Tíminn - 05.12.1962, Síða 9

Tíminn - 05.12.1962, Síða 9
Ævar Jóhannesson: Þann 27. nóv. s.l. birtist í Morg- unblaðinu grein eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing, undir nafn- inu „Andinn og efnið,“ Er þar tekið til meðferðar efni, sem rætt var í þættinum „Spurt og spjallað" í Ríkisútvarpinu 4. r.óv. s.l. og þó einkum fjallað um samband milli trúar og vísinda. Við sumt af því, sem höfundur ræðir um er engin ástæða til að gera neinar athugasemdir, eins og það, að trú og vísindi séu tvær meginstoðir hvers menningarþjóð- félags, og að ekki megi leggja vís- indalegt mat á trú, siðfræði og fagurfræð'i. Aðaluppistaða greinarinnar er þó órökstudd og illgirnisleg árás á spíritisma og sálarrannsóknir, og virðist höfundur ekki gera þar á neinn greinarmun og því síð- ur hafa haft fyrir því að kynna sér málið. Meðal annars segir hann um spíritismann: „Hann er af- sprengi efahyggjunnar, sem krefst sannana. Hann hélt innreið sína hingað til lands og var Iyft upp af gáfuðum menntamönnum, sem vildu trúa og þörfnuðust trú- ar, en gátu það ekki, nema því að- eins, að þeir skildu og fengju sannanir. Og svo langt eru menn komnir nú frá hinni sönnu og inni- legu trú, að þeir geta ekki lengur beðið: „Drottinn, hjálpa þú van- trú minni“, heldur hljómar kallið: „Miðill, gefðu mér sönnun“. Spíri- tisminn lýsir vantrú, efasemdum og hann reynir að bæta úr þeim með gervivísindum, því að hann reynir að sanna það, sem ekki á að sanna og það, sem ekki þarf að sanna, ef menn trúa. Og hér á land; er spíritisminn, nú upp á síðkast- ið, orðinn að ógeðslegum „busi- ness“, sem allir heiðarlegir menn hljóta að hafa andstyggð á“. — Iíér vantar ekkert nema „amen“ á eftir, til þess að kaflinn hefði sómt sér vel í einhverjum bæklingi sértrúarflokkana, sem bornir eru í hús og boðnir til sölu fyrir nokkr ar krónur. Engin rök færir þessi „vísinda- lega hugsandi“ sálfræðingur fyrir því, að ekki eigi og ekki megi s&nna sálræn fyrirbrigði, og enn síður reynir hann að afsanna neitt af því, sem sálarrannsóknir hafa leitt í ljós, síðan farið var að stunda þær á vísindalegan hátt, fyrir um það bil einni öld. Honum lætur hins vegar vel að hampa slagorðum eins og „hjátrú, gervi- vísindi", án þess að reyna að rök- slyðja mál sitt. Slíkt var á gömlu íslénzku máii ekki kennt við vís- indi, heldur nefnt sleggjudómar cg þóttu til lítils sóma. Sjálfsagt er hjátrú til á íslandi eins og annars staðar, og vel má vera, að einhverjir einstaklingar sem eru hlynntir spíritisma, séu hjátrúarfullir, eins og margir, sem ekki eru honum hlynntir, eru það. Hjátrú og sálarrannsóknir eru tvð ósamrýmanleg hugtök, og furð- ar mig á að sálfræðingurinn skuli rugla jafn ólíkum hlutum saman, þar sem annað er óhlutdræg vís- indaleg rannsókn á vissum náttúru- lögmálum, en hitt óljós og oft lieimskuleg trúaratriði, sem eng- um vísindalegum stoðum er hægt að renna undir. Eins og S. B. réttilega segir, kom spíritisminn fram á þeim tíma, þegar efnishyggjan stóð í hvag mestum blóma og vísinda- menn þeirra tima töldu sig hafa uppgötvað öll þau grundvallarlög- mál, sem efnisheimurinn byggðist á. Ýmsum vísindalega sinnuðum mönnum fannst hart til þess að vita, að nokkur einkennileg fyrir- bæri vestur í Ameriku og viðar, yrðu til þess að kollvarpa þeirri hugmynd, sem tekið hafði aldir að byggja upp. Flestir reyndu þeir að finna þessum fyrirbrigðum stað innan þess ramma, er vísindin spönnuðu, en með mismunandi ár- angri. Sumir töldu þetta allt heila- spuna eða blekkingar og afgreiddu á þann hátt. Aðrir veigruðu sér 'uð að taka neina afstöðu til þeirra. Þriðji flokkurinn var nógu vís- indalega sinnaður til að rannsaka málið. Flestir þessir menn hófu þessar rannsóknir fullir efahyggju og jafnvel fjandsamlegir í garð þessara fyrirbrigða. Þeir rannsök- uðu þau fyrst og fremst til að geta gengið af þessum draug dauðum fyrir fullt og allt og vonuðust eft- ir að það vrði fljótgert. Reyndin varð þó önnur. Ýmsir þessara manna stunduðu þessar rannsókn- :r í áratugi áður en þeir gáfu út endanlega yfirlýsingu. Aðrir gáfu út yfirlýsingu eftir skemmri tíma, en eitt var sameiginlegt með rann- sóknum flestra þessara mnna. Þeir komust að raun um að fyrirbærin gerðust í raun og veru og að þar voru að verki einhver öfl, sem þeirra tíðar vísindi þekktu ekki til. f Englandi mynduðu nokkrir þess ara manna með sér félagsskap, sem enn er við líði. Brezka sálarrann- sóknarfélagið. Margir heimskunnir vísindamenn hafa verið í því félagi fyrr og síðar og þótti engin skömm að því að bendla sín frægu nöfn- um við sálarrannsóknir. Brezki vísindamaðurinn Sir William Crookes, sem lengi var forseti „The Royal Society“ (eins konar vísindaakademía) segir svo frá eftir áratugalangar rannsóknir á andafyrirbærum og skyldu efni: ,.Það eru 30 ár síðan ég gaf út yf- irlýsingu um tilraunir mínar, sem leiddu í Ijós óþekktan kraft, sem visindin vita ekki deili á, en sem notaður er af vitsmunaverum, sem eru ekki af þessum heimi. Eg tek ekkert aftur af þessum fullyrðing- um mínum, en ég hef hins vegar miklu við að bæta“. — Og enn skrifar hann 20 árum síðar: „Eg hef aldrei fengið neina ástæðu til þess ag breyta skoðunum mínum f þessu máli. Eg er algerlega sann færður um, að það, sem ég hefi aður sagt í þessu efni, er rétt. Það. er staðreynd, að sambandi hefur verig komið á milli þessa heims og annars'*. Líka sögu má segja um maiga aðra kunna vísindamenn, og yrði of langt mál að fara ag nefna sér- stök nöfn í því sambandi, enda af n.úgu að taka. Ekki má þó líta svo á, að Brezka sálarrannsóknarfélagið sé félag spíritista, eins og sumir virðast ílita. Það er alls ekki rétt. Félagið, sem heild, er algjörlega hlutlaust í því máli. Það rannsakar aðeins íyrirbærin og gengur úr skugga um það, að þau gerist raunveru- lega. Hitt er svo annað mál, að langflestir þeirra manna, er þar hafa mest og bezt starfað, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að fyrirbærin sanni ótvírætt, svo ekki verði um villzt, að samband við framliðna menn sé mögulegt og eigi sér oft stað. í skjalasafni Brezka sálarrann- sóknafélagsins eru skýrslur um tugþúsundir slíkra fyrirbæra, sem rannsökuð hafa verið á vísindaleg an hátt af frægustu mönnum og ráðlegg ég S. B. að koma þangað næst þegar hann á leið til Bret- lands. Freistandi væri að nefna sér- staka atburði og fyrirbæri, en rúms ins vegna verður þag að bíða betri tíma, en ekki verður hjá því kom- izl að nefna hin svokölluðu víxl- skeyti, sem af mörgum eru talin hafa meira sönnunargildi en flest annað. f stórum dráttum eru þau þannig, að hjá nokkrum miðlum hingað og þangag um heiminn koma fram orð eða hlutar úr setn- ingum, sem enga meiningu virðast hafa. Þessi orð eru síðan send til Brezka Sálarrannsóknarfélagsins, sem tekur þau til rannsóknar. Þeg- ar lesin eru saman á vissan hátt skilaboð frá öllum miðlunum, lcoma fram setningar, sem hafa fullkomna merkingu. Þegar haft cr í huga, að miðlarnir vita ekki um tilvist hvers annars, sést hversu sterk þessi sönnun er. Hvað viðvíkur hinum „ógeðslega business", er ekki ástæða til að segja mikið. Margir miðlar starfa ókeypis, enda er starf þeirra unnið í aukavinnu. Þeir fáu miðlar, sem ckki hafa annað starfa, komast ekki hjá því að taka greiðslu, því á einhverju verða þeir að lifa. Enda þótt ég sé persónulega á móti atvinnumennsku í þessu efni, er í raun og veru ekkert við þetta að f.thuga. Margir þessara miðla hafa látig mikið gott af sér leiða, veitt þeim huggun og nýja von, sem um sárt hafa átt að binda vegna ást- vinamissis. Og lækningar með að- stoð miðla og framliðinna manna eða annarra vera að handan eru fyrir löngu óvefengjanleg stað- reynd, bæði hér á landi og erlend- ís. S. B. neitar þeim heldur ekki, en telur sennilega, að um einhvers konar sefjun sé að ræða. Stundum kann svo að vera, en ég held að S. B. hafi ekkert leyfi til þess samkvæmt vitneskju nútíma sálar- fræði að telja ag hægt sé með sefj un að lækna sjúkdóma úr fjarlægð án þess að sjúklingurinn viti að verið sé að reyna ag lækna hann, eins og mörg dæmi munu vera til um. — Margt og mikið mætti segja um sálarrannsóknir og spíritisma, en þetta verður að duga rúmsins vegna. Vig þá, sem halda það, að þeir viti um öll þau lögmál, sem í al- heiminum ríkja, vegna þess, að þeir hafa háskólapróf í einhverri fræðigrein vildi ég að lokum segja þetta: — Hinn sann; andi vísind- anna birtist fyrst og fremst í því, að leita sannleikans í lögmálum náttúrunnar, hvort sem hann finnst þar sem búizt var við hon- um eða ekki. Ævar Jóhannesson KONUR í LÍFSBARÁTTUNNI Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: FIMM KONUR Setberg gaf út. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaður hefur sent frá sér rokkrar samtalsbækur, sem náð hafa góðum vinsældum. í þessari bók tekur hann fimm konur tali og ræðir við þær allýtarlega um lífshlaup þeirra. Segir höfundur í formála, að með samantekt þess- arar bókar telji hann sig vera að greiða skuld, sem hann eigi konum ag gjalda, því að áður hafi hann helzt farið á viðræðufjörur við karlmenn, en ranglátt sé að láta hlut kvenna liggja eftir. Um efni bókarinnar segir höfundur enn fremur í formála: „Ég vil taka það fram, að ég leitaði ekki eftir þvf að fá frásagn ir kvenna fyrir það eitt, að kon- urnar væru kunnar. Ég lagði alla áherzlu á það að fá tækifæri til að hlusta á sögur þeirra, sem ég vissi að höfðu staðið í stríðum straumum og barizt þrotlaust, sem vildu segja frá upplitsdjarfar og hreinskilnar, voru stoltar og djarí mæltar en um leið hlýjar og ríkar af samúð til alls og allra“. VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON Segja má, að höfundi hafi tekizt að fylgja þessari stefnuskrá nokk- urn veginn. Þó verður þess greini lega vart, að sögukonur hans bregði út af boðorði hreinskilninn ar, enda virðist hann ekki ganga sérlega hart eftir undandráttar- lausri frásögn, og margur er víst ■sekur í þessu efni, þegar hann rekur æviferil sjálfs sín. Þó finnsi lesandanum hálfgerður óþarfi, að konurnar séu að eiga eitt, tvö eða þrjú böm án þess að þær geti um faðerni eða söguritari hnýsist eft- ir því. Lesandinn gæti helzt hald- ið, að um eingetnað væri að ræða. Vilhjálmur hefur hvern frásagn arþátt með stuttri kynningu á sögukonu, segir frá fæðingu og uppruna, rekur nokkra ævidrætti og gefur henni nokkra einkunn. Gerir og aðra grein fyrir þættin- urn, er honum þykir þörf á. Þó að þættirnir séu augsýnilega byggðir á samtölum, notar Vil- hjálmur ekki samtalsformið nema að mjög litlu leyti. Er það góðra gjalda vert, því að samtalsformið sætir ofnotkun og öfgum hér á landi um þessar mundir, bæði í blöðum og bókum. Það er got* að sýna, að unnt sé að nota samtal og að það sjáist á frásögn, að hún sé samtal, þó að ekki séu tíunduð öll orðaskipti eða allar spurning- ar. Frásögnin verður miklu heil- legri og hnitmiðaðri með þeim hætti, en samtalsblærinn á frá- sögninni getur eigi að síður notið kosta sinna. Fyrsti þáttur þessarar bókar er frásögn Elísabetar Jónsdóttur, sunnlenzkrar manndómskonu, nú háaldraðrar. Vafalítið er það bezta og sannasta frásögnin, enda er gerð konunnar mikil, og hörð lífs- reynsla og hár aldur draga úr þörf til teljandi fjaðradráttar. Þama er litið í heim horfinnar kynslóðar og frásagnarefni nóg. Elísabet er ekkja Péturs Guð- mundssonar skólastjóra á Eyrar- bakka, hins merkasta manns, sem látinn er fyrir alllöngu, en börn þeirra eru mörg og flest kunnir borgarar. Annar þátturinn er af Sigur- laugu M. Jónsdóttur, konu Jónas- ar Þorbergssonar fyrrv. útvarps- stjóra, húnvetnskri að ætt. Þátt- urinn heitir: Þessi blessaða jörð, og er réttnefni. Þessi þáttur lýsir heitri tilfinningakonu, með mikið trúartraust, gáfaðri og opinskárri um eigin hagi, og hún lýsir lífi sínu af hrifningu og fögnuði. Slíkt eykur bjartsýni og er notalegur lestur, en varla til þess fallið að draga af dyggilega, almenna lær- dóma. Þarna er allt á valdi mjög persónulegra hughrifa. Éigi að sið ur bregður upp skýrum myndum úr merkilegum lífsferli. Þriðji þátturinn nefnist „Mörg- um á förinni fóturinn sveið“ og segir þar af austfirzkri konu, sem þó hefur lifað langa og örðuga ævi f Reykjavík, Margréti R. Hall dórsdóttur. Þar segir frá harðri lífsbaráttu með snertingu við hvíta dauðann, beiðni um fátækra styrk og hetjubaráttu konu fyrir einingu fjölskyldunnar við skilningslítil fátækrayfirvöld, skiptum við erlendan her og loft- árás. Þetta er afar einlægur þátt- ur, enda segir ómenguð alþýðu- kona frá. Fjórði þátturinn er af Ingibjörgu Gissurardóttur, ættaðri úr Ölfusi. Hún er ekkja Símonar Símonar- sonar, bifreiðarstjóra, allmikils athafnamanns á sinni tíð. Þetta er töluverð umsvifasaga, þar sem starfið er í fyrirrúmi og ber ávöxt, enda heitir þátturinn: Hver dagur í starfi er sigurdagur. Síðasti þátturinn heitir: I miðju straumkastinu, og segir þar frá mikilhæfri athafnakonu, sem sett hefur svip sinn á lífið í Reykjavík síðustu áratugi og er í önnum enn, Helgu M. Níelsdótt- ur, Ijósmóður, ættaðri úr Eyja- firði. Þessi kona hefur brotið sér braut af óvenjulega sjálfstæðum [ dugnaði, víða borið niður í athafna , lífi og átt til þess styrkar hendur, j þó að ævistarf hennar sé mest við 1 mild ljósmóðurverk og hjálp við 1 hina umkomulausustu í þessum heimi. Allir þættirnir eru gerðir af nægu tilefni og vel sagðir. Teikn- ingar fylgja af sögukonum eftir j Halldór Pétursson. Útgáfa bókar innar er sérlega vönduð og smekk leg. — AK. T í M I N N, miðvikudagur 5. desember 1962. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.