Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 13

Tíminn - 10.08.1962, Qupperneq 13
Kvöldstund á Þórshöfn Framhald á bls. 13. hér miklar náttúruhamfarir í fyrra haust? — Já, það er rétt. Við urð- um fyrir miklu fjártjóni hér í nóvember í fyrra, þegar sjór flæddi hér langt upp á land og flóðaldan braut niður hluta af hafnargarðinum. — Er búið að gera við skemmdirnar, sem urðu á hafnargarðinum? — Nei, það er ætlunin að gera það ekki fyrr en næsta ár, en þá er ætlunin að lengja og ljúka endanlega byggingu garðsins. Allar viðgerðir á garðinum eru látnar bíða þang- að til. — Hvernig var það, slapp Kaupfélagið alveg? — Nei, skemmdirnar komu líka tö.luvert niður á því, sjór- inn flæddi í allar geymslur. En eiginlega fórum við þó bet- ur út úr þessu, en annars hefði mátt ætla, því 5 klukku- stundum áður en flóðið skall yfir, fluttum við allar jólavör- urnar á óhultan stað. ' — Hvað heldurðu að tjónið hafi numið ykkur miklu? — Ætli það hafi ekki orðið einar 270 þús.undir. Fiskigegndin eykst — aflinn kallar á stærra frystihús — Jæja Gisli, mörg framtíð- aráform á prjónunum? — Bezt að vera fáorður um allt, sem varðar ókomna daga, en eitt skal ég segja þér, og það er, að fiskimagn, sem berst hér að landi, eykst með hverju árinu, sem líður, en aðstaða í landi ekki að sama skapi. Frysti húsið ræður ekki við aflann, það er alltof lítið. Það annar ekki nema 20 tunnum áf slægðum fiski til úrvinnslu, miðað við 10 stunda vinnudag. — Hvað aflast hér mest? — Það hefur farið upp í 50 tonn á dag, hæst. — Það virðist þá margt ó- unnið starfið eftir í landi? — Já, framtíðarverkefni Fisk iðjusamlagsins er, að byggja framtíðarfiskiðjuVer. Búið er að kaupa lóð milli bryggju og hafnargarðs, og þar er þessi bygging fyrirhuguð. Fyrirhug- að er að reyna að byrja á næsta ári, og er ætlunin að byrja á byggingu fiskmóttöku- og saltfiskhúss. Það er í raun- inni alveg lífsspursmál, að verði hægt að byggja þetta á næsta ári. Mjólkursamlag næsta skrefiS í málum bændanna — Hvað um hag baéndanna á þessu kaupfélagssvæði? — Afkoman er léleg. Hér um slóðir er aðallega rekinn sauðfjárbúskapur. al.ls ekkert sem heita má u.m blönduð bú — Er -^nunum. sem bætt geti haginn? — Já, stærsta n >!' er n' það, að fyrirhugað er að hefja byggingu mjólkursam- lags, og er verið að teikna það og skipttleggja þessa s'undina Ástæðurnar fyrir byggingu mjólkurbúsins eru etnkum oe sér í lagi tvær. Önnur er sú að eins og sakir standa. búum við hér á Þórshöfn við mjólk urskort. Bændur geta hins vegar ekki bætt mjólkurfram leiðsluna, nema með því skil- yrði að hægt verðj að taka alla mjólkina. Því getum við hins vegar ekki lofað nema við get- um unnið það af mjólkinni. sem ekki fer til neyzlu. Önnur ástæðan, og sú, sem ekki er léttari á vogarskálinni er sú. að við sjáum að þetta verður til stórra. hagsbóta fyrir bænd- urna. Á lofti, á láði og legi — Hvað um samgöngur við umheiminn? — Þær má telja mjög góðar. Yfir sumarið eru tvær flug- ferðir í viku, en ein yfir vet- urinn. Nú yfir suLmarið eru tvær vöruflutningaferðir viku- lega úr Reykjavík og tvær fólksferðir frá Akureyri. — En svo breytist þetta yfir veturinn? — Já, þá er bara ein ferð í viku og svo strandferðirnar. Að loknum kvöldverði verð- ur okkur Gísla gengið út í góða veðrið og kvöldsólina, og þá er það sem ég kemst að því, að þessi ungi maður hugs- ar um fleira en sín daglegu störf. ,,Ég skal segja þér, að uppi á lofti hjá okkur í kaup- félaginu er heill hlaði af göml- um verzlunarbókum og skjöl- um, sem ég bjargaði af loft- inu niður í gömlu búð. Þær eru orðnar æði gamlar snmar,“ verður Gísla að orði. — Þetta vekur einhverja forvitni í brjósti þess, er þetta ritar, og það verður úr að við göngum upp á kau.pfélagsloft. Og mikið rétt, hér er heljarmikiLl stafli af gömlum verzlunarbókum og skjölum. Hér í þessum bókum er mikil saga geymd ,ekki ein- ungis saga verzlunarinnar, held ur líka einstaklinganna, sjálfra viðskiptavinanna. „'Mér finnst ég vera farinn að kynnast sumum þeirra,“ segir Gísli, „það er alveg ótrúlegt hvað bækurnar segja mjkið, þó þær séu ekki margorðar." Þarna eru bréfasöfn til verzlananna, og aftur copiubækur þeirra. Þarna eru bréf frá skörungnum Arnljóti presti á Sauðanesi. Á einum stað biður hann Örum & Wulfs-verzlun að greiða „skyttunni Halli Guðmundssyni 15 krónur — krónur fimmtán fyrir hönd Sauðaneshrepps út úr hans reikningi." Þannig er saga sú, er verzlunarbækurn- ar segja. 15. október 1892 hef- ur Jón Sveinsson tekið út í reikning sinn „eitt tvinnakefli, hvítt og hálft pund hvítasyk- ur.“ „Ég ætla að láta skrá þetta, og senda það síðan Þjóð- skjalasafninu", segir Gísli, og bætir svo við: „Það er full á- stæða fyrir Þjóðskjalasafnið að gera út leiðangur og kembá þessa staði, því eins og við sjá- um, þá er þetta liggjandi hist og her. Og almenningur gerir sér bara ekki grein fyrir því, hvað þetta er.“ „Verzlunarástandið mótað í aldargamlar gólffjalir" — Þá eru sendibréfin í =kjal.apökkunum ekki síður girnileg til fróðleiks. Þau lýsa vel mönnunum, sem þau hafa ritað. efnahag þeirra, eiginleik- um og ástæðum. Sum eru hrein og bein, en önnur full af auð- mýkt og ótta við kaupmann- inn. — Þú ættir að koma og sjá gólffjalirnar í gömlu búðinni Fyrir framan factorsdyrnar er dæld í gólfið. Það hafa sagt mér gamlir menn að þar hafi þeir. sem lítið áttu undir sér, nft tvístigið. nuddandi hend- urnar. áður en þeir lögðu í að knvja á dyr faktorsins.“ segir Gísli Það verður úr að við löbbum ofan i Gömlubúð Og þetta r^ynist engin skreytnj. Gamla búðargólfið er úr þvkkum borð um, en í dældinni fyrir framan factorsdyrnar or búið að ganga niður úr fjölunum, Það leynir sér ekki, að hér hefur verið háð stríð, — sálarstríð. Kannski skilur maður aldrei betur, en einmitt við slíka sýn, hvernig á því stóð, að fólkið myndaði sínar eigin verzlanir — kaup- félögin. Tíminn er fljótur að líða, á þessu unga og geðþekka heim- ili og er víst orðinn langt geng- in í þrjú, þegar bíllinn renn- ur úr hlaði. Á leiðinni upp á Axarfjarðarheiðina er Frakka- gil á vinstri hönd. Þar segir sagan að Þistilfirðingar hafi endur fyrir löngu hengt í hömr um í gilinu, fingralanga Fland- ernmenn, sem höfðu gerzt nær- göngulir við búfénað þeirra. Ekki veit ég sönnur á þessu, en sé það sannleikanum sam- kvæmt, mun sú óvægilega land- vörn að öllum líkindum vera eins dæmi f íslandssögunni. i KI' Rætt vlö frú Dóru Framhald at 9 síðu ar og ritstarfa var mér samt veitt prófessorsstaða við New York há- skóla. Já, það er dásamlegt að koma og finna ættingja sína á íslandi og sjá hvað Reykjavík hefur vaxið og fríkkað í hvert sinn og.ég kem. Mér virðast heimili á íslandi fal- leg og samheldni rík innan fjöl- skyldna. Það eru þættir í þjóðlíf- inú, sem vert er að rækta af alúð- Frú Dora Lewis er glæsileg kona í sjón og starfsferill hennar ber gáfupi hennar og dugnaði órækt vitni. Hefði verið gaman að hafa meira næði til að spjalla við hana, en fáeinir dagar líða fljótt, þegar skipta skal tímanum milli margra ættingja og vina. Við þökkum frúnni komuna og óskum henni góðrar ferðar. Sigríður Thorlacius. 'f'DUVANGUR Framhald al 2 síðu sinn, sem slíkri trú er haldið' að landsmönnum um yfirnáttúr- Iega forsjón ríkisstjórnar. En nú spyrja margir, hvort Morg- unblaðið mundi hafa skrifað leiðara um það, ef hér hefði ver ið illt árferði. að aflaleysi, gras- lcysi og illviðri væri ríkis- stjórninni að kenna. Mundi þá hi.ifa knmið forystugrein í Morg unblaðinu til dæmis undir nafn inu: „Afialeysi cig illæri við- reisnarstjórninni að ken,na“. Þessu ættu Morgunblaðsrit- stjórar að velta fyrir sér stund- arkom. Bíla- og búvélasalan Hefi kaupendur að litlum dráttarvélum Farmal Cup Hanomac íða Deauts og clestum öðrum búvél- um. Bíla- & búvélasalan Eskihlíð R v'Miklatorg simi 23136 Eldflaugar Framhald af 16. síðu. metra, en hin minni nefnist A1 Wafer og dregur 350 kílómetra. Þýzk kunnátta Aðeins lítið af eldflaugahlutun- um er framleitt í Egyptalandi. Hitt er keypt hér og þar, aðallega í Þýzkalandi. Þaðan koma líka helztu eldflaugasérfræðingarnir. Fyrst og fremst er það próf. Sang- er frá Stuttgart, sem stjórnar rann sóknastörfunum, síðan hann varð að láta af embætti heima hjá sér 1961. Vísindamenn frá Austur-Þýzka- landi hafa einnig tekið þátt í rann sóknastörfunum. Þar á meðal eru þekktir menn, eins og verkfræð- ingurinn Piltz, sem var eldsneytis sérfræðingur Þjóðverja á stríðs- árunum og próf. Gurke, rafeinda- fræðingur. Tilraunirnar fara fram við verk fræðideild Kairo-háskóla, og mikil áherzla hefur verið lögð á að dylja þær sem veðurfræðilegar rann- róknir. Frægðarljómi Þessar egypzku eldflaugar eru vissulega ekki sambærilegar við eldflaugar stórþjóðanna. En þær eru hættulegar samt. Aðalatriðið fyrir Nasser forseta, er þó, að vitn eskjan um þær hefur fært Egypta landi stóraukna virðingu meðal ná.grannaþjóðanna og hjálpar land inu til að vera áfrarn forustuþjóð Arabarikjanna Laxastlgi Frarnhnld af 16. síðu tveggja metra vatnsdýpi. Yfir veggina rennur vatn, en megin hluti þess rennur í gegnum rör, sem eru fest í veggina, og get- ur laxinn valið um, hvort hann vill fara rörið eða stökkva, og er talið að 70% þeirra muni velja rörið. Eins og áður segir,- er hér um nýjung að ræða í gerð laxastiga og hafa fróðir menn trú á henni. Ljósm. Tyrfingur Þórarinsson Afallalaus Framhald af 16 síðu. fluttir inn yfir 500 Land-Rover af nýrri gerðinni — gerð II — en 250 af gerð I voru fyrir. Blaðamönnum var nú boðið í bíl ferð og heimsóttir voru eigendur beggja gerðanna. Þorgeir bóndi Jónsson í Gufunesi, og þau hjón- in Jónína Jónsdóttir, ljósmóðir, og Lýður Skúlason, óðalsbóndi á Keldum á Rangárvöllum. Jónína ljósmóðir sagði. að Land-Roverinn þeirra hefði verið í fyrstu send- ingunni, sem kom hingað fyrir 11 árum. Síðan þau fengu hann, hefði ekkert brotnað í honum, og eina viðgerðin hefði verið ventla- slípun. Honum hefur verið ekið hátt á annað hundrað þús. kílóm. og slitið fjórum umferðum af hjól börðum. GræSa á Grænlandí Framhald af 16. síðu. að hefjast árið 1966. Talið ' er, að hægt verði að vinna þar um 600000 tonn af molybden. Þörfin í heimin- um, er sem stendur 35000 tonn á ári og mun vafalaust aukast mikið á næstu árum. í gær fékkst staðfesting á þeirri fregn, að Ameríka vill auka viðskipti sín við Danmörku í sambandi við hernaðarbækistöðvar þeirra á Grænlandi. Hingað til hef ur Danmörk selt þangað vist ir og annað fyrir 50 millj. króna á á.ri, en sú upphæð hefur verið aukin upp í 125 milljónir króna á ári. — Aðils. Trúlofunarhringar - Fl.lót afgreiðsla GUDM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Simi 14007 Sendum gegn póstkröfu. STÖOVARSTJÓRASTARF Stöðvarstjórastarf hjá Flugfélagi íslands í Vest- mannaeyjum er laust til umsóknar frá 1. októ- ber n.k. Væntanlegir umsækjendur sendi umsókn sína til aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík fyrir 1. sept- ember n.k. ICJE flklíS F?álf nýivm bíl Almenna bifreiðaleigan h.f. Hringbrm]' inc — Siuu 1513 Keflavík AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL 4I.M BIFREIÐALEIGAN ’* ^arstsg 40 -,.'41 13776 íþróttir Framhald af bls. 12. ir leikmenn: Kelly (Preston); Dunn (Manch. Utd.); Traynor CSouthampton); Saward (Hudders field); Hurley (Sunderland); Mc Grath (Blackburn); Hale (Don- cester); Giles og Cantwell (tóanch. Utd.); Fogarty (Sunderland) og Tuohy (Newcastle). TÍMINN, föstudaginn 10. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.