Tíminn - 25.07.1962, Side 13
Hefur meira tapazt? ...
Framhald af 9. síðu
— Nei, okkur gekk illa fyrst
framan af. En nú er það að koma,
síðan við fengum nótina lagaða,
en hún var vitlaus fyrst framan
af. Nú vona ég hins vegar að hún
sé orðin góð.
— Hefurðu orðið var mikillar
sildar hér úti?
— Já, geysimikillar.
— Stygg?
— Það er ósköp misjafnt. Frek-
ar stygg má hún þó líklega kallast.
— Finnst þér erfiðara að stunda
síldveiði fyrir Austfjörðum, en
Norðurlandi?
— Það er erfiðara að því leyti
að hér þurfa menn að bíða svo
lengi eftir löndun.
— Finnst þér mikil þörf að laga
hér að'stöðu í landi?
— Já, það þarf að laga hana hér
geysimikið. Undanfarin ár hefur
aðalsíldveiðisvæðið verið hér við
Austurland. Það er ólag á þessu, |
sem má til að laga. Mér finnst það!
til dæmis slæmt að stærri bátarn-.
ir skuli þurfa að sigla drekkhlaðn-!
ir norður á verksmiðjuhafnirnar
meðan upp í 250 tonna skip fá
löndun hér eystra. Það væri miklu
réttara að láta þau stóru fara norð-
ur. Þau hafa svo mikinn afla að
þau hreint og beint fylla upp þró,
sem losnar og hefði nægt mörgum
smærri bátum. Það er voðalegt
blessaður að bíða sólarhringum
saman eftir löndun.
— Það tapast á því mörg mál
og krónur?
— Jú, ábyggilega, alveg skil-
yrðislaust. Eg vil að lokum segja,
að það er mesta nauðsyn síldveiði-
flotans, að afköst verksmiðjanna
verði aukin, og löndunarskilyrði
bætt, svo að dragi úr því ófremd-
arástandi, sem hér ríkir nú.
„Ástandið aldreí verið
verra en einmitt nú“
Hoffellið liggur við bryggju í
Neskaupstað og þar hittum við
Friðrik Stefánsson, skipstjóra.
— Eg var að frétta að það væri
eitthvað bilað hjá þér?
— Já, það er bilaður hjá okkur
sjálfleitarinn.
— Hvernig hefur annars gengið
hjá ykkur?
— Það hefur gengið svona upp
og niður, vdð höfum verið nokkuð
óheppnir. Alls munum við vera
búnir að fá uin 5200 mál og tunnur.
— Mikil síld úti?
— Já, það er geysimikil síld,
það er óhætt að segja það. Þau ár
sem ég hef verið á síld hef ég
aldrei séð annað eins hér eystra. I
En það er vont að eiga við hana.
Hún hefur verið stygg. Og verst
af öllu er þó að losna við hana hér
á Austurlandi, það er óhætt að
minnast á það. Það er hreinasta
skömm að bvi. Ástandið hefur oft
verið slæmt,: en aldrei eins og nú.
„ÞatS er ekki einu sinni
sé® um aS hafa hér négu
mörg skip til a® flytja
burfu síidina“.
í Neskaupstað liggur líka Sigur-
fari frá Hornafirði. Þar hittum við
fyrir Jakob Ólafsson, skipstjóra
— Hvað er mikið í bátnum hjá
þér?
— Það eru eitthvað 750 til 800
— Búinn að fiska vel?
mál.
— Búnir að liggja hér lengi?
— Það er að verða sólahringur.
Það er mjög erfitt ástand með lönd
unina hér eystra.
— Hafið þið þurft að bíða mikið?
— Nei, en það kemur nú til af
því, að við höfum verið óheppnir
með fiskirí, beð sem ef er
— Mikil síld hér út af?
— Já, það er geysimikii síld.
Við veiddum þetta 40 milur aust-
suð-austur af Langanesi. Þar hef-
ur verið mjög mikil síld þar, alla
síðustu viku.
— Hefui sú síld vaðið?
— Já, hún hefur vaðið. Það virð
ist vera orðið betra að eiga v>ð
hana nú en var. Hún var anzi
stygg framan af og stóð yfirleitt
djúpt.
— Heldurðu að hún sé ekki að
fitna?
— Jú, jú
— Hvað heldurðu, Jakob, að telja
megi aðalvandmiiál flotans þessa
Stundina?
— Aðaivandamálið er það, hve
illa er búið í haginn fyrir flotann
og að það skuii ekki hati verið
séð um að v'uksmiðjan á Seyð
isfirði gengi íema part úr sumr-
inu. Svo finnst okkur aðkomubát-
unum anzi erfift að horfa upp á for-
gangsrétt heimabátanna hér á Aust
fjörðum, bæði Eskfirðinganua og
eins hér Noiðfirðinganna. Það er
ekki éinu sinni séð um að hafa
hér nógu mörg skip til að flyrja
burtu síldina
K.I.
Miðvíkudagsgreimn
Framhalri aí 9 síðu
standa. En það breytir ekki
þeirri staðreynd, að því óhreinna
sem loftið er, því meiri þörf sé
á að hreinsa það.
Fegrun kynstofnsins.
Telja má það fegurðarsam-
keppnunum til málsbóta, að þær
kunni að eiga nokkurn þátt í
fegrun kynstofnsins. Konur þrá
mjög fegurðardrottningartitilinn
og því haga þær lífi sínu þannig,
að þær megi verðskulda hann.
Því að vitanlega er hægt að
vinna fyrir slíku — að vissu
marki að minnsta kosti. Það er
og nokkur bót í máli, að „dóm-
arar“ þeir, sem fjalla um fegurð
kvenna þeirra, er þátt taka í
þessum keppnum, taka eftir því,
sem látið er í veðri vaka, nokk-
urt tillit til framkomu og yndis
þokka („sjarma") keppendanna,
og er þar ofurlítið farið að nálg-
ast sálræn sjónarmið. En ekkert
af þessu eyðir til fulls þeim
skuggum, sem yfir þessum fyrir
tækjum hvíla. — Og vissulega
væri konum raunverulegri greiði
ger með því að kenna þeim að
meta þá fegurð, sem er bæði
líkamleg og andleg í senn, og
stefna að því að verða „góð-
fagrar“ eða „fagurgóðar", eins
og Grikkir töldu, að mannlegar
verur ættu að kosta kapps um
ag verða. Slík fegurð þarf ekki
á hávaðasömum sýningum að
halda til þess að láta taka eftir
sér, og mun samkvæmt eðli sínu
alveg ósjálfrátt bægja frá sér
óhollri persónudýrkun og oflæti.
Gretar Fells.
Grein Sigrföar Thorlacius
Framhald af 8 síðu.
norska fjallafénu, sem er sama
kyn og íslenzka sauðféð, þykir
bezta efni, sem fáanlegt í fín-
an myndvefnað. Úr íslenzku uU
inni hlýtur að vera hægt að
vinna mikil verðmæti, bæði til
útflutnings og heimanota.
— Samt kemur það fyrir, að
íslenzkir bændur hirða ekki ull-
ina af öllu fé sínu. Maður, seni
starfar við ullariðnað hefur
sagt mér, að um þriðjungur
fjárins muni aldrei vera rúinn.
— Þetta þykir mér ljótt að
heyra og ég sem er svo hrifin
af íslenzku bændastéttinni. Þeir
hljóta að gera sér ljóst, að þeir,
eins og aðrar framleiðslustétt-
ir, verða að leggja alla áherzlu
á að gernýta framleiðsluna,
samhliða því sem þeir hagnýta
tæknina til að framleiða meira
með færra fólki. Ég veit a.m.k.
við í Noregi verðum nú að
snúa okkur af alefli að því að
fullkomna afköst allra fram-
leiðslugreina, hverju nafni sem
nefnast, ef við eigum ekki að
verða undir í samkeppninni,
sem skapast við inngöngu í
Efnahagsbandalagið og ég fæ i
ekki skilið annað en að ísland
verði að gæta hins sama, hver
sem þess aðild verður.
En ísland hlýtur að eiga mikla
framtíð og bjarta. Þegar við
hjónin komum hingað í fyrsta
sinn árið 1930, var það fernt,
sem hreif mig mest á íslandi.
Það var hið ótæmandi vatnsafl,
auðæfi landsins, þessar óendan
legu, grænu víðáttur, sem bú-
smalinn gengur um, og heita
vatnið, sú Guðs gjöf. Ef svona
land, sem framleiðir nær ein-
göngu matvæli, í heimi sem
æpir á mat, og þar sem flutn-
ingar til fjarlægustu staða eru
ekki lengur neinn tálmi, ef
svona land á ekki bjarta fram-
tíð og ótæmandi möguleika, þá
skil ég ekki hvaða land á sér
framtíð. ísland hefur svo margt
sem önnur Evrópulönd mega
öfundast yfir, ekki sízt þessa
frjálsu víðáttu, sem er svo dýrð
leg. Þá er alveg einstakt að
ferðast með íslendingum um
landið. Þeir virðast allir kunna
sögu þjóðarinnar og tengja
hana landinu, þar stöndum við
Norðmenn þeim að baki.
— Lesið þér íslenzku?
— Ójá, ég hef komizt á lag
með að lesa hana af því að dótt
ir mín, sem hér býr, sendir mér
blaðagreinar um efni, sem hún
veit að ég hef áhuga á. Einn vin
ur okkar gaf mér ailar íslend-
ingasögurnar og þaér hef ég les
ið.
Hver, sem einu sinni kemur
til íslands, hann tekur íslands-
sóttkveikjuna og landið seiðir
hann sífellt til sín. Má vera,
að það eigi þó enn frekar við
um Norðmenn en nokkra aðra
þjóð.
Ég þakka frúnni hlýhug í Is-
lands garð og óska henni góðr-
ar ferðar.
Sigríður Thorlacius.
Þrír leiðtogar
Framhald af 7. siðu.
síður heima vestan Atlants-
hafsins. Fjármálamenn frá
flestum löndum hafa látið í ljós
það álit, að það sé alls ekki
erfitt að skilja hinn þrautþjálf
aða Kosygin eða ræða við
hann. Og ef endanlegt sam-
komulag, sem þeir hafa komizt
að eftir undangengnar umleit
anir, sýnist stundum dálítið
öðru vísi en það, sem talað var
um, þá er það einkum sök ann
arra þátta valda og áhrifa I
kommúnistaflokknum og skrif-
stofu-rikis-vélinni í Moskvu.
Ferustuliðið í Kreml á erfitt
með að komast af án þessa
allsgáða og margfróða sérfræð
ings. f fjarveru Krustjoffs hef-
ur Kosygin oft upp á siðkastið
komið fram fyrir hönd hinnar|
æðstu stjórnar, til dæmis við
móttöku erlendra sendifulltrúa
eða sendinefnda.
AF ÞEIM þremenningunum
er Mikhail Andreyevich Susloff
mestur fulltrúi hinnar „þurru
hátignar". Hann er mjög fálát-
ur maður, að minnsta kosti þeg
ar hann kemur fram opinber-
lega. Varla er þó mögulegt að
gera of mikið úr áhrifum hans
í stjórnmálunum. Þeir, sem
vel fylgjast með í stjórnmál-
unum, telja álit hans til dæm
is vera sérlega þungt á met-
unum þegar um er að ræða
hin viðkvæmu vandamál innri
samheldni Austur-veldanna. —
Margir líta á hann sem einn af
þeim Stalinistum, sem orðið
hafa eftir, en þetta getur vel
verið hin mesti misskilning-
ur. Þó ber að játa, að Susloff
hefur oft og cinatt dregið úr
stefnu Krustjoffs í ríkisafskipt
um og hindrað að hún næði of
miklum áhrifum og útbreiðslu
En það er hrein ímyndun að
telja þetta tákna sérstaka þer-
sónulegra spennu milli þessara
manna eða sérstaka afbrýðis-
=emi þeirraí hvors gagnvart
öðrum.
Susloff er helzti kennisetn-
ingámaður flokksins, heimspek
ingurinn og hugsuðurinn í mið
stjórn kommúnistaflokks Sovét
ríkjanna. Hann ber ábyrgð á
hinni fræðilegu hugsjóna-
stefnu og nákvæmu uppbygg-
ingu kenninga kommúnismans.
En eigi aftur á móti að draga
hagnýtar ályktanir af fræði-
legum rökstuðningi, þá taka
aðrir við, einkum þó Leonid
Fyodorovich Ilyichoff, sem hef-
ur orðið æ meira áberandi í
oþinberu lífi á síðari árum.
Hann var áður yfirmaður blaða
deildar utanríkisráðuneytisins
við Smolensk-torg í Moskvu og
í fjögur ár hefur hann verið
yfirmaður þeirrar deildar þar,
sem fjallar um útbreiðslu og
áróður.
ÞAÐ VERÐUR til dæmis
verk Susloff að komast að raun
um, og útskýra samkvæmt
kenningum, hvort kínverska
afbrigðið af kommúnismanum
samrýmist hinum viðurkennda
Marx-Leninisma. Þegar niður-
staða er fengin um þetta og
miðstjórnin búin að fallast á
hana, tekur Ilyikoff við mál-
inu til framkvæmda. Susloff er
kennarinn, þjálfarinn, sem
stendur í horni hringsins og
ákveður, hvaða aðferðum eigi
að beita í bardaganum. Ilyic-
hev er svo hnefaleikámaðurinn
— kempan, sem heyr hina
raunverulegu orrustu í hringn
um samkvæmt gefnum reglum.
2. síSan
— Þið -vitið hverjir gagnrýn-
endurnir eru. Menn, sem hefur
mistekizt i skáldskap og listum.
Allar þessar athugasemdir eru
vel þekktar, en það skaðar ekki
að vita, að það var Disxaeli, sem
fyrstur kom þeim á framfæri. Og
það var líka hann sem útskýrði
muninn á óheppni og ógæfu með
þessum orðum:
— Ef Gladstone félli í fljótið,
væri það óheppni. Ef einhver
drægi hann upp úr, væri það
ógæfa.
Og það eru fleiri, sem þarna
eru taldir með. Hér er ekki rúm
fyrir nema örfá dæmi í viðbót.
Óperettuhöfundurinn Gilbert
var lítill prestavinur, og sagði
einhverju sinni í klerkahóp: —
Mér finnst ég Vera eins og ljón
í Daníelagryfjunni.
Oscar Wilde sagði við Banda-
ríkjamann einn, sem lofaði Kol-
umbus: — Hvers vegna er Kól-
umbus svo merkilegur?
— Nú, hann fann Ameríku.
— Vitleysa. Það höfðu margir
gert á undan honum, en það var
alltaf þaggað niður.
Og G. K. Chesterton. sep mynd
er af hér að ofan, sagði þégar kon
ur fengu kosningarétt í Englandi:;
— Tuttugu milljónir ungra
kvenna risu upp og sagði: — Við
viljum ekki láta lesa okkur fyrir, j
—og síðan urðu þær einkaritarar. |
Og þegar Chesterton sá Ijósa-1
dýrð auglýsinganna í New York, j
varð honum að orði: — Hvílík j
paradís fyrir ólæsa menn.
Ijjróttir
Frámhald af 12. síðu.
ríkjamenn voru einnig í tveimur
fyrstu sætunum í 200 m. hlaupi.
Drayton sigraði á 20,8 sek. Sayers
varð annar á 20,9 sek. og Oxolin
þriðji á 21,2 sek. í 5000 m. hlaup-
inu voru Bolitnikov og Artynjuk
í fyrsta og öðru sæti og unnu því
tvöfaldan sigur fyrir Sovétríkin
Tími - Olympíumeistarans var
13:55,6 mín. í 3000 m. hindrunar-
hlaupi var keppni hörð og Banda-
ríkjamenn komu þar á óvart með
að ná öðru og þriðja sæti. Sokoloff
sigraði á 8,42,3 mín. Georg Young
varð annar á 8,44,7 mín. þrátt fyr-
ir það að hann féll flatur á hlaupa-
brautina, þegar hann var að
stökkva yfir hindrun í næst síðasta
hringnum.
Valery Brumel hafði gífurlega
yfirburði í hástökkinu og setti nýtt
heimsmet, þegar hann stökk yfir
2,26 metra í fyrstu tilraun og var
honum fagnað ákaft af hinum 81
þúsund áhorfendum, sem voru á
leikvellinum síðari daginn. Annar
varð Johnson með 2,13 m. Tveir
Rússar voru fyrstir í þrístökki og
gamla kempan Kuznetsov sigraði
í tugþraut með 7830 stigum. Banda-
ríkjamaðurinn Hermann varð ann-
ar í keppninni með 7653 stig.
síðustu greininni 4x400 m. boð-
hlaupi höfðu bandarísku hlaupar-
arnir mikla yfirburði og var eng-
in keppni f þeirri grein. Tími
þeirra var 3:03,7 mín., en sovézka
sveitin hljóp 4 3:09,9 mín.
Ágætur árangur náðist í mörg-
um greinum kvenna. Wilma
Rudolph sigraði í 100 m. hlaupi á
11.5 sek., en keppti ekki í 200 m.
Önnur í 100 m. hlaupinu var Itkina
Sovét, á 11,8 sek., sjónarmun á
undan McGuire. Bandaríska sveit-
in sigraði í 4x100 m. boðhlaupi á
44.6 sek„ en sú sovézka hljóp á
44,9 sek: í hástökki sigraði
Checkik, Sovét, stökk 1,70 metra.
Ozolina sigraði í kringlukasti, en
það kom á óvart, að Olga Conolly
— Olympíumeistarinn frá Mel-
bourne — varð í öðru sæti rétt
á eftir — og langt á undan öðrum
keppenda Sovétríkjanna. Olga er
sem kunnugt er tékknesk og kynnt-
ist sleggjukastaranum í Melbourne.
yíÐAVANGUR
Framhald af 2. síðu.
stjórnar til eflingar atvinnulíf-
inu úti um landið birtist þama
og hann virðist ekki hafa
breytzt. Ofan á allar synjanir
uin fyringreiðslu bætti svo rík-
isstjórnin því að koma í veg
fyrir, að kjarasamnimgur járn-
smfða, sem þeir voru búnir að
gera við atvinnurekendur, tæki
gildi. Ilélt ríkisstjórnin þaniUig
uppi 7 vikna járnsmiðaverk-
falli. Allt er þetta gert, svo að
„viðreisnin" megi heppnast,
þ. e. koma í veg fyrir ofþenslu
í framleiðslunni. Hin mikla
síldaraflahrofca nú hefur því
sennilega sett allt á annan end
ann hjá ríkisstjórninni og hag
spekingum hennar. Mikil fram
leiðsluaukning oig almenn vel-
sæld er þeim þyrnir í ,augum.
Samkvæmt beiðni Sjúkrasamlags Reykjavíkur og
að undangengnum úrskurði, uppkveðnum 20. júlí
1962, fára lögtök fram á kostnað gjaldenda, en á-
byrgð gjörðarbeiðanda fyrir vangoldnum iðgjöld-
um til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, gjaldföllnum á
tímabilinu 1. apríl til 1. júlí 1962, að báðum gjald-
dögum meðtöldum, að átta dögum liðnum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Borgarfógetinn í Reykjavík,
21. júlí 1962
KR. KRISTJÁNSSON
T í M I N N, miðvikudagurinn 25. júlí 1962.
13