Tíminn - 25.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson 'ábi Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og lndriði G Þorsteinsson F'ulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu núsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími- 19523 Af. greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 55 á mánuði tnnan lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edtia h.t. — Oðadýrtíð og öngþveiti Það blandast nú engum hugur um það — ekki einu sinni ráðherrum ríkisstjórnarinnar. — að óðadýrtíð er skollin á í landinu, og hafa einkenni hennar sífellt verið að koma betur í ljós. En stjórnarherrarnir vilja ekki nota hið ljóta nafn „óðadýrtíð“ heldur kalla þetta „of- þenslu“ og kenna góðærinu í landinu um! Þeir segjast vera að vinna gegn „ofþenslunni11 með því að draga úr útlánum bankanna, og engin alvarleg hætta sé á ferðum. Það sást greinilega að hverju fór með 'óðadýrtíðina, þegar viðskiptajöfnuðurinn við útlönd varð allt í einu óhagstæður á nokkrum vikum í vor um 200 millj. kr. Fólkið fann gerla áhrif dýrtíðarinnar, sem að fór, og þeir sem fjárráð höfðu, tóku að kaupa alls konar hluti og vör- ur, til þess að reyna að bjarga sér undan dýr- tíðarflóðinu, sem þeir sáu tilsýndar Slík einkenni vax- andi dýrtíðar leyna sér sjaldan. Síðustu vikurnar hafa þessi einkenni svo orðið enn ljósari. Ríkisstjórnin er hætt að spyrna fótum við kaup- hækkunum, og í því felst játning hennar um það, að stjórnarstefnan hafi leitt af sér slíka dýrtíð, að kaup- hækkanirnar séu réttmætar, því að kjaraskerðingin er svo augljós. Kauphækkanir, 10—20%, ganga því nokkuð greiðlega í gegn núorðið þegar kröfur hafa verið fram bornar, eða þá að stéttarfélög auglýsa nýja taxta, og stjórnarvöldin viðurkenna þá síðan hljóðalítið. Jafn- framt sleppir stjórnin svo lausum öllum hömlum á hækk- unum, og er 35—40% farmgjaldahækkunin skýrasti vott- ur um það. Hér er raunverulega um að ræða hluta hinn- ar tilefnislausu gengislækkunar í fyrra og jafnvel „við- reisna“-gengislækkunarinnar miklu, því að skipafélögin fengu þá ekki að skrá gengisbreytinguna í farmgjöldum. Ríkisstjórnin geymdi sér þarna ofurlítinn aukabita til þess að rétta að almenningi, ef til þyrfti að taka síðar og henni þætti „viðreisnín“ taka að hallast ískyggilega að nýju. Nú eru leifarnar fram réttar, enda mikið talið liggja við. Vegna gengisfellingarfrumhlaupsins í fyrrasumar ríkti hér algert öngþveiti í öllum verðlags- og launamál- um í stað þess að ríkt hefði 2 ára vinnufriður ef kjara- samningarnir, sem samvinnufélögin höfðu forystu um hefðu fengið að standa. Þróun málanna hefur sýnt og sannað, að hefði ríkisstjórnin notað sér það tækifæri, sem hinir hóflegu kaupsamningar samvinnufélaganna við verkamenn buðu upp á, og fólu aðeins í sér kauphækkun, sem atvinnuveg- ir og rekstur gátu sannanlega borið þá hefði nú verið öðru vísi ástatt. Hefði ríkisstjórnin ekki fellt gengið en einbeitt sér að því að gera kjarabæturnar raunhæfar. mundi ekki skollin á nú sú óðadýrtið sem við blasir. * Ofær stefna En „viðreisnarstefna“ íhaldsins á enga samleið með batnandi kjörum þjóðarinnar. Hún getur aðeins staðizt í kreppu og samdrætti. Hún á enga samleið með góðæri og batnandi hag almennings. Hún er ófær um það að bæta kjör fólksins og þjóðarbúsins. Þess vegna lenda stjórnarvöldin í stríð við góðærið. Þess vegna verða þau ?ð fella gengið hvað eftir annað, dyngja álögum og skött- um á fólkið og hamast við að taka aftur það, sem landið gefur þrátt fyrir stjórnarólagið. rnm sigra Dean Rusk utanríkisráðherra Bandar. skýrir afstöSuna til kommúnismans ATHYGLISVERÐAR breyt- ingar eiga scr nú stað í hinum víðlendu hlutum hins and-kom múniska heims, þar sem iðn- þróunin er skemmra á veg kom in. Aldrei fyrr í veraldarsög- unni hafa svo mörg ný, sjálf- stæð ríki íæðzt á svo stuttu tímabili. Öll þessi nýju ríki og hin eldri, sem verða að teljast vanþróuð enn, stefna eindregið að því að innleiða nýja tímann í lönd sín og bæta lífsskilyrði þegnanna. Hinar nýju þjóðir og leiðtog- ar þeirra eru nú hver af öðr- um að kynnast því, hve raunsæ og jarðbundin áhrifin af ábyrgð inni eru. Þeir hafa lært, og stundum ekki sársaukalaust, að sjálfstæðið í sjálfu sér er ekk- ert undralyf, sem læknar all- ar meinsemdir þeirra: sjálf- stæðið eitt seður ékki hungrið né setur af stað hjól iðnaðar- ins; það eitt finnur ekki mark- aði fyrir yfirframleiðslu né byg.gir sjálfkrafa skólahús, heimili eða samgönguæðar. Sumar þessara þjóða hafa sýnt mikinn þroska og stjórn- vizku í því að lyfta sér upp úr byltingarbaráttunni og hefja friðsama uppbyggingu lands- ins. Undanfarin á.r hafa orðið veigamiklar efnahagslegar og þjóðfélagslegar framfarir í fjölda vanþróaðra landa. Og mörg önnur lönd hafa farið vel af stað. Önnur eru enn að misstíga sig. Enn önnur verja tíma, orku og auðæfum í vafasöm ævin- týri, en yfirleitt sækja vanþró- uð lönd hins ókommúníska heims fram á við. Það er öll- um hinum frjálsu þjóðum brýn nauðsyn að stuðla að þessum framförum. Við höfum fagnað komu þjóða Asíu ög Afríku í flokk sjálfstæðra þjóða og jafningja. Þetta skilja menn vel í hinum nýju löndum. Flestir leiðtogar þeirra þekkja sögu okkar og hinar ódauðlegu hugsjónir, sem greint er frá í sjálfstæðisyfir- lýsingu okkar. Nær allar kunna þær líka að meta það, að við erum reiðu búin að hjálpa þeim, og þær skilja vel, að eina markmið okk ar er að hjálpa þeim að við- halda sjálfstæði sínu og bæta lífskjör fólksins. Og nær allar skilja, að Bandaríkin styðj? ekki óbreytt ástand og stöðn- un, heldur þróttmiklar fram- farir. Um þetta komst Kennedy for seti þannig að orði í La Morita í Venezuela, s. 1. desember: „Tal okkar er'ekki allt inn- antómt hjal um lýðræði og frelsi; það er verkefni okkar hér í þessum heimshluta árið 1961 að stuðla ekki aðeins að því, að allir menn. verði frjáls- ir, heldur að þeir eigi heimili • og geti menntað börn sín, að þeir hafi atvinnu og öryggi. Það er þetta. sem við höfum einsett okkur að gera“. Forsetinn talaði um þessa heimsálfu. en markmiðið. sem hann setti fram, á ekki síður við aðra heimshluta. Ný bönd skapast nær daglega milli okkar og hinna nýju ríkja Asíu o.g Afríku í latnesku Ame ríku hefur Framfarabandalag- ið blásið nýju iífi og krafti í gömul og verðmæt kvnni og samskipti. Við verðum að vera undir það búin. að af breyt- ingum leiði óvissu og spennu; en okkur og félögum okkar í latnesku Ameríku ber að sjá svo um, að breytingin og spenn an stefni í áttina að frjálsu þjóðfélagi. Við viljum ekki, að efnahags- aðstoð okkar við önnur lönd sé ölmusa eða gjöf. Við höfum heitið því að hjálpa þeim, sem leggja sig mest fram til sjálfs- DEAN RUSK hjálpar. í þeim tilgangi að brúa hið breiða bil milli þess, sem þeir hafa, og þess, er þeir þurfa með, til þess að búa þegn um sínum viðunandi líf. Yfirleitt hefur sundurliðun hinna gömlu stórvelda í sjálf- stæð ríki farið fram á skipu- lagðan hátt. Sums staðar eim- Seinni hiuti. ir enn eftir af gremju frá gamla nýlendutímabilinu, og kommúnistar reyna að kynda hér undir. En á nýjum og betra grundvelli stjórnmála- legs og félagslegs jafnréttis er að þróast ný samvinna milli hinna iðnvæddu og hinna van- þróuðu landa. Það eru aðrar áslæður fyrir þögulli samheldni frjálsra þjóða, og þær eru upprunnar í heimi kommúnista sjálfra. Það hefur löngu verið sannað, að hin upphaflega kenning þeirra er úrelt. Marxisminn kom fyrst fram með samanburð á komm- únisma, sem síðar var hafnað af lærisveinum Marxismans sjálfs, og kapitalisma, sem er löngu horfinn, ef hann þá nokkurn tíma var til. Á síðustu áratugum hafa kommúnistar sjálfir á undarlegan og öfug- snúinn hátt viðurkennt yfir- burða styrk hinnar miklu frels- ishugsjóna um gervallan heim. Þetta hafa þeir gert með þvi að leggja sig fram við að her taka hin stóru orð þessarar hugsjónar og nota þau í eigin tilgangi. Þeir hafa talað um „frið“ til að hylja yfir notkun ofbeldis; þeir hafa talað um „frelsun" til að hylja yfir yfirgang; þeir tala um ,,alþýðulýðveldi“ til að komast hjá frjálsu vali fólks- ins sjálfs. Því ber svo undar- lega við, að íbúar Þýzkalands. sem æskja þess að ráða málum sínum sjálfir. eru kallaðir „and byltingarsinnar“ Frjálsar þjúð- ir, sem kappkosta að verja sig gegn ofbeldi og yfirgangi, eru kallaðar „hernaðarsinnar“. Og þá er það ekki síður furðulegt, að þeir, sem kommúnistar kalla „heimsveldissinna" eða „ný- g lendusinna“ eru einmitt þeir, sem frá stríðslokum hafa leitt hverja sjálfstæða þjóðina á fætur annarri inn í Samein- uðu þjóðirnar. Þessar starfsaðferðir verða æ auðsærri um heim allan. — Sama gildir um tómleika slag- orða eins og „stéttalaust þjóð- félag“, „paradís verkamanna” og „stóra stökkið fram á við“. Það er enginn vafi á því; að Sovétríkin hafa ná.ð merkum áföngum á vissum sviðum, til dæmis í geimvísindum og tækni, í skólamálum, heilbrigð ismálum og nokkrum greinum iðnaðar. En það er athyglis- vert, að þessar framfarir hafa orðið, þar sem þeir hafa gefið vísindamönnum sinum og tækni fræðingum lausan tauminn og leyft þeim að starfa án þess að hefta þá í viðjar kreddukenn- inga, og þar sem verulegt at- hafnafrelsi er veitt þeim, er ábyrgð bera á viðkomandi fram kvæmdum. Á öðrum sviðum, eins og t. d. í landbúnaði, eru alvarleg vandamál um gervall- an hinn kommúniska heim, allt frá Austur-Þýzkalandi til Norð ur-Vietnam. Náttúran sjálf hef ur sett hér vissar takmarkanir. en á svo stóru svæði getur henni einni ekki verið um að kenna. Takmarkahirnar eru settar af skipulagningunni sjálfri, af forheimskun vísinda legs frelsis af hálfu hins opin- bera og af því að frjósamasta afl í sögu landbúnaðarins, þ. e. á.hugi og ímyndunarafl bónd- ans sjálfs, hefur ekki verið nýtt .Hið ömurlega ástand á meginlandi Kína getur ekki ver ið góð auglýsing fyrir liina fyr irheitnu paradís kommúnism- ans. Öflugar hugsjónir, sem til urðu löngu fyrir byltingu kom múnista, eru þess valdandi, að nú eru umbætur á öðrum svið- um aðkallandi í heimi kommún ismans. Þjóðarstolt og löngun eftir sjálfsforræði þjóðanna, þrá eftir meira frelsi til handa einstaklingnum sjálfum og von um betri lífskjör og meira ör- yggi fyrir fjölskylduna og heim ilið hafa knúið fram breytingar á uppbyggingu þessa einræðis- skipulags. Af þessum breyting- um hefur aftur leitt harðar deilur innan kommúnistablakk arinnar sjálfrar — — deilur um kenningar. skipulag, starfs- aðferðir og málefni. Velmegandi þjóðfélög þurfa ekki að hlaða upp veggi og strengja gaddávír til að loka inni þegna sína. Berlínarmúr- inn, sem reistur var fyrir ári, er tákn um ósigur------ósigur „sambúðar á samkeppnisgrund velli“, sem áræddi ekki að leggja út í samkeppnina. Það er ekki hægt að lofa skjótum eða auðveldum sigri frelsisins. En þeir, sem helga sig baráttunni fyrir frelsi, þurfa síður að óttast en þeir, sem vilja snúa við gangi alda- gamallar sögu mannsins; Og ég endurtek það, sem ég hef sagt við annað tækifæri: • „Það erum ekki við, sem þurfum að óttast hina sterku vinda breytinga. sem nú blása Þetta eru þeir vindar. sem við hofum lengi þekkt ög blásið fFramhald á 13 siðu’ T í MIN N, laugardaginn 25. ágúst 1962 7j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.