Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
[’ramkvæmdastjóri: Tómas Amason. Ritstjórar: Þórarinn
Þó-rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastióri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523. Af-
greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Tuttugu og fimm ára
gömul lygasaga
í Morgunblaðinu og Vísi er nú stöðugt hamrað á því,
að kommúnistar og Framsóknarflokkurinn hafi myndað
með sér leynilega þjóðfylkingu, sem sé ætlað að ná þing-
meirihluta og mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar.
Á þessu tönnlast áðurnefnd blöð dag eftir dag, þótt þau
viti vel, að þau fara hér með tilhæfulaus ósannindi.
Það er annars ekki neitt nýtt, að íhaldsblöðin hampi
þessari lygasögu. Þessi tilbúningur þeirra á hvorki meira
né minna en 25 ára afmæli á þessu ári. Fyrir þingkosn-
ingarnar 1937, var megináróður Sjálfstæðisflokksins
byggður á svipaðri lygasögu. Til staðfestingar á henni,
var birt falsbréf í Mbl. og ísafold, eignað ónafngreindum,
háttsettum manni í Framsóknarflokknum. Það myndi ekki
koma á óvart, þótt einhver slík falsgögn ættu eftir að
koma til sögunnar nú.
Uppruni lygasögunnar fyrir 25 árum, leyndi sér held-
ur ekki. Hér var um að ræða nákvæmlega sömu aðferð-
ina og Hitler beitti meðan hann var að komast til valda
i Þýzkalandi. Hann ásakaði andstæðinga sína fyrir sam-
starf og undirlægjuhátt við kommúnista og „sannaði11
þetta með alls konar falsgögnum. Á sama tíma hafði
hann svo sjálfur meira og minna náið samstarf við
kommúnista á þessum árum um að grafa grunninn und-
an Veimarlýðveldinu, alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn
hér hefur haft meira og nánara samstarf við kommúnista
en nokkur flokkur annar.
Sjálfstæðisflokkurinn greip til umræddrar lygasögu í
kosningunum 1937, þegar hann fann sig standa höllum
fæti. Hann hefur jafnan reynt að beita henni síðan, þegar
eins hefur staðið á fyrir honum og hann hefur þurft að
draga athyglina frá stefnu sinni og störfum. Því er það
skiljanlegt, að hann grípur til hennar nú, því að aldrei hef-
ur málefnaleg aðstaða hans verið eins slæm og nú. Eftir
fjögurra ára ,,viðreisnarstjórn“ hans og Alþýðuflokksins
blasir bað nú betur við en nokkuru sinni fyrr, að hann
er flokkur hinna fáu ríku, þvi að aldrei hefur verið
.siefnt að þvílíkri misskiptingu þjóðarteknanna sem á
þessum tíma síðan íslendingar fengu sjálfstjórn 1 hendur
sínar.. Aldrei hefur flokkur heldur verið staðinn að meiri
svikum við kjósendur en Sjálfstæðisflokkurinn nú, þar
sem hann sagði fyrir seinustu kosningar, að „leiðin til
Ivættra lífskjara“ væri að kjósa hann, en þetta hefur
verið efnt þannig, að þrátt fyrir stórauknar þjóðartekjur
og mikið góðæri, er afkoma alls fjöldans nú lakari en
hún var fyrir fjórum árum.
Þess vegna grípur Sjálfstæðisflokkurin nú, einu sinni
enn til hinnar 25 ára gömlu lygasögu, sem þá var inn-
fíutt frá Þýzkalandi. Þess vegna á að endurtaka hana svo
hátt og lengi, að allt annað gleymist. En það mun mis-
heppnast nú, alveg eins og 1937.
Lánstraustið
íhaldsblöðin hampa því nú mjög, að verið er að ganga
frá 240 rnillj. kr. lántöku í Bretlanai. Þau segja þetta
morki um aukið lánstraust íslendinga.
Lánslraustið var þó vissulega ekki minna. þegar vinstri
stjórnin léí'. af völdum 1958. Á næsta árí, þ. e. á árinu
1959, tóku ísle.ndingar lán erlendis er námu samtals
GÖ0—700 jíiiHj. kr. miðað við núverandi gengi. Þessar
lántöJcur hefðu ekki getað átt sér stað ef vinstri stjórnin
iieíðí ekki skiiið við línstraustið í góðu lagi.
Á sp jöldum sögunnar
Þjóðviljinn hælist um yfir því,
að íslenzkir kommúnistar séu
svo margir, að aðrir flokkar hafi
ekki komizt hjá því að hafa
stundum samvinnu við þá. •
Þetta hefur við nokkur rök að
styðjast.
Það hefur stundum ekki verið
hægt að komast hjá því hér-
lendis að verða kommúnistum
samferða spöl og spöl á vegum
almennra mála, enda' gætir ekki
í hverju spori truflananna (kom-
pleksanna), sem þeir eru haldn-
ir af.
Það gildir að vissu marki og í
vissum málum, að sú samfylgd
þarf ekki að koma að sök. Sam-
vinna í bæjarstjómum við þá
er mjög algeng.
Flokkabaráttan, stærðarhlut-
föll flokkanna og flokkafjöldinn
á fslandi, hefur leitt það af sér,
að allir þrír borgaralegu flokk-
arnir, sem nú eiga sæti á Al-
þingi, hafa einhvern tíma gripið
til þess að ráða Kommúnista-
flokkinn til samstarfs við sig i
ríkisstjórn.
Ekki er þetta hrósvert eða til
fyrirmyndar, en misjafniega
fjarstæðulegt hefur það þó ver-
ið eftir því hvaða völd hafa
hverju sinni verið látin komm-
únistunum í hendur í ríkisstjórn-
unum. Það skiptir geysilega
miklu máli.
Um þessar mundir hamast
Sjálfstæðismenn í blöðu msínum
vi ðað reyna að koma því orði á,
að Framsóknarflokkurinn sé sér-
staklega veikur af sér gagnvart
kommúnistum. Af hálfu Sjálf-
stæðismanna á þetta að vera
herbragð til að fæla kjósendur
frá Framsóknarflokknum við
næstu Alþingiskosningar, sem
eru nú skammt undan. Vita þeir
að gengi kommúnista er fallandi
hjá þjóðinni.
En mikill misreikningur er
það hjá Sjálfstæðismönnum að
halda, að þeir geti spillt fyrir
Framsóknarflokknum á þennan
hátt. Til þess þekkir þjóðin of
vel sögu Sjálfstæðisflokksins og
samskipti hans við kommúnist-
ana. Allir vita, að hann er í
þessum efnum skinhelgur
hræsnari.
Kommúntstar kusu hann forseta
Alþingis 1959
Það er alkunna, að hann á höf-
uðsökina á því að kommún-
istar hafa þrifizt hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn hjálp-
aði kommúnistum til þess að ná
forustunni í verkalýðsmálunum
af Alþýðuflokknum, og hefur nú
Alþýðuflokkinn í pólitískri þrælk
un hjá sér.
Það var Sjálfstæðisflokkurinn,
sem tók konimúnista fyrstur
ríkisstjórn á íslandi og seríi
þann þeirra, sem hreinræktað-
astur byltingarsinni hefur verið
Skrásetjarinn
talinn, Brynjólf Bjarnason, yfir
uppeldis- og fræðslumál þjóðar-
innar, — gerði hann að mennta-
málaráðherra íslands. Þetta sýn-
ir glögglega hve glænæpulega
andvaralaus Sjálfstæðisflokkur-
inn er gagnvart öfgum komm-
únismans. Brynjólfur notaði ráð-
herraaðstöðu sína eins og vænta
mátti með fyrirhyggju og dugn-
aði. Hann dreifði sáðmönnum
sínum í uppeldis- og fræðslu-
málastöður víðs vegar um landið.
Oft hefur verið bent á sam
vinnu forkólfa Sjálfstæðisflokks
ins jog Einars Olgeirssonar við
að sprengja fjárhagsgrundvöll-
inn 1958. Enn fremur er lands-
kunnugt, hversu umhyggjusam-
lega Sjálfstæðisflokkurinn
tryggði Einari Olgeirssyni setu í
Norðurlandaráði og í stjórn
Sogsvirkjunarinnar. Ekki
gleymist heldur kærleikurinn,
sem var milli Sjálfstæðisflokks-
ins og kommúnistanna, þegar
verið var að breyta kjördæma-
skipuninni 1959. í því sambandi
kaus Sjálfstæðisflokkurinn með
öllum atkvæðum Einar Olgeirs-
son fyrir forseta á Alþingi. Þá
var það, að Karl Kristjánsson
kvað:
Þó að lengi lon og don
lystina fyrir særi,
gleypti hann Einar Olgeirsson
eins og hunang væri.
Lyst Sjálfstæðisflokksins hef-
ur ekki minnkað síðan, — það
þarf enginn að halda, — þegar
um flokkshagsmuni er að ræða.
Þetta allt, — og svo margt og
margt flcira — vissu menn al-
mennt að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur brallað, og töldu því raus
hans um samband annarra við
kommúnista ógeðslega tilraun ti)
að koma óorði sínu á aðra.
En nú er komin kóróna á
hræsnina og yfirdrepsskapinn
Skáld eitt, sem starfar hjá
Mogganum, hefur mjög gaman
af því, að hlýða nafnkunnum
mönnum yfir það sögulegasta,
sem á daga þeirra hefur dtífið,
láta þá skrifta, og birta síðan
'skriftimar í hispurslausu við-
ræðuformi. Þetta gerir skáldið
venjulega í frítímum sínum og
gefur viðtölin út á bókum. Hef-
ur að sjálfsögðu af því auka-
tekjur, sem allir geta skilið að
koma sér vel í viðreisnardýrtfð-
inni.
Dag nokkurn f fyrra mánuði,
þegar skáldið situr á skrifstofu
sinni hjá Mogganum, kemur
þangað þjóðkunnur maður, sem
Áki Jakobsson heitir. Hann er
uppljómaður ásýndum af ham-
ingju yfir að hafa unnið mál
fyrir Félagsdómi á hendur Al-
þýðusambandi íslands, og póli-
tískir ritstjórar Morgunblaðsins
fagna honum eins og átrúnaðar-
goði.
Skáldið finnur af næmleik
gáfna sinna, að eins og á stend-
ur um fögnuð Áka Jakobssonar
og hlýjuna og kærleikann, er
umvefur hann á skrifstofu
Moggans, þá hlýtur sál hans að
vera opin.
Þess vegna grípur skáldið
tækifærið og biður hann um
viðtal. Tekur Áki þeirri mála-
leitun ljúfmannlega.
Að dagsverki loknu hjá Mogg-
anum ræðir skáldið við Áka
Jakobsson.
Ratar skáldið með spurninga-
tækni sinni beina leið að hjarta-
rótum Áka og fær að heyra það.
sem hefur orðið þessum manni
ógleymanlegast, en þögnin hefur
geymt þar til nú.
Áki segir nefnilega frá því, að
þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi
tekið kommúnistana í ríkis-
stjórn sína (Nýsköpunarstjórn-
ina) 1944, þá hafi sér staöið til
boða að verða dómsmálaráð-
herra í stjórninni. En hann seg-
ist hafa hafnað því boði, af því
hann hafi verið hræddur við að
fara með svo mikið vald, — ótt-
azt trylltan kommúnistann í sjálf
um sér.
Hvflík upplifun fyrir komm-
únistann Áka Jakobsson. Hann
er líklega eini kommúnistinn
fyrr og síðar í veröldinni, sem
staðið hefur til boða að f-.ra með
þetta vald fyrir hönd rikisstjórn
ar, sem borgaralegur flokkur
myndar.
Skáldið, sem er húsbónda-
hollt, verður svo hrifið af því
að heyra, hve Sjálfstæðisflokk-
urinn, sem það þjónar, getur
verið frjálslyndur, að það 'fórn-
ar þeirri hugsun að gefa sam-
talið út á bók, en slengir því
strax inn í Moggann í ofanálag
á dagsverk sitt
Og síðan stendur það, sein
óhagganleg staðreynd í sjálfu
Morgunblaðinu, — sett á þrykk
af einum ritstjóra þess (því
skáld þetta er rflstjóri á sínu
sviði), að Sjálfstæðisflokkurhin
gaf kommúnistuni kost á því
1944, að fara með yfirstjórn
laga, réttar og liigregluvalds á
fslandi.
Þetta verður aidrei afmáð-
Það berst um lönd og álfur:
suður til Parísar, vestur til Was-
hington, austur til Moskvu með
nöfnum Sjálfstæðisflokksins og
kappa hans. Nútíðin lætur pað
ganga til framtíðarimtar á spjöld
um sögunnar.
Sagt er, að hið fórnfúsa skáld
hafi ekkert uppskorið. neav
vanþakklæti hjá yfirboffunujj
sínum fyrlr að hafa með li»i
Framh. á 13 $cðti
f í XI M M, .■oBMktxbigTC 5. <íee«T*er 1962.
z