Tíminn - 10.08.1962, Side 8

Tíminn - 10.08.1962, Side 8
 iííii ....... J ...............................................i ÖWÍW'' •ifíWr ^ ,v*v v'',,>v/v-:,v‘v«’iV/':V<' TIMINN, föstudaginu 10. ágjíst 1962 StaldraS viS kvöldstund á Þórshöfn Þar sem Starfsfólk frystihúss, síldar- og flskimjölsverksmiSju. Verkstjórlnn, Árni Árnason, er annar frá hægri í annarri röð. Ijalirnar segja sögu Það er tekið að síga á seinni hluta laugardagsins 28. júní, þegar við komum til Þórshafnar. Þetta hefur verið himneskur dagur, blíðalogn og sól.skin. Þeg- ar hér er komið sögu er sólins hins vegar farin að lækka á lofti og kastar rauð um bjarma á hafflötinn. í kvöld ætlar unga fólkið að dansa í Ásbyrgi. Við höfum mætt mörgum bílum þétt- setnum ungum Þórshafnar- búum, sem stefndu áleiðis til Ásbyrgis, ætluðu að una þar eina nótt, ef ekki tvær, æskuglaðir í þessu fagra hóffari Sleipnis. Það er fagurt við Þistilfjörð, og Þórshöfn er orðin myndar- legt kauptún, og sérstaklega hlýtur það að vekja athygli ferðamanns, sem komið hefur til Þórshafnar fyrir nokkrum árum og kemur þangað aftur nú, hvílfkur reginmunur er á útliti húsa nú eða var þá. Fyr- ir tíu árum var hægt með sönnu að segja, að kofarnir römbuðu þar einn og eirin, út- lit húsa bar ekki vott um neinn sérstakan fegurðarþorsta, trjá- garðar við hús svo til óþekkt fyrirbrigði. Þórshöfn árið 1962 er harla ólík því, sem var árið 1952, Nú eru kofarnir horfnir margir hverjir, hús orðin vand- lega máluð, lóðir vel hirtar og snotrir garðar farnir að 'Skjóta upp kollinum. Þórshöfn dags- ins í dag hlýtur að fá þau um- mæli komumanns, að hún sé snoturt og hreinlegt kauptún. Við höfum hafnað heimá á heimili Gísla R. Péturssonar, kaupfélagsstjóra og konu hans Védísar Kristjánsdóttur. Öll heimili hafa sín sérkenni, fólg- in í hinum ólíklegustu afbrigð- um. Ætli mætti ekki telja þessu heimili það til sérkenna, að hér býr yngsti kaupfélags- stjóri landsins 24 ára gamall með konu sinni, sem auk þess að vera eiginkona og móðir, er dux úr Samvinnuskólanum árið 1961. — Um Gísla R. Pétursson er það annars að segja, að hann er Reykvíkingur í húð og hár, og fæddur á Bergþóm- götunni. Fékk í Reykjavík sína barndómsfræðslu, eins og lög gera ráð fyrir, sat tvo vetur í Lindargötu'Skólanum en inn- ritaðist síðan í Verzlunarskól- ann og stundaði þar nám til vorsins 1956, að hann lauk það- an verzlunarprófi. Sama ár gerðist Gísli starfsmaður við sjávarafurðadeild S.Í.S. og gegndj því starfi til haustsins 1958, að hann hélt vestur um haf á vegum Sambandsins. Starfaði hann þar á vegum þess til jafnlengdar 1959, að hann hóf aftur störf hjá sjáv- arafurðadeild S-Í.S. hér heima. Er svo skemmst frá því að segja að hann réðist kaup- félagsstjóri til Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn frá og með 15. maí 1961 að telja, þá 23 ára gamall. Þetta em nú höfuðþættirnir í lífssögu Gísla, og má segja að ferill hans sanni fullkom- lega það traust, sem íslenzku samvinnusamtökin jafnan hafa sýnt ungum mönnum. Hætta er á, að bændum undir grænnj torfu hefði þótt hann ungur „factorinn hjá Þórshafnar- höndluninni‘‘, en þrátt fyrir æsku er það hvergi að sjá, né heyra að Gísla R. Pétursson skotri æviár til að geta setið stól sinn. En heyrum nú tivað titt- nefndur Gísli hefur að segja: — Segðu mér Gísli, hvernig kann Reykvíkingurinn í þér við sig hér norður við Langanes? — Alveg prýðilega. Ég uni mér alveg sérstaklega vel hérna. ■ — Þótt hér séu hvorki Breið- stræti New Yorkborgar eða rúnturinn í Reykjavík? — Það eru aukaatriði. — Og hvernig þreyir maður þá helzt veturinn hér? — O, maður hefur nú bara drepið flestar stundir með vinnu. Annars er það mesti misskilningur að það sé eitt- hvað leiðinlegra úti á landi en í Reykjavík. Mesti misskiln- ingur. — Hvað er helzt tíðinda hér á Þórshöfn? — Ja, ætli við byrjum ekki á atvinnumálunum, ætli þau séu ekki rétt undirstaða mann- lífsins hér, eins og annars staðar? — Og hvað er helzt fregna af þeim? — Það má telja til tíðinda, að á síðastliðnum vetri var stofnað hér Fiskiðjusamlag Þórshafnar h/f. Þessi félags- skapur tók á leigu frystihús kaupfélagsins og hefur með að gera alla fiskverzlun hér á Trlllu- og þilbátaflotinn við bryggju á Þórshöfn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.