Tíminn - 25.07.1962, Síða 2
Fyndni Englendinga
G. K. Chesterton.
Englendingar hafa margir
þótt fyndnir og hnyttnir í til-
svörum. Það er því engin
furSa þótt bók ein, sem ný-
lega kom út í London, þyki
skemmtileg. Hún heitir nefni
lega LIVES OF THE WITS
eSa ÆVI HÁÐFUGLANNA
eins og það myndi útleggjast
á íslenzku.
í þessari bók er sagt frá fríðri
fylkingu háðfugla, allt á milli
Jonathan Swift og G. K. Chester-
ton. Ævisagan er þó þarna ekkert
aðalatriði, heldur dæmin um
fyndni allra þessara manna, en
af þeim er bókin æði birg. Hér
á eftir verða birt nokkur sýnis-
horn.
Richard Brinsley Sheridan,
sem þekktas'tur er nú á tímum,
sem gamanleikjahöfundur, fékkst
við fleira en skáldskap. Hann var
stjórnmálamaður, og sum beztu
tilsvör hans voru sögð á kosninga
fundum eða á þingi.
Dæmi: Á framboð'sfundi missti
keppinautur hans, íhaldsmaður
einn, stjórn á skapi sánu, og sagð
ist langa til að lemja sundur á
honum höfuðið. Sheridan svar-
aði: — Þið hafið heyrt hina elsku
legu ósk andstæðings míns. En
hann verður að fara varlega, þeg-
ar hann fremur aðgerðina. Hann
verður að halda heilanum til
haga, — hann gæti komið honum
að notum. /
Öðru sinni fannst honum ríkis
stjórnin fara illa að ráði sínu og
sagði í ræðu: — Eg hef oft vitað
menn berja höfðinu í steininn,
en aldrei fyrr hef ég heyrt talað
um menn, seni s-afna saman stein
um til þess eins að beija höfð-
inu í þá.
Orðheppinn klerkur
Fæstir munu hafa heyrt getið
um Sidney Smith, en þó telur
höfundur ÍDÓkarinnar hann fyndn-
astan allra Englendinga, tekur
hann fram yfir bæði Bernhard
Shaw og Oscar Wilde. Smith var
kringluleitur. rjóður og síbros-
andi prestur og hefur greinilega
haft málið á valdi sínu.
— Hvað er ósvikin guðhræðsla?
Hver er sönn kirkjurækni? Hvern
ig er bezt að tjá trúaijtilfinning-
amar? Svarið er’einfalt: Sendið
prestinum jarðaiber.
Á utanlandsferð varð hann
geysihrifinn af öllum speglunum
í frönskum hallarsölum. Hann sá
sjálfan sig, hvert sem hann leit
og sagði: — Eg hélt ég væri kom-
inn á guðfræðingaþing og varð
himinlifandi.
Einhverju sinni átti hann í
deilu við jarðeiganda einn, sem
sagði í hita: — Ef ég ætti son,
sem væri fífl, myndi ég láta hann
læra til prests.
— Það má vera, svaraði séra
Smith, en faðir yðar hefur greini
lega ekki verið á sömu skoðun.
Öðru sinni frétti Sidney Smith
að vinur hans einn ætlaði pð
kvænast konu, sem var helmingi
eldri en hann og meira en helm-
ingi ummálsmeiri. Þá sagði
Smith:
— Kvænast henni. Ógerlegt. Það
hlýtur að vera átt við hluta af
henni. Enginn einn maður getur
kvænzt allri þessari konu. Það
væri ekki tvíkvæni, heldur þrí-
kvæni. Yfirvöldin ættu að taka
í taumana. Hún er nóg í eigin-
konur fyrir alla sveitina. Það er
stórkostlegt, að einn maður skuli
ætla að kvænast henni. Það væri
hægt að fylla með henni heila
nýlendu. Eða fá sér morgun-
göngu kringum hana, en þá verða
áningarstaðir að vera nógir og
heilsan góð. Eg var einu sinni
svo bjartsýnn að ætla að ganga í
kringum hana fyrir morgunverð, Gg
en komst ekki nema hálfa leiðina
og varð að gefast upp vegna
þreytu. Það væri líka reynandi að
kljúfa hana. Sem sagt, það er
hægt að nota hana til hvaðeina,
— nema að kvænast henni.
Óheppni og ógæfa
Frá Benjamin Disraeli er margt
komið, sem síðan er notað í
tíma og ótíma. Það var hann, sem
sagði t.d.:
— Eg hef alltaf talig að kven-
fólk ætti að giftast, en ekki karl-
menn.
— Flest fólk er til, en lifir
ekki.
Framhald á 13. síðu.
(T
I SvíþjóS hafa menn eins og
í flelri löndum kvartaS yfir því,
aS æskulýSurinn læsi ekki biblí-
una, og hafa sumir taliS ástæS-
una vera þá, aS ungmennln
skiidu ekki mállS á henni, en
þar eins og alls staSar eru not-
aSar gamlar biblíuþýSingar á
mjög vönduSu máli. Presti ein-
um í Stokkhóimi var faliS ný-
lega aS koma ritningunnl á
nýrra og auSskildara mál, og nú
er MarkúsarguSspjalliS komiS út
frá hans hendl. Móttökurnar
eru mjög blandnar, enda hefur
hann teklS hlutverk sitt svo al-
varlega, aS fjölmargt er þar end
ursamiS á gö'tumál. Lærisvein-
arnir Jakob og Jóhannes eru
kallaSir hörkukarlar, farísearnir
verSa OAF (Organisationen av
Fariseer), og fasta he'rtir hung-
urverkfall. Versin 21—23 í 6.
kapitula hljóSa svona f' þýSing.
unni: ,,f einu partíi dansaSi
stelpan, dóttir Heródesar, sóló-
dans.------Svaka skutla. En sá
kroppur, sögSu kóngurinn og
hinir kallarnir viS borSiS.
— HeyrSu, elskan mín, sagSi
kóngurinn viS stelpuna. Þú ert
svo elskuleg og sæt og dansar
svo vel. SegSu hvaS þú vilt fá,
og ég skal splæsa því á þig". —
Myndin hér vlS hliðina er gerS
í sambandi viS þessa biblíuút-
gáfu. Hún birtlst I dönsku blaSI
nýlega, og fyrirsögnin er sniSin
eftlr því sænska dægurlagi, sem
einna vinsælast hefur veriS aS
undanförnu og ekki ósjaldan
heyrzt hér á landi: ,,SS'nt ar liv-
et", sem Anita Lindblom syngur
á plötu, og er ekki laust viS aS
söngkonan á myndinnl minni á
hana.
Ráðíeysi ríkisstjórnar-
innar og seinagangur
eru dýr
Síldarverksmiðjur ríkis'ins
hafa UTidanfarnar vikur stöð-
ugt unnið' a® því að fá fleiri
síldarflutningaskip oig nú lolss
virðist éitthvag úr a'ð rætasí.
Skip, sem hæfa í þessa flutn-
ingia, þ. e. fflutning s.fldar af
miðunum fyrir Austuflandi til
Norðurlandshafna, hafa verig
ófáanleg, m. a. veigna gífur-
legra síldarflutninga Norð-
mann.a.
Lengi var reynt að
fá íslenzku togarana, en
árangurslaust til þess vegna
verkfallsins, sem ríkti á togara
flotanum. Ríkisstjómin hefur
ekki gert neinar rá'ðstafanir til
að' koma þe'im toguram í sfld-
arflutninga eftir verkfallið,
sem hún þó naunverulega hlýt-
ur ag hafa ráð yfir, eins og t.
d. hinum fræga togara Sigurði,
sem hefur verið á ríkisfram-
færi siðan Einar ríki keypti
Iwnn tfl landsins.
Sfldarverksmiðjur ríkisins
lögðu til strax í fyrrahaust, að
Þeigar yrði liafizt hianda um að
byiggja móttökustöðvar fyrir
síld á Scyðisfirði og Eskifirði.
Fyrst þrær og umhleðslustöðv-
ar, er jafnframt yrðu fyrstu
framkvæmdir að .nýjum verk-
smiðjum á þessum stöðtim.
Þá sóttu verksmiðjurnar á
Austurl.indi um ríkisábyrgðir
og lánsfé til að auka afköst og
bæta móttökuskilyrði. Einn'ig
sóttu menn á Reyðarfirði um
lán til að reisia nýja verksmiðju
þar. Ríkisstjórain svarað'j þess
um mála'leitunum ekki fyrr en
eftir langa mæðu og svarið
var algerlega neikvætt, er það
Ioks kom. Ríkisstjómin hafnaði
meg öllu, að byggðar yrðu um-
hléðslustöðVar Við Seyðisfjörg
og Eskifjörð og synjaðj um að
Ieggja verksmiðjunum á Aust-
urlandi til lánsfé.
„Samræmið(í
Þessi sama rflfisstjóra Iiæl-
ist um yfir því, að nú séu allir
sjóffir fleytifúllir af sparifé, —
þeg.ar henni þykir það henta
— og dásamar mikig þá ágætu
„viffreisn peni,ngamálanna“, en
þeigiar á þarf að herða, eru eng-
ir peninigar til. Það verður að
loka alla pen'ingana niður í
hirzlum Seðlabankans og ekki
hreyfa við þeim. Frysta spari-
féð nemur nú hundruðúm millj
óna króna og vextirnir, sem
Seðlabankinn verður að
greiða af þessu dauða fé, sem
ekki má lána út til framleiðslu
og uppbyggingar, nema tugum
mil'ljóna krón,a. Hagspekingarn
ir sagja nefni'lcga, „að veéð-
bólgunni verði sleppt lausri,
ef sparifé landsmanna fær að
vera í umferð. Framleiðslan
og uppbyggingin megi ekki
aukast of mikið, því að það
valdi ofþens'lu á m.arkaðinum
og þá sé ekki liæigt að halda
peningatekjum almennings
niðri.
„Pólitíska
fjárfestingin(t
f tíð vinstri stjóraarinnar
var hafin mikil efling sfldar-
verksmiðjanna á Austurlandi.
Eysteinn Jónsson, þáverandi
fjármálaráiðlierra, var mjöig
hr.akyrtur í MM. fyrir þessar
framkvæmdij- og þær kallaðar
„pólitísk og óþjóðhagsleg" fjár
festing. Voru þessar verksmiðj-
ur tek,nar sem sérstakt dæmi
um pólitísfea spillingu. — Hug-
ur ráðherra núverandi ríkjs-
Framhald á 13. siðu
2
T í M I N N, miðvikudagurinn 25. júlí 1963.