Tíminn - 10.08.1962, Blaðsíða 3
Gífurlegir
skcgareldar
NTB— Drauignan, 9. áigúst.
Gífurlegir skógareldar
hafa enn einu sinni brot-
izt út í Suður-Frakklandi,
og þrátt fyrir stanzlausa
baráttu hundraða manna
v«ð eldinn, hefur enn ekki
tekizt að hefta útbreiðslu
hans.
Eldamir geysa í nánd við
fr&nskn Rivieruna, hjá St. Maxime
og St. Raphael, en það svæði er
mjög skógi vaxið.
Um 1200 slökkviliðsmenn og
hermenn vinna baki brotnu við
slökkvistörf, og um tfma í dag leit
út fyrir, ag þeim hefði tekizt að
ná tökum á eldinum og koma í
veg fyrir útbreiðslu hans. En
þá brugðust veðurguðimir, því
skyndilegur vindur hleypti nýju
fjöri í eldinn, sem læsti sig í ný
Kosninga-
baráttan
að hefjast
í Alsír
NTB — Algeirsborg, 9. ágúst.
Bráðabirgastjórnarnefndin í Al-
geirsborg skýrði frá því í dag, að
kosningabaráttan f Alsír myndi
hefjast næstkomandi miðvikudag
og standa fram til 30. ágúst, en al-
mennar þingkosningar hafa verið
ákveðnar þann 2. scptember og
verða þá kosnir 196 þingmenn til
fyrsta löggjafarþings Alsír.
Búizt er við, að sex milljónir
manna muni taka þátt í kosning-
unum.
Samkvæmt Evian-sáttmálanum
eiga 16 þingfulltrúar að vera
Evrópumenn.'
Fyrsta verkefni nýkjörins þings
verður að semja stjóraarskrá fyrir
landið og takist það ekki innan
árs verða nýjar kosningar fram
að fara, skv. Evian-sáttmálanum.
skógarflæmi, og ekki varð v
neitt ráðið.
Eldurinn barst mjög hratt yfir
og stefndi á Le Muy.
Sem dæmi um, hve magnaður
eldurinn var, má nefna, að banda-
riskir kvikmyndatökumenn, sem
voru x grennd vig le Muyn við
kvikmyndatöku, urðu í skyndingu
að taka saman föggur sínar og
hlaupa allt hvað af tók i burtu.
Sögðu sjónarvottar, að ekki
hefði mátt tæpara standa, og vel
hefði þarna getað orðið stórslys.
Eldarnir brutust. fyrst út á mið-
vikudaginn, og hefur þegar eyði-
lagt stór skógarflæmi.
Ferðafólk, sem hafði komið sér
fyrir í tjaldbúðum á þessum slóð-
um, urðu að taka upp tjöld sín í
skyndingu og flýja.
FAGNA
SEGRI
Myndtn hér tll hliðar er lítið sýn-
ishorn af hinum frábæru og eln
stæðu móttökum, sem Ben Bella
fékk h|á samlöndum sínum, er
hann gerðl Innrelð sfna til Algelrs
borgar ásamt stjórnarnefnd slnni
nú fyrlr skömmu, eftir að lýst
hafðl verið yfir slgri hans f valda
baráttunni við Ben Khedda.
Valdi beitt til að
sameina Kongó?
Brezka stjórnin andvíg beitingu
efnahagslegrar þvingunar
NTB
Brussel, 9. ágúst.
Varautanríkisráðherra Belgíu,
Bendrik Fayat, sagði í öld-
ungadeild belgíska þingsins í
dag, að belgíska stjórnin hafi
farið þess á leit við Adoula,
forsætisráðherra sambands-
stjórnarinnar í Leopoldvillc,
að hann hætti refsiaðgerðum
gegn Katanga.
Fayat var að því spurður,
hvort fótur væri fyrir blaðafregn
um þess efnis,. að Belgía hefði
ákveðið að taka þátt í framkvæmd
bandarískrar fyrirætlunar, sem
miðaði að því að beita Katanga
hervaldi til að knýja fram sam-
einingu alls Kongó
Fayat sagðist ekki geta skýrt
frá einstökum atriðum í áætlun,
sem enn væri á frumstigi, en svo
mikið gæti hann sagt, að Belgar
hefðu ekki samþykkt neitt enn þá.
AFP-fréttastofan hefur þær
fréttir frá Lundúnum, að brezka
stjórnin hafi enn látið í Ijós and-
stöðu sína gegn því, ag Katanga
verði beitt efnahagslegum þving-
unum.
Seadur heim meS hraði
NTB — Lundúnum, 9. ágúst.
Bandaríski nazistaleiðtoginn,
Lincoln Rockwell, sem fannst í
gærkveldi eftir ákafa leit brezku
lögreglunar, var í dag fluttur með
flugvél frá Lundúnum til Boston,
en brezka innanríkisráðuneytið
hafði nokkru áður gefið út skipun
um brottvísun Rockwells úr landi,
þar sem hann hafði komist til
Bretlanns á ólöglegan hátt.
Leynilögreglumenn fylgdu naz-
istaforingjanum alveg inn í flug-
vélina, en áður en Rockweli hvarf
inn í flugvélina rétti hann upp
hendina og kvaddi áhorfendur á
nazistavísu.
Skömmu eftii brottför Rock-
wells gaf brezki nazistaleiðtoginn
Colin Jordan úl tilkynningu, þar
sem segir. að nazistasamtökin í
landinu séu eftir sem áður ákveðin
í ag halda alþjóðlegt leyniþing
nazista, einhvers staðar á góðum
stað í Bretlandi 15. eða 16. ágúst.
Fyrirskipa
handtöku
Bidault
NTB — París, 9. ágúst.
Frá því var skýrt í París í dag,
að gefin liefði verið út skipun um
handtöku George Bidault, fyrr-
verandi forsætisráðherra Frakka,
en hann var fyrir skömmu sviptur
þinghelgi fyrir þátttöku sína í
OAS-samtökunum, og fer hann nú
huldu höfði.
Eins og kunnugt er, hafð'i Salan,
OAS-foringi sent frá sér bréf úr
fangelsinu í París, þar sem hann
t
útnefndi Bidault
sinn innan OAS
sem eftirmann
SAMSÆRI AFHJÚPAB
NTB — Reiife, 9. ágúst.
Lögreglan í Recife hefur afhjúp-
að undirróðurshreyfingu meðal
bænda í Norð-Austur-Brasilíu og
hafa a.m.k. 17 menn verið teknir
tii fanga fyrir þátttöku í samtök-
unum, sem talið er að Castró, ein-
valdur Kúbu standi fyrir.
Samningur Hellas og
EBE 24. ágúst
NTB— Brussel, 9. ágúst.
f tílkynningu frá ráð-
herranefnd. EBE, sem birt
var opinberloga í Brussel í
dag segir, ,að samningur
Hellas og Efnahagsbanda-
lagsins verði undirritaðir
þann 24. ágúst, en samning-
u.rinn kom til framkvæmda
þann 1. nóvember.
Hvirfilvindur
í Japan
v i
N8TB— Tokio, 9. ágúst.
Tveir mc,nn fórust og níu
særðust og ntörg þúsund
manna urðu heimilislaus'ir,
er ægi'legur hvirfilvindur,
sem áður hafði valdið bú-
sifjum á Formósu, gekk yfir
J.apan í dag. Jámbrautar-
línur eyðilögðust á 13 stöð'-
um og 840 hús skemmdust
verulega í flóðum, sem
fylgdu í kjölfar óveðursins.
Skotinn til bana
NTB— Tel Aviv, 9. ágúst.
ísraelskir landamæraverð
ir skutu í dag nokkrum
skotum á hóip mattna, sem
fóru yfir Iandantærin hjá
Gaza.
Einn ntaður fél'I í skot-
liríðinni, og við rannsókn
kom i ljós, ag hann hafði
meðferðis 11.000 egypsk
pund, sem álitið er ,að nota
hafi átt til undirróðurs-
starfsemi í Jórdaníu .
TÍMINN, föstudaginn 10. ágúst 1962
3