Tíminn - 25.07.1962, Qupperneq 5
\
r
Ohemjuleg
söltun á
Raufarhöfn
Á Raufarhöfn liefur veriff unn-
ið óhemjumikið þessa síldardaga
og er söltunin þar nú komin yfir
60 þús. tunnur. Jónas Hólmsteins
son tók þessar myndir þar núna
eftir helgina. Efsta myndin er af
skipum, sem bíða eftir að næsta
þró losni hjá Síldarverksmiðj-
unni. Allir kranar eru uppi, en
skipin bíða hlaðin. Svona liefur
ástandið verið í hálfan mánuð,
— eins til tveggja sólarhringa
löndunarbið. Myndin fyrir neðan
er af veitingum meðan að söltun
stóð á sunnudaginn, en kvöldið
áður liafði verið saltað í 10,000
tunnur hjá Hafsilfri. Á mjóu
myndinni hér að ncðan sést
tunnuhlaði á plani Ilafsilfurs,
sem kaupfélagið keypti í vor.
4 ' • ;
P |
ém'-mwi - -
,
■ ;
r V -j
V
Handritin í náttömgripasafnið gamla
Handritasafn Landsbókasafns
ins verður næstu vikur flutt í
ný húsakynni í Safnhúsinu. Hef
ur salur sá, sem Náttúrugripa-
safnið var í áður, nú verið tek-
inn undir handritageymslu, og
verða þar jafnframt vinnuskil-
yrði fyrir fræðimcnn, sem
vinna vig liandritiu.
Landsbókasafnið á um 12.000
handrit og hefur til þessa orð-
ið að geyma þau í þröngum
húsakynnum, opnum skápum
uppi á lofti í safnhúsinu. Er tal
ið að undir þessi handrit þurfi
Á myndinni hér til hliðar sjást
vinnubásar fræðimanna, og á
hinni myndinni hinir eldföstu
handritaskápar. — Ljósmynd:
TÍMINN — RE.
nálægt 400 metra hillurými, en
í nýju handritageymslunni er
hillurými um 700 metrar. —
Geymslan er við það miðuð að
hún geti tekið við Árnasafni,
þegar því verður skilað úr
vörzlu Dana Við enda salarins
er lokaður eldfastur skápur,
sem notaður verður undir dýr-
mæt handrit, og er í honum
fast að 100 hillumetrar.
Ekki mun þetta þó verða
varanlegt húsnæði undir Árna-
safn, heldur verður því komið
fyrir í væntanlegri safnbygg-
ingu, sem Alþingi hefur ákveð
ið að reisa undir Landsbóka-
safn og Háskólabókasafn sam-
eiginlega, skýrði menntamála-
ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason,
fréttamönnum frá í gær, er
þeim var boðið að sjá hin nýju
húsakynni.
Framhald a 15 síðu
J
T I M I N N, þriðjudagurinn 24. júlí 1962.
3