda áfram að vera góðar. Ráðherrafundur klukkan 6 e.h. þar sem ég verð að gefa nákvæma skýrslu um aðgerð- irnar“. Þá höfðu Bretar her- numið allan suðaustur hluta eyj- arinnar, þar á meðal hafnarborg- ina Augusta, en Ameríkumenn höfðu tekið flugvellina á strönd- innj og hrundið gagn-árás Þjóð- verja og hafig sókn sína í vestur, og einangrað þannig hinn fjöl- menna ítalska her, sem hafði bú- izt við landgöngunni í nágrenni Palermos. Næstu fjóra daga braut áttundi herinn sér leið í norður, yfir Cataníu-slétuna, þar sem herdeild ir Hermanns Görings veittu öflugt viðnám. Nú voru tólf flugvellir í höndum bandamanna með meira en þúsund óvinaflugvélum löskuð- um eða eyðilögðum. Mótstaðan í loft.i var orðin smávægileg. og þann 16. júlí skrifaði Brooke: „Fréttir frá Sikiley hal.da áfram að vera góðar. Eg veit ekki, hvað ég hefði gert, ef innrásin á Sikil- ey hefði mistekizt . . . “ Aðeins fjórum dögum fyrir landgönguna hafði Brooke skrifað í dagbók sína: „Svo virðist sem U.S.A. ætli að reyna að hætta öllum hernaðarað- gerðum á Miðjarðarhafssvæðinu, eftir töku Sikileyjar. Við verðum að bíða og sjá hvernig aðgerðirnar á Sikiley takast og hvað ég get gert á næsta fundi Sameinaða herforingjaráðsins . . . “ Nú þegar hinn góði árangur inn- rásarinnar á Sikiley fylgdi á eftir sigrinum í Túnis, var mikilvægi árásarinnar að sunnan orðið aug- ljóst öllum, og sunnudaginn 18. júlí, réttri viku eftir landgönguna, barst hinu Sameinaða herforingja ráði orðsending frá Eisenhower, þar sam hann mælti eindregig meg því, að haldið yrði tafarlaust eftir töku Messína yfir sundið til meginlandsins. Hann lagði það einnig til að samtímis árás á hæl og tá Ítalíu, yrði herlið sett á land við Salerno-flóann, næstum tvö hundruð mílur norðar á strönd- inni, til þess að taka hafnarborg- ina Napoli. Allan næsta dag, mánudaginn 19. júlí, meðan starfsbræður þeirra handan Atlantshafs, sátu T f M I N N, sunnudagurinn 15. júlí 1962 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.