Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 16
Á MÁNUDAGSKVÖLD kemur hinn heimsfrægi Greco-ballett til Reykjavfkíjr með leiguflugvél Flugfélags íslands. Dansflokkurinn, 26 manns,'kemur á vegum ÞjóSleikhússfns. Fyrsta sýning Greco-balleftsins verSur á þriðjudagskvöld og hefst miðasala kl. 1,15 í dag. Selt verður á þrjár sýningar. Eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum, er hér um að ræða einn þekktasta og vinsælasta spánska ballettflokk, er nú starfar og hefur hann sýnt f flostum stórborgum Vestur-Evrópu og Ame- ríku. FiMLEIKA- MADUR SLASAST KLUKKAN 12,30 f gær varð - árekstur í Kópavogi milli bifreiðar og Vespu. Ma'ðurinn á Vespunni var ekki með hjálm, og meiddist hann töluverl Nánari atvik voru þau, að Bent Bjarnason, Digranesvegi 44, ók Vespu upp Bröttubrekku, en bif- reiðin G"2055 ók vestur Álfhólsveg, og þar sem þessar brautir mætast, rákust farartækin saman. Bent kastaðist af hjólinu við árekstur- inn. Hann var þegar fluttur á slysavarðstofuna og þaðan á Landa kot til frekari rannsóknar. Hann mun hafa viðbeintbrotnað og eitt- hvað skaddast á höfði, en eins og fyrr segir, var hann ekki með hjálm. Bifreiðin skemmdist eitt- hvað að framan, en hjólið er mjög illa farið. Bent Bjarnason var einn í fim- leikaflokki Ármanns, sem ætlaði utan í gærkvöldi til sýninga í Fær eyjum. _ . Vilja meiri frysta síld Verzlunarráð Austur-Þýzka- lands hélt blaðamannafund gær, þar sem skýrt var frá ýmsum undirbúningi í sam- bandi við kaupstefnuna, sem hefst í Leipzig 2. september n.k. Austur-Þjóðverjar vilja mjög gjarnan auka viðskipti sín við ísland, og hafa m.a. borizt fyrirspurnir um kaup á 4000 lestum af frystri síld, en nú þegar hafa verið seldar þangað 4000 lestir á þessu ári. Alls munu 47 lönd taka þátt í haustkaupstefnunni að þessu sinni. í ráði var að SH og Síldarútvegs- nefnd settu þar upp deildir, en úr því gat ekki orðið að þessu sinni. Á haustsýningunni verða nær eingöngu neyzluvörur og léttur iðnaður, en síðan einnig ýmsar tæknivörur. Samkvæmt upplýsing- um frá Veizlunarráði Austur- Þýzkalands er þátttaka í sýning- unni í vexti, entja er sýningin nú orðin viðurkennd miðstöð verzlun- arviðskipta. Sýning sú, er nú er að byrja, er mun stærri en vorsýningin. Alls taka þátt í henni frá Þýzkalandi einu 4800 fyrirtæki, og ná deildir þeirra yfir 75 ferkílómetra svæði. Fram til þessa hefur haustsýning- in aðéins verið innan Leipzig sjálfrar, en núna verður einnig komið fyrir sýningarvörum í sýn- ingarskálum vorsýningarinnar. Fjöldi landa í Vestur-Evrópu mun sýna í Leipzig að þessu sinni. Meðal annars verð'a þar öll Norð- urlöndin, að íslandi undanskildu. Þrjátíu fyrirtæki í Indlandi hafa deildir á sýningunni, og einnig verður þar sýning frá Japan, en Japanir sendu í fyrsta sinn vörur á vorsýninguna í marz. Smith forstjóri VerzlunaiTáðs Austur-Þýzkalands skýrði blaða- mönnum frá því í gær, að Austur Þjóðverjar óskuðu þess að aukin viðskipti gætu tekizt milli íslands og Austur-Þýzkalands. Hann kvað það ekki rétt, sem sagt hefði ver- ið í blöðum fyrir nokkru, að vöru- skiptin væru óhagslæð um 40 milljónir íslenzkra króna. Upp- hæðin væri miklu lægri og færi stöðugt lækkandi. Smith sagði, að á þessu ári hefðu Austur-Þjóðverjar keypt 4000 lest- ir af frystri síld héðan, og nú hefðu borizt óskir um auki. Einnig hefðu verið gerðar fyrirspurnir varðandi saltsíldar- kaup héðan. Fram til þessa hefðu Framh á 15 siðu ÁT MYND ÞESSI var tekln á Rauða torginu í Moskvu þann 15. ágúst síðastliðinn, þegar Moskvubúar fögnuðu ákaflega vel heppnuðum lendingum hinna tveggja sovézku geimskipa. Undanfarið hefur stað- ið yflr mikill undirbúningur í Moskvu til að taka á móti geimförun- um, en þeir áttu að koma þangað i dag. Þeir hafa verlð í elnhverjum leynibúðum við Volgu, en úr þeim „leynibúðum" hefur borht mynd hingað, sbr. Þjóðviljann i gær. ÁKAFT FAGNAÐ í gær bárust fyrstu kartöfl- ur sumaruppskerunnar til Grænmetisverzlunarinnar. Kartöflurnar eru nokkuð fyrr á ferðinni að þessu sinni, en í fyrra. Ennþá er nokkuð til af útlendum kartöflum, og verða þær innlendu og útlendu á sama verði, þar eð íslenzku kartöflurnar hafa ekki verið greiddar niður í ár. Aðalkartöfluræktarsvæðið er eins og kunnugt er Suðurlands- undirlendið, og mest magn berst yfirleitt úr Djúpárhreppi. Enn sem komið er virðist uppskeran ekki ætla að veröa jafn mikil og í fyrra, enda var sums staðar ekki búið að setja niður fyrr en um miðjan júní. Fyrst var sett niður um miðjan maí, og var það nær eingöngu nið- ur við ströndina. Miklu auðveldara er að vinna kartöflugarðana þar, vegna sandsins, og síðan verður sprettan örari vegna þess hve sand urinn hitnar og flýtir fyrir vexti kartaflanna. Eftir því sem Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzl unarinnar skýrði blaðinu frá í gær, er ekki búizt við góðri upp- skeru úr moldargörðum í uppsveit um sunnan lands, nema því aðeins að septembermánuður verði sér- lega góður. Kartöflurnar, sem nú eru að koma á markaðinn, eru aðallega bintje og pontiac og aðrar snemm sprettnar tegundir. i Aðrar kartöflusveitir á landinu eru Eyjafjörður og Hornafjörður. Á Akureyri komu nýjar kartöflur Framh. á 15. síðu I Smyglvara SPORT- BUXUR OG BJÚR ÞEGAR m.s. Hekla kom til Reykjavíkur úr utanlands fer'ð s. 1. þriðjudag, lióf toll- gæzlan allsherjarleit í skip- inu að smyglvarningi, og var rannsókn vamingsins ekki lokið, fyrr en í gær. Nú virðist mesti gróðavegurinn að smygla bjór, því að við leitina fundust 84 karton af bjór, eða alls 2016 bjórdósir og flöskur. Af sterku áfengi fundust 5 flöskur, af síga- rettum 3 kárton og einn kassi af sælgæti, sem vóg um 25 kg. Epnfremur fund- ust 100 stk. af sportbuxum kvenna. Allur þessi varning- ur fannst i fórum skipverja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.