Tíminn - 25.07.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 25.07.1962, Qupperneq 8
„Setjið á blað öBI fegurstu orð, sem þér kunnið um ís- iand - og ég mun skrifa undlr þau ” segir írú Martha Glatved-Prahl frá Noregi í samtali við fru Sigríði Thorlacius „Setjið á blað öll fegurstu orð, sem þér kunnið um land yður og >ég mun skrifa undir þau“, sagði frú Martha Glatved Prahl, norsk höfðingskona, sem sækir ísland heim í fimmta sinn í sumar. — Já, ég kom hingað fyrst fyrir 32 árum og hef fylgzt með því hvernig ísland hefur svo að segja í einu skrefi horfið frá fornu búskaparlagi inn í véla- öldina. Ég hef sjálf verið bónda kona og hef því getað borið saman hvernig norskir og ís- lenzkir bændur hafa hagnýtt' sér tækni nútímans og ég verð að segja það, að í mörgum grein um hafa íslendingar verið fyrri til. Þegar ég kom á Snorrahá- tíðina í Reykholti, fékk ég tæki færi til að skoða búið á Bessa- stöðum. Þar sá ég súgþurrkun í fyrsta sinn. Norskir bændur voru þá alls ekki farnir að nota þá hey.verkunaraðferð. Hins vegar held ég, að þeir hafi ver- ið á undan íslendingum með að læra góða verkun súrheys og standi þeim framar í því. — Hvar búið þér, frú Glatved- Prahl? „í Alversun í Norður-Hörða- landi. Búskap rákum við þar til fyrir sex árum. Nú er maður inn minn látinn og við leigjum búið, en sonur minn og ég rek- um kexverksmiðju. Fyrsti vísir þess atvinnurekstrar var heima bakarí, sem frænka mannsins míns rak, en svo þróaðist það í heilt iðnaðarfyrirtæki. — Þér hafið átt sæti á Stór- þinginu? — Aðeins sem varamaður. Ég sat eitt þingtímabil sem vara- maður fyrir hægriflokkinn. — Dóttir mín er nú varaþingmað- ur fyrir þann sama flokk, en cg held að hún hafi ekki eins mik- inn áhuga á stjórnmálum og ég hef alltaf haft, svo mér þykir ósennilegt að hún haldi áfram á þeirri braut. Ég hef tekið þátt í héraðsstjórn Hörðafylkis, var eitt tímabil varaforseti. Svo hef ég átt sæti í stjórn skóla- og fé- lagsmála, en ölum þeim störf- um sagði ég af mér þegar ég varð sjötug. — Hvers vegna? Eru þau störf bundin nokkru aldurstak marki? — Nei, en maður á að draga saman seglin áður maður verð- ur of gamall. Nú er ég formað- um skólanefnda þriggja hús- mæðraskóla í Hörðafylki, sem ég hef átt nokkurn þátt í að voru stofnaðir og í það fer mest af þeirri vinnu, sem ég get í té látið utan atvinnureksturs okkar. Það er starf, sem mér þykir vænt um, þvi ég vil helzt geta unnið eitthvað fyrlr æsk- una — það er framtíðin. — Þér ætlið að sitja heim- ilisiðnaðarþing Norðurlanda, sem haldið verður i Reykjavík um mánaðamótin? — Já, ég er í stjórn lands- sambands heimilisiðnaðarfé- laga Noregs. Norrænu heim- ilisiðnaðarfélögin halda svona þing þriðja hvert ár og er þetta ellefta þingið. Ef ég man rétt, var þingið haldið á íslandi fyr- ir fimmtán árum, svo þetta er í annað sinn, sem það er haldið hér. — Er heimilisiðnaður ekki í miklum blóma í Noregi? — Segja má það. Við höfum mjög góða heimilisiðnaðarskóla og kennaraskólinn í þeim fræð um, den kvinnelige industri- skole í Oslo, er ákaflega góður skóli og hin merkasta stofnun, en þið fenguð að sjá sýnishorn af vinnu þaðan á sýningunni. sem haldin var hér fyrir fáum árum. Á Hörðalandi eru þrír heimilisiðnaðarskólar fyrir ut- an húsmæðraskólana, en einn- ig þar er auðvitað kennd mikil handavinna. — Er mikil aðsókn að hús- mæðra- og heimilisiðnaðarskól- unum? — Mjög mikil. Við viljum fá enn einn húsmæðraskóla í Hörðafylki og það er mikil kepþni milli sveitanna um hvar hann verði staðsettur. Áður voru bú í sambandi við aUa hús1 mæðraskóla okkar, en því hef- ur verið breytt vegna kostnað- ar. Það eru líka færri og færri af nemendunum, sem gerast bændakonur, svo að nám í þeim greinum, sem að búskap lúta, hefur ekki eins mikið al- mennt notagildi og fyrr. Nú er rekið bú í sambandi við einn skölann og þaðan sækja þær stúlkur, sem ákveðnar eru í að snúa sér að sveitabúskap. En almennir húsmæðraskólar gegna enn brýnna hlutverki á okkar dögur en fyrr. Nú eru stúlkur svo lengi skólaskyldar að miklu minni tími verður til að læra heimilisstörfin af mæðrunum en áður. Auk þess giftast þær yngri, svo að þeim er afar nauðsynlegt að komast á skóla til að læra það, sem áð- ur lærðist heima fyrir. Að jafn aði sækja helmingi fleiri um skólavist en húsmæðraskólarn ir rúma. — Er heimilisiðnaðurinn fyrst og fremst fjárhag heim- ilana til hagsbóta, eða gegnir hann öðrum hlutverkum? — Breyttir tímar valda því. að fjárhagslegur hagnaður er ekki jafn mikill af honum nú og fyrr, en hajgt er að fá góða vélunna hluti til flestra heim- ilisþarfa. En í heimi nútímans tel ég heimilisiðnað hafa mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna sem tómstundastarf, sem hvíli hugann frá óróleika og önnum hins daglega lífs og veiti mönnum þá gleði sem fæst aðeins af því að skapa eitthvað með eigin höndum. Þar að auki skerpir hann skilning á vöru gæðum, fólk lærir að greína milli vel og illa gerðra hluta, hann þroskar fegurðarskyn og bætir smekkinn. Það er erfitt fyrir nútímafólk að öðlast ró og kyrrð og heimilisiðnaður veitir til þess betri tækifæri en flest annað. — Eru ekki margir heimilis ráðunautar starfandi í Noregi? — Á Hörðalandi eru þeir þrír og við viljum fá fleiri, bví starf þeirra er heimilunum tj] mikilla hagsbóta. Ég er undr- andi að ekki skuli vera nema einn heimilisráðunautur starf- andi á öllu fslandi. Hvað? Fæst enginn til að gegna því starfi? Fjarri fer því, að skorti stúlk- ur til þeirra starfa í Noregi, enda launar ríkið þær vel og þær hafa fullkominn útbúnað til námsskeiðshalds með sér í bifreiðum, sem þær fá sér að kostnaðarlausu. Mig minnir að það séu um 30 heimilisráðu- nautar alls í landinu og þær ferðast bæði um sveitir og b <rg ir og veita ómetanlega aðstoð við flest heimilisstörf, færa húsfreyjunum nýjungar í vinmi Frú Martha Glatved-Prahl vélum og vinnutækni, leiðbeina Vel á minnzt, fyrst við töl- um innréttingar eldhúsa og end um um heimilisiðnað. Mikið á- urbætur á þeim og allt það, er gæti er íslenzka ullin í teppa- snertir stofnun og viðhald heim gerð og myndvefnað. Togið af iianna. Framhald á 13. síðu. ■ Grétar Fells, rithöfundur: Konurog fegurð Einföld fegurð. í dulspekiskóla Pythagorasar hins gríska i Krotona á ítalíu voru bæði konur og karlar. Á kon- urnar höfðu kenningar meistar- ans þau áhrif, að þær köstuðu skartklæðum sínum, tóku að klæðast einföldum klæðum og af- söluðu sér mörgum dýrum skart- gripum, er þær höfðu áður borið. Hér var að verki hin gríska hug- sjón: einlöld fegjirð. Sagt er það um grísku þjóðina, að hún muni ef til vill hafa verið fegursta þjóð þessarar jarðar að ytra út- liti, og þarf raunar ekki annað en líta á sumar grísku höggmvndirn ar frá fornöld til þess að sanr,- færast um, hve mannleg fegurð- arhugsjón mun hafa náð inikitl! hæð i þessu landi listanna og heimspekinnar, -—•>, Grikkland L mátti með réttu kallast um skeið. Samræmi var kjörorð hinnar grísku menningar og leiðarljós. Þar var engin ofuráherzla lögð ;i eitthvað eitt, á kostnað annars. og í raun réttri ekki greint á milli ytri og innri fegurðar, sem talin var vera eitt og hið sama — Fegurðin var dýrkuð vcgna hennar sjálfrar. ekki sem leið að einhverju öðru marki, og engin fegurðarsamkeppni — hvorki karla né kvenna — var þar urn hiind höfð. Enginn vafi er á því, að and- iegan þroska hverrar þjóðar og kynslóðar má mjog marka á þvi, hvernig konurnar haga- sér vfir- leitt. hvers konar lífsviðhorf þa>r virðast hafa tileinkað sér :ig hvernig þær meta sjálfar sig. Hið innrr 1 leynir sér aldrei tii C'rP<.V' lengdar. Trúlegt má telja. að María Magdaiena hafi breytt um klæðaburð, ekki sfður en um aðra iífshætti. efrir --ið hún gaf sig á vaid ihrifunoro b-j Kriíli, og það er ng íafnrisi. að háu hefir Sðlart »ðrj og æðr; fegurð, einnig neir: Kkainxþokks, e/tlr að hún sagði skdin rtg hinr rámversku istmenn «n« og Ver8 heO kona. 8 Tf M I N N, mUMkudftgminn 25, jálí 1962. jíí*4 * ■ t f.f.l W. 'IWiWtW.f .f»Ii’t ffi B f.T.f T VI 4M 9 9 a fí h ■ ~ » f! I \ w I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.