Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 3
INDVERJAR FÁ IG-FLUGVÉLAR NTB-Nýju Delhi, 4. des. Indverski varnarmálaráð- herrann, Y.B. Chavan, skýrði þinginu frá því í dag, að Sovét stjórnin hefði staðfest loforð sitt um að afhenda Indverjum Bella biður um hjálp NTB-Algeirsborg, 4. des. Æhmed ben Bella, forsæt isráðherra Alsír, lýsti því yfir £ dag, að stjórnin s’tæði nú frammi fyrir miklum vandræðum og ákallaði hann allar vinveittar þjóðir um að veita alsírsku þjóð- inni aðstog sína. Um fimm mílljónir manna í landinu mvmu eiga við mjög slæm kjör að búa, en íbúatalan er um 10 mlljónir. 13 handteknir í Florida NTB-Key West, 4. des. í dag voru 13 menn hand- teknir í Florida, en þeir hSðu skipulagt aðgerðir gegn Kúbu. Mennimir, að einum undanskildum, erU bandarískir ríkisborgarar, en sá 13. er Kúbubúi. Handtakan átti sér stað á lítilli eyju, Key, í um 40 sjó mílna fjarlægð frá Key West og voru mennirnir í Iþann veginn ag fara um iborð á bát, sem flytja átti þá ogeitthvað af hergögnum áleiðis til Kúbu. Ekki hefur verið- frá því skýrt hvfers konar hergögn þeir höfðu meðferðis. flugvélar af gerðinni MIG. Mun afhendingin fara fram annað hvort í desember-mán- uði, eða mjög snemma á næsta ári. Þá hefur Sovétstjórnin heitið að aðstoða Indverja við að koma upp verksmiðjum sem framleiða eiga MIG-flug- vélar, sagði varnarmálaráð- herrann. Nehru forsætisráðherra sagði við sama tækifæri, að enginn vafi væri á því, að Sovétstjómin ætlaði að standa vig orð sín í sambandi við flugvélasendingamar. Forsætisráðherrann kvað í upp- hafi hafa verið ákveðið, að nokkr- ar flugvélar yrðu sendar til Ind- lands í desember í ár, síðan aðrar á næsta ári og enn nokkur hluti þess, sem umsamið hafði verið, árið 1964. Komig hefðu upp ein- hver vandræði í sambandi við sendingar flugvélanna, en þau hefðu einungis átt rætur sínar að rekja til ástandsins í alþjóðamál- um, en ekki í sambandinu milli Sovétríkjanna og Kína. Formælandi indverska utanrík- isráðuneytisins skýrði frá því í dag, að mikill fjöldi indverskra hermanna hefði verið fluttur á brott frá landamærum Indlands og Pakistan á síðustu vikunum, til þess að byggja upp indverska lið- Mótmælti árásum á Kína NTB—Róm, 4. des. Til árekstra kom á þingi ítalskra kommúnista í dag, milli kínversku fulltrúanna, og fulltrúa evrópskra kommúnista. Formaður Kínverj- anna, sem þingið sitja, Chao Yi- Ming reis úr sæti sínu, og kvart- aði yfir einhliða og óréttmætum árásum á Kínvcrja. ið á þeim stöðvum, þar sem bar- ist hefði verið við Kínverjana. — Aðallega hafa hermenn þessir ver ið fluttir tjl Ladakh. Sardar Bahadur Khan, foringi stjórnarandstöðunnar í Pakistan, og bróðir Ayubs Khans forseta landsins, krafðist þess í þinginu í dag, að stjórnin félli frá fyrri á- kvörðunum sínum um að hefja samningaviðræður við Indverja vegna deilunnar út af Kashmír. — Pakistan á að vera algjörlega hlut laust í deilu Indverja og Kínverja út af landamærunum. Við erum ekki að berjast gegn kommúnism- anum, sagði Khan. SAKAÐI ALBAN; A ÞINGINUIPRAG NTB-Prag, 4. des. Þing tékkneska kommún- istaflokksins hófst í Prag í dag og flutti Anonin Novotny forseti setningar- ræðuna. í ræðunni sagði Novotny, að landamæra- stríð Indverja og Kínverja þjónaði ekki á neinn hátt samvinnu kommúnistaríkj- anna og annarra landa, og baráttu þeirra fyrir friðin- um. En forsetinn undirstrikaði, að vopnahléstilboð Peking- stjórnarinnar hefði verið spor í rétta átt og tilboð hennar um viðræður, og hann væri fylgj- andi þessari stefnu stjórnar- innar. Novotny réðst um leið ákaft L á komúnistaflokk Albaníu, og sagði hann hafa gefið fullkom lega upp á bátinn stefnuskrá hinnar alþjóðlegu kommúnist- ísku hreyfingar. Á meðan Sovétríkin, allar, fram farasinnaðar þjóðir og allur heimurinn reyndu að temja bandarísku heimsvaldastefnuna í Kúbu-deilunni, gerðu Albanir hið gagnstæða, albönsku komm únistarnir héldu áfram að æsa til kjarnorkustríðs. Þeir fylgdu ekki aðeins stefnu hinna allra afturhaldssinnuðustu afla vest rænna landa og stjómmála- manna þeirra, heldur var fram Frainh a 15 síðu TITO VAR VEL FAGNAD VID KOMU HANS TIL MOSKVU NTB-Moskva, 4. des. Krusfjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna heilsaði Tito forseta Júgóslavíu með ræðu, þegar hann kom til Moskvu i dag. Lét hann þar í Ijós gleði sína yfir því, að Tito skyldi hafa valið Sovétríkin til þess að eyða þar leyfi sínu, og kvaðst vona, að tími yrði til fyrir forystumenn beggja þjóð onna að skiptast á skoðunum, sem leitt gætu til þess að auka samvinnuna milli landanna. Krústjoff sagði stjórn sína óska eftir því, að aukið yrði efnahags- legt, visindalegt og menningarlegt samstarf milli landanna. Væri slíkt samstarf gagnlegt fyrir öll hin sósíalistisku lönd heimsins. Tito hélt svarræðu sína á rúss- nesku, og sagði heimsókn sína til Sovétríkjanna myndi verða til þess að auka gagnkvæmann skilning þjóðanna í milli og styrkja sam- bandið milli þeirra. Hann sagði, að Sovétríkin væru framar öllum öðrum þjóðum á sviði vísinda. Tito forseti og fylgdarlið hans kom í sérstakri 12 vagna lpt til Kiev-stöðvarinnar, og bar eímvagn inn nafnið Nikolajev og Popavits í höfuð geimförunum. SambandEBE og Júgóslavíu rætt FRÉTTIR í FÁUM ORÐUM * REYKJAVÍK, 4. des. — Kjartan Ó. Bjarnason byrjar á morgun að sýna nokkrar myndir í Tjarnarbæ. Nú eru liðin tíu ár frá því Kjartan hefur sýnt hér í Reykjavfk, en hann hefur sýnt myndir sínar víða um land og erlendis. Aðalmyndin að þessu sinni verður „Islenzk börn", en hún er talin ein af beztu mynd- um Kiartans og tekur um hálfa klukkustund að sýna hana. Þá sýn- ir Kjartan einnig 9 aðrar myndir ustu kaupfélagsstjórum landsins, Þor stelnn Jónsson á Reyðarfirði, hefur látið af störfum. í ritinu er saga Kaupfélags Héraðsbúa og er þar m. a. gerð greln fyrlr hinum mikla hlut Þorsteins í þróun þess og vexti. * AKUREYRI, 4. des. — Friðrik Ól. afsson stórmeistari er væntanlegur hingað um helgina og mun tefla fjö! tefli í Landsbankasalnum á laugar- daginn. Á sunnudaginn mun nann frá skíðamótum hér heima og er-! tefla tímaskák við 10 beztu okák- lendis, frá landsleikjum í knatt-1 menn Akureyrar. — ED. spyrnu, þjóðhátíðum og mótum. —! Sýningarnar verða klukkan 5, 7 og 9 næstu daga. — MB. * AKUREYRI, 4. des. — Nýlega fór rúmlega 50 manna hópur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar austur að Laugum til keppni i íþróttum og skák vlð nemendur þar. Akureyring um veitti betur i hinum líkamlegu fþróttum en þegar kom að hinni andlegrí, skákinni, veitti Þingey- Ingunum betur. — ED. REYKJAVÍK, 4. des. — Nýlega er komið út sjötta fræðslurlt Sam- vinnur.nar. Ritið er eftir Guðmund Sveinsson skólastjóra og heitir: Sam vinnustarf á Austurlandi. Það er gef Ið út f tllefni þess, að einn af þekkt * AKUREYRI, 4. des. — Hér var i haust auglýst eftir framkvæmda- stjóra fyrir íþrótta- og æskulýðsráð Akureyrar. Þrír menn hafa sótt um starfið, þeir Hermann Sigtryggsson, Matthías Gcstsson og Höskuldur Goði Karlsson. Bæjarstjórn mun raka á- kvörðun í málinu 17. desember. — ED. * RiEYKJAVÍK, 4. des. — Laust eftir kl. 8 í morgun varð 77 ára gamall maður, Árni Guðmundsson, Rauðarárstíg 9, fyrir bifreið á Borg artúni. Hann var fluttur á slysavarð Stofuna og þaðan á Landakotsspit- alann. Árnl var mjaðmargrindar. brotinn og liafðl hlotið fleiri rneiftsl, ■jfc AKUREYRI, 4. des, — Hingað komu um helglna menn frá F|ug- björgunarsveitinni f Reykjavfk og kenndu meðlimunum hér blásturs- aðferð til lífgunar úr dauðadá! og leiðbeindu þeim einnlg i að klifa tlnda. Fór kennslan fram í Hlíðar- fjalli. Sveltin hér hefur yflr að ráða talsverðu af góðum tækjum tll ojnrg unarstarfa. Formaður sveltarinnar hér er Halldór Ólafsson, en leitar. stjórar þeir Tryggvi Þorsteinsson og Bragi Svanlaugsson. — ED. if REYKJAVÍK, 4. des. — í dag varð telpa, Gunnhildur Hálfdánar- dóttir, Hrísateig 17, fyrir bifreið á mótum Laugarnesvegar og Sund- laugavegar en meiddist litið. — Snemma i morgun slasaðist maður um borð í Tungufossi. Hann var fluttur á slysavarðstofuna til að- gerðar. ^REYKJAVÍK, 4. des — Laust fyr. ir kl. 19 í kvöld varö sextugur mað- ur, Árni Einarsson, Hrlngbraut 99, fyrlr bíl á mótum Hringbrautar og Hofsvallagötu. Árni var á skellihjóli. Hann var fluttur á slysavarðstofuna, skrámaður á andliti og martnn á fæti. — Stuttu sfðar varð Guðmund ur Jónsson, Álfhólsveg 93, fyrir bíl nióts við Álfhólsveg 1, Hann var fluttur á slysavarðstofuna. NTB—Brussel, 4. des. Ákveðið Liefur verið, að ráð- berranefntl Efnahagsbandalags Evrópu taki á næsta ári upp við- ræður við fulltrúa Júgóslavfu, Portúgals og Spánar um viðskipta- Eomband þessara landa vig EBE. Það hefur vakið nokkra furðu, að ræða eigi vlð fulltrúa Júgó- slavíu, þar eð Júgóslavíu og Vest- ur-Þýzkaland standa ekki í stjórn- „Engar breyt- ingar “ seg- ir Salinger NTB—Washington, 4 desember. Pierre Salinger blaðafulltrúi Kennedys forseta bar í dag til baka blaðaskrif um það, að forsetinn væri nú að velta fvrir sér ýmsum lireytingum á stjórninni. Nokkur blöð höfðu fyrr um daginn flutt greinar varðandi þcssar breyting- ar, og var þar meðal annars minnzt i það, að Dean Rusk utanríkisráð- berra léti líklcga af störfum sem sfíkur, en tæki í þess stað við sæti sendiherra Bandaríkjannn hjá Sameinuðu þjóðunum af Adlai Stevenson, sem gegnir því em- hætti nú sem stendur. Einn ráð- c.jafi forsetans var síðan-nefndur sem líklegastj maður til þess að hljóta utanríkisráðherraembættið. málasambandi, og Júgóslavla hef- ur viðurkennt opinberlega austur- þýzku stjórnina, og Vestur-Þjóð- verjar hafa verið því mótfallnir, ag slíkar viðræður fari fram. Lögregluþjón- unum sleppt Aðls, Kaupmannahöfn, 4. des. Danska lögreglan hefur sent út tilkynningu um það, að iöigreglan { Palma á Mallorca hafi nú látið lausa lögregluþjónana tvo, sem sabaðir voru um að hafa myrt sænska tízkutciknar- ann Christina Vogel, fyrir þremur mánuðum, Lögregluþjónarnir, sem eru danskir, höfðu verið > sumarleyfi á Mallorca, þeg- ar grunur féll á þá vegna morðs stúlkunnar. Voru þeir handteknir, og hafa setið í fangelsi siðan. í gær féll rétturinn í Palma frá morðkærunni, og stuttu síðar fengu mennirn- ir aftur vegabréf sin. Þeir fóru frá Palma með fyrstu flugvél áleiðis til Kaup- mannahafnar, og fiytja þeir með sér mikið af leynileg um skýrslum til rannsóknar lögreglunnar í Höfn. Meðal annars, er sagt, að þeir (Framhald á bls 6.) T I M I N N, miðvikudagur 5. desember 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.