Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 2
Stærðfræðikennari setti köfunarmet í öskutunnu Grátt þokumistur lá yfir Zurichvatni. Á grýttri strönd inni stóð hæglátur stærð- fræðikennari með gleraugu á nefinu og horfði út í morg- 'nsárið. Eflaust hefur hon- m verið Ijóst, að svo kynni að fara að þennan dag sæi hann síðastan. Vinum hans var líka órótt. Einhver sagði brandara. Þeir hlógu en óeðli lega hátt. Þeir vissu að inn- an klukkustundar myndi kennarinn verða dauðans matur. Hannes Keller gerði sór fulla grein fyrir hættunni. Honum var ljóst, hvað hann gaf sig út í. En áhættan var útreiknuð, og hann var stærðfræðingur og vissi, að útreikningarnir hlutu að vera réttir. Og þeir urðu að vera réttir í öll um smáatriðum. Hannes Keller hafði nefnilega í hyggju að kafa 250 fet niður í vatnið. í ösku- tunnu. Þetta voru engir hugarórar geðveiks manns. Hannes Keller var fullkomlega með sjálfum sér og ekki maður, sem gerir hluti út í bláinn. Tilgangur hans þessu sinni var að sanna vísindalega , að hægt væri að sigrast á því al- ræmda neðansjávaræði, • sem gripur menn, sem kafa niður fyr- ir vissa dýpt. Mörkin liggja yfir- leitt við 190—200 feta dýpt. Kell- er ætlaði sér að komast dýpra. Kolsýringseitrun Menn hafa verið fórnarlömb þessa sjúkdóms allt síðan þeir byrjuðu að rannsaka hafdjúpin. Afleiðingin hefur verið geðveiki, eða blinda eða lömun fyrir þá, sem sluppu við sálarmeinin. — Hannes Keller hafði búið sér tii kennihgu um ástæðu þessa og ætl aði að sannreyna hana í köfun sinni í öskutunnunni. Samstarfs- maður hans að þessu var dr. Albert Buhlman, deildarforseti læknadeildar Ziirichháskóla. Þeir komust að þeirri niður- stöðu, að sjúkdómurinn stafaði af kolsýringseitrun. Til þess að vinna gegn henni bjuggu þeir til loftblöndu, sem innihélt 5% súrefni og 95% köfnunarefni í stað hlutfallanna 20% og 80%, sem er í venjulegu andrúmsl^fti. En það var ekki nóg að hafa kenn inguna og mótleikin á pappírn- um. Það varð að sannreyna hana. Hannes Keller var reiðubúinn til að vera tilraunadýrið sjálfur. Hann hafði engan fjárhagsleg- an bakhjall. Og enginn reyndist fús til að kosta einn vesælan stærðfræðikennara til að drepa sig. Svo Keller sá, að ekki var nema um eitt að ræða. Hann varð að bjarga sér sjálfur. Keller byrjaði mikla leit að tækjum, hvers lags drasli, sem gat komið honum að notum við köfunina. Hann vantaði köfunar- kúluna. Á endanum rakst hann á hana í brotajárnssölu, gamla öskutunnu úr stáli. Hún var nógu stór fyrir mann. Keller datt und- ir eins í hug, að hana mætti nota. Sefti met Og þennan gráa nóvembermorg un fyrir þrem árum, kleif Kell- er í tunnuna á bökkum Ziirich- vatns. Hann trúði á tunnuna og sjálfan sig, Hann hafði áður reynt að hún var vatnsþétt og að mælitækin voru í lagi. Þær tilraunir höfðu gefði góða von. Tunnan var innsigluð. Hún sökk hægt niður í kalt vatnið. Eftirfáeinar sekúndur var ekkert eftir nema fáeinar loftbólur og grannur strengur. Hannes Keller hafði ekkert, tóm til að verða skelkaður. Hann varð að fylgj- ast með mælitækjunum. Og allt var símað upp til dr. Buhlmans. Nálin á dýptarmælinum nálgað- ist 190 fet, — það dýpi, þar sem búast mátti við erfiðleikum. En ekkert gerðist. Nálin hélt áfram niður á við. Hún sýndi 250 fet. Keller greip talsímann og hróp- aði til dr. Buhlmans. Eg er kom- inn niður og líður vel. Eg ætla enn neðar. Rödd læknisáns var hrærð, þeg- ar hún barst niður í tunnuna. — „Gangi þér vel. Og gættu þín.“ Tunnan hélt áfram niður í djúp- ið. Við 320 feta mörkin heyrðist enn upp rödd Kellers: —Eg ætla enn að fara neðar. Og tunnan lækkaði sig um 70 fet í viðbót. Keller vissi að hann hafði sigr- azt á sjúkdómnum, og sýndi eng- an ótta. 28 mínútum eftir að Keller hafði horfið niður fyrir yfirborð vatnsins-var hann dreginn upp aftur. Hann hafði sett met. Lækn Keller á lelð að setja met í dýptarköfun. ir hjá bandaríska hernum sagði um hann: — „Hann brýtur all- ar reglur. Dáð hans er álíka mik- il og að lenda á tunglinu," Gleymdi tímanum Tveir þriðju hlutar jarðarinn- ar ligiJa neðan sjávar. Flestum ókunnir. Köfun Kellers hcfur opnað þá veröld. Og nú hefur Keller i hyggju að framkvæma það sem enginn hefur gert áður og enginn talið gerlegt fyrr. — Hann ætlar að kafa þúsund fet niður fyrir yfirborð sjávar án annarra hlífa en kafarabúnings, og koma upp aftur eftir tvo klukkutíma. Honum er ljóst, að þessi tilraun getur kostað hann lífið. En hann mun ekki hafa órað fyrir hve hætt hann varð kominn einn fagran sumardag 1960 við venjulega köfun í Maggi- orevatni. Félagar hans sáu hann hverfa niður í djúpið. Hann leit hlægi- lega út í kafarabúningnum og það lá vel á þeim. Gleði þeirra var ekki uppgerð eins og morg- uninn, sem hann kafaði í ösku- tunnunni. Niðurferð hans var eðlileg. Hann hafði nóg súrefni til tíu mínútna köfunar. Símalínu var fest við búninginn, ef hann þyrfti að hafa samband við bát- inn. En þennan dag varð Keller á. Hann heillaðist af hinum þögla heimi umhverfis hans. Hann gleymdi tímanum. Skyndilega varð hann þess var að hann sá ekki merkjalínuna. Hann brölti um óg þreifaði eftir línunni, sem myndi gefa til kynna að hann væri enn á sínum stað. Um leið varð honum lit.ið á klukkuna. Tíu mínúturnar voru úti. Hvers vegna höfðu aðstoðarmennirnir ekki símað til hans frá bátnum. þegar níu mínútur voru liðnar? Eitthvað hlaut að vera að. Hann reyndi símann. Hann gaf ekkert samband. Þá varð Keller var við fyrstu hættumerkin. Brjóst hans herpt- ist lítillega saman. Súrefnið var nær því á þrotum. Keller reyndi að fara upp þegar í stað. En hann komst ekki nema sextíu fet. StærSfræðlkennarlnn, sem setti köfunarmet í öskutunnunnl. Lengra tókst honum ekki að kom ast. En hann lét ekki bugast. Það eina sem hann gat, var að reyna símann aftur, jafnvel þótt það kostaði súrefniseyðslu. En sím- inn var enn óvirkur. Og Keller byrjaði að fá höfuðverk. Hann leit á úrið. Ellefu og hálf mínúta voru liðnar, ein og hálf mínúta meir en súrefnig leyfði. Hann s-tóð augliti til auglitis við dauð- ann. „Ekki gefast upp" Hann átti ekki eftir nema örfá- ar sekúndur. En Keller var fljót- ur að hugsa. Hann sá, að hann hlaut að hafa flækt símann við líflínuna og það héldi honum niðri. Hann dró fram hníf og hjó á strengina um leið og suðið fyrir eyium hans varð æ hávær- ara og fór að minna á fallbyssu- skothrið. Hann vissi að ef honum tækist að losa sig fyrir eitthvert krafta- verk, gæti hann ekki farið hægt upp. Til þess var enginn tími. Hann varð að þjóta upp og hlaut því örugglega að bíða mein af því. í bátnum fyrir ofan urðu að- s-toðarmenn Kellers skyndilega varið við að kippt var í línuna, þegar Keller var að reyna að losa sig. Þeir drógu línuna inn eins hratt og þeir gátu, en þó von- daufir I aðra röndina, því að Keller hlaut að vera dauður. En Keller var enn á lífi. Hann hékk í línunni. Sjálfur sagði hann síð- ar: — Eg var hræddastur um að ég myndi missa meðvitund og sleppa kaðlinum. Mér fannst ég vera að missa tökin hvað eftir annað. Freistingin að gefa sig meðvitundarleysinu á vald varð næstum því ómótstæðileg. En ein hvern veginn hélt ég áfram. Eg endurtók fyrir sjálfum mér hvag eftir annað: Ekki gefast upp . . . ekki gefast upp . . . Hann var enn að tauta þessi orð, þegar hann var dreginn inn Súrefnlsöndun í tvo tíma fyrlr kö'f- unlna, bjargaði honum frá hrylll- legum siúkdómi. fyrir borðstokkinn. Og Keller lifði þetta af. Hann lá sjúkur í nokkra daga, og átti von á að / verða skyndilega blindur. Eil þessi tilraun, sem nærri varð Keller að aldurtila, hafði fært sönnur á annan hlut. Áður en Keller fór í köfunina andaði hann að sér súrefni í tvær klukku stundir. Hann er sannfærður um að það bjargað; honum frá hræði legum eftirköstum þess að koma svona hratt upp á yfirborðið. i! solu Eru nokkrar góðar kýr. Einnig hey á sama stað. Upplýsingar í síma 19, þykkva- bæ. ... i „Vísir þroskasi(í Þetta er nafn á forystugrein í Alþýðublaðinu í gær, og hefst hún á þessa leið: „Dagblaðið Vísir hefur á Iangri ævi ekki þótt hafa sér- stakan áhuga á auðjöfnun á fs- Iandi. Blaðið hefur ekki verið í fararbroddi í baráttu fyrir ráð- stöfunum til að jafna aðstöðu ríkra og fátækra í landinu. Nú bregður svo við, að blaðið birt- ir hjartnæman leiðara um að ekki sé nóg að fyrirbyggja skort heldur verði að koma í veg fyr- ir ofsagróða einstakra stétta á kostnað almennings. Eru það mikil tíðindi, að Vísir skuli n& vera komlnn á þessa skoðun“. Það er auðvitað rétt hjá Al- þýðublaðinu, að það eru mikil gleðitíðindi, ef hér er um varan legan bata að ræða hjá Vísi og menn mega eiga von á áfram- haldi baráttunnar gegn „ofsa- gróðanum" og að rösklega verði í því blaði tekið í hnakkatramh ið á þeim, sem græða „á kostn- að almennings.“ Alþýðublaðiiny bnignar En það veltur nú á ýmsu hérna i henni veröld, og þcgar e,:n hressist, lmignar öðrum, svo að þetta iafnar sig oft og ein- att upp. íhaldið í landinu þarf ekki að vera sérlega uggandi, þó að Vísir „þroskist“ svolítið. Það á sér miklu betri stuðning mína, og sú liækja heitir AI- þýðublaðið og Alþýðuflokkur. Sií sorgarsaga hefur gerzt síð- ustu ár, að því blaði og þeim flokki hefur hnignað ískyggi- lega og förlazt fyrir hrcystj í baráttunni við „ofsagróðann á kostnað almennings.“ Er þessu málgagni nú svo aftur farið, að það styður af öllu sínu afli svartasta gróðaíhaldið í landinu og hefur fengið því alla stjórnar tauma í hendur. Væri satt að segja betur ástatt fyrir almenn- ingi í landinu, ef Alþýðublað- ig hefði haldið fyrri þroska sín um og heilsu, jafnvel þó að Vís- ir hefði ekki þroskazt svo að teljandi væri. fækknn Morgunblaðið hefur enn einu sinni upp söng sinn í gær til þess að sýna og sanna, hve Sjálf stæðisflokkurinn sé ágætur bændaflokkur og kemst nú að þcirri niðurstöðu, að bændum sé að stórfjölga. Þykist blaðið hafa fengið einhverjar tölur um það, að heimilum í sveit hafi fjölgað á árunum 1960—’61, og slær því, auðvitað föstu, að það sé sama og fjölgun bænda. En þetta er að vaða reyk. Þótt ef til vill hafi heimilum fjölgað í sveit, fer ekki á milli mála, að þeim hefur fækkað. sem fram- leiða landbúnaðarv’örur á mark- að í teljandi mæli. Skýrslur af mesta landbúnaðarsvæði lands- ins, Suðurlandsundirlendinu; eru órækar um þetta atriði. í ársskýrslu Mjólkurbús Flóa- manna fyrir árið 1961 kemur í Ijós. að mjólkurinnleggjend- um á svæðinu liefur fækkað um 31 á árinu 1961, eða sem hér segir: í Árnessýslu úr 567 í 550. f Rangárvallasýslu úr 441 í 431 og í Dyrhóla- og Hvamms- hreppum úr 66 í 62 eða alls um 31. Það saxast fljótt á, ef svo heldur leng) áfram. T í M I N N, laugardagurinu 18. ágúst 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.