Tíminn - 12.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1962, Blaðsíða 3
ATOK AÐ AST AÐ NÝJU? NTB-Peking, 11. des. Kínverska stjórnin hefur sakað Indverja um að hafa ráðizt inn f Tíbet á 9 stöðum, og virðist svo, sem Indverjar ætli að láta sem vopnahléð sé ekki til. Kínverska fréttastofan Nýja Kína flytur fréttirnar um mótmæli Kinverja til Indverja, og segir, að Kínverjar fari þess á leit við Ind- verja, as þeir láti af öllum ógn- Búizt viS skoð- anamun NTB-París, 11. des. Ráðherrafundur NATO- ríkjanna, sem hefst á fimmtudaginn, cnun nokkuð einkennast af skoðanamun Bandaríkjanna og Frakka á málum varðandi kjarnorku- herina, að því er stjórnmála menn í París segja. Fulltrúarnir, sem sitja eiga ráðstefnuna, héldu á- fram að koma til Parísar í dag, en á morgun verða haldnir margir fundir stjórnmálamanna frá hinurn ýmsu ríkjum, sem nokkurs konar inngangur að, sjálf- um ráðherrafundinum. Uppreisnin mistókst NTB-Buenos Aires, 11. des. Hershöfðingi í argent- ínska flughernum, Cayo Al- qina, gerði í dag misheppn- aða tilraun til þess að steypa stjórn landsins af stóli. Upreisnin fór út um þúfur aðeins tveimur tím- um eftir að hún hófst, að því er segir í fréttum frá Argentínu. Ástæðan til upp- reisnarinnar var sú, að mót- mæla átti því, að Alqina hafði verig látinn- hætta störfum sem yfirmaður flug hersins. Vilja aifka framtag NTB-New York, 11. des. Noregur, Danmörk, Hol- land og Svíþjóð lögðu í dag fram sameiginlegta tillögu þess efnis, að þpss verði farið á leit við aðildarriki Sameinuðu þjóðanna, að þau auki framlag sitt til tæknihjálpar samtakanna, þannig að heildarupphæðin, sem lögð verður fram, nemi 150 milljónum doll- ara. Tillagan var lögð fram i efnahagsnefnd SÞ, og segir í henni, að enn sem komið sé, hafi ekki verið lagðar frarn nema 120 milljónir dollara, og að það sé engan veginn nægilegt. Hafa flogiö 1600 sinnum yffir sov- ézkum skipum NTB-Moskva, 11. des. Siglingamálaráðherra Sov étríkjanna, Viktor Bakajev, sagði í Æðsta ráðinu í dag, að flugvélar frá NATO-herj unum hefðu 1600 sinnum flogið yfir sovézk skip úti á rúmsjó, það sem af er þessu ári. unum við landamærin. Hafa ind- inn í kínverska iofthelgi frá því verska sendiráðinu í Peking verið afhent þessi mótmæli. Láti Indverjar ekki af ógnunun- um verða þeir sjálfir eð' bera á- byrgð á afleiðingunum, segja Kin- verjar. Þá segir einnig í mótmælaorð- sendingunni, að indverskar flug- ■> élar hafi hvað eftir annag flogið Ný stjórn í V-Þýzkalandi NTB-Bonn, 11. des. Adenauer kanzlari hefur myndað samsteypustjórn með ráðherrum úr flokki sínum, Kristilega demó- krataflokknum og úr flokki Frjálsra demókrata. Varnarmála- ráðherra verður að þessu sinni von Hassel, forsætisráðherra í Schles- wig-Holstein, en hann kemur í stag Franz Josef Strauss. Alls eru 21 rágherra í hinni nýju stjórn Adenauers, og hafa Frjálsir demókratar með höndum 5 ráðherraembætti. eins og í fyrri stjórninni. Breytingar hafa orðið litlar. — Erhard gegnir áfram embætti efna hagsmálaráðherra, Schröder verð- ur sömuleiðis áfram utanríkisráð herra, en í stað Strauss varnar- málaráðherra kemur von Hassel, sem er lítt þekktur í stjórnmálum Vestur-Þýzkalands. Von Hassel kom fyrst fram á svið stjórnmálanna i síðustu kosn- ingum til þingsins. Hann hefur verig forsætisráðherra í Schles- wig-Holstein frá því árið 1954, en þegar hann var kosinn í þag em- bætti var hann yngsti forsætis- ráðherra landsins. í síðustu heims- styrjöld gegndi von Hassel her- þjónustu á Ítalíu, og var hann liðs- foring} að tign. Bandamenn tóku hann til fanga, en hann var látinn laus í striðslok. mum bera áhvreðma NTB-Genf, 11. des. Zarapkin fulltrúi Sovétríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf sagði í dag, að tækju Bandaríkin upp aftur tilraunir fheg kjarnorku vopn eftir 1. janúar n.k. myndu önnur kjarnorkuveldi gera slíkt hið sama. Þar af leiðandi bæru Bandaríkin ábyrgð á því hvernig málin snerust. Sovétríkin hafa lýst sig sam- þykk því, að hætta öllum tilraun- um með kjarnorkuvopn frá og með 1. janúar i samræmi við tillögu, sem lögg var fram í Alsherjarþing inu. í sambandi við svörtu kassana, margumræddu, sagði Dean full- trúj Bandaríkjann á ráðstefnunni, að þeir nægðu ekki fullkomlega til þess að hafa eftirlit með því, að bann vig tilraunum yrði ekki brotið. Bætti hann við, að þá fyrst er Sovétríkin hefðu samþykkt al- þjóðlegt eftirlit, sem þau þyrftu alls ekki að hræðast sem dulbúna njósnastarfsemi, væri von um að þau gætu síðar samþykkt enn frekara eftirlit. vopnahlég hófst. Lítur kinverska stjórnin á þetta mjög alvarlegum augum, og getur ekki betur séð, en Indverjar vinni skipulega að því að eyðileggja vopnahléð og þá ákvörðun Kínverja að flytja herlig sitt til baka. Formælandi indverska ríkisráðu neytisins bar til baka ásakanir Kínverja um það, að Indverjar hefðu látið flugvéíar sínar fljúga inn í kínverska lofthelgi. Sagði bann þessar ásakanir tilbúningur einn úr Kínverjum og lig í fjand- samlegri herferg þeirra gegn Ind- verjum. Njósnari hand- tekinn í Moskvu NTB-.Woskva, 11. des. fyrir noKkru, en síðan fram- Öryggislögregla Sovét- seldur sovézkum yfirvöldum, ríkjanna hefur handtekið sakaður um njósnir. , « Wynne, segir Tass, kom allt mann, sem sakaður er um af annað slagið til Sovétríkj. að hafa látið útsendurum anna undir því yfirskini, að leyniþjónustu Breta og hann væri kaupsýslumaður — Bandaríkjamanna í té ýms- Eftir að hann var handtekinn 2. nóv. s.i. er hann sagður hafa viðurkennt sekt sína sam- kvæmt bæð'i sovézkum og ung- verskum fréttum. Brezka sendiráðið í Moskvu hefur gevt margar árangurslaus ar tilraunir til þess að fá utan- ríkisráðuneytig í borginni til þess að veita sér upplýsingar Tass segir, að maðurinn hafi um Wynne. Kona Wynne sagði verið i sambandi vig leyniþjón- í Londor, á fimmtudaginn, að usturnar í gegnum brezkan hún vonaðist til þess að fá leyfi kaupsýslumanninn Wynne, sem til þess að heimsækja mann var handtekinn í Ungverjalandi sinn innan skamms. ar leynMegar vísindalegar upplýsingar, að því er Tass fréttastofan segir frá í dag. Maðurinn, sem sagður er heita O. V. Penkovskij, vann á veg- um vísindanefndar í Sovétríkj- Uppreisninni að í Brunei NTB-Brunei, 11. des. Brezkir hermenn á Norður- Borneo segjast nú hafa á valdi sínu borgina Seria, að undan- skildu fangelsinu, en það er enn í höndum uppreisnar- manna. Um 50 uppreisnarmenn hafa komið sér fyrir í fangelsisbygg- ingunni, og nafa þar hjá sér í gísl- ingu 9 Evrópumenn. Ekkj er vitað til þess, að þessir menn hafi ver- ið pintaðir á einn eða annan hátt, en hermennirnir vilja þó ekki taka fangelsið meg áhlaupi, heldur biða og sjá til, hvort uppreisnarmenn- irnir gefast ekki upp að sjálfsdáð- um. Þá hafa Bretarnir einnig náð á sitt vald Brunei-borg og er þar úígöngubann, nema tvær stund- •ir dag hvern, þegar fólki er leyft nð fara frá heimilum sínum til þess ag afla sér vista. Foringi uppreisnarmannanna, Azhari er nú staddur á Filippseyj- um, og hefur brezka sendiráðið á staðnum ógilt vegabréf hans. Azhari hafði ætlað sér að halda til Bandaríkjanna og leggja þar mál uppreisnarmannanna fyrir Samein uðu þjóðirnar. en hann vill að þær sendi hermenn til Borneo. Bandarísk stjórnarvöld hafa reitað að veita Azhari leyfi til þess ag koma til Bandaríkjanna, þar eð vegabréf hans er ekki lengur í gildi, en hann er brezkur þegn. Austur-Þjóðverjar eru fúsari til samkomulags NTB—Berlin, 11. des. tala um friðsamlega sambúð. í annað sinn á einni viku Suhbier var að halda ræðu á létu ráðherrar austur- func3i demókrataflokks Austur- þýzku stjórnarinnar það á Þ/falands- semíylgiríöHu , . 1 * , . ^ stefnu kommumsta. Sagði hann, ser heyra að þeir væru að nú yrgu menn að notfæra reiðubúnir að taka til sér, hversu gott ástandið væri athugunar málamiðlunartil í augnablikinu, og reyna að lögur í sambandi við lausn finna lausn á ^ndamálinu í ... i/ Þa&u fnoarms. deilunnar ut af Berlin og Fyrir um það bil einni viku klofnunar Þýzkalands. minntist Walter Ulbricht for- ingi kommúnista einnig á, að Aðstoðarforsætisráðherra A- rétt væri að athuga möguleika Þýzkalands, Max Suhbier, lýsti á málamiðlun, og telja þeir, því yfir í ræðu, sem hann hélt sem fylgzt hafa með málunum í Austur-Berlín, að í öllum við í Berlín, að þetta gefi til kynna ræðum yrði hvor aðilinn um að ekki einungis Austur-Þjóð- sig að láta undan á einhverju verjar heldur öll kommúnista- sviði vegna friðarins, án mála- ríkin hugsi sér nú að taka upp miðlunar væri aldrei hægt að mildari afstöðu í málinu. FRÉTTIR í FAUM ORDUM Reykjavík, 11. des. — Kristján Þor- steinsson, símstöðvarstjóri í Meirl. tungu í Holtum, sem fórst í bíl- slysi skammt frá Rauðalæk 26. f.m. var jarðsunginn a3 Árbæ á laugar daginn. Jarðarförin var óvenju fjöl menn og jafnvel meiri en dæml eru til. Gizkað var á, að um eða yflr 400 manns hefðu verlð viðstaddir. Sr. Svenn Ögmundsson flutti líkræð- una. Reykjavík, 11. des. — Þórunn Jó- hannsdóttur og Vladimir Ashkenazy píanóleikarahjón munu koma við á íslandi næstu daga, og dveljast hér f nokkra daga. Til stendur, að Ashkenazy haldi hér eina hljóm- lelka, en hann hefur undanfarið verið í hljómlelkaför um Bandarík- in. Þau hjónin eru á leið heim tll Sovétríkjanna. Reykjavík, 11. des. — Um hádegið í dag varð 11 ára telpa, Ragna Birna Baldvinsdóttir, Otrateig 30, fyrir bil á Nóatúni, skammt sunnan við Laugaveg. Telpan skarst á andliti og tennur brotnuðu. Hún var flutt á Slysavarðstofuna og átti að fara til rannsóknar á Landakotsspítalann, — Slysið varð með þeim hættl, að telpan hljóp út á götuna fyrir aftan strætisvagn og lenti í sömu svifum á frambrettl Skodabíls, sem var á ieið suður götuna. Akureyri, 11. des. — Um klukkan 13.30 í dag varð Akureyri rafmagns laus, vegna bilunar í stærstu afl- vélinni i Laxárvirkjuninni. Þar bil- að pakkdós og tók vlðgerðln um hálfa þriðju klukkustund. Engar aðrar skemmdir urðu, vegna þess að vatnið var óvenju hreint, svo að ekki barst neinn sandur inn | legurn ar. — Fullnaðarviðgerð mun fara fram einhverja næstu nótt og mun hún taka um fjórar klukkustundir. TíMINN, miðvikudaginn 12. desember 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.