Tíminn - 25.07.1962, Blaðsíða 9
PÉTUR JÓHANNSSON
skipstjóri á Fiskaskaga
JAKOB ÓLAFSSON
skipstjóri á Sigurfara
FRIÐRIK STEFÁNSSON
skipstjóri á Hoffelii
EINAR DANÍELSSON
skipstjóri á Sigurbjörgu
JÓAKIM PÁLSSON
skipstjóri á Páli Pálssyni
HEFUR TAPAZT MEIRA E
AFLAZT HEFUR EYSTRA?
Fimm skipstjórar lýsa ástandinu á Austurlandi
Vegna móttöku-
skiiyrðanna
Jóakim Pálsson skipstjóri á Páli
Pálssyni sefur vært, þegar við berj-
um að dyrum hjá honum. Þrátt
fyrir það tekur hann komumanni
vel og innan stundar er farið að
rabba saman.
— Hefurðu orðið var við mikla
síld?
— Óhemjusíld, alveg óhemju-
síld hér úti síðustu dagana. Mesta
síld, sem ég hefi séð siðan ég fór
að fara á síld, það er að segja hin
síðari ár. En það er ósköp erfitt
að ná henni fyrir straumi.
— Finnst þér erfiðara að stunda
síldveiðar fyrir Austurlandi en
Norðurlandi?
— Það er erfiðara vegna
strauma, en annars er hérna mörg-
um sinnum meiri síld. Sérstak-
lega er erfitt að eiga við hana fyr-.
ir straumum hér á grunnmiðunum.
— Hvernig líka þér skilyrðin í
landi?
— Þau eru sáralítil, óhætt að
segja. Það er vægast að segja að
þau eru til háðungar fyrir alla,
sem að þeim málum vinna hér.
— Heldurðu að mikig tapist
vegna aðstæðnanna?
— Miklu meira en það' sem í land
er komið. Það eru allir sárir yfir
því, að liggja og bíða í marga
sólarhringa til að geta losnað við
þessar bröndur.
— Hvað álítur þú að gera þurfi?
— Sérstaklega byggja stærri verk
smiðju á Seyðisfirði, eð'a á ein-1
hverjum öðrum firði, þar sem líka
eru góð hafnarskilyrði. Hér á Aust-
urlandi þurfa að vera mörgum
sinnum meiri afsetningarmöguleik:
ar. Alveg örugglega.
Hún er stygg
Skammt frá Páli Pálssyni ligg-
ur Fiskaskagi frá Akranesi. Pétur
Jóhannsson, skipstjóri er að vinna
með mönnum sínum á þilfarinu.
— Hveraig hefur þetta gengið
Pétur?
— Frekar lélega, við erum bún-
ir að fá eitthvað 3400 mál.
— Hefurðu haldið þig eystra
allan tímann?
— Allan tímann nema fyrstu
vikuna.
— Og hvernig líkar þér að vera
á síld fyrir Austurlandi?
— Ágætlega bara, svona eftir
atvikum.
— Hvaða atvikum?
— Ef að gengi betur að ná
henni, þá væri það alveg ágætt,
og svo þyrfti ag vera betra að
koma henni frá sér.
— Er hún stygg?
— Já, hún er stygg, og svo eru
torfurnar yfirleitt þunnar. Það er
ekki mikið í sumar af þessum
miklu breiðum. Það er ekki allt
sem sýnist.
— Þú talar um að illt sé að koma
henni frá sér!
— Já það eru svona einn, tveir eða
þrír dagar, nú eða þá fara til Siglu-
fjarðar eða Vestmannaeyja, eins
og sumir hafa gert.
— Álítur þú ástandið í þessum
málum mjög slæmt?
— Já, það gæti áreiðanlega ver-
ið betra.
— Hefur stað'ið á síldarflutninga
skipum?
— Já.
Nokkuð sem þú vildir segja að
lokum?
— Ekki nema helzt þá það, að
við sjómennirnir vitum ekkert fyr-
ir hvað við eram að vinna hér á
síldinni. Við erum ósamnings-
bundnir. Þetta er allt í gerðardómi.
Þrátt fyrir allt vonumst við þó
til að fá frítt fæði út úr þessu,
þegar hann verður búinn að hand-
fjatla það.
„ÞaS er voðalegi, biess-
aöur, aS feíða sólarhring-
um saman eftir lönúun((
Um borð i S'gurbjörgu frá Kefla
vík hittum við fyrir Einar Daníels-
son, skipstjóra.
— Þú bíður eftir löndun?
— Já.
— Búinn að bíða lengi?
— Rúman sólarhring.
— Hvenær færðu löndun?
— Eftir um það bil 12 tíma héð-
an í frá.
fFramhald á 13 siðu,
Augu hennar hafa öðlazt meiri
dýpt og ljóma og sennilega hefur
hún notað minni andlitsfarða og
sparað við sig ilmsmyrslin, eftir
að ilmurinn frá hennar eigin sál
tók að færast í aukana og leita
útrásar. Hér skal því ekki haldið
fram, að öll ytri fegurðanneðul,
og annað það, er til líkamslegs
yndisauka má teljast, sé rangt:
eða syndsamlegt. Síður en svo. j
— En hafa konur gert sér nógu
Ijóst, að öll varanleg ytri fegurð
á rót sína í innri fegurð, og
að fyrr eða síðar hlýtur þroskað-
ur smekkur að taka einfaldleik-
ann fram yfir pijálið, — að leið-
in liggur til hins forna Grikk-1
lands? —
Orðsporssýki og keppni.
Andi nútímans er að ýmsu,
leyti á villigötum. Má þar nefna :
auglýsingaráráttu og orðspors-1
sýki, sem fer eins og farsótt yfir
lönd. Þetta gengur svo langt. að
jafnvel spilamennska er auglýst í \
blöðum og útvarpi og æð'i margir
vilja vera mestir á einhverju
sviði. Nú er það auðvitað ekki
illt í sjálfu sér að vilja njóta sem
bezt hæfileika sinna og láta sem
mest að sér kveða á hverjum
þeim vettvangi. er jákvæður get-
ur talizt. — En ógöfugur sam-
keppnisandi þarf ekki að koma
þar við sögu og á raunar aldrei ‘
að eitra blóð manna. Menn eiga
aðeins að gera sitt bezta, án til-
lits til þess, hvort einhver annar
gerír verr eða betur. Þetta á við á
öllum sviðum, og eins þegar um
er að ræða fegurð kvenna. Eðli-
legt er það, að konur vilji líta ;
vel út, en þegar aðaláherzlan er
á það lögð að „taka sig út“ og
skara fram úr kynsystrunum, þá
er fegurðarþráin sjálf orðin ófög-
ur og ekki vænleg til hamingju.
— Kona, sem veit mjög mikið af
fegurð sinni og heldur á henni
sýningar, er í mínum augum ekki
fögur, og „fegurð“ hennar, sem t
gæti verið farvegur andlegrar
blessunar, verður ekki annað en
yfirborðsfyrirbrigði, fölsk ávísun
á inneign, sem ekki er til. —J
Sama er að segja um allt yfirlæti!
og sjálfgleði. Maður getur til:
dæmis talað fagurlega um hitt og I
þetta, lesið vel ljóð, flutt greina- J
góðan fyrirlestur og þar fram
eftir götunum. En sé þetta gert
með mikilli sjálfsánægju, þann-
ig að áheyrandanum finnst, að
sá, er framsegir orðin. sé sjálfur
mjög heillaður af framsögu sinni.
— þá missir jafnvel hin mesta
list og leikni marks. Það er eins
og einhver áhrifafarvegur lokist
Orðin falla dauð og máttvana til
jarðar. eins og visin hlöð af tré.
Persónuleiki mannsins ryðst til
valda, þar sem yfirpersónuleg öfl
og ahrif eiga að ráða nkjum.
Annars era karlmennirnir að'
ýmsu leyti mjög sekir gagnvart
kvenþjóðinni. Þeir ganga jafnvel
svo langt að rækta, að því er virð
ist með ráðnum hug, það, sem
kalla mætti sýndarmennskp henn-
ar og þokkasýki. — í sjáífu sér
er það eðlilegt, að kona, sem verð
ur þess vör. að karimenn hrósa ;
henni helzt fyrir það, sem henni1
er að miklu leyti ósjálfrátt, ytri
fegurð, taki að leggja höfuð- J
áherzlu á útlit sitt, en vanræki þá ]
fremur sinn innr! En þeg- )
ar konan hefur á þennan hátt
látið blekkjast af heimskulegum
fagurmælum karlmannanna og
dýrkun þeirra á iíkama hennar,
ættu þeir ekki að hneykslast á
henni eða dæma hana hart, þótt
hún hafi ekki alltaf vit fyrir sér
—- og þeim!
svinniarfðar kvenskemmdir.
Á það var minnzt, að karl-
mennirnir virtust af ráðnum
huga rækta ýmiss konar veik-
'eika kveneðlisins. Á ég þar ekki
'ízt við fegurðarsamkeppnirnar
t’eir. sem a* þeim standa. vilja
íjá.lfsagt vel. sumir að minnsta
kosti. En hafa þeir athugaí allar
hliðar málsin= og hin dýpri rök.
sem mæla mjög gegn bessurn
sýningum á líkamsfegurð i
kvenna? Kunnugt er það, að I
fegurðardrottningum erlendis J
farnast heldur illa, og liggja til i
þess mjög skiljanleg rök. Lík-!
amsfegurð þeirra er auglýst og J
á allan hátt talin þeim til gildis ’
og vegsemdar, og er þá nokkur J
freisting að notfæra sér það á
ýmsan hátt, án þess að um lang-
mið heilbrigðrar dómgreindar
og forsjálni sé að ræða. Hætta er
á yfirborðsmennsku og ofmati á
ytri fegurð. Er þar að auki en
þeir dómar, sem hér eru upp-
kveðnir, oft harla vafasamir.
Smekkur manna er misjafn og
tízkuskoðanir hafa stundum áhrif
á hann, jafnvel án þess að vitað
sé af. Hér á Vesturlöndum fyrir
skipar tízkan til dæmis, að kon-
ur séu jafnvel heldur magrar.
í Austurlöndum þykir það ekki
fagurt. Fleira mætti nefna. En
svo er annað: Það þarf ákaflega
mikið tii. að kona verðskuldi að
vera nefnd fögur kona, hvað þá
fegurðardrottning", enda er það
svo, að margar þær konur. sem
bann titii hafa hlotið. geta ekki
kallazt fagrar, — aðeins snotrar,
‘'ríðar, „laglegar“ eða eilthvað á
bá lund, auk þess, sem sumar feg
ustu konurnar taka ekki þátt i
fegurðarsamkeppni. Þetta cr þvi
íllt dálítið falskt.
Sá. sem þe«sar líniir ritar. er ;
ekki haldinn neimim fet>r:isVap. ■
sem kenna mætti við' hið marg i
nefnda Viktoríutímabil, og sið-
ferðilegt nöldur er honum ekki
að skapi. En oft hefur hann satt
að segja furðað sig á því, að kon
ur skuli una jafnvel og þær virð
ast gera hinni óhrjálegu dýrkun
á líkama þeirra, sem margir karl
menn gera sig seka um. Vissu-
lega er fagur konulíkami aðdá-
unarverður, en það á ekki að
gera hann að sýningarvöru og í
„Paradísarkjólnum" á konan
ekki að sýna sig öðrum en þeim,
sem hún hefur gefið sál s»na, —
og líkama sinn um leið.
Það er auðvitnð rétt að taka
það fram, að það eru *I:ki r?-e.ins
fegurðarsamkeppnirnav, se-m
eiga þátt í því, sem hér hefur
verið nefnt ,,kvenskemmdir“. —
Blöð og bókmenntir eiga hár
mikinn hlut að máli. Nektarmynd
ir alls konar leiða athygli m*nr.a
að kynferðismunirsum eg eiga
sinn þátt í að rærta hina teV-
mörkuðu kynhyggju, som hund-
in er við vúm og rekkjuvoðir. —
„Loft allt er lævi b!aTdið“ —
lævi líkamshvata og kynóra Það
kviknar í þeim. pr<n eldf'mir
eru. Það þarf nokkurn
st.yrk til að standast iWtlai í-
róðu.r, oft isiueygiíe.gar. cx se’éj-
aodi. og er hingsð að í*:.t» uokV
HTTa afsaktor fyir Vte»4 þcirm
marvta, er a-f kveastec-m-írrr’Jn
fFram-ríW i 13. síðu)
T í M I N N, ir.i5ívy;u\*g<iriun 25. jiílí 1962.
9