Tíminn - 10.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.08.1962, Blaðsíða 14
LINDEN GRIERSON unum og hjarts'láttinn, hafði hún kynlega andúð á því að bi.ðja um hjálp frá manninum, sem synti við hlið hennar. Það var sama sem að játa ósigur sinn, og hún hafði á tilfininngunni, að honum félli það ekki. Auk þess kærði hún síg ekkert um að hann snerti við sér. En limir hennar voru þungir sem blý og hún gat varla hreyft fætur eða handleggi öllu lengur, og hún vtósi að hún gat sokkið á hverju augnabliki. Hún náði ekki andan- um, og það var móða fyrir aug- um hennar, hún varð að biðja um hjálp hans, ellegar sökkva . . . Þá komu brúnir armar gegnum vatnið rétt fram fyrir hana, og hún tók andköf af gleði og grcip fa-st j. Hún heyrði hann segja upp- örfandi: — Við erum alveg að komast að flekanum, senorita. Mario tók þessu eins og það-væri daglegur viðburður, að hún synti svona langt og Elenor var helmingi þakk látari honum vegna þess, hversu rólega hann tók því. — Fjandinn sjálfur! Eins og í fjarlægð heyrði hún rödd Jeffreys. — Hver dirfist að skipta sér af þessu? Hann starði fokillur á dökkt höfuð Marios, þegar hann klifraði upp á flekann og hjálpaði Elenor upp. I — Það er Mario, leiðsögumað- urinn, útskýrði Terry og leit skelfdur á líkbleikt andlit Elenor. Hún lá kyrr og reyndi að ná and- anum, Mario settist kvíðafullur við hlið hennar og horfði á hana, svo sneri hann sér að hinum fimmta á flekanum. — Vissuð þér ekki, að senor- ita kann ekki að synda sérstaklega mikið? — Eg hélt, að hún væri að gera að 1 gamni sínu, Jeffrey sneri sér undan, þegar hann sá svipinn á andliti hins innfædda. — Senorita lýgur' ekki, tautaði Mario. — Það var sannarlega engin þörf á því, að þú kæmir þjótandi til að leika hetju, hvæsti Jeffrey. — Hún var ekki í neinni hættu . . . ég hef unnið heiðursverðlaun fyrir að bjarga frá drukknun. — Senor er sannarlega hepp- inn, svaraði leiðsögumaðurinn ró- lega. — Eg hef aldrei fengið slík vcrðlaun, en ég ve}t og skil, þegar einhvcrjum er ekki vcl við að synda í djúpu vatni. Vonuðuzt þér til að gela reynt snilLi yðar á senoritu Penny? — Heldið kjaíti. mannkerti!, hrópaði maðurinn, sem Elenor ætlaði að trúa fyrir leyndarmáli sínu. Mario yppti öxlum eins og hann | bæði afsökunar á ókurteisi hins. 1 Svo leit hann niður á Elenor aft- ur og brosti, þegar hún opnaði augun og settist upp. Hún andaði rólegar núna og var ekki lengur hrædd. Bakaleiðin skelfdi hana ekki. Mario myndi vera við hlið hennar. — Mér líður ágætlega núna, sagði hún og brosti við Rose, sem horfði áhyggjufull á hana. Svo bætti hún við hreykin: — En mér. tókst það, þótt ég yrði að fá hjálp síðasta spottann. — Eg sagði þér, að þú gætir það. Þú stóðst þig ágæ'lega lengst af. í næsta skiptí, sem þú reynir, gengur enn betur, það er bara um áð gera að reyna, sagði Jeffrey s'uttur í spuna. Elenor lyfti höfðinu, og þegar hún sá, að það var eins og Mario stirðnaði upp, sagði hún hæglát- lega: — Það verður ekkert næsta 'Skipti, Jeffrey. Eg hef alltaf ver- ið vatnshrædd, skilurðu. Þótt ég byggi hér alla mína ævi, myndi ég aldrei læra aimennilega að synda. Hún leit undan og bætti við: — Eg sá einu sinni manneskju drukkna og . . . og ég get aldrei gleymt því. — Fyrirgefðu. Hann settist við hlið hennar. — Eg vissi það nátt- úrlega ekki. En ef sú mannvera hefði kunnað almennilega að synda, er trúlegt að hún hefði alls ekki drukknað. — Hvernig kem'Stu til baka aft- ur? flýtti Rose sér að segja. — Við Terry getum . . . — Eg syndi með Mario, sagði Elenor einbeitt. — En . . byrjaði Jeffrey, en Mario greip fram í fyrir honum. — Afsakið, senor. Senorita borgar mér vel fvrir að þjóna henni. Þar í er innifalið að hjálpa henni aftur til strandar-innar. Hann reis á fætur og krosslagði ama u.m brjóstið og Rose va'•ð að byrgja niðúr í sér hláturinn. Mario virði'ú sannaifl.ega til alh fær Þarna stóð hann í blautum stntt- buxum og skyrtu með h6rið niður á enni. en samt var eit'hvað virðu legt við hann. ng á því andartaki skildi hún, að Mario hatað^ þenn- an Jeffrey Greene. — Eg ætla að hvila mig dálítið. Elenor kamði s'g ekki um að fara strax af stað aftur — Þið þrjú getið synt til baka, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér. Eg er búin að jafpa mig. Þau sáty st mdarkorn svo steyptu þau sér út í vatnið. Mario beið þolinmóður. þar til Elenor var reiðubúin að synda aftur. Jeffrey kom aftur að flekanum og spurði, hvort hún vildj ekki synda með sér, en Eelenor hristi bara höfuðið og hann synti brott. Hún horfðd á eftir honum með hnyklaðar brúnir og óskaði þess af öllu hjarta, að hún þyrfti ekki að umgangast hann eins mikið og óhjákvæmilega hlaut að verða. Og það var nauðsynlegt, að hún bæri fullt traust til hans . . . Þegar hin voru komin alla leið, leit hún á leiðsögumann sinn. — Þakka þér fyrir þú komst, Mario, sagði hún blátt áfram. — Nú skukrm við koma. — Já, senorita Hann renndi sér niður í vatnið og bún fylgdi hon- um án þess að hika,. — Ef þér viljið vcra svo vingjarnlegar að leggja hendurnar á axlirnar á mér. Svona! Slappa bara af, ég er sterku.r og . Munnur hans fyllt- ist af vatni og hann hóstaði. — Það er kannski bezt. að ég bíði nieð að tala . sagði hann Elenor hló og slappaði áreynslu laust af. Það virtust aðejns líða örfá andartök, þá fann hún fast land undir fótum á ný — Þakka þér fyrir, Mario. Hann brostj himinlifandj til hennar og gekk á eftir henni til Rose, scm rétti Elenor handklæði. Elenor tók gætilega af sér bað- hettuna og aðgætti, hvort hnútur- inn í hnakkanum hefði nokkuð af- lagazt. Jeffrey var fýlulegur að sjá, og hún vonaði, að hann kæm- ist í almennilegt skap, ef hún þætlist gleyma öllu saman. En hennj þótfi vænt um, að hann átti ekki að vera með í ökuferðinni, sem þau ætluðu í eftir matinn. Það var glaðleg þrenning, sem hitti Mario við bílinn klukkustund síðar. Terry bar með sér stóra matarkörfu, og Rose var með myndavél, sem Mario lagði í aft- ursætið. Föggum Elenors til far- arinnar var komið fyrir í fram- sætinu og síðan beið hann þolin- móður, meðan hún settist inn og spurði síðan hæversklega, hvort hann ætti að sitja við hlið henn- ar eins pg daginn áður. Hún kink- aði kolli og velti fyrir sér, hvað hann hefði sagt, ef hún hefði gef- ið honum skipun um að setjast aftur í hjá Terry og Rose. Hann brosti alsæll, þegar hann settist hjá henni og fylgdist eftir-" væntingarfullur með því, þegar hún setti bílinn í gang og ók af stað. Hún ók hægt um götumar 128 næst á fund forsætisráðherrans klukkan 3 e.h. til þess að ræða um aðgerðir í Suðaustur-Asíu, og tókst til allrar hamingju að fá hann til að taka ákvarðanir. Rædd um því næst um stjórn Miðjarðar- hafssvæðisins ... 1. nóvember. Alllangur ráð- herrafundur klukkan 5,30 e.h. Annar fundur klukkan 10,30 e.h. þar sem ræða á um undirbúning að fyrirhuguðum fundi Samein- uðu herráðsforingjanna. Hvað ég hata þessa fundi og hvað, ég er orðinn þreyttur á þeim! Þegar ég hugsa um ástandið á Miðjarðarhafi, skilst mér ein- ungis, hversu mjög mér hefur mistekizt. Ef ég hefði aðeins haft næga skapfestu og einbeitni til að tala um fyrir þessum amerísku herráðsforingjum og láta þá sjá málin í réttu ljósi, þá hefði gang- ur stríðsins orðið allur annar. Þá hefði allur Balkanskaginn nú ver- ið á okkar valdi og e.t.v. hefði þá verið hægt að ljúka stríðinu á ár- inu 1943. Eg ásaka sjálfan mig, en er þó í váfa um, hvort það hefði verið mannlega mögulegt að breyta sjónarmiði Bandaríkja- manna meira en mér tókst að gera. Og það sem ég gerði, hefði ég aldrei getað gert án hjálpar Dills, hins nána sambands hans við Marshall, hinnar miklu þekk- ingar hans og hins skilyrðislausa trausts, sem ég bar til hans . . . “ Eg þjáðist af slæmu kvefi og hafði ekki enn náð mér að fullu eftir erfiðið og áreynsluna á Que- beck-ráðstefnunni. Þegar ég les á milli línanna, held ég að ég geti ekki hafa verið fjarri því að fá taugaáfall. Engu að síður er mikið til í því sem ég skrjfaði. Einmitt þegar hægt var að ná árangri. völdu Ameríkumennirnir það .augnablik til þess að draga úr t.il- raunum okkar. Góður árangur á .Krít og Rhodes hefði getað haft hin heppilegustu áhrif í Tyrklandi og Balkanskaga . . . 2. nóvember: Langur herráðs- foringjafundur, sem hófst með hinum vikulegu viðræðum okkar við meðlimi upplýsingaþjónust- unnar. Eg var ósammála skýrslu þeirra viðvíkjandi því atriði, hversu margar herdeildir væri hægt að draga saman á Norður- Ítalíu. Fundur Varparmálanefndar, þar sem forsætisráðherrann var við- staddur og hélt okkur uppi allt til miðnættis og ræddi um væntan- lega ferð okkar til Miðjarðar- hafs.“ ÞESSAR VIÐRÆÐUR um vænt- anlega Miðjarðarhafsferð, áttu að verða undanfari mikilvægari ráð- stefnu. Frá því er rástefnan var haldin í Quebeck, höfðu þeir for- sætisráðherrann og íorsetinn ver- ið að undirbúa jarðveginn fyrir fund með Stalin. í hamingjuóska- bréfi, rituðu í ágúst, í tilefni af honum góða árangri á Sikiley og falli Mussolinis, hafði rússneski leiðtoginn vikið það mikið frá sinni venjulegu ósamvinnufúsu afstöðu, að viðurkenna það, að æskilegur væri fundur æðstu manna þríveldanna. Enda þótt Churchill yfirlýsti sig eins og venjulega, albúinn þess að fara hvert og hvenær sem vera skyldi þá taldi forsetinn sig ekki geta farið langt burt frá Washington. Og þar sem Stalín vildi ekki hætta sér lengra en til Teheran eða Roosevelt lengra en til Kaíró, var ekkert meira að gera að sinni, en undirbúa fund utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja í Moskvu. Þessi fundur hafði hafizt þann 19. október, þar sem Molotov bar þegar fram kröfur um það, að Bandamenn héldu yfir Sundið vorið 1944, og að gerðar yrðu tafarlausar ráðstafanir til að koma Tyrkalndi í stríðið og tryggja sænska flugvelli til sprengjuárása á Þýzkaland. Þremur dögum síðar barst nefnd herráðsforingjanna símskeyti frá Eden þar sem hann beiðist svars við þeirri spurningu, hvaða ráð- stafanir hann eigi helzt að taka til þess að verða við þeirri ósk Rússa að koma Tyrklandi og Sví- þjóð í stríðið. En þar sem Þjóð- verjar héldu öruggri og styrkri aðstöðu á Rhodes og Bandamönn- um var ekki mögulegt, sökum skorts á löndunarskipum, að hrekja þá þaðan, þá voru Tyrkir mjög ósamvinnufúsir. Göbbels, sem einblíndi á nágranna Þýzka- lands á Balkanskaga, var sigur- glaður. „Það er engin minnsta ástæða“. skrifaði hann j dagbók sína — „til þess fyrir Tyrkland að víkja frá hinni hlutlausu af- •stöðu sinni. Tyrknesku stjórn- málamennirnir eru allt of raun- sæir til þess að leggja í svo á- hættusamt fyrirtæki.“ Ilið auð- sæja ósamkomuiag bandalagsríkj- anna gladdi þýzka útbreiðslumála- ráðherrann. — „Eins og vænta mátti“, skrifaði hann — „gátu Bretar og Bandaríkjamenn ekki komið sér saman um ákvörðun sovézkra takmarka að vestan . . . Hlutlau.su ríkin gera sér fulla grein fyrir því hvað gerðist í Moskvu; næstum alls staðar eru efasemdir og áhyggjur. Þrátt fyrir hernaðarleg óhöpp okkat þá hef- ur hin pólitíska aðstaða okkar sjaldan verið jafn sterk Stjórn in í London viðurkennjr nú þegar þá kenningu Sovétríkjanna, að smáríkjn í Evrópu eigi ekki leng- ur nein tilverurétt “ Enda þótt aðstaða Þjóðverja í Suður-Evrópu væri miklu sterkarj en virzt hafði mögulegt tveimur mánuðum fyrr og Göbbels hlakk- aði yfir aðgerðarleysi Banda- manna á Ítalíu, þá hafi afturköll- un þýzka varaljðsins um haustið. til að fylla skarðið. er myndazt hafi við fall ftalíu, nú opnað flóð- gáttirnar á rússnesku sléttunum Snemma í nóvember tók Rauði herinn Kiev aftur og náði st.að enn sunnar, sem var aðeins 200' kílómetra frá fyrri landamærum Póllands. Samtímis hafði nú . brezki flugherinn hafið vetrar- árásir sínar á Mið-Þýzkaland. Þann 5. nóvember var Kassel lögð í eyði. Hálfuni mánuði síðar var ásárinni beint gegn Berlín . . . Á meðan bjuggu Brooke og hin- ir tveir starfsbræður hans sig undir fundinn með Ameríkumönn- um og Rússum. í sæti Dudley Pounds var nú kominn Andrew Cunningham, sá sem mestan orðtý hafði getið sér á Austur-Miðjarð- arhafi árið 1941. f fyrstu hafði Brooke samt verið í vafa um hversu hæfur hann myndi reyn- ast við fundarborðið, en þær efa- semdir hurfu brátt. „Skipun Andrew Cunninghams í herfor- ingjaráðið“„ skrifaði hann, „var. vissulega gleðiiegur viðburður fyr- ir mig. Fyrst og fremst reyndist hann mér alúlegasti vinur, hríf- andi samverkarhaður og einn sá alli.' áreiðanlegasti félagi. Þegar til þess kom að stjðja stefnu, 14 TÍMINN, föstndaglnn 10. ágúst 1C62

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.