Tíminn - 14.12.1962, Blaðsíða 6
TOMAS KARLSSON RITAR
HALLDÓR E. SIGURÐSSON LÝSIR HELZTU EINKENNUM FJÁRLAGAFRUMVARPSINS FYRIR ÁRIÐ1963:
AUKNAR ALOGUR SAMFARA
MINNI FRAMKVÆMDUM
SPARtUtm FYRIRRNNST BKINN
2. umr. um fjárlagafrum-
varpið fyrir 1963 hófst í sam-
einuðu Alþingi í gær. Fjár-
veitinganefnd klofnaði eins og
vænta mátti í afstöðunni til
frumvarpsins og komu fram
þrjú nefndarálit. Kjartan J.
Jóhannsson mælti fyrir áliti
1. minnihluta og Halldór E.
Sigurðsson fyrir áliti 2. minni-
hluta, en hann skipa auk hans,
Halldór Ásgrímsson og Ingv-
ar Gíslason. Ræða Halldórs
var mjög ýtarleg og er ekki
kostur að skýra frá nema
nokkrum atriðum úr ræðu
hans nú.
Halldór E. Sigurðsson benti á,
að frá því árið 1960 hafa fjárlög
hækkag yfir 600 milljónir króna
og um 1300 milljónir eða um 14
—15% síðan núverandi valdasam
steypa tók við í árslok 1958. Péss-
ar tölur væru bezti vitnisburður-
inn um það, hvernig ríkisstjórnín-
hefði efnt loforðið um as lækka
útgjöld ríkisins með „sparnaði og
hagkvæmni í ríkisrekstrinum".
Velt yffir á almenning
Þó hafa ríkisútgjöld verið lækk
uð til ýmissa málaflokka, en það
hefur verig gert með því, að velta
útgjöldum ýmissa þjónustustofn-
ana, sem ríkið hljóp undir bagga
með áður, beint yfir á almenning
í hækkuðum gjöldum. T.d. voru
framlög ríkisins til pósts og síma
10 milljónir króna á fjárlögum
1958. Nú hafa þessi framlög ríkis
ins verið felld niður og sú ráð-
stöfun hefur leitt til þess, að póst
urinn hefur hækkað þjónustugjöld
sín um 70—80% frá 1958 og sím-
inn hefur hækkað sína þjónustu
um 45—50% á sama tíma. T. d.
hafa ársfjórðungsgjöld af heimilis
síma verið hækkuð úr 360 lcr. í
500 kr. og nú er ákveðið að það
hækki í 550 krónur.
80% hækkun fargjalda
Á fjárlögum 1958 var framlagið
til Skipaútgerðar ríkisins 15,7
milljónir, en í þessu fjárlagafrum-
varpi fyrir árið 1963 á aðeins að
verja 10 milljónum króna — eða
framlagið til þessarar mikilsverðu
þjónustu við landsmenn lækkað
um 5,7 milljónir. Og þess í stað
eru farmgjöld hækkuð um 60% og
fargjöld um hvorki meira né
minna en 80%.
Gjaldskrá rafmagnsveitna ríkis-
ins hefur hækkað um 60—70% í
tíð núverandi ríkisstjórnar.
Daggjöld á Landspítala hafa
hækkað um 60% frá 1958, þannig
mætti telja áfram.
Óraunhæfar áætlanir
Þá eru margir liðir í frumvarp-
inu áætlaðir mjög óraunhæft og
er þar sömu söguna að segjaog um
síðasta fjárlagafrumvarp, enda hef
ur reynslan nú sannað að tekjur
fjárlaga 1962 verða 200—300 millj-
ónum meiri en áætlað er á fjár-
lögum, en á þessa skekkju bentu
Framsóknarmenn við afgreiðslu
þeirra fjárlaga. Áætlunin um halla
Skipaútgerðar ríkisins er nú eins
og áður með öllu óraunhæf. Þá
lagði raforkumálastjóii til að
tekin væri upp fjárveiting til
rekstrar rafmagnsvéitnanna 30
milljónir kr. Því var ekki sinnt,
heldur ákveðið að jafna hallann
með lántöku.
Framkvæmdaáætlanir
og opinberir starfsmenn
Þá minnti Halldór E. Sigurðsson
á það, ag ekki er gert ráð fyrir
fjárveitingu vegna væntanlegrar
framkvæmdaáætlunar, sem svo
mjög hefur verið auglýst og gum-
að^af. Ekki einn eyrir.
Á fjárlagafrumvarpinu fyrir 1963
er heldur ekki gert ráð fyrir krónu
til hækkunar á launum opinberra
starfsmanna, sem eiga þó að taka
gildi skv. lögum í síðasta lagi 1.
júlí n.k.
Keflavíkurvegurinn
Þá benti Halldór á hvernig fram
koma ríkisstjórnarinnar hefur ver-
ið í sambandi við lagningu Kefla-
víkurvegarins. Engin fjárveiting
hefur átt sér stað í fjárlögum
vegna vegarins. Engin lántökuheim
ild samþykkt á Alþingi. Þó mun
lántaka hafa farið fram. Og spurði
Halldór, hverju væri verið að
leyna og hverju þyrfti eiginlega að
leyna í sambandi við þessa fram-
kvæmd.
Ef ríkissjóður á að greiða verk-
ið, hví er þá verið að stofna til
skuldbindinga af hálfu ríkissjóðs
■A- ★ Björn Pálsson hefur lagt fram frv. til laga um breyting á fram-
reið’sluráðslögunum. Kveður frumvarplð á um breyting á 4.
gr. laganna. Leggur Björn til, að kaup bóndans verði miðað
sem nánast í samræmi við tekjur annarra stctta, — að því
viðbættu, að vertð stækkun á meðalbúinu frá og með þessu
ári, skal reikna út þá fjárhæð, sem aukig framreiðslumagn
búsins nemur og skal bæta 25% af hinu aukna afurðamagni
við kaup bóndans. Næsti verðlagsgrundvöllur skal svo miðást
við, að bóndinn fái þá kauphækkun.
Á Þi INGPA m
án samþykkis Alþingis, og hvers
vegna er þá ekki gert ráð fyrir
greiðslu á vöxtum og afborgunum
af láni á fjárlagafrv.?
Stórlega dregið úr
framkvæmdum
Þegar fjárlögin hækka svo gífur
lega sem raun ber vitni um, þ.e.
um 1250 millj. kr. frá 1958, og
þar af yfir 400 millj. kr. frá fjár
lögum yfirstandandi árs — hækk
un fjárlaga 1963 er svipuð fjár-
hæð og fjárlög íslenzka ríkisins
voru fyrir einum áratug, — þá
er eðlilegt, að spurt sé, hvað
valdi.
Vega- og brúagerð er eitt
mesta hagsmunamál fólksins,
sem ekki er að undra í landi, þar
sem samgöngur eru jafnskammt
á veg komnar sem hér er. Fýrir
valdatöku núverandi ríkisstjórn-
ar, þ.e. á fjárlögum 1958, voru
áætlaðar 17 milljónir króna tekj-
ur af benzínskatti, en til nýrra
þjóðvega, fjallvega og sýsluvega,
var þá áætlað að verja um 20
milljónum króna, þ.e. 3 mlllj.
kr. hærri upphæð en allur skatt-
urinn var.
Á fjárlagafrv. nú, eru tekjur
af benzínskatti áætlaðar 63 millj.
kr. Hækkun á valdatíma núver-
andi ríkisstjómar er 46 millj. kr.
eða yfir 270%. Á sama tíma hafa
framlög ríkisins til nýbygginga
vega aðeins hækkað um 10,9
millj. kr. Þa@ eru um 54%. Fjár
lög hafa í heild hækkað yfir
140%, og ríkissjóður kemur til
með að' hafa á árinu 1962 í tekj-
ur af innfluttum bifreiðum hærri
fjárhæg en nokkru sinni fyrr.
Framlög til vegagerðar hefðu því
átt að stórhækka frá því, sem
áður var, en frumv. sýnir hið
gagnstæðá.
Á sama tíma sem umferð eykst
stórkostlega, er viðhald og ný-
bygging þjóðvega svo gersam-
lega vanrækt sem raun ber vitni,
en ríkissjóður tekur til annarra
þarfa í vaxandi mæli stórar fjár
hæðir, sem eðlilegt og sjálfsagt
væri a® gengju til samgöngubtóa
á landi.
Rafmagnsmálin
Eitt mesta áhugamál þess hluta
þióðarinnar, sem nýtur ekki raf-
magns, eru framkvæmdir í raforku
málum. Eðlilegt hefði verið, að
ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir
því, að fjárveiting til raforkufram
kvæmda hefði a.m.k. hækkað í
réttu hlutfalli vig hækkun fjárlag:
anna. Til þess að svo væri, ætti
fjárveiting til raforkumála að vera
yfir 70 millj. kr. á þessu fjárlaga-
frumv., þar sem hún var 30,3
millj. kr. 1958. En hún er 31,8
millj. kr. Fjárlögin, sem hafa
hækkað um rúmar 1250 millj. síð-
an 1958, hafa hækkað um 1,5 millj.
kr. vegna raforkumála.
Samdrátturinn
Hækkun fjárlaganna stafar því
augljóslega ekki af auknum fjár-
veitingum til framkvæmda í land-
inu og ef fjárveitingar til fram-
kvæmda hefðu átt að fylgja hlut-
fallslegri hækkun fjárlaganna mið
ag við fjárlög 1958, þyrfti að
hækka þær mjög verulega frá því
sem gert er ráð fyrir á þessu fjár-
lagafrumvarpi. Til samgöngumála
í heild gerði fjárlagafrumvarpið
ráð fyrir að verja um 190 milljón-
um króna, en sé miðað vig þá
140—150% hækkun, sem orðin er
á fjárlögum síðan 1958 ætti þessi
heildarupphæð til samgöngumála
nú að vera 280 milljónir. Taldi
Halldór síðan upp ýmsa liði og
gerði á þeim hinn sama saman-
burð.
Til atvinnumála gerði frv. ráð
fyrir 169 millj. kr., en hefði hlut-
fallslega átt að vera um 270 millj.
króna.
Til vegamála í heild gerffi frv.
ráð fyrir 114 millj. kr., en miðað
við fjárlagahækkunina frá 1958
hefði sú upphæð átt að vera um
169 millj. kr.óna.
Til nýrra þjóðvega gerði fjárlaga
frv. ráð fyrir að varið yrði 20,5
millj. kr., en hefði átt að vera um
38 millj. króna.
Til brúargerða var gert ráð fyr-
ir að veita um 11,3 millj. króna,
en hefði átt að vera 23,3 millj. kr.
Til endurbyggingar gamalla
brúa var tillaga um að verja 1425
þús. kr., en hefði átt að vera 3570
þús. miðað við hækkun fjárlaga
frá 1958.
Til hafnarmannvirkja og lend-
ingarbóta eru áætlaðar 17 millj.
króna, en hefði átt að vera 25,5
millj. króna.
TlI raforkumála er áætlun í
fjárlagafrv. um 32 millj. króna, en
miðað við hækkunina frá 1958
hefði upphæðin átt að vera 71
millj. kr.
Þessi dæmi sanna, að orðið
hefur stórfelldur hlutfallslegur
niðurskurð'ur á framlögum til
verklegra framkvæmda í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar.
Sparnaðarhjalið
Ástæðurnar fyrir hækkun fjár-
laga eru að meginefni tvær:
Fyrirheit, er ríkisstjórnin hefur
gefið um sparnað bæði fyrr og
síðar, hefur reynzt markleysa ein.
Við höfum sýnt fram á það, að
útgjaldahækkanir þær, er ríkis-
stjórnin hefur gert i fjárlögum
rikisins, hafa aðeins verið til-
færsla og auknar álögur á almenn
ing, sem hafa ekki komið fram í
fjárlögum. Ráðstafanir, eins og
breyting á framkvæmd skattaálaga
eru óreyndar í framkvæmd, en
ekkert bendir til, að þar sé neinn
sparnaður á ferð. Hins vegar er
það augljóst, að allt tal ríkisstjórn
Halldór E. Sigurtfsson.
arinnar um hagskýrslu og sparnag
hefur snúizt í útfærslu á ríkisbákn
inu, svo sem með stofnun Efna-
hagsmálastofnunar, saksóknaraem-
bættis, fjölgun á bankastjórum,
saka- og borgardómurum, banka-
ráðsmönnum o.fl. o.fl. Fleiri atriði
mætti telja, svo sem það, að kostn
aður við sendiferðir erlendis hef-
ur hækkað úr 41 þús. kr. í 756 þús.
kr., eins og hann var á ríkisreikn-
ingi 1961.
Það atriði, sem mestu veldur þó
um það, hve fjárlög hafa hækkað,
er sú dýrtíð, sem ríkisstjórnin hef
ur með aðgerðum sínum í efna-
hagsmálum magnað svo mjög sem
raun ber vitni um.
Heildarmyndin
Þá gerði Halldór grein fyrir til-
lögum þeim, sem Framsóknar-
menn í fjárveitinganefnd flytja til
breytinga á frumvarpiáu og gefst
væntanlega kostur á ag greina
nánar frá þeim á morgun.
Að lokum dró Halldór fram
heildarmynd af fjármálastjóm og
fjárlögum núverandi ríkisstjórnar
og taldi helztu einkenni vera þau,
að áður voru fjárlög talin í millj-
ónum, en nú þarf að telja þau
í milljörðum.
Áður sýndu fjárlögin heildar-
mynd af álögunum á almenning.
Nú gera þau það ekki, því að þrátt
fyrir hina gífurlegu hækkun á fjár
lögunum hafa álögurnar á alrnenn
ing aukizt enn meir.
Áður lagði ríkissjóður fé til
ýmissa málaílokka, sem hann nú
hefur tekjur af, svo -sem sam
gangna á landi.
Áður voru framkvæmdir ríkis-
sjóðs yfirleitt teknar á fjárlög. Nú
eru margar ríkisframkvæmdir ut-
an fjárlaga.
Ráðgerður var sparnaður. Fram
kvæmdin er útþensla á ríkiskerf-
inu.
Þá var heitið stöðvun dýrtíðar.
Reyndin er stóraukin dýrtíð.
6
T í MI N N, föstudaginn 14. desember 1962