Tíminn - 18.11.1962, Side 8

Tíminn - 18.11.1962, Side 8
T I M I N N, sunnudaginn 18. nóvember 1962. Höfundur þessa nýja barna- leikrits Thorbjörn Egner, er að ryðja sér til rúms sem einn vin- sælasti höfundur Norðurlanda á sínu sviði og ýmsir þykjast sjá í honum nýjan H. C. Andersen, enda eru þeir ekki með öllu ólík- ir. Fyrsta ieikritig sem sýnt var eftir þennan norska höfund var .,Kardimommubærinn“, sem varð eitt mest sótta leikrit, sem hér hefur verið sett á svið. Eins og Andersen iætur Egner ævintýr- in levna á sér og lýsa mannlegum veruleika. Hvert dýr 1 leiknum er fulltrúi ákveðinnar manngerðar eða stétt- ar og vandamál þeirra eru hin eilífu vandamál mannfólksins: Að lifa í friði, 'og reyna að hindra að hinir stærri étf hina minni! En ólíkt því sem gerist í hinum gömlu æviniýrum, þar sem þrjót- urinn er alger þrjótur og hetjan fullkomin, þá eru dýrin hjá Egner hvorki vond eð'a góð. Refurinn er bæðj fantur og dýrlingur. „Lilli klifurmús“ bæði snillingur og sníkjudýr. „Bangsapabbi“ bæði sterkur og gagnslaus. Thorbjörn Egner er því maður hins nýja tíma og verk hans góð- ar bókmenntir á sínu sviði. En Egner hefur ekki. einungis samið sjálft leikriíið' heldur einnig ljóð- in og tónlistina og teiknað leik- tjöld og búmnga, sem eru ein hin íburðarmestu sem hér hafa sézt. Leikstjórinn Klemenz Jónsson hefur unnið verk sitt með ágætum og tekizt ag gæða leikritið lífi og blæ veruleikans og ævintýrs- ins, enda má segja að' hér sé val- inn maður í hverju rúmi. Snilling- urinn Árni Tryggvason leikur „Lilla klifurmús" með miklum ágætum og samleikur þeirra Bald- vins Halldórssonar var prýðileg- ur. Nína Sveinsdóttir lék „Ömmu skógarmús" en En>elía Jónasdótt- ir og Jón Sigurbjörnsson „Bangsa mömmu“ og „Bangsapabba". Jón var sérstaklega góður í sínu gervi. „Mikki refur“ Bessi Bjarnason vakti gífurlegan fögnuð enda er Bessi framúrskarandi góður í leik sínum. Sama er ag segja um leik Ævars Kvaran „Hérastubbur bak- ari“. Að'rir sem fara með hlutverk í þessu leilcríti eru Jóhann Páls- ;on „Elgurinn", Þorgrímur Ein- arsson ,.Kráku-Pétur“, Klemenz Jónsson „Patti broddgöltur", Gísli Alferðsson „Bakaradrengur", Lár- us Ingólfsson „Maðurinn", Anna Guðmundsdóttir „Konan“, Arnar Jónsson „hundurinn Habakúk", Margrét Guðmundsdóttir „húsa- músin“ Kjartan Friðsteinsson „Bangsi litli“ Sverrir Guðmunds- , Ur,lan“ og Þórarinn Eldjárn, Björn Thors og Guðrún Antons- dóttir, sem 'éku íkornabörn. Þá má heldur ekki gleyma „gestum skógarins", sem dönsuðu undir stjórn ballettmeistarans Elisabeth Hodghson og stóðu sig prýðilega. Með þessi hlutverk fóru: Ásta Hrólfsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Hrefna Birgis- dóttir, Kristin Bjarnadóttir, Vig- dís Magnúsdóttir, Arnheiður Ró- bertsdóttir, Hannes M. Stephen- sen, Henny Hermannsdóttir, Pét- ur Guðmundsson, Helga Stefáns- dóttir, Margrét Hallgrímsson, María Sveinsdóttir, Pálína M. Jónsdóttir. Guðrún Magnúsdóttir, Leifur fvarsson, Baldvin M. Gren- dal. Haraldur Hauksson. Oktavía Stefánsdóttir, Lovísa Fjeldsted og Helga Sveinsdóttir. Þýð'ingu leiksins gerðu Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpa- læk. Bæði leikritið og Ijóðin eru þýdd á gott og lipurt mál. — Tón- listarflutning annast sjö hljóð- færaleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni undir stjórn Carl Billichs. Ekki þarf ag efast um að þetta ágæta verk verður vinsælt og vel þegið af yngstu borgurunum engu síður en „Kardimommubærinn" á sínum tíma. Hið nýja barnaleik- rit Þjóðleikhússins „Dýrin í Hálsa- skógi“ stendur hinu fyrrnefnda á engan hátt að baki. Gunnar Dal. Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason í hlutverkum sínum. Sovétmeistarinn í ár, Boris Spas sky, tefldi á 3ja borði fyrir land sitt á Ólympíuskákmótinu í Varna og var þar einn aðalmáttarstólpi liðsins. Spassky er ein skærasta stjarnan á skákhimninum um þessar mundir og er álit margra, að ekki líði á löngu, þar til hon- um hefur tekizt að klífa hina mjög svo torsóttu leið að hásæti heims- | meistarans. í rauninni er undar- legt, þegar tekið er tillit til styrk- leika Spasskys, að hann skulj ekki hafa látið að sér kveða í barált- unni um heimsmeistaratitilinn á undanförnum árum, en sannleik- urinn er sá, að hann hefur verið | mesti óhappafugl og aldrei tekizt j að vinna sér réttindi, þegar þess var þörf. Meistaramót S.ovétríkj- j anna gilda nefnilega sem úrtöku- mót fyrir heimsmeisiarakeppnina j þriðja hvert ár og einmitt á þess- j um úrtökumótum hefur Spassky brugðizt bogalistin. En þess er varla langt að biða, að honum tekst að yfirvinna þessa hindrun og verður þá gaman að fylgjast með, hvernig honum reiðir af j j hinni hatrömmu barátlu um j heimsmeistaratitilinn Ekki ætla ; ég að hafa uppi neinar spar im j það, en vil nú gefa lesendum kost á að kynnast skákstíl >passkys að eigtn raun. Skákirnar eru tefld ar á Ólympíumótinu í Varna. 5. umferð undanúrslitanna Sovétríkin — V-Þýzkaland Hv.: Spassky Sv.: Darga Sikileyjarvörn I. e4, c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4, e6 5. Rc3, Dc7. (Af slík- um leikjum mótast taflmennskan í dag. Hvítur gæti nú unnið leik hér með því að leika 6. Rdb5, því að svarta drottningin yrði þá að hörfa til b8. Ávinningurinn er hins vegar enginn, því að hvítur myndi síðar neyðast til að hörfa með riddara sinn aftur til baka eftir — a7—a6, sem er ávallt lyk- illeikur í þessu varnarkerfi sv.). 6. Be3, a6. (Sbr. athugasemd að framan). 7. a3, b5. (Ef til vill er örugg- ari leið 7. —, Rf6 8. Be2, Bd6! 9. Dd2, Rxd4 10. Bxd4. Bf4 11. Dd3, e5 12. Be3. Bxe3 13 Dxe3, d6 og svartur hefur jafnað taílið. Þann ig tefldu þeir Keres og Tal á síð- asta Áskorendamóti). 8. Be2, Bb7 9. f4, Rf6 10 Bf3 (Hviti er nauðsynlegt að ná góðu valdi á miðboiðinu. áður en hann hrókerar. Vafasamt værj hér t. d. 10. 0—0 vegna svarsins — Bc5. Svartur stendur þá vel og hótar m.a. 11 —, D’þ6). 10. —, d6. (Eina ráðið til að mæta hótuninni e4—e5) II. 0—0, R.a5? (Eins og hvítur sýnir nú fram a með nokkrum hnitmiðuðum leikjum, þá er þessi leikur upphafið að öllum erfið- leikum svarts. Öruggara og betra var hér 11, —, Be7 eða jafnvel —, Rxd4 12. Bxd4, e5 13. Be3, Be7). 12. De2, Rc4. (Riddarinn er nú vel staðsettur, en það sama gildir ekki um svarta kónginn). 13. e5!, Rxe3. (Annað virðist vart koma til greina fyrir svart. T.d. mundi 13 —, dxe5 stranda á 14. Rdxb5, axb5 15. Rxb5, Dc8 16. Bxb7, Dxb7 17. Dxc4 o.s.frv.). 14. Dxe3, dxe5 15. dxe5, Rd7 16. Bxb7, Dxb7 17. Df4. (Nú kem- ur berlega í ljós, að svartur á við mikla örðugleika að stríða vegna hinnar viðsjárverðu kóngsstöðu sinnar). 17. —, Rb6 18. Hadl, Ra4. (18. —, Bc5 gengur ekki strax vegna 19. Re4, Bxd4 20. Hxd4, 0—0 21. Rf6f og hvítur vinnur, eins og les- endur geta sannfært sig um. Það er því skiljanlegt, að svartur reyni að losa sig fyrst' við hinn hættu- lega drottriingarriddara hvíts). 19. Rxa4, bxa4 20. Khl. (Áður en hvítur hefst handa losar hann sig úr allri skákhættu). 20. —, Bc5. (Loksins er svartur reiðubúinn til að hrókera, en þá er það bara of seint). 21. Rxe6! (Á réttu augnabliki). 21. —, fxe6 22. Dxa4f, Db5 23. Framh. á 15. síðu Ævar Kvaran, Gísli Alfreðsson og hérabörn. Friðrik Olafsson skrifar um Spassky í vígahug ÞJOÐLEIKHUSIÐ: DYRIN I HALSASK0GI Höfundur: Thorbjörn Enger Leikstjóri: Klemenz Jónsson *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.