Tíminn - 30.12.1962, Síða 3

Tíminn - 30.12.1962, Síða 3
Útflutningur hundruðum milli. kr. meiri en 1961 TK-Reykjavík, 29. des. 1. des. s.l. nam heildarverð- mæti útflutningsafurða or'o- ið 3 miiljörSum og 228 millj- ónum króna 11 mánuði árs- ins 1962, en nam allt árið í fyrra 3 milljörðum og 74 milljónum króna, og er þá gengi umreiknað á gengi ársins 1962. Fyrstu 11 mánuði þessa árs hefur heild- arverðmæti útflutningsins því orðið um 150 milljónum króna meira en allt árið í fyrra og er því sjáanlegt, að heildarverð- mæti útflutningsins á þessu ári verður mörg hundruð milljónum króna meira en í fyrra. Auk þess er þess að geta að miklar birgðir útflutn ingsafurða eru ( landinu. 1. des. s.l. höfðu verið fluttar út síldarafurðir fyrir samtals 951 milljón króna á árinu. Blaðig hefur aflað sér talua um heildarfiskaflann eins og hann var í lok septembermánaðar s. 1. Heildarfiskaflinn nam þá 659.851 tonni, en var á öllu árinu 1961, ■sem þó var algert metár, nokkru Thalidomide lækn aði krabbameinið Aðeins nokkrum mánuð- um eftir að lyfið thalidom- ide hafði verið lýst mesta skelfing í sögu læknavís- indanna, var það lofsungið í ísrael, þar eð talinn var möguleiki á því, að hér hefði fundizt lyf, sem nota mætti við krabbameins- lækningar. Upphaf málsins er það, að árið 1955 hljóp upp þykkildi á læri ekkju nokkurrar, Blum Bursi í ísrael, sem nú er 78 ára gömul. Þykkildið varð stærra og stærra, og að lokum varð það á stærð við grapefruit. Eft ir að meinafræðingar í Tel Aviv höfðu rannsakað þykkildið, sem skorið hafði verið af konunni, kom þeim saman um, að hér væri um illkynjaða meinsemd að ræða — fitukirtilskrabba- mein. Auðsætt var, að ekki hafði verið komizt fyrir rætur meinsemdarinnar, því hún tók sig upp að nýju, og fóturinn var tekinn af Bluma Bursi ár ið 1960. Seint á síðasta ári fór hún að fá miklar kvalir, kviður inn bólgnaði eins og um krabbamein væri að ræða, í honum kom einnig í ljós grun- samlegur hnúður, og Bluma tók að hósta upp blóði. — Morphine hafði ekki lengur nein áhrif og megnaði ekki að linna kvalir konunnar. Lækn- arnir sögðu hana aðeins eiga eftir 10 daga. Tengdasonur Bluma, hinn rússneskættaði dr. Arieh Ra- poport kom að heimsækja hana og í staðinn fyrir að gefa henni morphine eða önnur samskonar kvalastillandi lyf, lagði hann til að thalidomide yrði reynt í von um, að það reyndist á- hrifameira deyfilyf. Honum kom alls ekki til hugar að það ætti eftir að hafa nokkur áhrif á sjúkdóminn sjálfan og gang hans. „Strax eftir fyrstu töfluna”, segir dóttir Bluma, „sofnaði mamma í fyrsta sinn svo vikum skipti rólegum svefni og svaf alla nóttina. Næsta dag talaði hún án þess að nokkurt rugl væri á henni, og að mánuði liðnum gat hún farið að borða sjálf og nú getur hún borðað hvað sem er, án þess að verða veik af því“. Dr. Rapoport hætti að gefa Bluma thalidomide í apríl, þeg ar hann heyrði um hin óæski- Sjúklingurinn Bluma Bursi. — LyfiS, sem olli hvaS mestri skelfingu, flutti meS sér vonar- neista. legu áhrif, sem lyfið getur haft m. a. á taugakerfi sjúklinganna bæði karla og kvenna sama á hvaða aldri þeir eru. En nú fyr ir 'skömmu var Bluma oröin rjóð í kinnum og kát og dóttir hennar segir, að hefði hún nú aðeins fótinn, sem tekinn var af henni, gæti hún annazt hús- verkin. Rapoport læknir, sem er 57 ára gamall, er skelfdur vegna þeirrar miklu athygli, sem þetta óvenjulega tilfelli hefur vakið. Hann er þess full viss, að frú Bursi var með lungnakrabba síðast liðið ár, en hann viðurkennir þó, að ekki ligg: fyrir neinar sannanir um það frá rannsóknarstofum. Tilgáta sú, sem læknar hafa borið fram í sambandi við það, hvernig thalidomide eyðiiegg- ur fóstur er, að frumur í örum vexti villast á því og annað hvort glutamik-sýrum eða B- vítamíni, drekka það í sig og hætta síðan að þroskast á eðli- legan hátt. í rauninni kann að vera, að thalidomide komi í veg fyrir, að hinar örtvaxandi krabbameinsfrumur haldi á- fram að þróast á sama hátt og frumur fóstursins. Tilraunir hafa verið gerðar í Bandaríkj- unum til að lækna dýr af krabbameini með því að gefa þeim thalidomide, en þær hafa allar mistekizt fram að þessu. Læknar í Bandarikjunum, sem vinna við krabbameins- rannsóknir, halda enn áfram að nota thalidomide handa krabbameinssjúklingum, sér- staklega körlum og svo kon- um, sem komnar eru úr barn- eign, enda þótt lyfið hafi ver- ið kallað inn í apríl, þegar kom í ljós, hversu hættulegt það er barnshafandi konum. Almenn ir læknar hafa lyfið ekki und ir höndum, og gera má ráð fyr ir, að þeir fáu, sem vinna að rannsóknunum, muni bíða með að nota það að nokkru ráði, þar til komið hefur í ljós, hver áhrif það hefur á dýr. Að minnsta kosti 20 konur frá einum 12 löndum hafa far ið í pílagrímsför til Stokkhólms síðan í ágúst s. 1. í von um, að þar gætu þær á löglegan hátt látið eyða fóstrum sínum eins og sjónvarpsstjarnan Sherry Finkbine frá Arizona gerði í sumar, vegna þess að hún hafði notað thalidomide snemma á meðgöngutímanum. Læknáfé- lag Svíþjóðar virðist hins veg- ar ekki vera í skapi til þess að láta Svíþjóð fá orð á sig fyrir að vera einhver fóstureyðingar stöð fyrir útlendinga, en félag- ið verður að veita leyfi til fóst ureyðinganna. Vísað hefur ver- ið á bug ósk kennslukonu nokk urrar frá Los Angeles, sem selt hafði allar eigur sínar til þess að afla sér fjár til farar innar til Svíþjóðar, og fram af þessu hefur aðeins eitt leyf1 verið gefið fyrir utan leyfi' til handa Sherry Finkbine, er það var gefið konu frá Vestur Þýzkalandi. minni eða 632.315 tonn — og á árinu 1960 nam aflinn til saman- burðar 510 þús. tonnum. í septem berlok var sjáanlegt, að síldarafl inn á þessu ári yrði meiri en nokkru sinni fyrr í sögu síldveiða við ísland, því að hann var þá þegar orðinn um 413 þús. tonn eða tæpum 100 þús. tonnum meiri en hann var allt árið í fyrra, sem var þó algert metár í síldveiðum og við þessa tölu á eftir að bæt- ast sá mikli afli, sem fengizt hef- ur í þessum og síðasta mánuði. Til samanburðar og frekari glöggvunar á því, hve síldarafl- inn nú er mikill má geta þess,' að þegar í septemberlok eða fyrstu 10 mánuði þessa árs var heildar- síldaraflinn orðinn um fjórum sinnum meiri en hann var að með altali öll árin 1956, 1957 og 1958. Fréttir í stuttu máli REYKJAVÍK, 29. des. — Réttarhöld standa yfir á Seyðisflrði út af mann inum, sem kafnaði þar i fangaklefa. Fyrlr réttinn hafa komið héraðs- læknirlnn, bæjarfógeti, slökkviliðs- stjórl, og báðir lögreglumenn stað- arins. Ekkert nýtt mun hafa komið fram i mállnu. REYKJAVÍK, 29. des. — Góð síld- veiði var í nótt. Flotlnn var á svlp- uðum slóðum og í fyrrinótt, en nokkuð dreifðari. Alls fengu 56 bát- ar samtals 47.130 tunnur. Tvelr bát. ar, Auðunn og Sigurður Bjarnason fengu 2 þúsund tunnur, og Hallveig Fróðadóttir, Skírnir, Eldborgin og Valafell fengu 1800 tunnur hver. REYKJAVÍK, 29. des. — Um tólf áramótabrennur hafa verið undir- búnar í Hafnarfirði og nágrenni og hefur lögreglan eftlrllt með þeim. REYKJAVÍK, 29. des. — í gær urðu þrír bílaárekstrar i Hafnarflrði og tveir í morgun, Er það óvenju mik- ið að sögn Hafnarfjarðarlögregl- unnar. VESTMANNAEYJUM, 29. des. — Jólin hér voru óvenjulega kyrr og frlðsæl. Stundum hefur verið hér dálítið fjörugt á Þorláksmessu, en nú var þar allt mjög frlðsamlegt. — Um áramótin verða hér margar brennur elns og venjulega, munu verða nálægt þrjátíu. Segja Bandaríkja- menn undirbúa árás á Kúbu NTB-Key West, 29. des. Havanaútvarpið skýrði frá því í dag, að andkúbönsk öfl, væru nú flutt til banda rísku herstöðvarinnar Guan tanarnó á Kúbu, og væri þeim ætlað að taka þátt í árás á Kúbu. Útvarpið sagði, að nú væri verið að flytja kúbanska flóttamenn til herstöðvar- innar, og gengju þeir þar í her Bandaríkjanna til þess að geta tekið þátt í alvar- legum æsingum og árásum á kúbönsku str'andlengjuna. Þá sagði útvarpið, að árás ina ætti að gera undir því yfirskini, að um væri að ræða vörn á herstöðinni. Ánægdur meö viðræðurnar NTB-Rawalpindi, 29. des. Indverska samninganefnd in hélt frá Pakistan í dag áleiðis heim til Indlands eft | ir nokkurra daga viðræður við fulltrúa Pakistans um deilu landanna út af Kas- mír. Við brottförina sagði for- maður indversku nefndar- innar, Sardar Singh, við fréttamenn, að hér færi ánægður maður. Hann bætti því við, að fyrstu skrefin í átt til samkomulags hefðu verið stigin. Ekki kvað hann hafa verið tekna fyrir neina eina hlið • málsins, heldur hefði verið rætt um það vítt og breitt. Ævilangt fangelsi fyrir aö aðstoöa flóttamenn NTB-Berlín, 29. des. Harry Seidel, sá sem reyndi að hjálpa flóttamönn um tll þess að komast frá Austur-Berlín til Vestur- Berlínar gegnum göng, sem grafin höfðu verið undir Berlínarmúrinn, hefur nú verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Æðsti dómstóll Austur-Þýzkalands kvað upp dóm í máli Seidels í dag. Seidel var handtekinn 14. nóvember við göngin undir múrinn, þar sem þau opnuð ust inn í Austur-Berlín. Hann hafði þá fylgt nokkr- um flóttamönnum um hin 70 metra löngu göng, en austur-þýzku lögreglunni hafði borizt njósn af þessu fyrirtæki og greip hún Seidel, þegar hann var að koma úr þessari ferð. Stjómar sjálfur aðgerðuuum J NTB-Kongó, 29. des. HERMÖNNUM Sameinuðu þjóð- anna hefur tekizt að ná á sltt vald öllum helztu stöðvum í höfuðborg Katanga, Elizabethville, en þrátt fyr- Ir velgengni herjanna heldur skot- hriðin áfram. Sex eþíópskir hermenn úr liði SÞ eru sagðir hafa fallið og þar að auki hafa 6 Eþíópíumenn og 1 indverji særzt í átökunum. Engan Evrópumann mun hafa sakað. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna i Leopoldville segja, að Tshombe forseti hafi reynt að komast á brott frá Elizabethville til þess að leita öruggs hælis annars staðar. Kimba utanríkisráðherra Katanga bar þessa frétt til baka í útvarps- ávarpi, sem hann flutti í útvarpið Frjálst Katanga. Þar sagði hann, að Tshombe stjórnaði sjálfur að- gerðunum í úthverfum Elízabeth- ville, og hefði hann stöðugt sam- band við ráðherrana í stjóm sinni. Formælandi Sameinuðu þjóð- anna í Leopoldville sagði í dag, að flugvél frá her SÞ hefði tekizt að eyðileggja þrjár flugvélar Katanga hers í morgun. Vélarnar voru á flugvellinum í Kolwezi í nágrenni Elizabethville. tÍMINN. sunnudaccinn 30. desember 1962 /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.