Tíminn - 25.08.1962, Síða 9
n ^ ák/neruitfci
SIGURÐUR EINARSSON, Holti:
Ormur í hjarta
skáldsaga úr lífi sjómanns, eftir
Ragnar Þorsteinsson.
Eg held, að það séu svo margir
góðir lesendur á ís'landi af því að
það eru svo margir rithöfundar
á íslandi, menn, sem eru skáld,
hugsa eins og skáld og bregðast
við eins og skáld. Við hittum fæst
af þeim á veitingastofunum í
Reykjavík, jafnvel ekkj í rithöf-
undafélögunum. Þetta fólk er úti
um allar byggðir laridsins. Og ein-
kenni þess er, að það á lifandi að-
ild í bókmenntasköpun landsins.
Sumt einvörðungu sem lesendur,
njótendur og dómarar þess starfs,
sem unnið er á þessum vettvangi.
Það er mjög þýðingarmikið og án
þess væri enginn höfundur og eng
inn bókaútgefandi á íslandi. Og
sumt skiifar, yrkir ljóð, segir sög-
ur. Og það er lika mjög þýðingar-
mikið.
Einn þessara manna er Ragnar
Þorsteinsson bóndi á Höfðabrekku
í Mýrdal. Hann segir sögur. Hann
á sjálfur merkilega sögu fjöl-
breyttrar starfsævi, gerist ungur
sjómaður á Vestfjörðum, vinnur
sig upp í forustustöðu, gerist sigl-
ingamaður og farsæll og dugandi
skipstjóri á togara. Að lokinni
fyrri heimsstyrjöld ræður hann
skipi sínu til hlunns, selur hús sitt
í Reykjavík kaupir gamalt höfuð-
ból í sveiþog fer að búa. Og semja
bækur. Hann segir sögur og þær
eru skemmtilegar af því að hann
hefur yndi af að segja frá og eys
af fjölþættri lífsreynzlu. Hann tek
ur þar við um frásögur af Jííi.,Qg,
baráttu sjómanna, sem Theódór
Friðriksson lét staðar numið. Lín-
an frá Theódóri til Ragnars liggur
frá hákarlaskipinu til kaupfarsins
og togarans.
Eg hafði mjög gaman af að
lesa þessa síðustu bók Ragnars,
Ormur í hjarta. Hún kom út í
fyrra, en það líf sem hún lýsir
er eins í ár, eins og það var þá.
Þetta er hrein og útbrotalaus
saga. Máske leggst hún ekki djúpt
í sálfræðilegri könnum. Máske má
finna á henni einhver smíðalýti, ef
litið er til stílsins. En hún er
Ragnar Þorsteinsson
full af hraða, atburðum, reynslu,
samsaltri raunhæfni þess lífs, sem
sjómaðurinn lifir. Ragnar er einn
ig að ná vaxandi tökum á persónu-
mótum. Og samtöl hans eru víða
mjög eðlileg, gripin beint út úr
tali og viðræðum sjómanna.
Eg furða mig stundum á þvi,
hvernig Höfðabrekkubóndinn fær
tíma til að skrifa, en einhvern veg;
inn tekst honum það, því að ný-
lega sá ég hja honpm fullgeit
handrit að skáldsögu í tveim bind-
um ,sem hann nefnir MorgunræSi.
,Efni þeirrar bókar fjallar um
sveitalíf bæði fyrr og eftir alda-
mótin síðustu og þá lyftingatíma
sem þá gengu yfir þjóðlífið. Svið-
ið er Skaftafellssýsla, og mun ýms-
um leika forvitni á að sjá hvern-
ig skipstjórinn á Höfðabrekku
leysir það verkefni af hendi. Eg
er ekki í vafa um, að honum tekst
að segja atburðaríka sögu. Og eitt
er bezt af þessu öllu. Það þarf
enginn að bera ugg í brjósti um,
framtíð bókmenntanna á íslandi á
meðan fólkið sjálft á njótandi og
skapandi aðild að þeim í þeim
mæli, sem raun ber vitni.
Með krafta í kjálkum
Þessi aflraunamaður á heima á ísafirði, hann virðist hafa krafta í kjálk-
um, að minnsta kosti, því að hann dregur flutningabílinn með því að halda
dráttartauginni með tönnunum. Þetta er kunnur aflrauna- og töframaður,
sem sýnt hefur víða um land. Nafn hans er Jón Bjarnason.
r*
Við lifum á öld tunglflauga
jg geimfara. Milljörðum og aft
ur milljörðum króna og dollara
er varið til þess að komast kíló
metra eftir kílómetra nær tungl
inu, meðan mikill hluti mann
kyns sveltur heilu hungri ár
eftir ár, og milljónir manna og
barna skortir skóla, þar sem
hægt er að læra að þekkja staf
ina, svo unnt sé að lesa, þótt
Þáttur kirkjunnar
tw. i jr i' i,ni,<mm—aawa—i
eru auðmýkri, þeir vita, að
ekkert er stöðugt, bak við eina
uppgötvun liggur önnur“.
„Hin gamla heimsmynd er
dauð — en maðurinn — mann
eskjan — er þar enn — og sál
mqnnsins má ekki gleymast".
Það sem ægilegast var í þessu
erindi, var sú fullyrðing, sem
virðist þó liggja nærri að trúa,
að vélvæðingin öll leiðir af sér
sálarmorð.
Til er fólk, sem getur lifað
Tunglflaugar og taugaveiklun
ekki væri nema nöfn frægustu
geimfaranna.
Allt hið ytra gagntekur þá,
sem mestu ráða í veröldinni og
kapphlaup um herbúnað og
geimferðir sýnast ætla að verða
brjálæði, sem lætur allt annað
gleymast meðal annars það, að
við jarðarbörn höfum bæði lík
ama og sál. Og þó gæti hungur
sálarinnar verið enn meira en
líkamans. Hún nærist lítið í
köldu tómrúmi geimsins, og fá-
tæklegum lýsingum geimfar-
anna, sem flestir virðast, koma
tómir úr tóminu.
Ég las nýlega útdrátt úr at-
hyglisverðu erindi eftir norræn
an höfund, þetta erindi nefnir
hann:
„Höfum við eignazt nýja
heimsmynd?“ — „Já, það hlýt-
ur að vera“, segir hann, „það
segja blaðamennirnir o,g vísind
in okkur. Með hinum gífurlegu
uppgötvunum kjarnorkuvísind-
anna er hinni gömlu heims-
mynd umbreytt algjörlega. Hún
er ekki framar til. Og mesti
munurinn á vísindamönnum
fortíðar og nútíðar er sá, að
hinir fyrrnefndu voru svo viss-
ir í fullyrðingum sínum. Þeir
töluðu um hinn vísindalega
grundvöll sem eitthVað fast og
ákveðið, visindamenn nútímans
svo langa ævi, að ekki fæðist
ein einasta hugsun í vitund
þess. Allar tómstundir eru
fylltar með utanaðkomandi vél-
rænum áhrifum frá kvikmynd-
um, sjónvarpi, útvarpi, jass-
gargi og öskrum, sem kölluð er
músik. Hávaði, glaumur hrek-
ur brott hverja hugsun, jafnvel
hverja tilfinningu. Þetta fólk
kemst ekki í snertingu við neitt
annað. Allt hið efnislega" og lík-
amlega er tignað og tilbeðið í
orðum, myndum og tómum. —
Sálin, sem geymist eða dylst í
öllum þessum vélræna glaumi,
gleymist algjörlega.
„En að hvaða gagni verður
það manninum, þótt hann eign-
ist allan heiminn, ef hann týnir
sál sinni, tilfinningum, vilja-
krafti, hugsun, jafnvel skynj-
un?“
Þessi spurning verður oft í
huga, þegar komið er inn í hús
og heimili, þar sem öll lífsins
þægindi og vélar blasa við, og
útvarpið glymur um allar stof-
ur, en í einhverju horninu ligg-
ur örþreytt og upþgefin mann-
eskja, maður eða kona útgrát-
in, svefnvana, hamingjusnauð,
maðurinn eða konan, sem eiga
allt þetta eru húsbændur í fal-
legu stofunrii og frábæra eldhús
inu, en eru svo þarna öllu firrt.
nema síðasta iífsmarkinu, eru
svokölluð „titrandi taugahrúga“
með logandi sígarettu milli
tærðra fingra.
Hvað gagnar það, þótt mann-
leg vizka nái á sitt vald öllum
kröftum og öflum efnisins að
kjarnorkunni meðtalinni, ef svo
verður að bæta fyrir það með
sál sinni og lífshamingju?
Allt annað, þar með talið
tunglflaugar og geimfarir, verð
ur lítils virði, geti það ekki
gagnað þessum sígilda miðdepli
mannlegrar tilveru, manneskj-
unni — mannssálinni sjálfri,
veitt henni frið og jafnvægi,
sælu eða gleði.
í öllum þessum hræðilega
hávaða, sem verkar á viðkvæm
ar sálir, eins og froststormur
á blómsturbeð, má ekki gleyma
gildi kyrrðar og þagnar.
Við verðum að leita innar —
eignast innsæi til djúpsins í
okkar eigin vitund. Ef við
gleymum „hjartanu", tendrast
aldrei sá logi á,star“, sem vek
ur vor mannlífs til áhrifa með
öllum þess undrum og unaði.
Þá finnum við heldur aldrei
þá ábyrgð, sem alltaf þarf að
efla í samfylgd með öðrum, sem
eru á veginum með okkur.
Við erum ekki aðeins áhorf-
endur að heimsmyndinni, við
erum fyrst og fremst þátttak
endur, hluti af heiminum, og
við þurfum að efla kraftana til
að skapa og móta bæði eigin
persónuleika og umhverfi. Þann
ig finnum við tilgang lífsins
á hverjum degi, annars er öllu
glatað og það, sem átti að veita
unað og þægindi, verður til
þrauta, þjáninga og kvalar.
I kyrrð, samræmi, trúrækni
og lotningarfullri auðmýkt
gagnvart skapara og sköpunar
verki, getum við fundið tilgang
lifsins, og hlaðizt þeim krafti,
sem þarf til að breyta öllu böli
Framhald á bls 13
’SBI
HELGI VALTÝSSON:
í
Þömngur’ og starf hans
„Þörungur" og starf hans
Það gladdi mig að frétta af
starfi „Þörungs" og framtíðar-
áformum þess þarfa og góða
fyrirtækis í grein í „Tímanum“
s.l. sunnudag 19. ág. Ég minnt-
ist þess ósjálfrátt, hve það
gladdi mig, er ég frétti fyrst
af þessu starfi fyrir um þrem-
ur árum, og rifjaðist þá upp
fyrir mér það. sem mér var
kunnugt og hugleikið síðan
skömmu eftir aldamót, hvílíkur
fjársjóður felst á fjörum og
flúðum og flæðiskerjum Stokks
eyrar og Eyrarbakka, langa
vegu með landi fram! Og þetta
var eitt þeirra málefna, sem ég
jjj hafði verið að klifa á í ræðu
og riti, þegar ég vpr kennari
Flensborgarskóla i Hafnarfirði
1907—13. Ég var þá haldinn
þeirri ástríðu að brýna fyrir
löndum mínum sem allra flest
af því, er ég hafði séð og kynnzt
erlendis og auðvelt var i fram-
kvæmd, og skilyrði hér heima
engu síðri en erlendis, og sum
jafnvel töluvert betri!
Þá var aðallega um „þang-
brennslu" að ræða, og víst að-
eins joð unnið úr öskunni. —
En á þeim árum vildu Hafn-
firð'ingar ekki hlusta á „Þang-
brands“-ræður mínar, þótt öðr-
um væri harla vel tekið. — Og
| síðan hefi ég margreynt, að oft
|j tekur allmörg ár og áratugi að
ýta -úr vör jafnvel tiltölulega
smávægilegum framkvæmdum.
— Og þvi sé heill og heiður
þeim „Þörungs“-frumherjum
syðra!
Nú býst ég við, að Rannsókn
arráð Háskólans hafi í fórum
sínum efnagreiningu helztu teg
unda hérlendra þörunga, og ef
til vill nákvæma skilgreining á
næringar- og heilbrigðisgildi
ýmissa þeirra efna, sem í þeim
dyljast. í Noregi hafa „þang-
töblur“ fengizt í lyfjabúðum og
víðar síðustu árin. Hér heima
voru söl mjög notuð til mann-
eldis á' hallæristímum og ella
um ár og aldir, og þari óunn-
inn notaður til áburðar.
Um næringargildi ýmissa
þangtegunda í Hellisfjöru
heima, þar sem brimgarðurinn
hélt tveggja mannhæða háu
„þarabrúkinu" síhreyfðu, hefði
ekki þurft að spyrja 4—6 vetra
sauðina hans pabba og afa. Þeir
sýndu það sjálfir! Þeir „báru
höfuð og herðar" yfir allan
sauðahópinn í haustréttum og
„stóðu sín 200 pund hver með
prýði“. Enda sögðu bændurnir
á innri bæjunum, að það „væri
ekkert að þakka Ness-sauðun-
um“, þótt væru vænir, þeir sem
hefðu bæði hlíðina og Hellis-
fjöruna allan veturinn!
Sauðunum sjálfum var þetta
líka full-ljóst. Komið gat fyrir
að sumarlagi, að Forystu-Blesi
kom rásandi með lífvörð sinn
(um 20 elztu sauðina) langa
vegu ofan af afréttum og hélt
beina leið ofan í Hellisfjöru.
Þar notaði hópurinn tímann vei
2—3 klukkustundir, tifuðu síð-
an upp á Bakkann og lögðust
þar til hvíldar framundir kvöld-
ið. Þá reis Blesi á fætur og
ýtti við Móra, sem næstur hon-
um gekk, og risu þá upp allir
hinir og skipuðu sér í rétta röð
á eftir Blesa og hurfu til fjalls
á ný. —En þetta er önnur saga
— og merkileg!
Nýskeð las ég í norskum frétt
um, að „Þangbrandar“ Noregs
hefðu haldið ársfund sinn í
Kristjánssundi á Norðmæri. —
Ársskýrsla þeirra birti, að út-
flutningum þangmjöls í fyrra
hafði numið 11.400 tonnum, og
var það 2000 tonnum meira en
árið áður. Enn er Vestur-Þýzka
land aðalkaupandi þangmjöls
Norðmanna, en þó höfðu fimm
faldazt kaup Hollendinga, Fast-
ir kaupendur eru m.a. Bretar
og Norður-írar, en alls senda
Norðmenn þangmjöl sitt til 23
landa víðsvegar um heim.
Á fundi þessum var m.a. rætt
um skipulagða sameiginlega
sölu á Þangmjöli.
TÍMINN, laugardaginn 23. ágúst 1962
a