Tíminn - 18.11.1962, Page 15
SEXTUGUR:
Jdhann Gunnar Dlafsson
Jóhann Gunnar Ólafsson sýslu-
maður og bæjarfógeti á ísafirði,
er sextugur á morgun. Hann er
fæddur í Vík í Mýrdal 19. nóv.
1902. Foreidrar hans voru, Ólaf-
ur Arinbjarnarson bókari, síðar
verzlunarstjóri í Borgarnesi og
síðast í Vestmannaeyjum, d. 1913
og kona hans Sigríður Eyþórs-!
dóttir (kaupmanns Felixsonar) d.
1942. Faðir' hans var af nafnkunnr;
útvegsbændaætt úr Njarðvíkum
syðra, en Sigríður móðir hans í
kvænlegg komin af Ásgrími Hellna
presti Vigfússyni og er Jóh. Gunn-
ar sjötti maður frá þeim kunna
klerki.
Jóh. Gunnar réðst ungur til
langskólanáms, varð stúdent 1923
og lauk lögfræðiprófi 1927. Gerð-
ist hann þegar, að prófi loknu full-
trúi sýslumannsins í Norður- Múla
sýslu, en flutti árið eftir til Vest-
mannaeyja og fékkst þar við lög-
fræðistörf næstu árin. Árið 1930
var hann kosinn bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum og gegndi því starfi
til 1. marz 1938, hóf þá aftur lög-
fræðistörf og sinnti um skeig störf
um í Útvegsbankanum í Eyjum.
Árið 1940 varð hann fulltrúi sýslu
mannsins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og bæjarfógetans í Hafnar-
íirði, Bergs Jónssonar. Hinn 2.
sept 1943 var hann síðan skipaður
sýslumaður í ísafjarðarsýslu og
bæjarfógeti á ísafirði og hefur
gegnt því embætti síðan. Er hann
nú að vei'ð'a metmaður að embætt-
isaldri hér, því sýslumannsskipti
hafa lengstum verið hér nokkuð
tíð. Stefán Bjarnarson lengst tæp
20 ár, þá Magnús í 17 ár.
Jóh. Gunnar hefir verið vinsæll
embættismaður og einkum mun
fjárstjórn embætta hans hafa farið
honum vel úr hendi. Embættis-
ferill hans hefir yfirleitt verið'
hinn farsælasti. Áhuga hefir hann
sýnt í ýmsum framfaramálum sýsln
anna og notið þar trausts og vin-
sælda.
En þag eru þó ekki fyrst og
fremst embættisstörfin, sem gert
hafa hann þjóðkunnan,, heldur
fræðimennska hans og ritstörf.
Það mun snemma hafa komið í
ljós, að hann hafði ríkan áhuga
íyrir sagnfræði og fræðimennsku
og var gæddur góðum hæfileikum
á því sviði. Hefir hann síðan, sam
íara önnum í umfangsmiklum em-
. bættum, jafnt og þétt starfað að
fræðiiðkunum og liggja eftir hann
mörg og merk ritverk á því sviði.
í Vestmannaeyjum hóf hann að
lita um ýmsa þætti úr sögu Eyj-
anna, sem sumir hafa komið út í
sérstökum bókum, aðrir birzt á
prenti í ýmsum tímaritum. Hann
er aðalhöfundur Vestmannaeyja-
lýsingar í Arbók Ferðafélagsins
1948, skilmerkilegri og vel ritaðri.
Um bátaábyrgðarfélagið þar skrif
aði hann einnig bók, svo og um
hafnargerðina í Eyjum. Minningu
góðskáldsins Sigurð'ar Breiðfjörðs
hefir hann gert góð skil. Síðast sá
hann um útgáfu á ævisögu hans
eftir Gísla Konráðsson og lét
prenta hér á ísafirði. í tímaritum
vorum hafa birzt eftir hann ýms-
ar merkar ntgerðir. Meðal annars
í Skírni um fræðimanninn Magnús
digra í Vigur. í ritið Helgafell hef-
ir hann og samið fróðlegan þátt
um óbótamál Jóns Hreggviðssonar
d Rein, en það mál er, svo sem
kunnugt er, uppistaða íslands-
klukku Halldórs Kiljans Laxness.
Þá var hann einn af stofnendum
Sögufélags ísfirðinga, hefir ávallt
verið formaður félagsins og skrif-
að sitt af hverju í Ársrit þess.
Enn nefni ég hér bækling hans,
er hann nefnir: „Pési um bækur
og bókamenn“ og er afmælisrit,
tileinkað bókasafnaranum Ragn-
cri H. Ragnar, sem sýnir alhliða
bókmenntaþekkingu hans. Er bæk-
lingurinn líka mætavel ritaður.
Er hér aðeins drepið á nokkuð af
ritgerðum hans og af handahófi.
Margt hefir hann líka skrifað í
blöðin um þessi efni.
Síðast er svo í þessu sambandi,
að geta um mikilvægan þátt hans
>. stofnun Byggðasafns Vestfjarða.
Samtök höfðu að vísu hafizt áð-
ur um ag koma slíku safni á stofn,
en ekki orðið úr framkvæmdum.
Jóh. Gunnar tók málið föítum tök
um. Fékk hann sýslufélög Norður-
og Vestur-ísafjarðarsýslu, ásamt
ísafjarðarbæ, til þess ag samein-
ast um málið. Svo ánafnaði lista-
maðurinn Guðmundur frá Mosdal
Byggðasafninu húseign sína eftir
sinn dag og öðlaðist safnið við það
styrkan fjárhagslegan grundvöll.
Hefur Jóhann Gunnar síðan verið
formaður Byggðasafnsstjórnarinn-
ar, forsjá þess og öflun mun
hvíla algerlega í hans höndum. Hef
ir hann að vísu notið mikilvægrar
aðstoðar Ragnars Ásgeirssonar
ráðunauts við söfnun munanna og
uppsetningu þeirra. Frábær elja
og natni Jóh. Gunnars í þessu efni,
verður seint ofmetin.
Að því, sem hér er drepið á má
sjá, að Jóh. Gunnar notar frístund-
ir sínar af kostgæfni til starfa, sem
varpa Ijósi á fortíðina og bera
birtu inn í framtíðina. Ekki er
hann þó neinn einhliða fortíðar
dýrkandi, kann vel að greina miUi
ófullkomleikans í fari forfeðr-
anna og þess, sem vel hefir tekizt
og stefnt í rétta átt.
Jóh. Gunnar hefir tekið talsverð
an þátt í ýmiss konar félagsskap á
ísafirði, sem hér verður ekki get-
ið nánar. Hann er afkastamaður
við embættisstörfin, er hann sinn-
ir þeim og skjótur til afgreiðslu
.iafnan. Viðmótsgóður er hann og
gerir sér engan mannamun í
umgengni vig fólk. Hann sýnist
yfirleitt ekki vera í önnum, en af-
kastar þó oft miklu starfi. Við
fræðaiðkanir sínar sparar hann
ekk; fyrirhöfn við að komast að,
sem heppilegastri niðurstöðu í
dómum um menn og málefni, með
iestri gamalia skjala í Þjóðskjala-
safni og Landsbókasafni, er hann
má því við koma. Er hann líka fús
til þess að miðla af þeim fróðleik
sinum vig þá. er leita hans. Hann
er frábitinn pólitískum flokka-
rieilum og lætur sig orrahríð lands-
málaflokkanna litlu skipta. Veit
þé gjörla hvað fram fer á lands-
inálasviðinu og ræðir um menn og
málefni á þeim vettvangi af hisp-
ursleysi, þegar svo ber undir. Jóh.
Gunnar kvæntist 2. marz 1929
Rögnu Haraldsdóttur, (trésmiðs
Sigurðssonar úr Vestm.eyjum).
góðri konu og myndarlegri húsmóg
ur, sem búið hefur manni sínum
smekklegt og viðfelldið heimili.
Þykir gestum þar gott að koma.
Eru fjórir synir þeirra á lífi: Ólaf-
ur verkfræðingur, Gunnar Örn
vélfræðingur, hefur stundað
nám í Þýzkalandi, Hilmar og Krist
inn. Næst yngsti sonur þeirra,
Reynir, lézt af slysförum nokkru
eftir að þau hjón fluttu hingað til
bæjarins.
Jafnframt og ég flyt Jóh. Gunn-
ari Ólafssyni þakkir fyrir þægilegt
samstarf, góða fræðslu og ýmsar
gagnlegar bendingar um menn og
málefni fyrri tíma, vil ég bera
fram þá ósk, að ísfirð'ingar megi
sem lengst njóta starfs hans í em-
bættisstörfum, sagnfræðiiðkunum
og að menningarmálum þessa hér-
aðs yfirleitt.
Kristján Jónsson
frá Garðsstöðum
Skrifað og skrafaö
Framhald af 6. síðu
er mestu varðar, að tryggja
áfram eðlilega verzlun og við
skipti við lönd Efnahags-
bandalagsins. Á þeim grund-
velli geti haldist góð og
traust sambúg við þjóðir V-
Evrópu. Hins vegar getur sjálf
stæðinu verið stefnt í meiri
eða minni hættu, ef aukaað-
ildarleiðin sé farin, og ísland
geti verið orðin hluti í nýju
stóru ríki áður en menn viti
af.
Reynsla smáþjóðanna hef-
ur sýnt, að þeim er ekki holt
að vera hluti í stóru ríki. —
Hlutur þeirra er þá oftast á
marean hátt fyrir borö borin.
Þessari reynslu ættu íslend-
ingar ekki að hafa gleymt.
Það er sjálfstæöið, sem hefur
gefist smáþjóðunum bezt.
Þess vegna eru margar smá-
þjóðir í röð hinna fremstu í
heiminum, hvað snertir góð
lífskjör, menningu og far-
sæla stjórnarhætti. Hin smáu
þjóðfélög virðast einmitt
kalla betur fram manndóm
og framtak einstaklinganna
en hin stóru þjóðfélög. Þess
vegna ber Íslendingum að
hugsa sig vel um áður en
þeir gerast hluti af stóru ríki
í annað sinn.
Þetta hefur ráðið afstöðu
Framsóknarflokksins til
þeirra tveggja liða, sem um
er að ræða. Þetta þurfa ís-
lendingar vel að íhuga. Af-
stöðuna til hinna tveggja
leiða má vel marka, þótt beð
ið sé átekta með samninga
vig EBE, því aðeins verða þeir
samningar líka farsællega
teknir upp, þegar þar að kem
ur, að íslendingar viti þá vel,
hvað þeir vilja.
sem veitt hefur skrifstofunni for-
stöðu, lætur nú af þeim störfum
og voru honum færðar sérstakar
þakkir fyrir mikil og vel unnin
störf.
Hjörtur Hjartar, gjaldkeri full-
trúaráðsins las og skýrði reikn-
inga þess og félagsheimilisins fyr
ir sl. ár og voru þeir samþykktir.
Þórarinn Sigurðsson flutti og er-
indi um störf skrifstofunnar og fyr
irkomulag félagsstarfs í bænum.
Síðan fór fram stjórnarkosning;
var Kristján Benediktsson endur-
kjörinn formaður, en varaformað
ur Kristján Þorsteinsson. Með-
stjórnendur Guðrún Heiðberg, Ey-
steinn Jóhannsson og Hörður
Helgason. í varastjórn voru kosn
ir Jón A. Ólafsson, Hannes Páls-
son frá Undirfelli, Kristján Friðr-
iksson, Markús Stefánsson og
Hrólfur Halldórsson. Einnig var
kosið í ýmsar aðrar nefndir.
Fundurinn var fjölmennur. —
Félagsstarf Framsóknarmanna í
Reykjavík er nú í 'senn þróttmik-
ið og fjörugt.
Aflinn jókst
Framhald af 16. síðu
inn. Heildarafli togaranna á þess-
um tíma í ár var 22.480 lestir, en
í fyrra 53.274 lestir. Mismunur-
inn er 30.794 lestir, og þarf ekki
að sökum að spyrja, af hverju
það stafar. Rækjuveiðin hefur
dregizt saman, en humarveiði
stóraukizt. í ár veiddust 2274 lest-
ir af humar, en í fyrra 1409 lestir.
ireiöasala
st/
Kjörinn formaöur
Framhald af 16. síðu
í kjöri. Kristján benti einnig á
það, að hefðu borgarstjórnarkosn-
ingarnar í vor verið alþingiskosn-
ingar, hefði Framsóknarflokkinn
aðeins vantað 97 atkvæði til þess
að fá tvo þingmenn kjörna. Skor-
aði hann á flokksmenn að vinna
nú vel og ötullega og láta það
ekki koma fyrir, að þessi 97 at-
kvæði vantaði við alþingiskosning
arnar á næsta vori.
Kristján þakkaði einnig þeim,
sem unnið hefðu á skrifstofu full-
trúaráðsins og öllum þeim mörgu,
sem lagt hefðu fram mikil sjálf-
boðastörf. Þórarinn Sigurðsson,
Laugavegi 146 — Sími 11025
Seljum f dag:
Chevrolet ’60. Impala, einka-
bíll, lítið ekinn.
Merredes-Benz 220 ’55, einka-
bíl; sérlega vel með farinn.
Volvo PV-444 ’54; fæst á hag-
stæðu verði.
Volkswagen 1958, ekinn 40
þús. km. — Helmingur kaup-
verðs fengist greiddur með fast
eignatryggðum veðskuldabréf-
um eða ríkistryggðum útdráttar
bréfum.
Vörubifreiðir
Ford ’54 með ámoksturskrana
stálpalli og öllum nýjum dekkj
um.
Austin, dieselbifreig ’61, mjög
lítið ekinn Fengist gegn góðum
tryggingum með einstaklega
góðum kiörum.
RÖST hefir góðar bifreíðir og
góða kaupendur.
Höfum kaupendur að nýjum og
nýlegum bifreiðum.
Bifreiðaeigendur:
Látið RÖST annast sölu bif
reiðar vðar.
RÖ S T S. F.
Laugavegi 146 — Simi 11025
75 ára
Framhald af 13. síðu.
braut 13 og hylla afmælisbarniff
er það hálfnar áttræðistuginn.
Að lokum færi ég Hallgrími
mínar beztu heillaóskir um leið
og ég lýk þessu spjalli og segi:
,,Þú hefur ötull ævipund
afhent þínu landi.
Yfir þinni léttu lund
leiftrar manndónisandi.
Bjarni ívarsson.
Skák
Frainhald af 8. síðu.
»g4, Dc6 24. Dxg7, Hf8 25. HxHf
BxH 26. Dxh7, Hc8. (Svartur var
alla vega glataður). 27. Dg6f. Og
svartur gafst upp hér. Eftir 27.
—, Ke7, vinnur hvítur með 28.
HdG.
Seinni skákin birtist hér að
mestu leyti skýringalaus, enda er
atburðarásin f henni fremur auð-
skilin. Andstæðingur Spasskys er
bandaríski stórmeistarinn Evans
og geldur hann engu minna afhroð
en Darga í fyrri skákinni.
Teflt í 10. umf. úrslitakeppninnar.
Sovétrífein — Bandaríkin
Hv..: Spassky Sv.: Evans.
Kóngsindversk vörn.
1. d4, Rif6 2. c4, g6 3. Rc3, Bg7
4. e4, d6 5. f3, c6. (Öllu venju-
legra er hér — 0—0 ásamt — e5,
en svartur hyggst ráðast að mið-
borðspeðum hvíts frá hlið).
6. Be3, a6 7. Dd2, b5 8. 0—0—0,
bxc4. (Sennilega var bezt að bíða
með þennan leik og leika þess í
stað 8. —, Rbd7. Svartur hefur
sennilega ekki varað sig á, hvað
hvíti biskupinn verður sterkur á
skáklínunni b3—g8).
9. —, 0—0 10. h4. (Með síðasta
leik sínum gefur svartur það til
kynna, að hann hræðist ekki kóngs
sókn hvíts. Spassky lætur hins veg
ar ekki ögra sér og beinir þegar
skeytum sínum að svörtu kóngs-
stöðunni).
10. —, d5 11. Bb3, dxe4 12. h5!
(Hvað hafa nokkur peð að segja
í slílcri stöðu!)
12. —, exf3. (Svartur ber litla
virðingu fyrir aðgerðum hvíts og
tekur því fegins hendi, sem að
honum er rétt).
13. hxg6, hxg6 14. Bh6, fxg2.
(Matarlystin er enn í góðu lagi).
15. Hh4!, Rg4. (15. -, Rh5
strandaði hér sem áður á 16.
Hxh5, gxh5 17. Dg5).
16. Bxg7, Kxig7 17. Dxg2. (Hvít-
ur lætur svo lítið að borða eitt
peð, á meðan hann undirbýr
næstu sóknarlotu).
17. —, Rh6. (17. —, Re3 strand
aði á 18. Dg5). '
18. Rf3, Rf5 19.Hh2, Dd6 20.
Re5. (Kemur f veg fyrir skákina
á f4).
20. —, Rd7 21. Re4, Dc7 22.
Hdhl. (Úrslitin eru þegar ráðin,
en svartur reynir að verjast enn
nokkra leiki).
22. —, Hg8 23. Hh7f, Kf8 24.
Hxf7,f Ke8 25. Dxg6!, Rxe5. 26
Hf8f og svartur gafst upp, því að
hann verður mát í næsta leik.
ÞAKKARÁVÖRP
Mínar beztu þakkir flyt ég skyldmennum, vinum og
samstarfsfólki mínu í Víði h.f., sem glöddu mig á átt-
ræðisafmæli mínu 15. nóv. s.l. með heimsóknum, stór-
gjöfum, blómum og mikilli vinsemd. —
Bið ég Guð að blessa ykkur öll.
Magnús Jónasson,
Reynimel 50,
Reykjavík.
Utför mannsins míns,
ÞORLÁKS BJÖRNSSONAR
Granaskjóli 20
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. þ. m. k!. 13,30.
Anna Pétursdóttir.
T f M I N N, sunnudaginn 18. nóvembcr 1962.
15