Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1962, Blaðsíða 14
35 Rosemaríe Nitríhitt Erích Kuby: DÝRASTA KONA HEIMS Eg ætla að biðja ykkur að taka eftir Jiessu: Eg hef gert lista yfir þá, sem eru okkur samnings- bundnir og við látum vinna fyrir okkur að því að útvega efni í Baby Doll. Þeir eru nærri því ;níu hundruð. Og — takið þið eftir, — það er ekki svo að skiija, að þeir skipti bara við eitt af fyrir- tækjum okkar í einu. Með öðrum orðum: við, sem erum fyrstu samn ingsaðilar, ef svo mætti segja, — skiptum allir samtímis við heilan hóp af fyrirtækjum og öðrum að- ilum, sem eru okkur samnings- bundnir og eiga að sjá okkur’ fyrir efni. Þetta er auðvitað afar slæmt skipulag. Allar efnispantanir ættu að koma frá einni skrifstofu.“ HARTOG HAFÐI greinilega bjargað málinu mjög vel við. Til- lögum hans var vel tekið, og það var eins og hann hefði lesið hug allra hinna og sagt einmitt það, sem þeim bjó f brjósti. Uppá- stunga hans bægði frá þeirri hættu, að ríkisstjórnin notaði sér Baby Doll-málið til að taka alla kjarnorkuáætlunina algerlega í sínar hendur. Og hún gaf þeim enn fremur öllum tækifæri til að veita ráðleggingar í sambandi við smíði Baby Doll. Annars verður þessu gáfulega, óeigingjarna og þjóðholla sátta- boði Hartogs bezt lýst með stuttri athugasemd, sem Nakonski orðaði á þessa leið við Killenschift eftir fundinn: „Þarna lék Hartog lag- lega á okkur. Hann náði Baby Doll til sín með lagi með því að kippa í fatið, sem við höfðum undir fingrunum!" En verksmiðj- ur Hartogs voru þær einu, sem nokkrar líkur voru til, að gætu tekið að sér áætlunina í heild í þeirri von að geta framkvæmt hana á tilsettum tíma. Það var meira að segja þýðingarlaúst fyrir Mallenwurff & Erkelenz að ætla að reyna það. Það varð sem sé ekkert ágreiningsmál,, hvert fyrir- tækið átti að taka að Sér verkið. Spurningin var bara sú, hvort það var Hartog eða ríkið, sem átti að gangast við Baby Doll — þessu þýzka undrabarni með ameríska nafnið. HÁLFTÍMA SEINNA var fundi slitið. Hvorki Hoff né iðnaðar- kóngarnir hreyfðu nokkrum mót- mælum, sem orð er á gerandi, gegn uppástungu Hartogs. Hoff lýsti þvf yfir, að hann hefði ekki umboð til þess að segja já eða nei á þessari stundu; hann yrði að leita álits yfirboðara sinna. Hann taldi líklegt, að um jafn- mikilvægt mál yrði að taka ákvörð un á ríkisráðsfundi. En til að spara tímann sagðist hann gjarn- an vilja fá að vita strax, hvaða fyrirtæki þeir vildu, að tæki að sér framkvæmd áætlunarinnar í heild. „Eg ætla að ganga út, svo að þið getið rætt málið ykkar á milli f friði og hreinskilni", sagði hann. „Viljið þið gera svo vel að kalla á mig, þegar þið hafið tekið ákvörðun.“ „Hreinskilnin er svo sem ágæt“, sagði Bruster. „Verið þér bara rólegur, herra Hoff“, sagði Schmitt. „Þetta er allt í lagi. Það er ekkert frekar, 'Sem við þurfum að ræða, ef Har- tog stendur við tilboð sitt og ríkis- stjórnin tryggir, að engum utan- garðsmanni verði blandað í mál- ið.“ „Það kemur ekki til greina“, sagði Hoff. „Þá er alger óþarfi að vera nokkuð að látast . . . Sem sagt: er nokkur okkar nema Hartog fús að binda sér þennan stein um háls? Hvað segið þið um það?“ Þeir vissu allir mætavel, hvers vegna Hartog vildi taka að sér að framkvæma Baby-Doll-áætlun ina. Ef honum heppnaðist það vel, hefði hann miklu meira upp úr því en því, sem venjulega er kallað „góð viðskipti.“ Peningar skapa ekki aðeins peninga, heldur hafa álit og yfirburðir einnig sömu náttúru. Nafnið Hartog fengi nýjan Ijóma, ef honum tæk- ist vel upp með Baby-Doll, en allt vildu mennirnir við borðið heldur en láta ríkið blanda sér í málið með því að taka að sér að framkvæma áætlunina á • eigin spýtur. „Því tekur þú það ekki að þér?“ sagði Gernstorff við Schmitt. Schmitt hristi höfuðið. „Nei“, sagði hann. „Ef ég gerði það, mundi Wallnitz drepa mig, þegar ég kæmi heim.“ „Jæja, herrar mínir!" sagði Hoff. „Þá má ég kannski taka þetta sem ákvörðun ýkkar og skjóta málinu til . . . “ „JÆJA,“ sagði Harwandler, „þá er Einangrunarsambandið búið að vera. Eg er hræddur um að við verðum að halda rækilega upp á daginn.“. En það kom j ljós, að enginn hafði verulegan hug á því. „Þið verðið að gera það án mín,“ sagði Bruster. 'Eg er að leggja af stað til Rússlands á morgun. Eg verð að fara heim.“ Hartog og Hoff kvöddust í dyr- um Bláa fúndaherbergisins. Nak- onski lét það berast, að hann ætti stefnumót. „Ætlarðu út í þennan hita?“ sagði Gernstorff. „Þá held ég, að ég verði nú heldur kyrr á hótel- inu.^ Það er þó svalt á barnum.“ „Ég kem með þér“, sagði Har- wandter. Killenschiff slóst í hópinn. Schmitt stóð fyrir framan lyftuna óráðinn í, hvað hann ætti að gera- „Ferð þú strax?“ spurði hann Bruster. „Því miður neyðist ég til þess,“ svaraði Bruster. „En ef þú hefur ekkert að gera, get ég kannski bent þér á eitthvað." „Þú talar eins og þrælasali", sagði Schmitt. Bruster hló. „Þú ferð ekki vill- ur vegar. Komdu með mér andar- tak.“ Þeir fóru inn í herbergi Brust- ers. „Fáðu.þér sæti“, sagði Brust- er. „Eg ætla að slá á þráðinn. Það er ekki bindandi fyrir þig.“ Schmitt settist og leit í kringum sig. „Þú ert með málverk eftir van Gogh á veggnum hjá þér,“ sagði hann. „Hjá mér er það Re- noir. Lengi lifi ódýrar eftirprent- anir.“ „Þær eru minnsta kosti skömm- inni skárri en sextándualdarlanda bréfin, sem ómöglegt er að botna í. Það hangir alltaf eitt svoleiðis í hótelherberginu mínu í Bonn. Maður veit þó alltaf, hvað maður er að horfa á, þegar maður hefur mynd eftir van Gogh fyrir augun- um.“ „Eg hefði nú heldur kosið, að það væri frummyndin“, sagði Schmitt. „Já, ég hef heyrt, að þú sért málverkasafnari", sagði Bruster. „Það er sagt að það sé góður gróðavegur fyrir þá, sem vit hafa á málverkum. Eg er gefnastur fyrir madonnumyndir frá því snemma á miðöldum . . . Halló! Voruð þið sofandi eða hvað? Jæja, viljið þér gefa mér . . . “ Hann bað um nýja númerið hjá Rose- marie. Hann hélt áfram að tala við Schmitt með símtólið við eyr- að: „Eg er ánægður yfir að vera laus við allt saman. Þú ert það líklega ekki?“ „Eg get sagt bæði jú og nei,“ svaraði Schmitt. „Við vorum komnir vel af stað. Nú fleytir Hartog rjómann ofan af öllu saman." „Eg eyddi of miklum tíma í. . . Já, halló! Ert það þú? Hvernig hefurðu það? Já, ég get ímyndað 22 ar, því að hún var sú eina, sem var áþekk Horatiu í vexti. Þess vegna fengum við lánaðan kjól, hatt og sjal hjá henni. Og við gátum ekki annað en hlegið, þeg- ar hún var komin í fötin. Hún kySsti mig á kinnina og sagði: — Þarna geturðu séð, Turney. Engum dettur í hug að líta tvisv- ar á mig í þessum búningi. Allir halda, að ég sé bara þjónustu- stúlka! Hr. Pendleton hrópaði upp yfir sig: — Þjónustustúlkan! Sú, sem var á leið til London að leita sér að vinnu. Hún var hér allan daginn og beið eftir póstvagninum. Frú Turney brosti. — Það var ungfrú Horatia, sir. Hún sagðist mundu taka póstvagn- inn héðan. | Þjónustustúlkan, sem hafði svo sérstakt lag á hestum . . . lá svo á að komast áfram til Brigthon. Þetta kom allt svo vel heim og saman, að hr. Pendlaton skildi ekki, hvers vegna hann hafði ekki athugáð þetta fyrr. Auðvitað — þjónustustúlka gat ferðazt á eigin spýtur án þess að vekja ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heirn, Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 eftirtekt, en á meðan voru allir að leita að ungri hefðarmey, sem hafði þjónustustúlku sína með. Og engum hafði dottið annað í hug. Hr. Pendleton sendi eftir gest- gjafanum og kvaðst þurfa að fara þegar í stað frá Henhurst. Og Akbar fékk skipun um að taka saman föggur þeirra í skynd- ingu, og þegar allt var tilbúið, spurði þjónninn: — Förum við til London, sahib? — Nei, sagði Edward Pendle- ton. — Við förum fyrst til Brigh- ton og kaupum hest. En á leið- inni komum við til Lewes. Eg hygg, að ég geti fengið þar nokkr- ar upplýsingar. Hann spurðist fyrir um unga þjónustustúlku, svartklædda, sem hafði gist þar nótt eina í marz, þegar vagninn hafði ekki komizt áfram vegna snjóa. Og loksins eftir langa mæðu rifjaðist sitt- hvað upp fyrir frú Simmons. Gamla lafði Wade, sem var bæði fégráðug og nízlc, hafði kom- ið með póstvagninum frá Hails- ham og gist á „Green Man“. Hún hafði haft með sér þjónustu- stúlku, sem hér Benson. En þegar gamla konan hélt ferð sinni á- fram morguninn eftir, hafði frú Simmons séð til undrunar, að Benson var horfin, en þjónustu- slúlka, sem komið hafði með póst- vagninum kvöldið áður, var í för með henni. Nei, frú Simmons hafði ekki veitt stúlkunni neina eftirtekt. Það höfðu verið svo margir gestir á hótelinu þessa nótt, margir þurftu mat og rúm, að hún hafði ekkert sinnt þessari þjónustupíu. Og hún vissi ekki, hvar hún hafði sofið, hún hafði sem sagt ekkert vitað um hana nema að hún hélt áfram ferðinni með lafði Wade morguninn eftir. Það gat vel ver- MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINGINN ið, að hún hefði húkt einhvers staðar á stól. Og meira vissi hún ekki. En það var nóg fyrir hr. Pendle- ton. Hann var nú sannfærður um að vera á réttri leið og vonin um að finna Horatiu glæddist á ný. Hann svaf betur þessa nótt en hann hafði gert síðan hann kom til Englands. Morguninn eftir hélt hann á- fram til Brighton og keypti þar Hvítstjarna aftur, áður en hann hélt áfram til London og aflaði sér upplýsinga um, hvar lafði Wade bjó. Nú voru aðeins fáeinir klukkutímar — mesta lagi einn dagur — unz hann hefði fundið frænku sína. 12. KAFLI í aprílmánuði hlýnaði svo, að blöðin fóru að springa út á trján- um í garðinum og konurnar tóku fram sólhlífar sínar til að hlífa hörundinu. Næstum hvern morgun taldi Hudson Horatiu á að koma með sér í ökufcrð og jafnoft hittu þau Soffíu Grecnwood. Og í hvert sinn sem þau hittust, grátbað hún hann að koma ekki oftar, og hann lofaði, en hélt ekki orð sín. Hor- atia hafði aldrei séð jafnástfang- inn ungan mann, og hún uppgötv- aði, að hún öfundaði ungfrú Greenwood — ekki af Hudson, — sem henni féll vel í geð, en var ekki á annan hált hrifin af honum, hcldur vegna þess að það hlaut að vera yndislegast af öllu að vera elskuð svona heitt. Ekki leið heldur á löngu, þar til aðstandendur Hudson tóku eftir breytingunni á honum og komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri ástfanginn. Og auðvitað komust þau líka að þeirri niður- stöðu, að það væri ungfrú Pendle- ton, sem hann hefði hrifizt af. Þau óskuðu hvort öðru til ham- ingju vegna þess, að Hudson hafði ekki brugðizt vonum þeirra í þessu efni. En er vikur liðu, án þess að nokkuð væri ákveðið milli unga fólksins, urðu þau óþolinmóð. Júní var ekki langt undan og þau sáu ekkert j fari Horatiu, sem benti til þess, að hún elskaði Hudson. Sannleikurinn var sá, að unga stúlkan' virtist algerlega ósnortin. Hún talaði alltaf vingjarnlega til hans, en ekki jafnhlýlega og hún talaði við hestinn hans. Þau fylgdust mcð unga fólkinu, en sáu engin laumuleg augnagot, og þeg- ar Horatia talaði við Hudson, snerist talið að mestu um hesta. Hestar eru góðir og blessaðir, hugsaði Lafði Wade, en enginn ungur maður kærir sig um að koma í annað sæti eftir þeim. Hún bað bróður sinn að tala alvar- lega við Iludson. Það var kominn tími til, að hann bæri upp bón- orðið, áður en júnímánuður kæmi og gerði hana þeim óháða. Og þess vegna talaði hr. Crank- croft við son sinn kvöld eitt, er þeir gengu heim eftir lítið sam- kvæmi hjá lafði Wade. — Frænka ^þín er mjög vin- gjarnleg við þig, sagði hann al- varlegur við Hudson. — Eg vona, að þú gerir þér Ijóst, að það var aðeins þér til heiðurs, að við vor- um boðnir í kvöldverð. Hudson svaraði ekki, en þótt dimmt væri, þóttist faðir hans finna, að hann brosti. — Ef svo er, sagði hann eftir að faðir hans hafði hvössum rómi endurtekið orð sín, — er hún vin- fjarnlegri við mig en hún hefur nokkru sinni verið. Natanel Crankcroft sagði: — Það sjá allir, að þú ert hrif- inn af ungfrú Pendleton, drengur minn.' Og enginn áfellist þig fyrir það, hún er mjög geðug, ung stúlka. — Ilún á líka von á mjög geð- ugum auðæfum, svaraði Hudson þurrlega. Natanel leit hvasst á son sinn, og nú var ekki um að villast, drengurinn brosti bara út að eyr- um. — Já, ég viðurkenni, að hún á von á miklum arfi, sagði hann. En ég held ekki, að þú sért aðeins hrifinn af honum, drengur minn. Eg hef fylgzt með þér upp á síð- kaslið, og frænka þín er mér sam- mála j því, að þú munir vera ást- fanginn. 14 T f M I N N, miðvikudagur 5. desember 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.