Tíminn - 10.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (ábi Andrés Knstjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri- Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu
húsinu: afgreiðsia. auglýsingar o? aðrar skrilstofur i Banka-
stræti 7 Simar 18B00 18305 Auglýsingasími 10523 Af-
greiðslusími 12323 - Asknftargjald kr 55 á manuði innan.
lands. í lausasölu kr 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Afglapaverkið, mikla
ÞaS er nú orðin staðreynd, sem ekki dylst neinum,
að gengislækkunin, sem gerð var í fyrrasumar, er mesta
fjárhágslegt afglapaverk, sem unnið hefur verið hér á
landi.
Engin efnahagsleg rök mæltu með þessari gengislækk-
un. Hún var óþörf vegna atvinnuveganna. Þeir gátu auð-
veldlega risið undir hinni hóglegu kauphækkun, er þá
var samið um. Afkoma atvinnufyrirtækja á s.l. ári, er
örugg sönnun um það.
Sá dilkur, sem þessi gengislækkun hefur hinsvegar
dregið á eftir sér, er orðin ófagur. Verðbólgan hefur
magnast stórkostlega. Meiri og meiri glundroði hefur
skapazt í launamál. Stórkostlega hefur verið skert geta
efnalítils fólks til framkvæmda og með því dregið úr
hinu almenna framtaki. Alveg sérstaklega bitnar þetta
þó á unga fólkinu.
Þess vegna er erfitt að hugsa sér öllu verra fjárhags-
legt afglapaverk og gengislækkunina í fyrra var.
Hvers vegna var þetta afglapaverk unnið?
Til þess lágu tvær meginástáeður. í fyrsta lagi var
þetta hefndaraðgerð ráðvilltrar ríkisstjórnar, er hafði
beðið ósigur fyrir réttlátum kjarabótakröfum almenn-
ings. Ríkisstjórnin taldi sig þess vegna þurfa að sýna
mátt sinn á einhvern hátt og þá helzt þannig, að það
væri líklegt til að skjóta almenningi skelk í bringu. í
öðru lagi stafafSi þetta af þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar
og hagfræðinga hennar að halda verði hinni almennu
kaupgetu niðri, svo að hér geti risið upp stórfyrirtæki og
stórkapitalistar.
Það er í samræmi við þetta síðarnefnda, sem ríkis-
stjórnin og hagfræðingar hennar hafa látið spr vel líka
þær miklu framleiðslustöðvanir, er orðið hafa á þessu
ári, og horfa nú á það skelfdum augum, að góðærið við
sjávarsíðuna kunni að auka þjóðartekjurnar svo mikið, að
ekki verði spornað gegn aukinni kaupgetu almennings.
Þess vegna eru stjórnarhagfræðingarnir nú farnir að
ákalla ráðstafanir til að draga ún eftirspurninni, þ.e.
kaupgetunni.
Enn dreymir því ríkisstjórnina og hagfræðinga henn-
ar um svipað afglapaverk og gengislækkunina í fyrra.
Aðein ein torfæra er í veginum. Það er efling Framsókn-
arflokksins i bæjar- ,og sveitarstjórnarkosningunum í
vor og þingkosningarnar á næsta sumri.
En af þessu geta menn vel ályktað, hvað bíður fram-
undan eftir næstu þingkosningar, ef stjórnarflokkarnir
halda meirihlutanum.
Mbl. og Nato
Mbl. segir, að Tíminn brjóti gegn anda og tilgangi
Atlantshafsbandalagsins með því að leyfa birtingu skoð-
unum, sem blaðið er sjálft ekki sammála.
Þetta er mikill rógur um Atlantshafsbandalagið. Meg-
inverkefni þess er að standa vörð um lýðfrelsi og skoð-
anafrelsi. Stefna þess er í anda franska rithöfundarins,
er komst að orði eitthvað á þessa leið: Eg er þér inni-
lega ósammála, en ég er reiðubúinn til að láta lífið í bar-
áttunni fyrir því. að þú fáir að segja það.
Ritstjórar Mbl. virðast hinsvegar hugsa á þessa leið:
Eg er þér innilega ósammála og ég er reiðubúinn til að
láta lífið í baráttunni fyrir því, að þú fáir ekki að segja
það.
Sem betur fer, er það andi hins franska rithöfundar
en ekki ritstjóra Mbl. er markar stefnu Atlantshafsbanda-
lagsins.
Walfer Lippmann ritar um alþiéðamál:mmnmmmm*■
Ráöstafanir til að auka þjóðar-
framleiðsluna skipta mestu
Kennedy verður aö sannfæra þjóð sína um nauðsyn slíkra aðgerða
EG HYGG, að repúblikanar
hafi rétt fyrir sér þegar þeir
segja, að vandi forestans gagn-
vart þinginu sé, hvernig honum
eigi að takast að fá hinn demó-
kratíska meirihluta beggja þing
deilda til þess að snúast á sveif
með stefnu hans í. innanlands-
málunum. Vandinn verður enn
hinn sami, þó að demókrötum
heppnist að halda þingmanna-
tölu sinni í nóvember og jafn-
vel þó að þeim takist að vinna
fimm til tíu þingsæti frá repú-
blikönum. Andstaðan í þinginu
,nær til nálega þriðjungs demó-
krata og svo að segja allra re-
púbiikana. Ég fæ ekki skilið,
að hægt sé að efast um að þessi
andstaða hvíli á alltraustum.
skoðanalegum grunni meðai
kjósendanna.
ÉG BÝST ekki við að neinn
viti, hvað það í raun og veru
er, sem skiptir kjósendum í
tvær fylkingar, þ. e. þá, sem
óska eftir endurbótum og ný-
breytni annars vegar og hins
vegar hinna. sem ekki vilja auk
in útgjöld ríkisins eða ríkis-
” frámkvæmdir. Að minni hyggju
nær andstaðan til um helmings
kjósenda. Ég trúi, að það sé
óskráð grundvallarregla hjá
okkur, að mikilvægar umbæl-
ur og nýbreytni nái ekki fram
að ganga nema a. m. k. tveir
þriðju hlutar kjósendanna séu
þeim fylgjandi.
Það er svo hin mikla spurn-
ing, hvers vegna svo stór hluti
kjósenda sé orðinn íhaldssam-
ur- samkvæmt þeirri merkingu,
sem Goldwater öldungadeildar-
þingmaður leggur í það orð. Að
mínu viti eru meginástæðurn-
ar efnislegs eðlis, en stafa ekki
frá háfleygum hugsjónum.
ANDSTAÐA gegn stjórn get-
ur orðið ærið beizk og á meg-
inrætur að rekja til andúðar á
sköttum, einkum hinum sýni-
legu, beinu sköttum, sem lagð-
ir eru á til þess að greiða mikil
hernaðarútgjöld og standa
straum af félagslegum umbót-
um og framfaraáætlunum rík-
isstjórnar og fylkisstjóra. Skatt
bitið veldur andstöðu vegna
þess, að undan því svíður, og
vegna þess, að við höfum í
allmörg ár orðið að kosta víg-
búnað, umbætur og framfarir
af vanefnum grózkulítils efna-
hagslífs. Sviðinn kemur fram í
KENNEDY
því, að öllum fjölda manna
finnst stjórn — og alveg sér-
staklega stjórnin í Washing-
ton — vera eins konar fram-
andi óvinur, sem þurfi að
lækka rostann í.
Óánægjan með skattbitið
magnast við svikin, spilling-
una og óréttlætið, sem fylgir
meðferð mjög hárra ríkisút-
gjalda, — verksamningum
vegna herkostnaðar, styrkjum
vegna landbúnaðarvara, birgða
söfnun, atvinnuleysisstyrkjum,
ýmis konar opinberri aðstoð, o.
s. frv. Hneykslin eru að vísu
einkum á útjöðrum hinnar op-
inberu stjórnar, en þó gerast
nægilega mörg smá eða stór
hneyksli í nálega hverri borg
og þorpi til þess að styrkja þá
skoðun, að stjórnin sé ekki ein-
ungis óvinur, heldur hafi hún
spillandi áhrif á siðferði borg-
aranna.
ÞETTA eru meginstoðirnar
undir andúð á mikilli stjórn og
háum ríkisútgjöldum. Það er
mín skoðun, að þessa andúð sé
ekki hægt að kveða í kútinn
með því að reyna að afla sér at-
kvæða þeirra, sem njóta góðs
af velferðarmálum eins og
sjúkratryggingum. Slík ofurá-
herzla á velferðarmál gerir
ekki annað en villa um og leyna
réttum orsökum þess, að Kenn
edy var kjörinn. Sjúkratrygg-
ingar eru til dæmis mjög æski-
legar. En samt á ekki að gera
þær að úrslitaatriði, sem örlög
stjórnarinnar velti á. Það, sem
úrslitum réði í átökunum 1960
milli demókrata og Eisenhow-
ers forseta, var sú skoðun, að
styrkja þyrfti aðstöðu Banda-
ríkjanna í heiminum og auka á-
hrif þeirra. en til þess að það
auðnaðist yrði fyrst að hressa fj
upp á efnahagslífið innanlands. fi
Meginmarkmið Kennedy-stjórn 1
arinnar var að gera ríkið sterk- 0
ara í stríði og friði og leiðin S
að auknum styrk var að breyta
kýrrstæðu efnahagslífi í fjör-
ugt efnahagslíf.
FORSETINN játaði nýlega á
blaðamannafundi, að stjórn
hans hefði „ekki getað lagt
fram fjárhagsformúlu“, sem
yki vaxtarhraða efnahagslífs-
ins. Og hvers vegna ekki? Ekki
vegna þess, að formúlan sé ó-
finnanleg. Nokkrum gerðum af
henni hefur þegar verið beitt
með ágætum árangri í Vestur-
Evrópu. Formúlan hefur ekki
fundizt vegna þess. að til þess
þarf aðgerðir, sem hin íhalds-
sama stjórnarandstaða leggst
eindregið gegn Með þessum
hætti verður það. að hægfara
efnahagslíf. sem mikil útgjöld
til vígbúnáðar. umbóta og fram
fara þjaka, veldur íhaldssöm-
um anda meðal þjóðarinnar. —
Hinn íhaldssami andi hindrar
aftur stjórnina í að koma við
aðgerðum, sem vinni bug á
hægagangj efnahagslífsins. Sú
staðreynd, að okkur fer ekki
fram, eykur á viljann til þess
að standa í stað
Forsetinn á aðeins eina færa
leið til þess að fá þingið til að
heimila þær aðgerðir, sem örva
efnahagslífið. Það er með því
að snúa sér til almennings og
sannfæra mikinn hluta , hans
um, að í efldu og gróandi efna-
hagslífi felist bezta og eina
vonin um að geta borið erfiðis-
laust nauðsynlegar byrðar víg-
búnaðarins og óhjákvæmilega
byrði þess að halda fimm daga
vinnuviku með þeim hætti, að
breytt þjóðfélag njóti hennar
vel.
Héraðsmót í Ásbyrgi
samkomugestum til sóma
Sunnudaginn 29. júlí hélt Ung-
mennasamband Norður-Þingeyinga
héraðsmót í Ásbyrgi. Veður var
hið ákjósanlegasta og Byrgið í
sínum fegursta, skrúða. Síðari
hluta laugardagsins fór fólk að
tinast að og velja sér tjaldstæði.
Talið er, að hátt á annað þúsund
manns hafi heimsótt staðinn þessa
helgi.
Samkoman hófst með guðsþjón-
ustu, séra Örn Friðriksson, Skútu-
stöðum prédikaði en söngfólk úr
kirkjukórum héraðsins söng undir
stjórn Bjargar Björnsdóttur. Björn
Ifaraldsson flutti ræðu, Rósberg
G. Snædal rithöfundur las kvæði
og flutti gamanþátt. Karlakór Mý-
vetninga söng undir stjórn Arnar
Friðrikssonar. Þá sýndi Jón Ei-
ríksson, Fagranesi, bjargsig, en
hann er þaulæfður sigmaður þjálf-
aður í Drangeyjarbjörgum. Keppt
var í íþróttum og dans stiginn á
palli fram eftir nóttu bæði kvöld-
in. Hljómsveit Friðriks Jónsson-
ar, Helgastöðum spilaði. Samkom-
an fór vel fram, enda var áfengis
ekki neytt þar, svo að það setti
sinn svip á mótið. Samkomustjóri
var Þórarinn Haraldsson.
Hér hefur verið köld tíð í sum-
ar, köl í túnum og léleg spretta.
Síðustu dagana í júlí kóm eindæma
góð þurrkavika. í þessum þurrka-
kafla náðu margir bændur fyrri
slætti með góðri verkun, eo vegna
þess hvað heyimeru litil Kaf» menn
horið meira á mílli slátta. er venja
er, þó langt sé liðið á sumar. Verð-
ur hér sem oftar gifta að ráða
hvort úr bætist.
Þórarinn Haraldsson.
TÍMINN, föstudaginn 10. ðgúst 1962
%