Tíminn - 05.12.1962, Qupperneq 2
Brezkir vísindamenn hafa til-
kynnt, að fyrir lok þessa árs
búist þeir við að geta framleitt
mjólk, án þess ag kýr komi þar
nokkurs staðar nálægt. Þeir nota
baunabelgi, ytri blöð'in af hvít-
káli og annars konar grænmeti,
sem venjulega fer í súginn. Þetta
er malað og þreskt undir ná-
kvæmu eílirliti. Vitamin, járn-
efni, grænmetisfita og carbohyd
röt eru sett út í og niðurstaðan
er svo vökvi, sem ekki er hægt
að þekkja frá mjólk, nema að
því leyti, aö finna má grænmetis-
bragð. Vísindamennirnir halda
að þetta sé tæknilegur galli, sem
fljótlega verði hægt að ráða bót
á. Þannig höfum við mjólk i við-
bót við allt annað, sem maðurinn
getur orðið framleitt, án hjálpar
náttúrunnar.
Forráðamenn mjólkurið'naðar
ins munu áreiðanlega mótmæla
og líklega mun þurfa að finna
eitthvað nýtt nafn fyrir þessaj
gerviframleiðslu.
Fína fólkið mun auðvitað
halda áfram að nota raunveru-
lega mjólk og halda því fram, að j
það finni mikinn bragðmun.
Þetta mun verða til þess, að
nokkrar kýr verða í hagnýtri,
notkun, eins og auðævi halda
uppi hestum og skemmtisnekkj-
um. Að öð'ru leyti munu kýr
verða merki hnignunar og van-
efna. |
Gervimjólk, það hljómar' óeðli-
lega. En hvað er mannkyninu
„eðlilegt?-1 í sambandi við mjólk
þá er greinilega eðlilegt, að ung-
barn drekki móðurmjólkina, en
það þykir bæði óvenjulegt og
óhagkvæmt nú á tímum. En er
eðlilegt, að láta kúamjólk koma
í staðinn fyrir móðurmjólkina?
Og er eðlilegt, að fullorðið fólk
drekki mjólk? Margir halda því
VfSENDAMENN halda því fram, að þeir geti framleitt mjólk, án þess aS
kýr koml þar nokkurs staðar nálægt.
fram, að svo sé ekki. Reynið t. d.
að fá mjólkurglas á veitingastofu
i Frakklandi. Aftur á móti má
gagnrýna þann sið Frakka, að
drekka létt vín við hvaða tæki-
færi sem er. Fjöldi fólks álítur
þetta ekki einungis óeðlilegt,
heldur og rangt. Það er einkenni
legt, hvað oft „óeðlilegt" og
„rangt“ er látið tákna þag sama,
einkum ef hugsað er um, hve
erfitt er ag skera úr um, hvað sé
„eðlilegt" >
Hér er um að’ ræða tvenns kon
ar sjónarmið. Þag er: Manninn
sem hluta af náttúrunni og mann
inn án tengsla við náttúruna.
Líffræðingar halda fram, að mað
urinn sé hluti af náttúrunni, nið-
urstaða langrar þróunar, en ekki
sérstök, heilög vera, Nú hafa
fundizt þó nokkrar beinagrindur
af dýrum, sem á sér hafa manns-
mynd, og styður það kenningu
líffræðinga. Út frá því má segja,
að allar gerðir mannsins séu
eðlilegar. Samt sem áður má líta
á sögu mannsins, sem þróun í átt
ina að því, að losna frá náttúr-
unni.
Þag lítur út fyrir að þegar í
steinöld hafi maðurinn byrjað
að skapa gerviheim sinn. Það er
kannskj nógu eðlilegt fyrir apa
að taka upp stein og henda hon-
um eða berja með honum. En
fyrir hundrag þúsund árum
byrjuðu einhver mannleg dýr að
breyta laginu á steinum sínum,
þannig að þeir gegndu betur til-
gangi sínum.
Þetta víðbragð, að ummynda
steininn, beinið eða viðinn í sér-
stökum tilgangi, var nýtt í nátt-
úruheiminum og þannig óeðli-
legt. Það má búast við því, að
fjöldi gamalla nöldursamra dýra
hafi risið upp á afturfætuma og
haldig þvi fram að steinarnir
væru svo sem nógu góðir eins
og þeir væru, og þetta gæti ein-
ungis endað með ósköpum. Og
stundum, þegar við lítum í kring
um okkur í dag, og sjáum hið j
mikla eyðileggingarafl umhverfis
okkur, þá litur út fyrir. að þeir
hafi haft rétt fyrir sér.
í rauninni er ekkert einkenni-
legt við gervimjólk, þegar
litið er á allar aðrar mannlegar
framfarir. Við búum í gervihell-
um og cr það mikil framför, mið
að við náttúrulega hella. Hin eðli
lega húð okkar er ekki fullgóð til
varnar, svo við þekjum hana með
fötum.
Ef við værum einungis klædd
mittisskýlu mundi okkur líða vel
á flestum sumardögum, og á
flestum stöðum í láglendi hita-
beltisins. En okkur finnst auð-
veldara að breyta um loftslag,
en ag breyta fatavenjum okkar.
Og það sem enn verra er, við
höfum fengið íbúa hitabeltisins
til að taka upp okkar undarlegu
háttu og klæðaburðinn. Það er
litið á þag sem menningarmerki
að kappklæða sig og þar af leið-
andi hefur frumstætt fólk snúið
baki vig mittisskýlunni og orðið
ar sjá sér fyrir loftræsting-
arkerfi.
Ekkert er heldur mjög eðlilegt
við nútímd átsiði. Líklegt er að
fjarlægir ættfeður okkar hafi
verið kjötætur. Líkamsfræðin
sannar þetta, þar sem við getum
melt allar tegundir af hráu kjöti.
hvort sem þag eru ostrur, maðk-
ar eða nautakjöt. En grænmetis-
át okkar er mjög takmarkað án
suðu. Hrúgur af dýrabeinum frá
tímum stemaldarmanna í Afríku
sanna einnig þessa kenningu.
Það er langt síðan byrjað var
að sjóða mat, en þag gerði fjöld-
an allan af ávöxtum og grænmeti
ætilegan, Einnig auðveldaði það
meltinguna.'í rauninni má líta á
suðu matar sem gervimeltingu til
njálpar hinni raunverulegu. Það.
getur varla talizt eðlilegt. að
sjóða fæðuna, og nú hefur
uppgötvazt, að við suðu eyði-
leggjast mörg mikilvæg efni í
fæðunni eins og bætiefni. En
við bætum úr þessu með því að
taka vítamín í töflum. Það
sem við förum á mis við með mat
artilbúningi okkar er samt sem
áður ekkert á móti þeim skaða,
sem við völdum með efnum ætl-
uðum til að bæta náttúruna. Bók-
in „Silent Spring" eftir Rachel
Carson, hefur bent okkur öllum
Frarnhald á 13. síðu
GERVIÞRÓUN okkar er tiltölulega n.ý af nálinnl, og sú staðreynd, a3
hún gefst ágætlega núna er engin sönnun þess að svo haldi áfram.
ÚTVARPIÐ í KVÖLD
NÖLDURSAMIR steinaldaröldungar
hafa sjálfsagt haldið því fram, að
ummyndun eðlilegra steina gæti haft
alvarlegar afleiðingar í för með
sér.
MÉR býður í grun, að kvöldvaka
útvarpsins í kvöld verði með fróð'-
lcgasta og skemmtilegasta móti.
Hún hefst að venju á lestri úr Ól-
afs sögu helga. Þá verður brugðið
upp þjóðlífsmynd og ber þetta atr-
iði nafnið, Fiðlu-Bjöm. Þrír verða
flytjendur, Guðmundur Jónsson,
Andrés Björnsson og Björn Ólafs-
son. Kæmi mér ekki á óvart, að
einhverjir myndu halda, að þátt-
urinn fjaÞnði um þann síðast-
nefnda, e:: þoð er aiveg óvart, að
hann er af.eins nafni söguhetjunn
ar og einnig kenndur við fiðlu. Mér
ieikur forvitni á a® vita, hvernig
Björn okkar ætiar að leggja nafna
sínum iið. — En Fiðlu-Björn var
íslenzkt skáld á 16. öid, og um
liann er harla fátt vitað, einnig ó-
víst um uppruna, en hann var tal-
inn systursonur séra Hálfdánar
Narfasonar að Felli. Að'eins eitt
kvæði hefur varðveitzt eftir hann,
Vísur Fiðlu-Bjarna, sem eru dálít
ið töfrandi skáidskapur, og ekki
spillir þag fyrir skemmtuninni af
að lesa þær, að sagan segir, að'
Fiðlu-Bjöm hafi lieyrt þær kveðn
ar úr steini.
• jjSgÍÉÉsý ari hlnti frásagn
sóra Gísla
séra Gísli og Jón Aðalsteinn, en
vig eftirgrennslan kemur í Ijós,
að þeir fæddust báðir í Reykja-
vík. Brynjólfur faðir séra Gisla
var Gí'li=on og bóndj, fyrst í
Litla-T Svínadal í Húnavatns-
sýslu, ;nast bóndi í Skildinga
nesi við Sknrjafj.örð, hann fæddist
fyrir nókvæmlega 101 ári og dó
1923. Og það er talsvert af prest-
um í ættinni. Afi séra Gísla var
séra Gísli Jóhannesson prestur á
Reynivöllum. Og bróðir séra Gísla
yngra var séra Eiríkur Brynjólfs-
son, sem ætíð var hér kenndur vig
Útskála, þar sem hann var prest-
ur í nærri tuttugu ár, en fyrir tíu
árum var ráðinn prestur til ísl.
lútherska safnaðarins í Vancouver
og var þar til æviloka, en hann
lézt í sumar aðeins 59 ára. Séra
Gísli var um tíma í stétt blaða-
manna og hann á grein í Blaða-
mannabókinni 1949, sú nefnist
Fjárrekstrar Skaftféllinga. Hanner
gagnkunnur þeim málum og hefur
verið fulltrúi Vestur-Skaftfellinga
á aðalfundum Stéttarsambands
bænda síðan 1947. Síðasta atriðið
á kvöldvökunni verður frásögu-
þáttur eftir Guðmund Jónsson af
fyrsta læknisverki Guðmundar
Hannessonar prófessors, Óskar
Ingimarsson les. Sem sagt, allt
mjög girnilegt ti! fróðleiks.
Framh á 13 slðu
17 eöa 82
Mongunblaðið minntist þess
í gær, að fjögur ár voru þá
liðin siðan Hermann Jónasson
baðst lausnar fyrir vinstri
stjórnjna. Blaðið gerði það
Imeð því að birta ræðu Her-
manns, er hann flutti á þLmgi
og gerði grein fyrir málum,
meðal annars því, að ekki væri
samstaða í ríkisstjórninni um
aðgerðir til þess að koma í veg
fyrir 17 stiga hækkun vísitöi-
urnar, en s'lík hækkun mundi
leiða af sér nýja verðbólgu-
öldu. Þar sem ekki reyndist
samstafia^ stjórnarflokkanna til
þess að koma í veg fyrir slíkt,
taldi Hermann einboðið að
segja af sér.
Það er von, að „viðreisnar“-
stjórntnni, sem nú situr, þyki
þetta kynlegt athæfi af litlu
tjilefni — út af einum 17 st»g-
um. Sú stjórn hefur hleypt
sömu vísitölu upp um 82 sti"
eða rúmlega það og ekki komið
til hugar að segja af sér
af slíkum smámunum — sdtur
enn sem fastast, þó að vísitialar
þjóti enn upp með síauknum
hraða. Og þetta gerir ríkis-
stjórinin, sem setti það loforð
öllu öðru ofar að stöðva dýr-
tíðina mcð nýjum og haldgóð-
um viðreisniarráðum, Ja, það
er svo sem munur á stjórnum.
Önnur telur 17 stig þjóðarvoða
o,g telur skyldu sína að segja
af sér, þegar hún getur ekki
stöðvað þá dýrtíð. Hin ekur sér
ekki einu sinni í sætinu, þó
að vísitalan hækki um 82 stig.
Það er munur að vena svona
fastur í sessi og fjúka ekki fyr-
ir nokkrum vísitölustigum.
Ilver var annars að tala urn
skyldu ríkisstjórnar í lýðræð-
islandi til þess að segja af sé’-
þcgar hún kemur ekki fram
yfirlýstrj stefnu. Slíkt er auð-
vitað úre'ltur hégómi. Og þess
vegna sipyr Moggi nú: Hvers
vegna sat/ ekki vinstri stjórnin
kyrr og lofaði vísitöilunni að
hlaupa óáreittri upp um 82
stiig alvcg eins oig við gerum?
BúðarferS hútlönd
f blaði fjármálaráðhcrrans
segir frá því með feitletraðri
fyrirsögn síðastliðinn laugar-
dag, að ein af ferðaskrifstofun-
um gangist fyrir innkaupaferð.
um til Brctlands nú fyrir jólin.
Út af þessari frétt verður
mörgum á að spyrja, hvort það
sé einn þáttur í viðreis,ninni
að fara að gera út vérstakar
innkaupaferðir fyrir almenn-
ing til að verzla í eriendum
smásöluverzílunum. Fyrir aug-
um almennings er slíkt verzl-
unarfyrirkomulag sem þefta
ekki þjóðhagslega hagkvæmt
og hefur ekki verið gripið til
fyrr en nú, cn vegir hagfræð-
inganna og ríkisstjórnarinnar
eru órannsakanlegir í þessum
efnum sem fleirum. En hvað
segja íslenzk samvinnufélög og
kaupmenn um þetta? Stangast
þessi verzlunarmáti ekki á við
þeirra hagsmuni? Hversu ínik-
ið græðir ríkissjóður á inn-
flutningnum? Nema fjámiála-
ráðherrann ætli að iáta tolla
varninginn eins og livern ann-
an innflutning, en þá fer nú að
verða lítið eftir af hagnaðin-
um hjá kaupendum. Síða-:t
verður nvanni að spyrja; Er
gjaldeyrissjóður okkar orðinn:
svo hólginn, að við vérðum að
létta á honum með slíkuni ii3.
stöfununi sem þessun:, o,g hve
mikið láta gjaldeyi iíi'ankaniir
til slíkra innkaupr,? Nokknð
Tilýtur að þurfa til að vega upp
á móti ferðikostnNðH*urr., sem
Fiamh á 13 síðn
annniwwiuMiiuww arjiawe
2
T í M I N N, miðvikudagur 5. dese'ahsr 1382.