Tíminn - 05.12.1962, Síða 8
Jökull Jakobsson:
NÆTURHEIMSÓKN — sögur
Menningarsj óður.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs tók
fyrir nokkrum árum upp þann
bátt a3 gefa út ýmis stutt skáld
verk í litlum, samstæðum bókum,
sem iiún kallar smábækur Menn-
ingarsjóðs. Bækur þessar eru í
látlausu bandi en snotru, litlu
broti og smágervar í öllu sniði.
Fyrsta bókin var frægðarverkið
Samdrykkjan, eftir Platón, í þýð-
ingu og umsjá þeirra Jóns Gísla-
sonar og Steingríms Thorsteins-
sonar, svo að ekki var smálega af
stað farið. Síðan eru komnar ell-
efu bækur í þessum flokki, um
helmingur þýddar en hinar íslenzk
ar, og er þar margt ágætisverka.
Eigulegur bókaflokkur.
Síðasta bókin geymir þessar
smásögur Jökuls. Þær eru sex og
hefur höfundur sjálfur valið þær
úr safni þeirra smásagna, sem
fram að þessu hafa birzt eftir hann
í blöðum og tímaritum. Er þetta
fyrsta smásagnabók Jökuls, og því
sanngjamt að líta á hana sem nú-
gildandi vísitölu höfundar í þess-
ari Iistagrein.
Jökull er enn ungur maður, þó
að ellefu ár séu síðan fyrsta bók
hans, skáldsagan Tæmdur bikar,
kom út. Þá var höfundur aðeins
átján ára, og þótti þetta ágætt
byrjandaverk. Síðan hafa þrjár
skáldsögur komið út eftir hann —
Ormar 1956; Fjallið 1958 og Dyr
standa opnar 1960. Þær fengu all-
ar sæmilega dóma, og síðasta bók-
in sýndi ' greinilega höfundar-
þroska.
Þá hefur Jökull nokkuð fengizt
við leikritagerð, og gamanleikur-
inn Pókók, sem sýndur var í fyrra,
þótti lofa einkar góðu. Það fyrir-
heit efndi Jökull svo fyllilega í
haust, er hið nýja leikrit hans,
Hart í bak, var sýnt. Er það talið
gott leikhúsverk og benda til að
verulegra afreka megi af höfundi
vænta í þessari listgrein í framtíð
inni.
Smásögur Jökuls benda og til
þess, að honum sé leikritið mjög
eiginlegt tjáningarform, því þær
bera allmikinn sjónleikssvip, eins
og reyndar margar góðar nútíma-
smásögur. Þær eru sviðsetningar,
skýrar sjónmyndir, oft dramatísk
ar og átakaharðar.
Mjög eru þessar smásögur mis
jafnar, en lítill vafi er á því, að
fyrsta sagan Skip koma aldrei
aftur, er þeirra langbezt, en næst
henni gengur síðasta sagan Næt-
urheimsókn. Nafn fyrstu sögunn-
ar er bakgrunnur hennar — sviðið.
Sagan sjálf er átök ungra elsk-
enda, hörð glíma, sem hafizt hef-
ur í frjálsum og fyrirhyggjulaus
um leik, en endar í ævilangri lífs
kreppu. Sagan er sögð af aga og
trúleik og góðum tilþrifum.
Straumur hennar er mjög þungur
— jöfn röst. Baksviðið allt magn-
ar örlagaþungann — streymandi
regnið, sem bylur á glugga, myrkr
ið, óp drykkjurútsins utan dyra,
og skipið sem bíður ekki og kem
ur heldur aldrei aftur. Allt dregst
að einum dómi örlagastundar í
sögulok, sem eru í senn mannleg
og óhjákvæmileg. Mjög góð smá-
saga. Þessi saga er sögð rituð
JÖKULLJAKOBSSON
1955, en ber það méð sér, að hún
sé fáguð síðar.
Næsta sagá héitir Jafnvægi í
byggð landsins. Þar bregður höf-
undur fyrir sig beiskjuháði um
kunna dagskipan í þjóðmálaum-
ræðum. Hann setur á svið þátt um
gegnan bónda að norðan, sem fer
í peningaflóð suður í stríðslokin
og hafnar sem salernisvörður í
veitingahúsi í borginni, verður
sæmilega til fjár, sem til hans flýt
ur, en semur ekki sátt við hið nýja
líf í nýjum stað og ritar presti
sínum heim bréf þess efnis að fá
leg við horn heimakirkju. En áður
en bréfið kemst af stað, sækir
dauðinn hann heim. Sögulokin
verða með meinlegum og táknræn
um atvikum eins og haglega slung
inn leikþáttur. Sagan er góð, en
lítið eitt ofleikin, ef svo mætti
segja. Fyrirlitning höfundar á til
Ný harnahók I
eftír Kára
Skemmtilegir skóladagar
heitir ný barnabók eftir Kára
Tryggvason, kennara, með
myndum eftir Odd Björnsson.
ísafoldarprentsmiðja hefur
gefiS bókina út eins og flestar
aðrar barnabækur Kára, sem
orðinn er meðal vinsælustu og
beztu höfunda slíkra bóka.
Þetta er ný saga af Dísu, sem
börnin kannast við af fyrri bókum
og segir þar frá skólaferð hennar
og stallsystkina, skólavist barn-
enna og leik þeirra í frístundum,
og inn í þá frásögn er vafið ævin-
týrum, sem kennarinn segir. í bók
inni er sagt frá mörgu skemmti-
legu í skólastarfinu, skáldskap
barnanna, verðlaunaþrautum og
mörgu fleiru Kári Tryggvason
kann flestum betur að segja börn-
um sögur, sem eru í senn skemmti-
legar og þroskandi á marga lund.
raunum og tali um jafnvægi í
byggð landsins birtist skörp og
beiskleg í þeirri athöfn, er síð-
ustu heimvon mannsins er skolað
niður úr salerninu um leið og lík
hans er borið brott. Segja má,
að þar sé ofsorfið til stálsins.
Sagan Farið upp á Skaga, er að
ég hygg lakasta sagan í bókinni.
Það er ástandssaga harla napur-
leg, en hún er ekki nægilega vel
byggð og jafnvægistök höfundar
á efninu ekki nógu góð, tilfinn-
ingatúlkunin ekki nógu einlæg og
sönn. Herbergi 307 er heldur ekki
nógu góð saga. Hún virðist bera
með sér, að kjami hennar sé per
sónubundin atvik og kynni höfund
ar en ekki algild reynsla hans.
Tilgangur hennar virðist jafnvel
vera að lýsa undarlegu ástandi og
skrýtnum fuglum, sem höfundur
er að jafna ofurlítið um, vegna
þess að háttsemi þeirra snertir til
finningalíf hans sjálfs heldur illa,
og þetta kemur í veg fyrir að hann
geti fellt söguefnið í þann stakk,
sem smásöguformið krefst. Þar
fæst hvorki heildarmynd né rök-
rænt samhengi.
Revúar Nicolai er miklu betri
saga um krókavegi móðurástar,
byggð af hæfilegum andstæðum,
en hún verður þó hvorki sterk
né stórbrotin. Hins vegar er hún
falleg og felld heildarmynd.
Síðasta sagan Næturheimsókn,
er aftur á móti mjög sterk saga,
þar sem hvassar andstæður eru
leiddar fram og látnar takast á.
Þar eru sett á svið skýr og fábrot
in atvik, sem spegla mikil örlög.
Þetta er ósvikin sjónleiksþáttur
með þeim höfuðkosti, að birta
eigi minni sögu utan sviðs en á
því. Og þarna takast kynslóðir og
viðhorf á og hljóta óvægið hlut-
leysi, þar seip höfundur gætir þess
stranglega að falla ekki í freistni
meðhalds eða andúðar, en það er
einmitt slík freistni — að eiga
sjálfur leik og leik í tafli sagn-
Framhald á 13 síðu
KÁRI TRYGGVASON
Ísíararsaga Friö-
þjdfs Nansens
Á vegum ísafoldarprent
smiðju er komin út bók, sem
heitir „í ís og myrkri" og seg-
ir þar frá fimmtán mánaða
svaðilför þeirra Friðþjófs
Nansen og F. H. Johansens yf-
ir heimskautaísinn.
Þetta eru kaflar úr hinni frægu
bók Friðþjófs Nansen „Fram over
Polhavet", en sá leiðangur er einna
fiægastur allra könnunarferða.
sem Norðmenn hafa farið, og eru
þó margar frægar.
Meginefni bókarinnar er að
segja frá því, er Nansen lagði af
stað frá Fram, sem hafði verið fast
í ísnum út af strönd Síberíu á
annað ár, og ætlaði að reyna að
komast á norðurskautið við annan
mann. Fáar bækur segja meira
af þrautseigju, harðfengi og snar-
ræði manna en þessi.
Bókin er rúmar 300 blaðsíður
me?s mörgum myndum, teknum í
ferðinni og teiknuðum eftir ljós-
myndum, sem voru óskýrar. Ferð
þessj var sem kunnugt er farin ár-
in 1895 og 1896. Bókin Fram over
Polhavet er mikið verk, og er hér
aðeins um að ræða hluta hennar,
þar sem ísför Nansens er rakin
greinilega. Hersteinn Pálsson, rit-
stjóri hefur þýtt bókina.
FRIÐÞJÓFUR NANSEN
Árbók Þingeyinga fyrir árið
1961 er nýkomin út. Hún er
gefin út af Þingeyjarsýslum
báðum og Húsavíkurkaupstað.
Ritnefnd skipa séra Páll Þor-
leifsson, Þórir Friðgeirsson og
Bjartmar Guðmundsson, sem
er ritstjóri. Þetta er 4. árgang-
og afkomendum hans eftir Benja-
mín Sigvaldason, Nokkrar minn-
ingar frá frostavetrinum 1917—’18
eftir Stefán Kr. Vigfússon og loks
Tíðindi úr héraði árið 1961 sögð
af ýmsum.
Útgáfa Árbókar Þingeyinga er
myndarlegt framtak og bjargar
mörgu frá gleymsku.
ur árbókarinnar.
Árbók Þingeyinga er um 250
blaðsíður að þessu sinnj og fjöl-
breytt að etni. Á kápu er litprent-
uð mynd af málverki eftir Einar
Karl Sigvaldason á Fljótsbakka.
Efni bókarinnar er í höfuðdráttum
þetta: Að Stóru-Tjörnum eftir rit-
stjórann, Bjartmar Guðmundsson.
Fylgja þeirri grein margar myndir
af Stóru-Tjarnarsystkinum og list-
munum eftir þau. Er það heimili
einstakt í þessum efnum. Þá er
greinin Jón Magnússon skáld og
tveir bændur í Norðursýslu eftir
séra Pál Þorleifsson. Sögusalur
Þingeyinga eftir Jónas Jónsson frá
Hriflu, og ijóð eftir Ketil Tndriða-
son, Friðfinnu Sörensdóttur, Þor-
geir Sveinbjarnarson, Einar Karl
Sigvaldason, Jónas A. Helgason og
Benedikt Björnsson. Annað efni
er Aldamótahátifi Suður-Þingey-
inga að Ljósavatni 21. júní 1901
eftir Einar Ámason frá Finnsstöð-
um, Minningar um séra Benedikt
Kristjánsson á Grenjaðarstað eftir
Gunnlaug Snorrason, Skjálfanda-
fljótsbrúin gamla eftir Jóhann
Skaftason, Gppsveitar-Móri eftir
Guðmund Árnason, Smáþættir
eftir Bjartmar Guðmundsson,
Bændanámskeið á Breiðumýri 1914
eftir Jón Gauta Pétursson, f fáum
erðum sagt, Þáttur Péturs Buch
bónda í Mýrarseli eftir Þórólf Jón-
asson, Þegar gamla Tjörnes fékk
sumargjöf eftir Óskar Stefánsson,
Þáttur af Benjamín Ásmundssyni
Bækur frá
Skuggsjá
Á vegum Skuggsjár í Hafnar-
firði komu út fyrir skömmu tvær
fagrar bækur um garðblóm, tré og
runna. Þetta eru mestmegnis
blómamyndir í litum, og eru höf-
undarnir Ingólfur Davíðsson og
Verner Hancke.
Þetta eru íallegar bækur og nyt
samar öllum þeim, sem rækta
garð.
í blómabókinni eru 508 tegundir
og afbrigði skrautjurta, sem
ræktaðar eru í görðum á Norður
löndum. Danski teiknarinn Verner
Hancke hefur gert myndirnar, en
Ingólfur Davíðsson þýtt og samið
lýsingar, sem eru ýtarlegar og
birtar aftar í bókunum á eftir
myndasíðunum. Hin bókin um tré
og runna er gerð með svipuðum
hætti. Bækur þessar eru í flokki
sem kallast: Úr ríki náttúrumiar
og hefur Skuggsjá samvinnu um
útgáfu þeirra við danskt forlag
Aður var komin út bókin: Fiskar
í litum.
B
T í M I N N, miðvikudagur 5. desember 1962.