Tíminn - 12.12.1962, Blaðsíða 14
Hún var rétt búin að koma sér
upp fyrstu spjaldskránni með staf
rófsröð. Það var ætlun hennar að
>áta þá viðskiptavini sína sitja
fyrir, sem létu sér nægja stytzt-
an tíma. Þess vegna færði hún
tímann, sem þeir stönzuðu, ná-
kvæmlega inn á hvert spjald.
„Lofaðu mér að sjá!“ sagði
Schmitt. Hann hafði aldrei séð
neitt þessu líkt fyrr.
En hún vildi ekki sýna honum
spjöldin. Ef hann hefði séð, að
fullt nafn viðskiptavinanna var
skráð á spjöldin, hefði hann ef-
laust verið svo gætinn að ráða
henni frá þessari sjúklegu ná-
kvæmni eða hætta að qðrum kosti
alveg við fyrirætlun sína.
Án þess að nefna nokkur nöfn
las hún fyrir hann af spjöldunum,
og hann skrifaði hjá sér. Það
greip þau mikill áhugi og vinnu-
gleði, og bæði gerðu sitt bezta til
að finna lausn á vandamálinu.
Eins og búast mátti við, kom í
ljós, að Rosemarie vann sér inn
tvo þriðju af tekjum sínum frá
klukkan sjö á kvöldin og fram til
þrjú eftir miðnætti eða á nákvæm-
lega sama tíma og væntanlegir
skjólstæðingar Karls Heinrichs
áttu fri, því að þeir voru vitanlega
önnum kafnir allan daginn.
t Málamiðlunartillaga Schmitts
leysti ekki vandann, þar sem hann
vildi ekki heita Rosemarie því að
borga henni það, sem samsvaraði
tveim þriðju af tekjum hennar.
„Þá gengur það ekki“, sagði hann.
„En við höfum þó að minnsta
kosti heimilisfangið þitt og getum
hringt, þegar okkur liggur á“.
„Hver ætlar þá að borga mér“?
spurði hún. 1
„Við", svaraði Schmitt.
„Hvernig get ég verið viss?“
Þetta var skynsamleg spurning.
„Við getum komið okkur saman
um eitthvert ákveðið aðgangsorð",
sagði Schmitt. „Ef einhver hring-
ir og nefnir aðgangsorðið, þarf
hann ekki að borga. Við getum
gert upp mánaðarlega".
Rosemarie hugsaði málið. „Það
er ekki gott“, sagði hún. „Það
gæti frétzt og einhverjir notað sér
það, og þá er ekki víst að bókun-
um þínum og reikningnum hjá
mér beri sarnan".
Schmitt íhugaði málið. Fjand-'
inn hafi það! Það hlýtur cinhvern
veginn að vera hægt að bjarga
málinu, hugsaði hann.
SCHMITT HEFUR sennilega
verið gáfaðastur allra þeirra auð-
manna, sem gerðust eins konar
verndarar Rosemarie. Honum
þótti gaman að skoða heiminn
með sömu augum og hún, og hinn
furðulegi einstrengingsskapur
hennar og fégræðgi fór ekki fram-
hjá honum. Hugsun hans var nógu
skýr til þess, að hann gat gert
sér grein fyrir skyldleikanum milli
þeirra, og einu sinni sagði hann
við Wallnitz: „Nú er ég loksins
farinn a-ð skilja, hvað Austan-
tjaldsmenn eiga við, þegar þeir
eru að tala um einokunarkapital-
isma. Hjá sumum er fyrir hendi
ódrepandi þrá til að komast langt,
og þeir, sem henni eru haldnir,
ætla alveg að tryllast, ef þeir reka
sig á eitthvað, sem þeir óttast,
að kunni að hindra, að hún ræt-
ist“.
Þessa athugasemd lét Bruster
falla í samtali um Rosemarie, sem
Hartog hafði komið af stað eftir
flugferð til Hamborgar. Kueltz
réð furstann daginn áður.
„Jæja, hvernig gengur þér að
semja við stúlkuna í SL-módel-
inu?“ spurði Wallnitz.
„Það er ekki hægt að lcoma
þessu við, eins og ég hugsaði mér.
Þér finnst það kannski hlægilegt,
Walter, en við höfum ekki efni
á að ráða hana. Karlmenn eru svo
vitlausir, að þú getur ekki ímynd-
að þér, hvað þeir hafa borgað
henni“.
„Þú hefur þá ekki gert neinn
samning?"
„Ekki að minnsta kosti um
neina greiðslu í eitt skipti fyrir
öll. Þegar við þurfum á því að
halda, geta Kleie og furstinn, —
hefurðu séð hann? Þetta er geðs-
legasti maður. Já, þegar við þurf
um á því að halda, geta þeir skipu
lagt stefnumót við hana og við
svo borgað þeim. Mér datt í hug,
að við gætum gefið út kvitlanir
til þess að við ættum hægara með
að fylgjast með útgjöldunum."
Wallnitz stökk upp af stólnum
og ætlaði að rifna af hlátri. Hann
hló svo mikið, að tárin komu fram
í augun á honum. „Kvittanir!“
hrópaði hann. „Bernhard þó, —
þetta er nú of langt gengið j grín-
inu. Hver hefði getað trúað þessu
um þig? Kvittanir, æi, nei, hahaha,
— þvílíkt grín!“
„Þetta er ekkert grín“, sagði
Schmitt. „Hún spurði bara, hvern-
ig hún ætti að ganga úr skugga
um, hvort það værum við eða
einhverjir aðrir, sem hringdum,
og það var alveg rétt af henni. Við
fáum okkur bara pappir með vatns
merki og orðinu Rebekka á“.
„Rebekka?“
„Já, hún vildi hafa það nafn.
Svo sendir hún okkur bara miðana
og við borgum henni frá þremur
og upp í sex hundruð mörk á
mann eftir því, hve tíminn er lang
ur. Það er engin hætta á því, að
hún hlunnfari okkur“.
„Ég má til að líta á gripinn
einhvern daginn“, sagði Wallnitz,
og þurrkaði lárin úr augnakrókun
um með vasaklútnum sínum.
„Þú talar um hana, eins og hún
væri verðlaunahestur á kappreið-
um. En ég er hræddur um, að við
verðum að hætta við þessa fyrir-
ætlun, jafnfreistandi og hún er
þó, — og nytsamleg, það skal ég
játa. En hún er of hættuleg".
„Hvernig þá?“ spurði Schmitt.
„Það getur alltaf eitthvað óvænt
41
gerzt“, sagði Wallnitz. , „í flug-
ferðinni_ rakst ég á tvífara Rose-
marie. í vélinni. sem ég fór með
til Harnborgar á mánudaginn, á
ég við. Ég ætlaði að segja þér frá
því. Við hliðina á mér í vélinni
sat ung stúlka í svartri dragt, og
við fórum að tala saman. Mér
fannst hún mjög greind. Við
skemmtum okkur bæði ágætlega.
Að lokum kynnti ég mig fyrir
henni, og hún svaraði í sömu
mynd. Ég kannaðist við nafn
hennar og hún við mitt. Þú hlýtur
að kannast við það líka. Hún
heitir Roemfeld“.
„Roemfeld?“ sagði Schmitt. „Er
það ekki fyrirtæki . . . ?“
„Einmitt. Hún er dóttir Alex
Roemfelds. Þegar við lentum í
Hamborg, spurði hún mig, hvort
ég ætlaði að stanza þar eitthvað
að ráði, — sagði, að hana langaði
gjarnan að hitta mig aftur og
ræða við mig um viðskiptamál.
Eins og þú getur ímyndað þér,
hafði ég ekkert á móti því. Mér
leizt vel á hana, og hún bjó á At-
lantic. Ég bauð henni í miðdegis-
verð. Við ókum út í Jakobsskála,
og þá kom í ljós, að hún hafði
ætlað að spyrja mig ráða um,
hvernig hún ætti að verja pen-
ingum sínum. Þú getur rétt látið
þér detta í hug, hve hissa ég varð.
Ég var að hugsa um, hvers vegna
í ósköpunum hún spyrði ekki bara
föður sinn, en sagði ekki neitt.
Hana langaði að koma fyrir fimm-
tíu þúsund mörkum. Ég lofaði að
tala við Kroog, og í gær hittumst
við aftur“.
„Og auðvitað við miðdegisverð-
arborðið", sagi Schmitt.
„Hárrétt! Og f það sinn á hótel-
inu hennar. Ég var eins kurteis
og eðlilegur í framkomu og hægt
er að vera, en hún sá fljótt, að
mér lcizt vel á hana, og þá var
hún ekki lengur að reyna að dylja
neitt. Loks sagði hún mér alla
28
gjaldið fyrir hana heim til Ind-
lands aftur.
— Ég hef sett mig inn í aðstöðu
þína, hvað fjármálunum viðvíkur,
kæra Laura, sagði hann kvöld eitt
þegar þau tvö sátu ein í dagstof-
unni. Kona hans og dóttir voru að
klæðast fyrir samkvæmi, sem
þau ætluðu í. — Ég get sagt þér,
að þegar skuld veslings Lionels
er greidd, hefurðu um það bil tvö
hundruð pund á ári. Það er meira
heldur en ég bjóst við og miklu
meira en nokkur í þinni aðstöðu
gat vænzt að fá.
i — Já, að sjálfsögðu, sagði hún
auðmjúk. Hundrað pund á ári
voru kannski miklir peningar í
hennar augum.
— Þú ert náttúrlega tilneydd
að lifa spart, svo að þú lendir
ekki í vandræðum, hélt hann á-
fram. — Ég hef rætt þetta við
frú Harborough og hún er mjög
vitur kona og hún er sammála
mér í því að þú gætir lifað nota-
legu lífi fyrir þessa upphæð, ef
þú tekur á leigu lítið hús úti í
sveit, hús með einu herbergi, sem
er nógu stórt sem skólstofa.
Lauru fannst hugmyndin ágæt.
— Börnunum þykir svo gott að
7V
ÍCt
ALLAR HELZTU
MÁLNINGARVÖRUR
ávallt fyrirliggjandi
Sendum heim,
Helgi Magnússon & Co.
IHafnarstræti 19
Símar: 13184—17227
vera úti í sveit, sagði hún. Og þan
þurfa sannarlega frekar skólaher-
bergi en leikherbergi.
— 0, ég var ekki að hugsa um
■skólaherbergi handa ÞÍNUM börn
um, sagði hr. Harborough og
brosti yfirlætislega að heimsku
hennar. — Þau verða að láta sér
nægja minna. Uppástunga frú
Harboroúghs var sú, að þú sjálf
ættir að taka nokkra nemendur
— sem sagt byrja með dálítinn
skóla. Okkur fannst báðum það
vera bezta lausnin fyrir þig.
— Skóla . . . ? hrópaði Laura
skelfd upp yfir sig. — En . . . ég
er hrædd um að ég kunni ekki . . .
— O, þú þarft ekki að kunna
mikið til að geta kennt í þorps-
skóla, svaraði mágur hennar. —
Það býst enginn við því að þú get-
ir neitt sérstakt, ef þú getur bara
kennt krökkunum að stafa og
leggja saman tvo og tvo og skrifa
nafnið sitt, það er hið eina, sem
af þér er heimtað. Þínar eigin dæt
Ur geta lært þeta með þorpsbörn-
unum og hvað drengjunum viðvík-
ur . . . hann hikaði.
— Já, Ernest . . . ? hrópaði
hún eftirvæntingarfull. — Hvað
með drengina?
— Ég sting upp á að þeir fari
í heimavistarbarnaskóla, sem ég
er nokkuð kunnugur. Hann hikaði
aftur, svo hélt hann áfram: —
Þessi skóli, sem ég er að hugsa
um, er í York-héraði. Yfirkennar-
inn er menntaður maður, hvorki
drykkjuhrútur né ruddamenni
eins og víða er í slíkum skólum.
Ég þekki hann vel og hef heyrt
ágætlega af honum látið. Dreng-
irnir þínir fá góða menntun og
þú kemst hjá útgjöldum á þennan
hátt að sleppa við að hafa þá í
fæði. Þeir þurfa ekki einu sinni
að koma heim í leyfum.
Laura náfölnaði og augu henn-
MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA
ERFINGINN
ar fylltust tárum. — Ó, nei, stundi
hún. — Nei, Ernest, þú ert mjög
elskulegur og ég er viss um að
þér gengur gott eitt til . . . en
ég get ekki látið þá frá mér.
Leyfðu mér að hafa þá hjá mér,
við björgum okkur einhvern veg-
inn.
Hann hrukkaði ennið gremju-
legur á svip.
— Góða mín, þú veizt ekki um
hvað þú ert að tala. Hvernig held-
urðu að þú getir séð tveim stór-
um drengjum fyrir fæði og mennt-
un með þeim launum, sem þú
kæmir til með að hafa. Auk þess
þarfnast drengir aga karlmanns.
Ég er viss um, að þú kærir þig
ekki um að þeir vaxi upp se:
bjánar og mömmudrengir og þann
ig yrðu þeir ef þeir fá bara að
lifa og leika sér eins og þá lysf:
Ég hef reynslu frá mínum eigin
sonum, sem eru báðir í Rugby
skólanum. „Sparið ekki vöndinn",
sagði ég við yfirkennarann, þeg-
ar ég fylgdi þeim þangað.
— Leyfðu mér að minnsta kosti
að hugsa mig um, sagði Laura og
hann féllst ófús á það. En fram-
koma hans sýndi, að það var hlægi
legt að hún sem var bara móðir
þeirra, skyldi þurfa að hugsa um
slíkt, sem hann sjálfur, föðurbróð
ir drengjanna í ofan á lag, hafði
ákveðið.. (
Laura var enn að húgsa um
þetta næsta dag, þegar hún gekk
með börnunum og Ayah í almenn-
ingsgarðinn.
Hún vissi, að hún gat ekki búið
öllu lengur í húsi mágs síns og
þennan sama morgun hafði hún
beðið hann að gera svo vel og at-
huga, hvort það væri mögulegt
að útvega henni hús í litlu sveita
þorpi, sem hæfði fyrir hana og
börnin. Hún gat ekki vænzt þess,
að bróðir mannsins hennar sál-
uga og kona hans vildu endalaust
hýsa hana og börnin hennar fimm.
Og svo var það Ayah! Ernest gat
ekki skilið, hvernig hún var svo
háð henni! Hann leit á þjón sem
lægra settan einstakling, sem
borga? væri fyrir vinnu sína,
hann myndi aldrei geta skilið, að
þjónn gat líka verið vinur.
Og börnin höfðu líka fund;
að þau voru ekki velkomin. Ef
þau hlógu eða sungu í skólaher-
berginu voru samstundis send
upp þau skilaboð, að þau mættu
ekki hafa hátt. „Frúin hafði höfuð
verk,“ eða „frúin er með gesti í
setustofunni".
Henni var þungt í skapi þennan
dag, börnin léku sér í kringum
hana og fuglarnir sungu. Laura
horfði á sonu sína og gat ekki af-
[ borið þá tilbugsun að þurfa að
skiljast frá þeim.
Hún hafði heyrt voðasögur um
þessa heimavistarskóia, gott ef
börn höfðu ekki dáið þar af skorti.
Ilann gat ekki neytt hana til.að
senda þá þangaS, hugsaði hún
frávita. Það gat hann ekki gert.
En tíminn leið og þau þorðu
ekki að koma of seint heim til te-
drykkju. Hún kallaði þau öll til
sín og svo lögðu þau af stað heim-
leiðis. Hún minnti þau á að vera
nú stillt, þegar þau kæmu heim
og læðast um forsalinn, ef ske
kynni að það væru gestir.
Stór glæsilegur vagn kom ak-
andi og þau biðu við brúnina með
an hann rann hjá. Og svo hróp-
aði elzti drengurinn allt í einu
upp yfir sig:
— Mamma! Sérðu ekki ind-
verska þjóninn? Það er Akbar!
Börnin dönsuðu af gleði og
hrópuðu þar til vagninn nam stað
ar og Akbar steig niður og brbsti
út undir eyru. Rósalía varð frá
sér numin. Og svo opnuðust vagn
dyrnar og hr. Pendleton steig út.
Andartaki síðar höfðu börnin
þyrpzt um hann.
Laura tók um útrétta hönd hans.
— Ó, hvað er gaman að sjá
yður aftur, sagði hún. — Kæri hr.
Pendleton, mér finnst eilífðartími
síðan við sáum yður síðastt.
Hlýjar móttökurnar vermdu
honum um hjartað. En hann
veitti því eftirtekt, að Laura var
grennri og fölari en hún hafði
verið og hún var mæðuleg og
þreytuleg á svip. Kannski höfðu
ættingjar manns hennar ekki tek
ið henni jáfnvel og hún vonaðist
eflir.
— Ég kom til að heimsækja
yður, sagði hann. — Því að ég
T I M I N N , miðvikudaginn 12. desember 1962
14