Tíminn - 12.12.1962, Blaðsíða 7
RENE DABERNAT
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Tóinas Arnason Ititstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb>. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs
tngastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofui > Eddu
húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrai skrifstoíur | Banka
stræti 7, Símar 18300—18305 - Auglýsingasími' 19523 Ai
greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65 00 á mánuði innan
iands. í lausasöiu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f —
Hugarórar
Eins og getið var um hér í blaðinu í gær, hefur Morgun-
blaðið enn einu sinni orðið'fyrra til en Þjóðviljinn að bh’ta
glefsur úr ályktun, sem gerð hefur verið á lokuðum
fundi Sosialistaflokksins. Ályktun bossi er sögð fjalla
um „leið íslands til sosialisma“ og skýrði Þjóðviljinn frá
því í gær, að hún væri samin undir handleiðslu Brynjólfs
Bjarnasonar.
Tíminn hefur ekki séð þetta plaeg enda ekki sótzt
eftir því. Kommúnistaf hafa öðru hvoru um meira en
þrjátíu ára skeið verið að gefa út siík plögg um „leið
íslands til sosialisma“, fulla af alls konar hugarórum' og
imynduðum samfylkingum. Vafaiítið er þetta plagg ekki
ósvipað hinum fyrri.
Það hefur ekki ósjaldan skeð, að talað hefur verið
i þessum plöggum kommúnista um samfylkingu eða þjóð-
fylkingu með Framsóknarmönnum. Þetta er í samræmi
við þá alþjóðlegu „línu“ kommúnista að látast vera banda-
menn umbótaflokka og frelsishrevfinga.
Framsóknannenn hafa allajafnan látið sig þessi sam-
starfsboð litlu skipta. Aðeins einu sinni hefur verið revnt
að kryfja það til mergjar, hvort Sosialistaflokkurinn
meinti það alvarlega að hann væri fáanlegur til sam-
slarfs um umbótamál. Þetta gerðist á árinu 1943. Þá
biðluðu kommúnistar mjög til Framsóknarmanna og þótti
því rétt að kanna hversu mikil heiiindi væru á bak við- Því
voru teknar upp formlegar viðræður við Sosialistaflokk-
inn. Þeim lauk án minnsta árangurs, því að þegar á hólm-
inn kom, var ljóst að kommúnistar meintu allt annað en
þeir létust vilja.
Sosialistaflokkinum tókst hins vegar aS koma þjóð-
fylkingaráformum sínum í framkvæmd að þessu sinni.
Nokkru eftir að slitnaði upp úr viðræðum hans og
Framsóknarflokksins, myndaði hann þjóðfylkingar-
stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum og
hlaut hún nafnið nýsköpunarstjórnin.
Ef gert er ráð fyrir því í hinu nýja plaggi kommún-
ista um „leið íslands til sosialisma“. að Framsóknarmenn
muni fáanlegir til að eiga einhvern þátt í því að koma
á sosialisma og tilheyrandi einræðisstjórn á íslandi, þá
ei hægt að svara því strax, að slíkt eru ekkert annað en
hugarórar. Sama gildir um hvers konar þjóðfylkingu
kommúnista og Framsóknarmanna. Það er einnig óhætt
að lýsa yfir því fyrir hönd bændasamtakanna og laun-
þegasamtakanna, að þau munu aldrei veita neinn stuðn
ing til þess að koma á sosialisma á íslandi. Innan stéttar-
samtakanna getur átt sér stað takmörkuð samvinna við
kommúnista um réttmætar kaup- og kjarabætur, en ef
kommúnistar ætla að fara að ætlast til annars og meira
af stéttarsamtökunum, þá er sú samvinna einnig búin.
Þessir hugarórar kommúnista eru svo fjarstæðir, að
óþarft er að fara um þá mörgum orðum. Þeir sýna enn
fremur að íslenzkir kommúnistar lifa ekki lengur í sam-
tíðinni, því að gyllivonir þær, sem menn gerðu sér um
sosialismann fyrir 30—50 árum, eru löngu að engu orðn-
ar á Vesturlöndum. Því veldur ekki sízi reynslan af komm-
únismanum austan tjalds. Þetta nýja plagg Sosialista-
flokksins, sem Brynjólfur Bjarnason hefur samið um
„leið íslands til sosialisma“, sýnir ekki aðeins. að Brynj-
ólfur sjálfur lifir og hrærist í heimi æskuáranna, heldu
hefur honum tekizt að halda flokki sínum einnig í þess-
um gamla og úrelta heimi, þrátt tyrir hrap hans úr mið-
stjórn flokksins.
Slíkur flokkur er dæmdur til að veslast upp og deyja
I-ví er það líka met i hugarórum. þegar Mbl. er að reyna
að hræða með þessum deyjandi flokki og birtir myndir
sem eiga að sýna, að hann verði þess umkominn a?
lineppa alla íslendinga í þrælabúðir!
Stalín og Molotoff hefðu
farið í styrjöld út af Kúbu
Krustjoff hefur betri upplýsingar og meira aAhald en Stalín
KENNEDY og MIKOJAN.
ÉG DVALDI í Sovétríkjunum
meðan á Kúbudeilunni stóð. Ég
var í þrjár vikur í Moskvu og
fleiri stórum borgum, svo sem
Stalingrad (sem nú heitir Volga
grad), Krasnodac, Baku og
Tashkent. Af þessum ástæðum
hafði ég aðstöðu til að fylgjast
með hugsanaganginum og fékk
nokkra innsýn í viðbrögð yfir
valdanna.
20. til 24. október bjuggust
leiðtogar flokksins, herinn, em
bættismennirnir ög"blaðamenn
irnir í Moskvu við því, að strið
skylli á. Sagt er, að Vestur
Evrópumaður, sem var búinn
að iofa Rússa einum að selja
honum Buiclcinn sinn, hafi
fengið syolátandi svar. þegar
hann fór að ýia að þessu aft-
ur: „Nú er það ekki til neins.
Það er of seint. Nú lítum við
svo á, að við séum að vígbú-
ast“.
Hálfum mánuði síðar vörp-
uðu bæði almenningur og yf-
irvöld öndinni léttar. í olíu-
bænum Baku, þar sem olíu-bor
turnarnir gnæfa við himin strax
við borgarhliðin, sagði við mig
rafmagnsmaður einn, sem geng
ur í kvöldskóla hjá mér til að
læra frönsku:
„Hefðu þeir Stalín og Molo-
tov ráðið yfir hernaðarmætti
okkar núna, þá hefðu þeir farið
í stríð # af Kúbu. -.Við getum
þakkað Krústjoff það, að við
höfum komizt hjá stríði“.
LEIÐTOGI Sovétríkjanna á
sjálfur ag hafa látið í Ijós á-
nægju sína oftar en einu sinni,
bæði opinberlega og i einkavið
tölum. Um miðjan nóvember
sagði hann í trúnaði við einn af
opinberum sendimönnum vest-
urveldanna: „Við erum enn á
lífi og þag er það veigamesta“.
Viku áður, eða þann 6. nóvemb
er var ég viðstaddur fund í
Kreml, þar sem 6000 manns
voru viðstaddir. Fundurinn var
haldinn i tilefni af 45 ára af-
mæli byltingarinnar. Maður
nokkur talaði hægt og inni-
lega. Hann stóð á litlum palli,
sem komig var fyrir framan
við borðið, sem flokksleiðtog-
arnir sátu við. Maðurinn var
með dökk hornspangargleraugu
og í dökkum, fallegum fötum.
Þetta var Alexis Kossygin, með-
limur í framkvæmdanefnd
flokksins og varaformaður ráðu
neytisins. Aðalinntakið í ræðu
hans fer hér á eftir:
„Til er ekkert skynsamlegra
en að útiloka stríð og þannig
starfa einmitt Sovétríkin. Var
nauðsynlegt að láta undan? Já.
það var þess virði. enda voru
tilhliðranirnar gagnkvæmar og
friðurinn í húfi Þessar tilhliðr
anir á því andartaki, þegar mill
jónir manna áttu yfir höfði sér
ógnir atómstyrjaldar, eru sönn
un þess. að auðvald og komm-
únismi geta lifað saman í friði
Þeir verða að láta sér nægja a?
keppa á efnaliagssviðinu“.
Þessi ræða var haldin á
þriðjudegi. Fyrir helgina, eða
nánar til tekið á laugardaginn
hafði ég verið á gangi á mark-
aðstorginu í Moskvu og spurt
bændur og konur þeirra, sem
þar voru komin til fárra daga
dvalar í borginni, hvernig upp
skeran hefði verið og hvernig
verðlagið væri. Allt í einu,
heyrði ég hrópað: „Við viljum
halda því, sem við höfum og
lifa í friði“. Þetta var bónda-
kona um hálfsjötugt. Iíenni
hafði skilizt að ég var frá Vest-
urlöndum. Þannig heyrði ég
rödd fólksins fjórum dögum áð-
ur en flokkurinn talaði opinber
lega.
ÉG SANNFÆRÐIST um það
i mörgum viðtölum við fólk
næstu daga, að Krústjoff hefði
hegðað sér öfugt við það, sem
Stalín hefði gert. Þó hefur
hann farið eftir sömu sjónar-
miðum og stefna Stalíns í ut-
anrikismálum var grundvölluð
á: „í apríl 1961 hætta Banda-
ríkin við að afmá Kúbu Castr-
os. Þarna er autt rúm, sem við
skulum fylla, þar sem kommún
isminn verður fyrr eða síðar að
stjórna heiminum". Hingað
nær samlíkingin en ekki
lengra. Þrjár mjög mikilvægar
staðreyndir hafa komið í veg
fyrir að úr frekari athöfnum
yrði.
í fyrsta lagi hefur Krústjoff
haft mjög góðar upplýsingar
um ástandið í Bandarikjunum.
en Stalín misreiknaði sig hvað
eftir annað vegna skýrslna, sem
sýndu hagstæðar horfur, til
dæmis í sambandi við Grikk
land, Berlín og Kóreu. Auk
hins opinbera sendifulltrúa
Dobrynin, átti Krústjoff ágæt
an aðstoðarmann þar sem Yuri
Jukoff var, fyrrverandi formað
ur menningarmálanefndar rík-
isins. Hann er frá Ukrainu. eins
og Krústjoff í apríl varð Ju-
koff að víkja fyrir Romanovski.
þar sem hann var álitinn á
„rangri línu“. En hann hefur
haldig áfram að vera ráðleggj
andi í Kreml, haldið góðu sam-
bandi við Bandaríkin og var
nýkominn úr ferð þangað.
ÞEGNA ÞESSA hafa Krúst-
joff fljótlega orðið ljósar tvær
staðreyndir. í fyrsta lagi, að
Kennedy forseti væri hðfsam-
ari en hann Iétist vera, en þar
sem hin nýja ógnun var aðeins
150 kílómetra frá Canaveral
höfða legði hann úf í stríð, ef
nauðsyn krefði í þessu sam-
bandi er það táknrænt, ag sov-
tjzkur marskálkur lét þessi orð
falla eftir að úr málunum
greiddist: „Við gengum inn á
að sleppa herstöðinni. þar sem
Bandaríkin reyndust ósveigj-
anleg"
f öðru lagi hefur Krústjoff
gert sér það ljóst, ag ákveðni
Bandaríkjanna gæti leitt til
þess, að hann yrði annaðhvort
að hætta á heimsstríg eða
svíkja Castro að öðrum kosti
En jafnve] þó að þessi eyja
geti veríð mikilvæg sem stökk
pallur í hugsjónabaráttunni. þá
er hún þó ekkj á hinu viður
kennda hagsmunasvæði Sovét
ríkjanna. eins og til dæmis
Ungverjaland eða Austur
Þýzkaland Þess vegna var hægt
að miðla málum Og þag var í
raun og veru eini möguleikinn
fyrir hinn kúbanska leiðtoga til
þess að sleppa óskaddaður úr
bví sem komð var Vegna þessa
sendu yfirvöldin f Krem) Mik
oyan til Havana Hann er per
sónulegur vinur Krústjoffs og
hefur mikil og stlllandi áhrif á
utanríkisstefnu Sovétríkianna
Gromyko sem ber titil utanrík
isráðherra, fer þar aðeins með
ákveðið hlutverk
KÚBUVANDAMÁLIP hefut
birt alveg ný sannindi. sem sé
þau, að athafnafrelsi sovézku
leiðtoganna er takmarkað Að
minni hyggju á þetta við nú
verandi leiðtoga og hvaða leið
toga sem er sem við tækju ai
þeim. Tvennt er það sem skýr
ir þessa mikilvægu þróun 1
Framh » 15 sfðti
HÖFUNDUR þessarar greinar, René Dabernat, er í röð’ þckktustu
blaðamanna Frakka, sem skrifa um utanríkismál. Hann skrifar að
staðaldri í franska blaðið „Paris March“ og birta mörg erlend
hlöð þær greinar hans, m. a. danska blaðið „Berlingske Tidende".
Hann er nvkominn frá Sovétríkjunum eftir þriggja vikna dvöl þar.
T í MIN N, miðvikudaginn 12. desember 1962
7