Tíminn - 25.07.1962, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdast.tón l’ómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson <ábi Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson ' Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
itúsinu: afgreiðsia. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7 Símar: 1 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af-
greiðslusími 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. - Prentsmiðjan Edda h.f. —
Orð og athafnir í
vega- og hafnarmálum
Einn af þingmönnum stjórnarflokkanna talaSi nýlega
um daginn og veginn í útvarpið. Meðal þess, er hann
minntist á, var nauðsyn þess að auka framkvæmdir í
vegagerð og hafnarbótum. Til þess að auka vegafram-
kvæmdir benti hann m. a. á þá leið, að tollar á benzíni
og bílum yrðu látnir renna í sérstakan vegasjóð, sem
eingöngu ráðstafaði fé sínu til vegabóta.
Um þetta allt, er ekki nema gott eitt að segja. Þetta
er hins vegar gott dæmi þess. að sitthvað eru orð og
athafnir hjá þingmönnum stjórnarflokkanna.
Á undanförnum þingum hafa Framsóknarmenn lagt
til, að verulega hærri upphæðum yrði varið til vega-
og hafnarmála en ákveðið hefur verið á f járlögum. Þeir
hafa jafnframt lagt til, að allt benzingjaldið og ýmis
bifreiðagjöld yrðu látin renna í sérstakan vegasjóð og
þannig tryggt stóraukið f jármagn til vegaframkvæmda,
því að þessi gjöld nema nú samanlagt mun hærri upp-
hæð en framlög ríkisins til vegamála. Þá hafa Fram-
sóknarmenn lagt til, að tekin yrðu stórlán til að hraða
framkvæmdum í hafnarmálum víðs vegar um landið.
Á þingi hafa þessi mál ekki fundið náð fyrir augum
ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarflokkanna. Þeir
hafa sakað Framsóknarmenn um ábyrgðarleysi fyrir að
flytja þessar tillögur. Svona vildu Framsóknarmenn eyða
og bruðla fjármunum þjóðarinnar >úr hófi fram! Svona
vildu þeir líka auka fjárfestingarnar úr öllu valdi! Svona
ábyrgðarlausum mönnum mætti ekki trúa fyrir málefn-
u.m þjóðarinnar!
Nú eru hins vegar þingkosningar í nánd. Nú eru stjórn-
arþingmenn því farnir að tala um, að framkvæmdir í
vega- og hafnarmálum séu alltof litlar! Það sé brýn nauð-
syn að auka þær! Vonandi gera þeir því eitthvað í þá
átt á næsta þingi.
En það er ekki nóg að sjá þörfina rétt fyrir kosningar,
en aldrei endranær. Það er ekki nóg að tala stórmannlega
fyrir kosningar. Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá.
Þingmenn stjórnarflokkanna eiga að dæmast af athöfn-
um þeirra, en ekki orðum. En vissulega er þó lærdóms-
ríkt, þegar þeir sjálfir játa, að framkvæmdir hafi verið
alltof litlar seinustu árin og tillögur Framsóknarflokks-
ins, er hafa verið stimplaðar ábyrgðarlausar, hafi í raun-
inni verið réttmætar og raunhæfar.
Kalskemmdirnar
Hér í blaðinu í gær var birt forustugrein úr Degi, þar
sem lagt var til að látin yrði fara fram rannsókn á kal-
skemmdum, sem orðið hafa á túnum norðanlands og
austan, og það jafnframt tekið til athugunar, hvort ekki
bæri að veita nokkra aðstoð þeim bændum, er orðið
hafa harðast úti.
Hér er vissulega hreyft réttmætrj tillögu, sem stjórn
landbúnaðarmálanna má ekki láta fara fram hjá sér
Jafnframt vekur þetta athygli á þvi hvort ekki sé rétt
að landbúnaðurinn komi á hér svipuðu tryggingakerfi og
aflatryggingarnar eru hjá útgerðinni Það er áreiðanleg?
mál, sem samtök bænda ættu að taka til gaumgæfilegrai
athugunar.
T f M I N N, miðvikudagurinw 25. iúlí 19fi2. \
DIE WELT:
Þrír leiðtogar Sovétríkjanna
Verður einhver þeirra eftirmaður Krustjcffs?
I KOMMUNISTAFLOKKI
Sovétríkjanna hefur, upp á síð-
kastið, borið á tveimur hópum
sem standa næst Krustjoff og
hópi hans að því er völd og
áhrif snertir. í hvorum þessara
hópa eru þrír menn.
í eldri hópnum eru Anastas
Ivanovich Mikoyan, sem er 67
ára gamall, Nikolai Mibhalo-
vich Shvernik 74 ára og Otto
Wilhelmovich Kuusinen, 81
árs.
í þessum eldri hópi nýtur
Armeníumaðurinn Mikoyan
mestrar virðingar sem meðlim-
ur æðsta ráðs Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna. Hann hef
ur verið einn af foringjum
flokksins í full fjörutíu ár. Þeir
einir, sem náin kynni hafa af
stjórnmálastarfsemi í Sovétríkj
unum geta gert sér fyllilega
ljóst, hvílíka færni og sveigju-
hæfni i stjórnmálum muni
þurfa til þess að eiga sæti í
æðstu stjórn flokksins svo
lengi.
Fyrrnefndir þrír þaulreyndu
byltingarmenn skipa innsta og
æðsta hringinn í Kreml.
Næst fyrir neðan þá og
mjög skammt undan, koma
aðrir þrír menn en yngri að
árum og heyja harða baráttu
fyrir völdum og aðstöðu. Menn
þessir eru: Mikhail Andreye-
vich Susloff, sem er 60 ára að
Kosygin
aldri, Alexei Nikolayevich Kos
ygin, 58 ára og Leonid Ilyich
Brezhnyeff, 56 ára.
ÞESSIR þrír menn eru allir
sérfræðingar, hver á sínu sviði.
Sérgrein Susloff er hugsjóna-
legur óbreytiteiki flokksins,
Kosygin ræður mestu um efna-
hagsmálin og Brezhnyeff fæst
við nýtt form sovézkrar fram-
komu. Hverjum þessarra 3ja
manna um sig væri þó gert
mjög rangt til, ef hann væri
aðeins talinn mikilvægur á
sínu sérstaka sviði.
Leonid Brezhnyeff er yngst-
ur þessara þremenninga. —
Hann er búinn að vera formað
ur æðsta ráðsins í tvö ár og
því í raun og veru æðsti mað-
ur eða eins konar forseti ríkis
ins samkvæmt stjórnarskránni
Hann er alveg ný manngerð í
þessu embætti og að ýmsu leyti
mjög frábrugðinn fyrirrennur-
um sínum, Sverdlov, Kalinin og
Vorozhiloff, bæði hvað snertir
fortið og persónulega eigin-
leika.
Brezhnyeff er langtum betur
klæddur en hinir voru. Hann
er ávallt mjög vel til fara við
öll hátíðleg tækifæri, allt að
því hárfínn. Honum færi vafa-
laust vel að hafa rauða nell-
iku í hnappagatinu og hann er
frægur fyrir óþvingaðan glæsi
Brezhnyeff.
/
leik í framkomu, þegar hann
lætur skála fyrir einhverju sér
stöku í Veizlum eða tekur á
móti mikilvægum virðingagest
um ríkisins.
ENGUM tekst eins vel að
gera afhendingu heiðurs-
merkja áhrifamikla og Le-
onid Ilyich Brezhnyeff. Við
slík tækifæri grípur hann til
rússneskrar sveitamannafram-
komu á svo innilegan og sann-
færandi hátt, að hún hlýtur að
virðast honum sanigróin. Bróð-
urlegur koss Brezhnyeff við af-
hendingu minnis- eða heiðurs-
merkis er ávallt eitt vinsælasta
efni í sjónvarpinu í Moskvu.
Forseti Sovétríkjanna náði
alveg sérstaklega miklum vin-
sælum árangri í bróðurlegum
innileik þegar hann umfaðm-
aði þá geimfarana Gagarín og
Títov, er þeir voru aftur lent-
ir heilu og höldnu á sovézkri
jörð.
En Brezhnyeff fæst við fleira
en það eitt, að stjórna póli-
tískum sýningum. Margir
Moskvubúar draga í efa að tek
izt hafi að ýta honum frá virkri
þátttöku í stjórnmálabarátt-
unni með því að kjósa hann
forseta. Tclja þeir þennan
grun styrkjast verulega af því,
að þessi nýja gerð kommúnista
leiðtoga — menntuð, þjálfuð,
gædd góðum hæfileikum, hátt-
vís og næm á viðeigandi fram-
komu — virðist hafa mjög
mikla möguleika í náinni fram
tíð.
ÞAÐ ER sameiginlega með
Brezhnyeff og samstarfsmönn-
um hans, Kosygin og Susloff,
að þeir tókun ekki þátt í Októ
berbyltingunni, eins og eldri
leiðtogar flokksins höfðu gert.
Brezhnyeff og félagar hans
voru of ungir til þess að taka
þátt í bardögum í október 1917.
Og þeir eiga menntun sína og
ÉsIÍÉll
Susloff
þekkingu hvorki að þakka sín-
um eigin ákveðna vilja né til-
viljun.
í Sovétríkjunum er að rísa
upp ný gerð leiðtoga, og þeir
eru þegar farnir að taka völd-
in í sínar hendur. Þeir eru vaxn
ir upp við allt önnur skilyrði
en þau, sem mótuðu „feður bylt
ingarinnar" og þá, sem við
tóku næstir á eftir þeim. Senni
legt er, að áhrif þessa nái ekki
aðeins til framkomu ,og ytra
forms sovézkra stjórnmála, held
ur eigi eftir að koma mun víð-
ar fram og rista dýpra.
aÞð er höfuðstyrkur Brezhny-
eff, hve vel honum tekst að,sam
ræma hinn allsgáða, þraut-
þjálfaða huga sinn hæfileikan-
um til þess að virðast alúðleg-
ur ,einlægur og hrifnæmur,
þegar fjöldinn fylgist með.
Þetta hefur Brezhnyeff lært af
Krustjoff og veit mætavel,
hvernig hann á að ná til hjarta »
flokksmannanna í hinum
fremstu roðum. í ræðum
Brezhnycff koma víða fram
stöðugar tilraunir hans til að
taka Krustjoff sér til fyrir-
myndar og láta ræðurnar virð-
ast lausar og þó þrungnar fróð-
leik.
BREZHNYEFF tekst ágæt-
lega að láta það koma skýrt
fram, að hann sé aðeins einn
af hinum mörgu, æðri leiðtog-
um og krefst hvorki sérstöðu
né forréttinda sér til handa,
enda þótt hann skipi æðsta ern-
bætti í Sovétríkjunum sam-
kvæmt kenningunni og stjórn-
arskránni. Þetta hefur mjög
mikil sálræn áhrif í Sovétríkj-
unum. Það getur verið mjög
varasamt í Sovétríkjunum, og
jafnvel hættulegt, að láta koma
fram nokkra tilhneigingu til
þess að vera þóttalegur eða
yfir aðra hafinn.
Það er Brezhnyeff einnig í
vil, að hann hefur unnið sig
upp í flokknum allt neðan úr
hinum neðstu röðum. Hann
þekkir vel hina voldugu leið-
toga, en hann þekkir einnig
vel, hvað mestu máli skiptir í
stjórnmálalífinu. Brezhnyeff er
í senn stjórnmálamaður og
stjórnkænn maður og í því er
hann frábrugðinn mörgum sam
starfsmanna sinna. f náinni
framtíð verða völdin til æðsru
metorða í Kreml einungis opin
þeim, sem tekizt hefur að öðl-
ast skilning og viðurkenningu
Leonid Ilyich Brezhnyeff.
ALEXEI KOSYGIN er sér-
fræðingur, sem sprottinn er
upp úr jarðvegi vefnaðariðnað
arins. Hann nam við vefnaðar-
skólann í LeningraH og eftir
tveggja ára æfingu í störfum
var hann gerður að forstjóra
vefnaðarvöruverksmiðjunnar
Rauði október þar i borg. Nú
er hann í raun og veru æðsti
valdsmaður efnahagsmála
Sovétríkjanna. Áður en hann
tók við því starfi hafði hann
veitt forstöðu ýmsum stjórnar-
deildum, t.d. fjármálaráðuneyt
inu (1948), ráðuneyti því, sem
fer með mál hins léttari iðnað
ar (1948—1953) og ráðuneyti
neyzluvörui’ðnaðarins (1953—
1954).
í ytra útliti og framkomu
minnir Kosygin ósjálfrátt á
frumbýling, sem orðinn er auð
ugur, en sú manngerð á engu
Framhald á 13. sfðu ,■
ssl
7