Tíminn - 08.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1962, Blaðsíða 3
I MYNDIN sýnir Tito Júgóslavíuforseta (t.h.) þar sem Georgadze forsætisráðherra Ukrainu er að bjóða hann velkominn til Ukrainu, en eins og frá hefur verið skýrt í fréttum liefur Tito verið að undanförnu í leyfi í Sovétríkjunum. Þeir Tito og Krústjoff, eða Nikki og Jossi, eins og Norðmenn eru farnir að kalla þá í NTB- fréttunum sínum, héldu áfram að ræðast við í mesta bróðemi í Kreml í dag. Ræddu þeir um samvinnu landanna tveggja og sameiginleg vandamál þeirra. Indverjar vilja enga málamíðlun ADENAÖERHÆTT IR NÆSTA HAUST NTB-Bonn, 7. des. Adenauer kanzlari ákvað í dag, að hann myndi láta af embætti sínu næsta haust, og með þessu ruddi hann veginn til nýrrar samsteypustjórnar, sem Kristilegir demókratar og KAUPMENN Frjálsir demókratar munu standa að. Fulltrúar þessara tveggja flokka sátu á fundi í fjóra tíma í dag, og virtist útliti vera gott, að hon- um loknum. Adenauer er nú 86 ára gamall, og hefur verið stungið upp á Lud- wig Erhard, aðstoðarforsætisráð- herra og fjármálaráðherra, sem eftirmanni hans, og vitað er, að þingmenn Kristilegra demókrata eru allir samþykkir þessari tilhög un. Viðræðurnar um samsteypu- stjóm Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna fóru út um þúfur í gær, eftir að flokkarnir gátu ekki Framh á 15 síðu NTB-Nýju Delhi, 7. des. Formælandi indverska utan ríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi í dag, að j indverska stjórnin myndi ekki taka upp neinar viðræður við kínversku stjórnina með það fyrir augum að semja um mála miðlun, hvað við kæmi því, að kínversku herirnir yrðu að hverfa aftur til þeirra stöðva sem þeir höfðu á valdi sínu 8. sept. s.l., stjórnin héldi fast við þetta skilyrði sitt. Við sama tækifæri skýrði Nehru forsætisráðherra frá för sinni til vígstöðvanna í Assam. Kvað hann Kínverja vera að þynna eitthvað sveitir sínar fyrir aftan víglínuna, en ennþá héldu þeir aðalstöðvun- um. Þrisvar sagði Nehru það hafa komið fyrir, að Kínverjar hefðu hafið skothríð, eftir að þeir höfðu lagt fram vopnahléstilboðið. í eitt skipti með þeim afleiðingum, að Indverji féll, en tvisvar hlutu Ind- verjar sár af. Ekki sagði hann Ind verja hafa fengið fregnir af öðrum brotum á vopnahléinu. Nehru sagði frá því á fundin- um, að Pakistan-stjórnin hefði far ið þess á leit, að indverska stjórn in ákvæði, hvenær viðræður gætu hafizt milli stjórnanna um Kasmir og önnur deilumál. — Verður það gert, um leið og stjórnin hefur at- hugað málið nánar, sagði Nehru. Galbraith, sendiherra Banda- ríkjanna í Indlandi tilkynnti í dag, að Bandaríkin hefðu ákveðið að veita Indverjum lán að upphæð Framhald af 1. síðu. mundi að sjálfsögðu þýða aukinn l'.ostnað. Spurður um, hvernig yrði farið að því að mæta þeim aukna kostnaði, kvaðst hann ekki geta sagt neitt um það, en hann vildi | að það kæmi greinilega fram, að | rlls ekki væri ætlunin að íþyngja verzlunarfólki með breyttum lok- unartíma. Sagði hann það hvergi hsfa komið fram, að kaupmenn þurfi að auka álagningu á vörum sínum vegna umræddra breytinga, það mundi ekki koma í Ijós, fyrr en breytingarnar væru komnar til framkvæmda. Sú spurning var borin fram, hvort það mundi ekki vera sama eg fall fyrir sölulurnaeigendur, ef þeir mættu ekki hafa opið lengur en til kl. 22 a kvöldin, þar sem við- skipti þeirra fara að langmestu leyti fram á kvöldin. Kvaðst Sig- urður ekki álíta það, fólk mundi fljótlega venjast á að gera sín við- skipti fyrir þann tíma. Hvað snerti ákvæöi um það, að bönnuð yiði neyzla vöru inni í verzlunum, þar með töldum söluturnum, sagði Sigurður, að það væri sett af lög- reglustjóra, án þess að kaupmanna samtökin hefðu nokkuð hlutast til um það. Þá var skýrt frá því, að ljóst \æri, að kjarninn í kaupmanna- samtökunum væri fylgjandi tillög- unum í meginatriðum, og taldi Sveinn Snorrason, lögfræðingur og framkvæmdarstjóri samtakanna upp nokkur félög, sem lýst hefðu yfir áliti sínu. Fylgjandi væru fé- lög matvörukaupmanna, vefnaðar- vörukaupmanna, húsgagnaverzl- ana, búsáhalda- og járnvörukaup- manna og byggingavörukaup- RÁÐSTEFNA FUF UM EBE f dag, laugardag kl. 1,30 hefst | ráðstefna Félags ungra framsókn-1 armanna í Reykjavík um Efnahags i bandalag Evrópu, að Tjarnargötu i 26. Frummælendur á ráðstefn-; unni verða þeir Ólafur Jóhannes- j son prófessor og verkfræðingarnir j flelgj Berg og Steingrímur Her-; mannsson. Að loknum framsöguerindum verða umræður í þremur umræðu hópum í hrihgborðsformi. Ráðstefnan heldur áfram sunnu- daginn 9. des. kl. 2,00 e.h., stund- vislega. Þá flytja fyrst erindi þeir Jón Skaftason og Heimiir Hannes-; son um eigin kynni og niðurstöð- i ur eftir nýafstaðna heimsókn; þeirra til meðlimaríkja og aðal- stöðva Efnahagsbandalagsins. Þá er gert ráð fyrir því, að fundar- stjórar skýri frá þeim meginsjón- armiðum, sem fram komi í hverj- um umræðuhópí, en síðan fara fiam almennar umræður. Ungum framsóknarmönnum í ná- grenni Reykjavíkur er heimil þátt taka í ráðstefnunni. Mikill áhugi er fyrir ráðstefn- unni meðal ungra manna og hafa mjög margir þegar tilkynnt þátt- töku sína. (Frá stjórn Féalgs ungra framsóknarmanna). > manna. Söluturnaeigendur hefffu lýst yfir algjörri andstöðu. Þá yrðj j aff minnast á kjötvörukaupmenn, sagði Sveinn en eins og staðið! hefði í Tímanum í dag, þá hefði verið haldinn fundur í félagi þeirra. Tíminn hefði þó skýrt rangt frá því, sem þar gerðist, því að tillögur Sigurðar og Páls hefðu verig samþykktar á fundinum, en ekki felldar, eins og Tíminn hefði sagt.. Blaðið gat upplýst það, að frétt- in af fundinum værj höfð eftir formanni félags kjötvörukaup- manna, Viggó Sigurðssyni, sem staðfesti í dag, ag fréttin hefði birzt rétt, og það þyrfti engum blöðum um það að fletta, að kjöt- vörukaupmenn hefðu fellt tillögur Sigurffar og Páls, og viðræður þær, sem fóru fram eftir lögleg fundar- slit væiu algjörlega ólöglegar. — Sagði Viggó Sigurðsson, að Sveinn Snorrason hefði því alls ekki farið með rétt mál, þegar hann lýsti því yfir á fundi matvörukaup- manna kvöldið eftir, ag kjötvöru-1 áaupmenn væru samþykkir tillög-! unum. Þessu svaraði Sveinn Snorrason | svo, ag auðvitað mætti túlka mál- ’ð á þann veg, að fundurinn hafi ekki verig settur aftur, þó vildi hann álíta það. Sagðist hann að vísu hafa komið seint á fundinn og því ekki vita nákvæmlega, hvaff gerzt hefði áður en hann kom, en þegar atkvæðagreiðsla um tillögur Sigurðar og Páls fóru fram, hefði verið svo mikil læti í húsinu, þar sem fundurinn var haldinn, hljóm- sveit ag æfa og annað eftir því, að fundarmenn hefði ekki haft næði j til að athuga sinn gang. Sagði bann, að eftir „fym“ fundarslit j hefðu farið fram umræður og önn ur atkvæðagreiðsla um tillögurnar,! og hefðu þær þá verið samþykkt- ar. ; Viggó Sii;urðsson, formaður fé- lags kjötvörukaupmanna, segir þær hins vegar hafa verið felldar, og seinni atkvæðagreiðslan, sem Sveinn byggði framburð sinn á, hafi aldrei farið fram, þar sem for maður stöðvaði hana á þeirri for- sendu, að fundinum væri lokið. Bormann vann í kaupfélaginu NTB-Buenos Aires, 7. des. Þýzki stórnazistinn Mart- ín Bormann, sem slapp frá Berlín árið 1945, lézt af krabbameini í Asuncion í Paraguay 15. febrúar árið 1959. Frá þessu skýrði áreiðan tegur maður, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Sagði hann, að Bormann hefði lengi unnið innanbúðar kaupfélagi í þýzkri nýlendu i Paraguay og munu mjög fáir af viðskiptavinum hans hafa vitað, hver það var sem afgreiddi þá allan þenn an tíma. 29,5 milljónir dollara, og er það ætlað til þess að auka framleiðsluá vörubílum, en mikil lskortur er á þeim í Indlandi. Framsóknarfélag Reykjavíkur Fundur verður haldinn í félag- inu miðvikudaginn 12. þ.m. í Tjamargötu 26, kl. 9,30. Kristján Iriðriksson flytur erindi: Hug- myndafræði stjórnmálaflokkanna. Félagar fjölmennið. Stjórnin Flugvélar saknaö NTB-Bogota, 7. des. Saknað er kolumbíanskr- ar flugvélar með 24 menn innanborðs. Vélin, sem er af gerðinni DC-3, lagði af stað frá Bucaramanga á fimmtudag áleiðis til Barr- ancabermeja í San Tander- héraðinu, og hefur ekki heyrzt til hennar síðan á fimmtudagskvöld. Leitar- flokkar hafa verið sendir af stað til að leita hennar. Flugvél ferst NTB-Álaborg, 7. des. Bandarfsk herflugvél fórst í lendingu við flugvöll inn í Álaborg í dag. Tveir menn voru með vélinni, sem var að koma frá Vestur- Þýzkalandi, og fórust þeir báðir. Er Rauf hinn rétti? NTB-Santiago, 7. des. Lögfræðingurinn Rolf Bucher Jensen, sem feng- inn hafði verið til þess að verja Herman Julius Rauf, mann þann, sem vestur- þýzka stjórnin hefur farið fram á að verði framseldur sér vegna morðs á 90.000 Gyðingum, hefur nú ákveð- ið, að verja ekki Rauf. Fyrri ákvörðun lögfræðingsins byggðist á því, að hann talcfí, að hér væri ekki um réttan mann að ræða, en nú segist hann hins vegar telja, að Rauf sé sá, sem ábyrgð bar á morðunum. Rauf heldur því þó fram, að hann hafi einungis fram kvæmt skipanir yfirmanna sinna. Jólatréð kemur, þótt seint sé NTB-London, 7. des. Orðið hefur að fresta há- tíðahöldunum í sambandi við það, þegar kveikt jverð- ur á Oslóarjólatrénu í Lon- don um einn dag, en tréð átti að vera komið til borg- arinnar á þriðjudag, en fyrst í dag var hægt að skipa þvf upp. Fred Olsen Bamse, skipið, sem flutti tréð frá Noregi, hefur leg- ið undanfarna daga í mynni Thamesárinnar, og ekki get að siglt upp eftir henni vegna þokunnar. Þetta verð ur 16. norska jólatréð, sem kveikt verður á í London, T I M I N N, laugardagur 8. desember 1962. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.