Tíminn - 23.12.1962, Blaðsíða 3
Sinn er siður í landi hverju
í desember-byrjun tekur að
færast iólasvipur á Reykjavík.
Fyrstu grenisveigarnir eru
hengdir yfir götur og búðar-
gluggar fyllast af jólavarningi.
Á Bretlandseyjum hefst jóla-
undirbúningurinn snemma í
nóvember. Póststjórnin tilkynn
ir að tími sé til kominn að
senda jóiakort og jólagjafir til
Ástralíu. Englendingar senda
miklu fleiri jólakort en hér tíðk
ast. Láta sumir prenta það með
einkakveðju og nafni. Það er
skemmtiiegur siður og mörg
ensk jólakort eru mjög fögur.
Ein fjölskylda fær ósjaldan um
hundrað jólakort. í Englandi
er farið að skreyta búðir og
götur 1 desember-byrjun, ekki
svo mjög með grenisveigum
heldur er þar notað englaskraut
barnig í jötunni o. fl. þ. h. og
auðvitað jólasveinninn sankti
Klaus. Stór jólatré eru reist á
torgum og við kirkjur og járn
brautarstöðvar. Þessi jólatré
eru skreytt stjömum og marg-
litum ljósum. Oft er safnað við
þau fé til góðgerðarstarfsemi.
En minna fer fyrir jólatrjám á
brezkum heimilum en hér, enda
eru jólatré mjög dýr í bæjum
Bretlands og flest flutt inn frá
Norðurlöndum, einkum Dan-
mörku. Kaupa flestar fjölskyld-
ur aðeins smáhríslur í jurtar-
pottum, ekki stærrj en svo að
þær geti staðið í glugganum.
Stjarna er sett á toppinn og
tréð aðallega skreytt engla-
myndum og bjöllum. Stórt kerti
er sett á borðið, en oft engin
kerti á trénu. Oft eru trén
keypt í desember-byrjun og
látin standa fram yfir jól. Gler-
kúlur, englahár og grenisveiga
nota Bretar lítið sem jóla-
skraut. Og ekki ganga þeir
syngjandi kringum tréð eins og
hér tíðkast. Aðfangadagskvöld
er heldur ekki teljandi hátíð
hjá þeim. Það kvöld fara ensk
börn snemma að hátta, en
hengja áður stóran sokk eða
koddaver á rúmgaflinn eða við
arininn. Þau búast við að sankti
Klaus komi niður í gegnum
reykháfinn jólanóttina færandi
gjafir. Þegar börnin eru sofnuð
Iauma foreldrarnir gjöfum í
sokkinn. (Hér láta börn stund-
um skóna út fyrir dyrnar í
svipuðum tilgangi). Oft leggja
krakkarn.r dálítið brauðstykki
hjá sokkunum, því að sankti
Klaus þykir brauð mesta sæl-
gæti. Stundum fer fullorðna
fólkið til stuttrar messu kl. 12 á
aðfangadagskvöld. Börnin
vakna snemma jóladagsmorgun
til að sjá gjafirnar. Síðan sezt
fjölskyldan að jólamorgunborði
ríflega hlöðnu eggjum, steiktu
fleski (bacon), ristuðu brauði,
tómötum o. fl. Gjafirnar eru
skoðaðar undir borðum. Síðan
hringja menn, til vina og kunn
ingja að óska gleðilegra jóla.
Börnin fara til barnaguðsþjón-
ustu, þar sem prestur predik-
ar, en börn syngja og segja
jólasögur. Kl. 1 er jólahádegis-
verður á borð borinn, kalkún,
gæs o. s. frv. og jólakaka sem
sex penny-peningar hafa verið
' ---------------------------
látnir innan í. Þykir gæfa
mesta að hljóta sneið með pen-
ing í. Siðdegis heimsækja menn
gjarnan kunningja og skiptast
á gjöfum. Þegar bjórstofurnar
opna kl. 5 síðdegis, fer margur
þangað að fá sér sopa, Kl. 8
að kvöldi safnast fjölskyldan
saman heíma, eða á matsölustað
og snæðir jólamiðdegisverðinn
með mikilli glaðværð. Annan
jóladag er skemmtanalífið kom
ið í gang, en þriðja í jólum er
byrjað ag vinna af fullum
krafti. Jólin f Bretlandi eru
kannski óllu meir hátíð barn-
anna en hér. Skotar ganga til
jólamessu jóladagsmorgun.
Fleiri haía þar reglulegt jóla-
tré. Jólakortin eru hengd upp
á vegg á snúrum, ásamt stór-
um blöðrum, bergflétugrein-
um blöðrum, bergfléttugrein-
rauðum berjum. Skozkar
fjölskyldur safnast um ar-
ininn og syngja jólasálma.
Kveikt er á nokkrum kertum
og víða sett upp jatan helga
meg Jesúsbarninu. Gestir koma
oft um kvöldið og er þá létt
yfir fólkinu. Vinna hefst á
þriðja í jólum og skrautið er
tekið niður. Undanfarin ár hafa
mörg bréf borizt frá útlöndum
til jólasveinsins á íslandi.
Fleiri Evrópubörn skrifa þó
iólasveininum á Grænlandi og
afgreiðir sérstök skrifstofa í
Kaupmannahöfn þann jólapóst.
Við eigum frá fornu fari „jóla-
sveinana einn og átta“ heldur
oófrýnilega karla og varasama.
Hin síðari ár hefur rjóður og
góðmanniegur, síðskeggjaður
„alþjóðajólasveinn" með gjafa-
poka á, baki rutt sér hér til
rúms. Ncta verzlanir hann mik
ið í auglýsingaskini og útvarp-
ið syngur honum lof.
En hvernig er grænlenzki
jólasveinninn í hátt? Hann ber
ekki hvítskeggjað „barnsandlit"
heldur er mjög harðleitur og
veðurbarinn með Grænlendinga
stígvél á fótum, bjarnarfelds-
buxur, rauðan anorak og ís-
ströngla í skeggi. Hann er geysi
stór og tekur margar milur í
skrefi, eða svífur um loftið með
því að teygja úr öðrum fæti
en beygja hinn. Grænlenzk
börn syngja útj fyrir húsum á
aðfangadagskvöld og er boðið
góðgæti í nafni jólasveinsins.
Grænlendingur leikur nú jóla-
svein í Góðvon á hverjum jól-
um,e.t.v. bráðum í hinum rauða
Evrópu-jólasveinsbúningi? Ekkj
er langt síðan jólatré urðu al-
geng á íslandi. Eg man eftir
kertaplötum, sem fjórum kert-
um var stungið í. Svo komu
hcimagerð jólatré allvíða. Fyr-
ir nær hálfri öld smíðaði Jón
Pálsson smiður (nú á Akur-
eyri) þrjú fræg jólatré, með
27 greinum, sem s'ungið var í
göt á stofninum. Svo tálgaði
Jón allstór falleg lauf, sem
sem sátu þétt á greinunum,
stungið í þær. Allt var málað
grænt, *. m k. eitt þessara
trjáa var notað til skamms
tíma. Lengi var aðeins eitt
ekta grenijólatré til í sveitinni,
þ. e. á kirkjustaðnum. Það var
notag árat.ugum saman og var
auðvitað engin barrnál í því
lengur, en mikið englahár til
skrauts. Nú eru farin að fást
jólatré í pottum, ræktað hér á
landi og aðallega seld í Reykja-
vík. Enn fremur kváðu vera
til á Hallormsstað nóg íslenzk
jólatré handa Austfirðingum og
Hcraðsbúum. Munu.íslenzk jóla
tré leysa innfluttu józku jóla-
trén af hölmi þegar tímar líða.
I.D.
Friðrik Ólafsson skrif ar um
Reynslunm ríkari
Áður en íslenzka Olympíusveit
in hélt utan í septembermánuði
s.l., höfðu meðlimir hennar með
sér nokkrar æfingar og var þá
leitazt við að kanna ýmsar byrj-
anir, sem efstar voru á batigi
um þær mundir. Fór þetta fram
með þeim hætti, að rannsökuð
voru nýjustu heimildarrlt um
byrjanir, en síðan voru tefldar
æfingarskákir, þar sem byggt
var á niðurstöðum rannsókn-
anna. Þannig voru skákirnar
látnar leggja dóm á notagildi
hvers afbrigðis og með þvi að
kryfja skákirnar til mergjar að
þeim loknum, fengu teflendur
mun betri innsýn í byrjunina en
ella hefði verið. Tel ég ekki nokk
urn vafa á, að liðið í heild hafi
haft nokkuð gagsi af þessum
æfingum, en því miður reyndist
of skammur tími til stefnu, til
að liðið fengi þann undirbúning,
sem æskilegur hefði verið En
bað er nú önnur saga. i
Á einni æfingunni var tekið
fyrir Drekaafbrigðið í Sikileyjar
vörn og var þá athuguð rússnesk
uppástunga, sem talin var geta
auðveldað svarti taflið. Þeir
Jónas Þorvaldsson og Arinbjörn
Guðmundsson tóku síðan skák
til að afla sér frekari vitneskju
um afbrigðiö og tefldu þá báð-
ir, eins og mælt var með í hinu
rússneska blaði. Upphaf þeirr-
ar skákar varð eitthvað á þessa
leið:
Hv.: Jónas Sv.: Arinbjörn
I. e4, c5 2. Rf3, d6 3. d4, cxd4 4.
Rxd4, Rf6 5. Rc3, g6 6. Be3, Bg7
(Alþekkt gildra er hér 6. —, Rg4
7. Bb5f, Bd7 8. Dxg4) 7. f3, o—o
8. Dd2, Rc6 9. Bc4 (Þessari upp-
byggingu beitir t. d. Fischer nær
undantekningarlaust gegn Dreka
afbrigðinu. Algengast er nú, að
svartur drepi á d4 (— Rxd4) og
leiki síðan — Be6, en leikurinn,
sem Arinbjörn beitir hér, er hið
rússneska tillag til málanna.) 9.
—, Rd7 (Þessi leikur er í fljótu
bragði ekki auðskilinn. en til-
gangurinn með honum skýrist í
næstu leikjum.) 10. o—o—o, Rb6
II. Bb3, Ra5 (Hrgmyndin að
baki 9. leiks svarts verður nú
ljós. Hann hótar að leika 12. —,
Rbc4, og 'geri hvítur ekki neitt
til að andæfa þeirri hótun, er
hætt við, að svartur fái all-þægi
lega stöðu, eins og eftirfarandi
leikjaröð ber með sér: 12. h4,
Rbc4 13. De2, Rxb3f 14. axb3,
Rxe3 15. Dxe3, Bd7 16 h5 e6
17. hxg6, hxg6 18. Kbl, Bc6 og
hvítur getur ekki hagnýtt sér
opna h-línuna, því að hann hef-
ur mlsst bezta sóknarmann sinn,
biskupinn á e3.) 12. Dd3! (Kem-
ur í veg fyrir framangreinda hót
un.) 12. —, Bd7 13. h4, Hc8 14.
h5, Rbc4 (Einum of seint!) 15.
hxg6, hxg6 16. Bh6, e5! (Vafa-
laust langbezti leikurinn Svart-
ur hótar nú 17. —, Bxh6t ásamt
18. —, Dg5t.) 17. Bxg7, Kxg7 18.
Rdb5!? (Varkárari menn hefðu
leikið hér 18. Rde2, en Jónas er
ekki á þeim buxunum að hopa
fyrir gagnatlögu Arinb.iarnar.
Honum hefur vafalaast ekki
geðjazt að þeirri stöðu, sem kem-
ur upp ettir 18. Rde2, Dg5t
19 Kbl Be6.) 18. —- BVbS ,19.
Rxb5, a6! (Þessi leikur sýnir, að
Arinbjörn skilur vel eðli stöð-
unnar, enda þótt honum verði
p mistök i áframhaldinu.) 20.
Rxd6, Dg5t, 21. Kbx, Hfd8
(Hvernig á Jónas að bjarga sér
úr þeirri klípu, sem hann er nú
kominn í? Hann getur fengið
tvo hróka fyrir drottningu sína
með því að leika 22. Rxc8, Hxd3
23. Hxd3 en hæpið er, að sú
staða gefi honum mikil fyrir-
heit. Hann grípur því til þess
ráðs að flækja stöðuna og Arin
björn sér ekki við brögðum
hans.) 22. f4!? Dg4? Arinbirni er
umhugað að koma í veg fyrir
23. Ðh3 og sér ekki, að Jónas
á einfaldan leik til að valda ridd
arann á d6. Bezt var 22. —, Dxf4
og fær þá svartur betra tafl,
hvernig sem að er farið. T.d. 23.
Dh3, Hh8. Eða 23. Hhfl, Hxd6
24. Hxf4, Hxd3 og svartur fær
upp hagstæðara endatafl.) 23.
fxe5 (Að sjálfsögðu.) Ekki er
ástæða til að rekja skák þessa
lengra, því aö hún er, eins og
sjá má, unnin fyrir hvít í öll-
um afbrigðum. Sigurinn er held
ur ekki aðalatriðið, heldur hitt
að fá úr því skorið, hvernig af-
brigðið reynist í raun. Þessi skák
og athuganir á henni leiddu í
ljós, að svartur má vel við sinn
hlut una og er því ekki annars
að vænta en afbrigðið mundi
reynast vel gegn góðum skák-
mönnum. A. m. k. hefði Arin-
björn staðið vel að vígi, ef hann
hefði verið andstæðingur Fisc
hers í þeirri skák, sem hér fer á
eftir. Hún er tefld í fyrstu um
ferð Olympíuskákmótsins í
Varna.
Hv: Fischer Sv: Purevzhar
Bandaríkin Mongólia
Sikilcyjarvörn
1 . e4, c5 2. Rf3, d6, 3. d4, cxd4
4 Rxd4, R1'6 5. Rc3, g6 6. Be3,
Bg7 7. f3, Rc6 8. Dd2. o—o 9.
Bc4, Rd7 (Mongólinn er vel
oeima í byrjunum og vill nú
sannreyna ágæti hinnar rúss-
nesku uppástungu Hann er þó
sennilega ekki svo vel á vegi
staddur. að hafa beitt þessu af-
brigði áður.) 10. o—o—o, Rb6
11. Bb3, Ra5 12. Dd3 (Fischer
virðist öllum hnútum kunnugur,
ekki síður en Jónas.) 12. —, Bd7
13. h4, Hc8 14. h5, Rbc4 15. hxg6,
hxg6 16. Bh6, e6? (Fram að
þessu hefur skákin fylgt skák
þeirra Jónasar og Arinbjarnar,
en hér bregöur Mongólinn út af
forskriftinni og kostar sá leik-
ur hann skákina. Arinbjörn hefði
ekki verið í vafa um hverju
leika ætti hér!) 17. f4! (Kemur
í veg fyrir drottningarskákina á
g5 og hótar jafnframt 18. Dh3.)
17. —, e5 (Einum leik áður hefði
þessi leikur reynzt góð og gild
vara, en nú er hann vita gagn-
laus.) 18. Rf5! (Nú er þessi leik
ur mögulegur.) 18. —, Bxf5 (Ef
18. —, gxf5 þá 19. Dg3, Df6 20.
Rd5 og vinnur.) 19. exf5, Rxb2
Örvænting.) 20. Kxb2. e4 21.
Bxg7! (Nú strandar 21. —, exd3
á 22. f6 og hvítur mátar. 21. —,
Kxg7 22. Rxe4 og svartur gafst
upp.
Þessar tvær skákir sýna ijós-
lega, að mikillar aðgæzlu er
þörf, þegar vörnin er erfið. Eft-
ir 16. —, e5! fær svartur all
þokkalega stöðu, eftir 16__ e6?
er staða hans hins vegar gjör-
töpuð.
3