Tíminn - 25.07.1962, Page 15
Danir byggja tvo
háskóla í Kuwait
ÁkveSið hefur verið, að
danskir arkitektar skuli teikna
og standa fyrir byggingu
tveggja læknaháskóla í Kuwait
furstadæminu litla við botn
Miðjarðarhafs.
Hinir dönsku arkitektar fá hér
verðugt verkefni við að glíma,
því að áætlað er að hvor skólanna
muni kosta fullgerður um 30 millj.
danskra króna.
Fara því Danir myndarlega af
stað með framkvæmdir í hinu fjar-
læga furstadæmi, en þetta er fyrsta
verkefnið, sem danskir aðilar
vinna að í Kuwait.
Það er fyrirtæki að nafni Ass-
ociated Architects, sem hefur tek-
ið að.sér, en sjö danskar teikni-
stofur standa að fyrirtækinu, sem
stofnað var fyrir einu ári með því
höfuðmarkmið'i að afla sér verk-
efni í hinum ýmsu löndum við
austanvert Miðjarðarhaf.
Samningurinn um byggingu
læknaskólanna í Kuwait var gerð-
ur fyrir skömmu og hafði sún
samningsgerð mikinn kostnað í
för með sér, enda hér um braut-
ryðjendastarf að henda, hvað við-
víkur Dönum. Fyrirtækið hefur
sfofnsett skrifstofu í Beirut, en
auk þess hafa menn á vegum fyrir-
tækisins farið margar ferðir þang
að ai^étur eftir til þess að afla
viðskiþtasambanda.
Fór eina veltu
í gær fór bifreið úr Reykjavik
út af veginum norðan við Akur-
eyrarkaupstað. Bifreiðin fór heil-
an hring, og kom niður á hjólun-
um { sVokölluðum Hrappsstaða-
læk.
Þrír menn voru í bílnum, og
sluppu þeir ómeiddir, en bifreiðin
skemmdist mikið, E.D.
Flóðhylgfa granda9i T
7 manns á Formósu
NTB—Taiipeh, 24. júlí. i
Lögreglan í Taipeh á
Formósu skýrði frá þvi í
daig, að í flóðbylgju, seni
fylgdi í kjölfar hvirfilvinds,
hefðu 7 manns týnzt og 5
væri sakna'ð. Hvirfilvindur-
inn lierjaði á stóru svæði á
suðurhluta Formósu og
lagði m.a. í rúst heimili
15.000 íbúa og grískt gufu-
skip sökk í óveðrínu.
Heyde fyrir réti
NTB—Frankfurt, 23. júlí.
Wemer Heyde, prófessor,
sem sakaður er um þátttöku
í liinum svonefndu misk-
unnsemimorðUm á meira en
100.000 Gyðingum á tímum
Hitlers í Þýzkaland'i, verð-
ur nú leiddur fyrir rétt, ein-
hvern næstu daga. Eftir
stríðið’ fór Heyde huldu
liöfði undir fölsku nafni, en
var ha,ndtekinn fyrír tveim-
ur og h'álfu ári.
Glervatn . . .
Framhald af 1. síðu.
ver steypuna fyrir sýrunum úr
heyinu og þykir gefast vel til þess.
Hann sá þessa hugmynd í erlendu
'blaði fyrir sex árum og hefur not
að hana síðan. Glervatn er fram-
leitt í Reykjavík og notað til efnis
iðnaðar. S.J.I
Skákmóti
lokiö
Skákmóti bílstjóra á Norðurlönd
um lau'k í gærkvöldi. f fyrsta
flokki voru skráðir tuttugu kepp
endur, en sigur af hólmi bar Þórð
ur Þórðarson með 5,5 vinning; 2.
varð Zóphanias Márusson með 5
vinninga og 3. Óskar Sigurðsson
með 5 vinninga. Tólf keppendur
voru í öðrum flokki, en þar var
keppt í tveim riðlum. í fyrri riðli
urðu efstir og jafnir Ásgeir Bene-
diktsson og Hugo Möller með 3,5
vinninga. í seinni riðli urðu Þor-
valdur Magnússon og Börge Ander
berg efstir með 3,5 vinning hvor.
—- Ellefu keppendur voru í 3.
flokki. Þar var einnig ekppt í
tveimur riðlum. í þeim fyrri varð
Þórir Davíðsson efstur beð 3,5
vinning, en í þeim síðari Guðbjart
ur Guðmundsson með 3 vinninga.
Auglýsíð í
TÍMANUM
VERÐLÆKKUN Á
ÞAKPAPPA
TJÖRUPAPPI, 40 ferm. rúlla. kr. 275,00
ASFALT ÞAKPAPPI 40 ferm. rúlla kr. 316.00
SANDBORINN TJÖRUPAPPI
kemur í staS þakjárns, 20 ferm. rúlla kr. 255.00
MARS TRADING COMPANY H.F.
Klapparstíg 20 — Sími 1-7373
Utsala
Vegna mikilla þreíngsla í búðinni, er áformað að
selja út með miklum afslætti öll sumarkjólaefni,
ullarefni, pilsefni, gluggatjaldadamaskefni,
bobinetefni og jerseyefni, pg hefst salan í dag.
ATH.: — Útsalan verður eingöngu á Skólavörðu-
stíg 8.
Verzl. Toft
Akið sjálf
nýjum bíl
Almenna bifreiðaleigan h.f.
Hringbraut 106 — Sími 1513
Keflavík
AKIÐ
SJÁLF
NÝJUM BÍL
ALM. BIFREIÐALEIGAN
Klapparstíg 40
SÍMI 13776
ÞAKKARÁVÖRP
- 'I 'f - - - ý—: I. i— fa'i I •- ..
Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig á sextugs
afmælinu með heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Ragnar Gunnarsson, Fossvöllum
Islenzk hjókrunarkona
talar á norr. ráðstefnu
NTB-Osló, 18. júlí
Um þessar mundir stendur yfir
l OsIó ráðstefna norrænna hjúkrun
arkvenna. Á síðdegisfundi í dag
var tekið til umræðu aðaldagskrár
málið: Hjúkrun og umhyggja fyrir
öðrum á tímum tækninnar. Meðal
fulltrúa á ráðstefnuni er Anna
Loftsdóttir úr Reykjavík, en hún
hefur til skamms tíma starfað sem
hjúkrunarkona við xöntgenlækning
ar, en vinnur nú á skurðstofu Land
spítalans. Anna er formaður Hjúkr-
unarkvennafélags íslands.
Framsögumaður á fundinum í
dag var Gerd Zetterström Lager-
vall frá Svíþjóð. Ráðstefnu þessa
sitja fulltrúar hjúkrunarkvenna
allra Norðurlandanna. Anna Lofts
dóttir flutti ræðu á ráðstefnunni
í dag og fjallaði um umhyggju,
sem sýna beri öldruðu fólki og
hjúkrun þess.
Anna sagði meðal annars, að',
samkvæmt g^malli íslenzkri venju
Söltun í
Krossanesi
Akureyri, 18. júlí.
í fyrsta sinn í sögu Krossanes-
verksmiðjunnar var þar söltuð
síld í gær. Þá voru saltaðar 85
tunnur, sem Hafþór NK hafði kom
ið með, en auk þess kom Hafþór
með 400 mál í bræðslu. Verksmiðj
'an lét koma \ upp söltunarstöð í
vor, og er ætlunin að halda þar
áfram söltun í sumar. Alls hefpr
Krossanesverksmiðjan tekið á móti
23,700 málum í bræðslu fram til
þessa.
Til Hjalteyrar hafa borizt 21.000
mál. Verksmiðjurnar hafa á leigu
tvö norsk skip, Öskju og Unu, og
auk þess er rekin umhleðslustöð
á Seyðisfirði sem þar var komið
upp í sumar. Askja kemur hingað j
í kvöld í þriðja sinn í sumar, en '
Unn '"='ar nú á Seyðisfirði í fjórða |
sinn. — ED
þætti sjálfsagt, að fólk sæi fyrir
þeim ættingjum sínum, sem ekki
gætu séð sér sjálfir farborða.
Væri hér bæði um að ræða börn
og aldrað fólk.
Áður fyrr var það við'tekin venja
og þótti sjálfsögð, ag foreldrar
byggju hjá uppkomnum börnum
sínum, sagði Anna.
En nú er þetta breytt og gamalt
fólk þyrpist á sérstök elliheimili,
þar sem þörfin eykst fyrír hjúkr-
unai-konur til þessara starfa, og á
stærsta elliheimili íslands, sem nú
er 40 ára gamalt, vantar alltaf
hjúkrunarkonur. Á elliheimili
þessu komast fyrir 320 manns.
Hér hefur skapazt áður óþekkt
vandamál, sem þarf úrlausnar við
sagði Anna Loftsdóttir í lok ræðu
sinnar.
Allir fulltrúarnir tóku til máls
á fundinum í dag og ræddu um
hin ýmsu vandamál, sem efst eru
á baugi í sambandi við hjúkrun og
hjálparstörf í hverju landi.
200 stefna
Framtiald af 1 síðu.
Tíminn átti í gærkvöldi símtal
við Jón Árnason, út af frétt þess-
arí. Hann sagði að tala þeirra sem
stæðu að óskinni um dómsniður-
stöðu væri nú kominn yfir tvö
hundruð. Þeir væru úr öllum álf-
um heims, en hann kvaðst ekki
vita hvort nokkur rússneskur mað-
ur væri aðili að kröfunni um úr-
skurð.
Jón kvaðst ekki hafa séð ástæðu
til annars en ljá málinu lið, þegar
til hans var leitað, enda væri þarna
gengið hreint til verks og úrskurð-
arins leitað bæði í Washington og
Moskvu. Þessi krafa um úrskurð
væri komin fram i ljósi þeirra
staðreynda. að vísindamenn sem
gerzt mega vita segja að kjarn-
orkusprengingar í andrúmsloft-
inu séu hættulegar. Þær geti eitr-
að andrúmsloftið, en hins vegar i
telja þeir sprengingarnar tilgangs-!
l'tlar til rannsóknarstarfsemi.
í Tímanum
f 31 I N N, miðvikudagurinn 25. júlí 1962.
Handritin í. ■.
Framhald af 5. síðu.
Ofnasmiðjan h.f. hefur ann-
azt smíði hinna nýju bóka-
skápa, sem eru í handritaSafn-
inu. Eru það lokaðir skápar,
sem falla hver að öðrurn, en er
hægt að renna til á hjólum, en
sá háttur mun algengur í bóka-
hirzlum. Eiga skáparnir að
vera með öllu rykheldir, þegar
þeir eru lokaðir. Þá eru og í
geymslunni fimm vinnuborð
fyrir fræðimenn. Fylgja þeim
skápar og hirzlur fyrir bækur
og skjöl ,og á hverju borði
verður komið fyrir leslampa
með stækkunargleri og tæki til
að lesa af mikrófilmum, en
Landsbókasafnið hefur látið
mynda allmikig af handritum.
Handritin verða flutt í hin
nýju salarkynni næstu vikurn-
ar, og væntir landsbókavörður,
Finnur Sigmundsson, þess, að
starfsemi þar geti hafizt í sept-
ember næstkomandi.
Veiðíhorfur góðar
Framhaldaf 16. síðu.
kaupa síld og hafa menn á stöðv-
unum, neiti að viðurkenna hið
íslenzka mat, þegar þeir fá síld
iija afhenta. En það hefur komið
fyrir hjá Rússum, sem ekki hafa
menn hér til þess að velja síld
upp í samninga, sem gerðir hafa
verið við þá.
Útsvör á Akureyri
Framhald af 16. síðu.
300 kr., Amaró h.f. 168.200 kr.,
Útgerðarfélag KEA 146.100 kr.
og Linda h.f. .109.200 kr.
Hæstu einstaklingar voru Krist-
ján Kristjánsson með 487.200 kr.,
Valtýr Þorsteinson útgerðarmaður
með 60.200 kr. og Brynjólfur
Kristinsson með 56.200 kr.
Þessi félög greiddu yfir hundr-
a?s þúsund krónur í aðstöðugjöld:
KEA 1.440.200 kr., SÍS-verksmiðj
urnar 925,200 kr., Útgerðarfélag
Akureyringa 475,500 kr., Slipp-
stöðin h.f. 108.900 kr., Kaffi-
brennsla Akureyrar 104.000 kr.
og Amaró h.f. 103.300 kr.
Þeir einstaklingar, sem greiddu
hæstu aðstöðugjöldin voru: Val-
garður Stefánsson, heildsali, 78
þúsund krónur, Valtýr Þorsteins-
son, útgerðarmaður, 50 þúsund
kr., Kristján Jónsson, forstjórí, 46
þúsund og Brynjólfur Brynjólfs-
son, veitingamaður, 41 þúsund
krónur.
Godoy tekur völd
(Framhald al 3 síðu)
sem forseta eru veitt sam-
kvæmt stjórnarskrá landsins.
Hefur herinn þar með tekiS í
sínar hendur bæði löggjafar-
og framkvæmdarvaldið í land-
inu.
í hinni nýju stjórn eiga einungis
herforingjar sæti og er þar í for-
sæti Lindley, hershöfðingi, sem
var aðalstjórnandi byltingarinnar.
Allt er nú með kyrrum kjörum
í Perú. Panama lýsti því yfir í dag,
að það hefði slitið stjórnmálasam-
bandi við Perú, en mörg Suður-
Ameríkuríki hafa farið að dæmi
Bandaríkjanna, sem ekki einungis
slitu stjórnmálasambandi við Perú
heldur hafa þau einnig hætt fjár-
hagsaðstoð við landið.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
M.s. Skjaldbreið
vestur um land til Akureyrar
hinn 30. þ.m. Vörumóttaka til
áætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð og til Ólafsfjarðar
fimmtudaginn 26. þ.m.
Farseðlar seldir á laugardag.
V
15