Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR
RANNSÓKNÁ ORSÖKUM KALS í TÚNUM
Valtýr Kristjánsson hef-
ur ásamt þeim Ásgeiri
Bjarnasyni, Halldóri Ás-
grímssyni og Ágústi Þor-
valdssyni, lagt fram tillögu
til þingsályktunar í sam-
einuðu þingi um rannsókn
á orsökum kals í túnum.
Tillaga þessi er svohljóð-
andi:
Alþingi ályktar a® fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um
það við atvinnudeild Háskóla
fslands, landbúnaðardeild, að
sérfræðingar hennar í jarð-
rækt einbeiti sér að rannsókn
um á orsökum kals í túnum.
Rannsóknunum sé m. a. bent
að eftrfarandi atrið'um:
1. Að hve miklu leyti má rekja
orsakir kals til veðurfarsá-
hrifa, svo sem snjóa- og
svellalaga, og vifj hvaða að-
stæður kal myndast af þeim
sökum.
2. Hvort eðlisfræð'ilegt ástand
jarðvegsins, jarðvinnsluað-
ferðir, þurrkunarásigkomulag
ræktunar, haust- og vetrar-
vatnsstaða í jarðvegi hafa á-
hrif í sambandi við kalhættu.
3. Hvort misnotkun áburðár,
svo sem stórir skammtar köfn
unarefnis, og áburðartími, t.
d. áburðargjöf seint á sumri
milli slátta, eigi sinn þátt í
auknum kalskemmdum.
4. Hvort notkun túnanna, svo
sem haustbeit og sláttur síð-
sumars og á hausti, auki kal-
hættu.
5. Rannsókn á þoli stofna, sem
notaðir eru í fræblöndur.
Að framkvæmd lokinni, sem
kostuð verði með sérstöku fjár
framlagi til landbúnaðardeildar
innar, séu gefnar út niðurstöð-
ur rannsóknanna og leiðbein-
ingar byggðar á þeim.
f greinargerg með’ þessari til
lögu segir:
Á s. 1. sumri voru kalskemmd
ir í túnum með mesta móti víða
um land. Kalið — ásamt lágu
hitastigi á sprettutímanum —
veldur miklu um það, að hey-
fengur að þessu sinni er ekki
meiri en raun er á, og bænd-
ur því ekki eins vel undir það
búnir og æskilegt væri að mæta
þessum vetri, sem nú hefur sagt
til sín í fyrra lagi.
Kal í túnum er því miður
ekki nýlunda. Hvað eftir ann-
a® hefur það valdið fjölda
bænda þungum búsifjum. Þarf
ekki að lýsa því nánar, hvílíkt
áfall það er fyrir hvern þann
bónda, sem fyrir því verður, að
meiri eða minni hluti af túni,
sem komið hefur verið upp með
ærnum lilkostnaði, ber engan
ávöxt það ár, sem kal verður,
þótt borið hafi verið á það eins
og annað ræktað land, og er
stundum langan tíma að ná sér
aftur. Yfirleitt standa menn
uppi ráðalitlir gagnvart þessari
plágu, þegar hún skellur á,
enda vita menn ógerla, af
hverju hún stafar, nema þá í
sumum tilfellum, eða hvaða ráð
sé til að hefta hana eða draga
úr henni.
Þó er ljóst, að nýræktir, sem
gerðar hafa verið á síðari ár-
um, hafa minna þol gegn kali
en eldri tún. Veldur þar nokkru
um, að fræblöndur þær, sem
notaðar hafa verið, eru af er-
lendum uppruna og þola ekki
allar jafn vel íslenzkt veðurfar
í köldum árum.
Stefna þarf að því að rækta
fræ af innlendum grasstofnum
með það fyrir augum, að á boð
stólum verði grasfræ af harð-
gerðum jurtum, er væru í
senn góðar fóðurjurtir og þol-
meiri gegn kali.
Það er álit flm., að ekki megi
dragast að leggja meiri áherzlu
en verið hefur á ýtarlegar rann
sóknir og tilraunir í því skyni
að reyna að finna orsakir kals-
ins og þá um leið, ef unnt er,
ráð til að koma í veg fyrir þær
eða draga úr þeim.
Á þag má jafnframt benda,
að kal, jafnvel þótt Lítils háttar
sé, getur valdi® því, að sveppir
og bakteríur fái aðstöðu til sýk
ingar.
Gróður, sem verður fyrir kal
skemmdum, hefur minna þol
gegn sýkingu en hann ella
hefði ha£t. Á þessu sviði er
líka um rannsóknarefni að
ræða.
Landbúnaðardeildin hefur á
að skipa sérfræðingum, sem
að rannsóknum þessum ættu að
vinna. En þótt ag þeim sé unn-
ið þar, hlýtur að verða af þeim
talsverður aukakostnaður, sem
gert er ráð fyrir, að greiddur
verði úr ríkissjóði.
Endurskoðun
girðingarlaga
Halldór E, Sigurðsson flyt-
ur í sameinuðu þingi ásamt
Gunnari Gíslasyni tillögu til
þingsályktunar um endurskoð
un girðingarlaga. Kveður til-
lagan á um að ríkisstjórnin
láti fara fram endurskoðun á
ákvæðum girðingarlaga frá
1952 og skuli endurskoðuninni
lokið fyrir næsta reglulegt
Alþingi. í greinargerð með
þessari tillögu segja flutnings-
menn:
Tillaga þessi var flutt á síðasta
þingi, en náði þá ekki fram að
ganga. Tillagan er nú endurflutt
í þeirri von, að hún fáist nú af-
greidd.
Tillögunni fylgdi svo hljóð-
andi greinargerð, er hún var flutt
á síðasta þingi:
Á Alþingi 1956—57 flutti fyrri
flutningsmaður þessarar þings-
ályktunartillögu ásamt Sveinbirni
Högnasyni frv. til laga um breyt-
ingu á girðingalögum frá 1952.
Mál þetta varð þá ekki útrætt.
Það var endurflutt af sömu mönn-
um 1957—58, en þá einnig án
árangurs. Síðan hefur málið legið
niðri.
Við flutningsmenn þessarar
þingsályktunartillögu teljum að
athuguðu máli rétt að taka þetta
mál allt til gagngerðrar endur-
skoðunar. Við þá athugun viljum
við benda á eftirfarandi atriði, er
ber að athuga meðal annarra.
Tímabært er otðið að telja vél-
grafna skurði sem hluta af girð-
ingu, þ. e. fullkominni vörzlu,
og ber að meta þá samkvæmt því.
Þá ber að endurskoða skyldur
þær, sem á vegagerðina eru lagð
HALLDÓR E.
SIGURÐSSON
ar gagnvart landeiganda, þegar
vegur er lagður í gegnum afgirt
lönd, hvort sem þau eru ræktuð
eða eigi. Ákvæði núgildandi gir?
ingalaga um skyldur vegagerðar,
þegar um óræktuð lönd er að
ræða, sem vegur er lagður um,
eru með öllu úrelt og ósanngjörn
gagnvart landeiganda. Nú fer
fram endurskoðun á lögum um
opinbera vegi. Ber því brýna nauð
syn til að láta endurskoðun á girð
ingalögum fara fram jafnhliða, m.
a. vegna þess, er á hefur verið
bent. Ýmis fleiri atriði girðinga-
laga má benda á, sem nauðsyn
ber til að endurskoða og færa til
þeirrar reynslu, sem nú er fengin,
og til þess viðhorfs, sem nú er í
þessu máli.
Ársrit F.F.N.E. 1962
Nýlega er komið út á Akureyri
fyrsta ársrit Félagasambands
Framsóknarmanna í Norðurlands
kjördæmi eystra. Sambandið var
stofnað í júlí 1960 og á undan-
förnum kjördæmisþingum hefur
verið rætt um útgáfu ársrits til
eflingar félagslegu starfi og fjár-
öflunar fyrir sambandið.
Ritið er 64 síður að stærð og
flytur eftirfarandi greinar: Sam-
bandig og hlutverk þess eftir
Valtý Kristjánsson, form. FFNE,
| Hvert stefnir eftir Karl Kristjáns- i
í son, alþm., Hugleiðingar um rit- j
| störf oig ræðumennsku eftir Ingv-
ar Gíslason alþm., Um naforkuna j
og rafvæðingu eftir Gísla Guð- j
mundsson álþm., Jafnvægi — mót-
vægi í byiggð landsins eftir Áskel
Einarssan bæjarstjóra, Það, sem
átt hefði að gena eftir Karl Krist
jánsson, Hugsjón þjóðhátíðardags
ins, ræða eftir Ingvar Gíslason,
Um 'lánskjör fyrir og eftir við-
reisn o. fl. eftir Gísla Guðmunds-
son, Um daginiii cg veginn eftir
Ingvar Gíslason, Sveitarstjórnar-
menn í Norðurlandskjördæmi
eystna. Frá kosningunum 1959. —
Ritið er prýtt mörgum myndum,
prentað á góðan pappír og allt
hið snotrasta að ytra búningi.
Prentun annaðisl Prentsmiðja
Björns Jónssonar h.f., Akureyri,
en ritstjórar eru þeir Ingvar Gisla
son alþm. (ábm.) og Valtýr Krist-
jánsson, bóndi \ Nesi 1 Fnjóska-
dal, formaður FFNE.
Þingstörf í gær
Mjöig stuttir fundir voru í
báðum deildum Alþings i gær.
f efri deild fór fram atkvæða-
greiðsla eftir 2. umræðu um
frumvarp Framsóknarmianna
um lántöku til framkvæmda í
i vegagerð á Vestfjöíðium ög
Austurlandi. Frumvarpinu var
AlJAAÖÍIálö^aJ^J LjO} & &Ú 8fíJ9
vísað til ríkisstjórnarinnar með
10 atkvæðum stjórniarsinna
gegn 8 atkvæðum stjómarand-
stæðinga.
f neðri deiid var bandorm-
urínn með viðbótarsöluskattin
um afgreiddur sem lög frá Al-
þingi. Guðlaugur Gíslason
mælti fyrir nefndaráJiti um
öryggisráðshafanir gegn geisla
virkum efnum og var fmmvarp
ið afgreitt ti'l 3. umræðu.
Lögregluþjónar
(Framha'c af 3. siðnj
flytji lögreglunni beiðni
spænsku lögreglunnar um
að láta fara fram frekari yf-
irheyrslur yfir nokkrum af
vinum lögregluþjónanna,
sem fyrir löngu eru komnir
hem frá Mallorca. Spænska
lögreglan hefur ekki faUið
frá þeirri skoðun sinni, að
hin 18 ára gamla Christina
hafi verið myrt af Dana.
Utanríkisráðherra
Finna í Bretlandi
NTB-London, 4. des.
í DAG kom utanríkisráðherra
Finnlands, prófessor Veli Meri-
koski í stutta heimsókn til Lond-
on. Hann mun ræða þar viö alla
liclztu ráðamenn Bretlands. — Á
morgun ræð’ir hann við Heath,
efnahagSbandalagsráðherra, og á
fimmtudaginn vig Home utanrík-
isráðherra.
' Sagt er, að Merikoski og Heath
muni aðallega fjalla um ýmis
vandamál, sem kunna að koma
fram við inngöngu Breta í EBE.
Finnar hafa sórstakan samning
við EFTA, en Bretar eru aðilar að
bví.
FIMM KONUR
FIMM KONUR nefnist bók, sem
komin er út eftir Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson. Hefur hún að geyma
æviminningar Elísabetar Jónsdótt-
ur, Margrétar R. Halldórsdóttur,
Ingibjargar Gissurardóttur og
Helgu M. Níelsdóttur. Útgefandi er
Setberg.
Höfundur segir í formála, að
þessi bók sé nokkurs konar fram-
hald bókanna Við, sem byggðum
þessa borg. Segir Vilhjálmur, að
sér hafi verið fyllilgea ljóst, að
hlutur kvenna í þeim bókum hafi
verið minni en ástæður voru til,
en með því að taka saman bókina
Fimm konur, þykist hann vera að
greiða skuld, sem honum fannst
hann standa í við konur almennt.
Þessar frásagnir fjalla þó ekki um
borgina sjálfa nema að nokkru
leyti, en fremur um starf konunn-
ar í ýmsum myndum, á heimilum
og út á við. Efniviðurinn spannar
tímaskeið þjóðarinnar síðustu sjö
til átta áratugi.
Bókin Fimm konur er 205 blað-
síður í snotru bandi, prentuð hjá
útgefanda. Teiknaðar myndir eru
af konunum fimm.
Home fer til Bahama
NTB-London, 4. des.
Home utanríkisráðherra
Breta verður í för með Mac-
millan forsætisráðherra, er
hann heldur til Bahama eyj
anna til fundar við Kennedy
Bandaríkjaforseta dagana
19. og 20. desember. Að
þeim fundi loknum mun
Diefenbaker forsætisráð-
herra Kanada koma til eyj
anna og ræða þar við hina
brezku ráðherra.
6
T f M I N N, miðvikudagur 5. desember 1962.