Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 2
Vilja aukna gíeði í heiminum.... — Rætt viS tvær erlendar konur, sem voru hér nýlega á ferð. Fyrir skömmu voru hér á ferð tvær konur frá Japan, Rose Lesser, ekkja eftir japanskan mann, en fædd og uppaiin i Berlín, og því þýzkur ríkisborg- ari, og ung japönsk stúlka, Kiy- oko Inaka að nafni. Þær stöllur eru á ferð umhverfis hnöttinn og komu hingað frá Bandarikj- unum. Erindi þeirra er að halda fyrirlestra og kynna starfsemi íélagsins „More Joy“. „Meiri gleð'i" mundi vera orðrétt þýð- ing á nafni félagsins á íslenzku. Þetta er éneitanlega forvitnilegt félag og því fengum við Rose Lesser, sem er formaður og stofn andi þess, til að skýra okkur frá starfsemi þess og tilgangi. — „More Joy“ var stofnað í Japan fyrír tuttugu árum af brýnni nauðsyn. Eiginlega er fé- lagsskapurinn búinn að vera starfandi í 33 ár, en formlega var félagið ekki stofnað' fyrr en fyrir tuttugu árum. Raunveru- lega má segja, að „More Joy" hafi stofnað sig sjálft vegna brýnnar nauðsynjar. — Eg er fædd og uppalin í Berlín, dóttir stórkaupmanns þar. Eg Iærði efnafræði og fór til að starfa við það í Japan. Þar kynntist ég svo eiginmanni mín- um. Hann var útlærður gróður- farsfræðingur frá Sviss, en hafði mikinn áhuga á fjallgöngum. Og þegar við kynntumst, var hann að undirbúa leiðangur á Hima- laya. En líkisstjórnin tók fyrir framkvæmdimar með stöðvun fjárútláta, svo að ekkert varð úr leiðangrinum. Eftir að við giftum okkur, fluttumst við' til Kyoto, og ég tók við kennslu við háskólann þar í ensku og þýzku, en eiginmað- urinn starfaði við rannsóknir árhringja í trjám. Hús okkar var mjög nálægt háskólanum og söfnuðust oft margir nemend- anna þar saman. Þetta var á stríðsárunum, og var Japan mjög einangrað frá umheiminum, þvi flykktust nemendurnir að til að fá fréttir af öðrum löndum og fólki þar. Smátt og smátt varð þetta svo umfangsmikið og sam- band við fólk í öðrum löndum hafði eflzt svo mjög, að nauð- synlegt varð að skipuleggja þetta eitthvað. Þannig varð „More Joy“ til. Segja má, að tilgangur félags ins sé sá að auka gleði í heim- inum, og auka kynni og gagn kvæman skilning milli þjóða. Ein aðalástæðan fyrir ófriði er sú, að fólk þekkist ekki. Því bet- ur sem við erum að okkur, því betur breytum við. Eiimig stuðlar félagsskapur þessi að heilbrigðum áhugamál- um unglinga. Vandræðaungling- ar er fyrirbrigði, sem helzt ekki ætti að vera til. Japanar kalla þessa hreyfingu okkar oft: Hinn andlega Rauða Kross, og má segja, að það sé að nokkru leyti réttnefni. Eg vil taka það fram, að „More Joy“ hefur engin afskipti af trúmálum eða stjórnmálum. Við vinnum að því að beina öllum þeim áhugamálum og kröftum, sem ungt fólk hefur yfir að ráða á réttar brautir. Héðan förum við til Englands og þaðan munum við halda á- fram til Parísar og Brussel. Eg hefði viljað dveljast lengur hér á íslandi því að ég hef mjög mikinn áhuga á landi og þjóð. Þegar ég var lítil í skóla í Berlín, Til vinstri er frú Rose Lesser og við hiið hennar japanska stúlkan, Kiyoko Inaka. Ilún var, eins og dyggðum prýddu, jap- önsku kvenfólkj sæmir, mjög fá- orð, og lét ekkert hafa eftir sér. man ég eftir að hafa lært kvæði i landafræði um ísland. Og það fjallaði eitthvað um víkingana, sem sigldu yfir hafið frá Noregi — og fundu loksins langþráð land, þetta litla snæviþakta land. Mér hefur alltaf verið þetta minnisstætt, og alla mína ævi hef ég ætlað mér að koma hingað einhvern tíma. Og nú loksins hefur sá draumur rætzt. Þrátt fyrir sífellda rigningu finnst mér landið eins ævintýra- legt og ég bjóst við. Þau ár, sem ég hef búið í Japan, hef ég lagt stund á að kynna mér siði og lifnaðarhætti íbúanna þar, — en nú hef ég fengið brennandi áhuga á siðvenjum íslendinga. I sambandi við þennan draum minn um að kynnast íslandi, langar mig til að' minnast á leiðinlegan galla í faii ungs fólks nú á dögum. Eg er þeirrar skoð- unar, að allir eigi að eiga sér sinn draum, það sé bæði hollt og nauðsynlegt, en unglingar nú á tímum eiga sér ekki einungis draum, heldur vilja þeir lifa hann um leið og þeim dettur hann í hug. Þcim væri hollt að hafa hugfast, að allir draumar rætast, ef við ekki töpum þeim. Þannig lauk frú Rose Lesser orðum sínum og mætti margur hugleiða þau betur. Ljósmæðrastöður Starf ljósmæðra í eftirtöldum umdæmum er laust til umsóknar: 1. Eskifjarðarumdæmi. 2. Reyðarfjarðarumdæmi. 3. BreiSdalsumdæmi Laun samkvæmt ljósmæðralaunum. Umsóknir sendist sýsluskrifstofunni. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu 13. des. 1962 Axel V. Tulinius. Auglýsing um umferð í Reykjavík Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi ráðstaf- anir vegna mikillar umferðar á tímabilinu 14—24. desember n. k. 1. Einstefnuakstur: a. f Pósthússtræti frá Hafnarstræti til suðurs. b. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs að Lindargötu. c. Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu tii norðurs 2. Bifreiðastöður bannaðar á eftirtöldum götum: a. Á Týsgötu vestan megin götunnar. b. f Naustunum vestan megin götunnar milli Tryggva- götu og Geirsgötu. c. Á Vegamótastíg frá Grettisgötu að Skólavörðustíg. d. Á Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Melatorgi. e. Á Laugavegi frá Skólavörðustíg að Klapparstíg. Enn fremur skal heimilt, ef ástæða þykir til, að banna alveg Wifre'iðastöður á Laugavegi, í Bankasiiræti og Austurstræti frá kl. 15 þar til almennum verzlunum er lokað og á Iaugardögimi og aðfangadag jóla frá kl. 11—12. 3. Bifreiðastöður takmarkaðar: a. Settir verða upp stöðumælar á HVERFISGÖTU að Vatnsstíg og á BERGSTAÐASTRÆTI milli Skóla- vörðustígs og Laugavegar. b. Bifreiðastöður verða takmarkaðar við 1 klst. á HVERFISGÖTU frá Vatnsstíg að Snorrabraut, Á Á EYJUNUM f SNORRABRAUT frá Hverfisgötu að Njálsgötu, á BARÓNSSTÍG, VITASTÍG og FRAKKASTÍG að Bergþórugötu, á KLAPPARSTÍG, í GARÐASTRÆTI norðan Túngötu. Þessi takmörkun gildir á tímabilinu frá kl. 13 og þar til aimennum verzlunum er lokað. Enn fremur kl. 10—12 á laugardögum og aðfangadag jóla. 4. Takmörkun á umferð vörubifreiða: Umferð vörubifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðar- magni, og fólksbifreiða fyrir 10 farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöidum götum: LAUGAVEGI frá Höfðatúni í vestur, BERGSTAÐA- STRÆTI, AUSTURSTRÆTI, AÐALSTRÆTI og SKÓLA- VÖRÐUSTÍG fyrir neðan Týsgötu. Enn fremur er öku- kennsla bönnuð á sömu götum. Bannið gildir frá 14. des. til 24. des., kl. 11—12, og frá ki. 14 þar til almennum verzlununi er iokað. Ferming og afferming er bönnuð við sömu götur á sama tíma, ncma sérstaklega standi á, og þarf þá leyfi lögreglunnar til slíkrar undanþágu. 5. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti 15. des. kl. 20—22, og 22. des. kl. 20—24, svo og á Laugavegi og Bankastræti, ef sérstök þörf krefur. 6. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur, þar sem þrengsli eru og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti í hvívettna að trufla ekki eða tefja umferð. 7. Þeim tilmælum er beint tii gangandi vegfarenda, að þeir gæti varúðar i umferðinni, fylgi settuni reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögregiustjórinn í Rcykjavík, 12. des. 1962 Sigurjón Sigurðsson I* T f MI N N, föstudaginn 14. desember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.